Fréttablaðið - 17.12.2006, Síða 64

Fréttablaðið - 17.12.2006, Síða 64
úr viðjum heimilisins, en hún slæst við þá með hnefunum og segir það sitt val að vera heimavinnandi. Af einhverjum ástæðum hefur hún yfirgefið auðlegð fjölskyldu sinn- ar til að búa með durtinum Peter, og virðist sjaldnast efast um þá ákvörðun. Sonurinn er einnig þroskaheftur, enda með karl- mannsgen, dóttirin er nörd og ungabarnið vill helst af öllu drepa mömmu sína, sem hættir fljótt að vera fyndið. Eina gáfumennið á heimilinu er hundurinn Brian. Það eru þó ekki einungis samskipti fjölskyldunnar sem ekki rista djúpt, heldur húmorinn sjálfur sem er ávallt vísun í aðra sjón- varpsþætti, ólíkt meinbeittri þjóð- félagsádeilu Simpsons sem vísar oftar en ekki í raunveruleikan. Þriðja teiknimyndafjölskyldan er Hill-fjölskyldan, sem býr í smábæ í Texas, en fyrsta sería King of the Hill frá 1997 er nú kominn út á DVD. Faðirinn Hank Hill er ekki með greindarskerðingu á jafn háu stigi og þeir Hómer og Peter, þó seint teljist hann mikil mannvits- brekka, og er hjónaband hans og Peggyar nokkuð vel heppnað. Hann selur própangas og gas- áhöld, hún er einnig útivinnandi og er besti varakennari bæjarins. Í húsinu býr einnig frænkan Luanne sem stundar snyrtifræðinám og er flúin úr hjólhýsi foreldra sinna, og sonurinn Bobby, sem virðist mis- þroska. Þættirnir eru skapaðir af Mike Judge sem einnig gerði hina meinfyndnu Beavis og Butthead. King of the Hill þættirnir eru um margt raunsærri og lúmskari en aðrir gamanþættir. Það tekur tíma að komast inn í fjölskyldulífið þar sem persónur eru ekki jafn ein- hliða og gengur og gerist, en þetta er stórskemmtilegt þegar maður er búinn að kynnast öllum persón- um. Fyrir aðdáendur sveitatónlist- ar má svo nefna að að Willie Nel- son leikur gestahlutverk í King of the Hill, en Johnny Cash leikur meskalínref í áttundu seríu Simp- sons. Vanstilltasta fjölskyldan er þó ef til vill Hickey-fjölskyldan, en fyrsta sería frá árinu 2005 er komin út. Þau Earl og Joy Hickey giftast og skilja strax í fyrsta þætti. Hún fær forræði yfir börn- unum tveimur, enda ólétt eftir annan mann þegar þau giftast og eignast svo barn með enn öðrum meðan á hjónabandi stendur. Á sófanum sefur bróðir Earl, hinn þroskahefti Randy, og flytja þeir tveir bræður saman eftir skilnað. Earl vinnur 100.000 dollara í lotteríi og ákveður að snúa lífi sínu til betri vegar þar sem hann öðlast trú á karma. Boðskapurinn er afar amerískur en eigi að síður falleg- ur, góðir hlutir koma fyrir gott fólk og vondir hlutir fyrir vont fólk. Ef maður hagar sér vel fær maður verðlaunin í þessu lífi, og í framhaldi af því hlýtur maður að álykta að þeir hljóti að hafa gert eitthvað af sér sem vegnar illa. Í einum þætti veltir Earl því reynd- ar fyrir sér hvers vegna fíflinu Patrick vegnar vel þrátt fyrir að vera hinn versti skálkur, og spyr maður sig oft að hinu sama hér í lífi, en þó fer að lokum að hann fær makleg málagjöld enda um sjónvarpsþátt að ræða. Þættirnir eru fyndnir en blikna þó við hlið- ina á Bluth-fjölskyldunni. Skemmtilegasta sjónvarpsfjöl- skylda síðustu ára er vafalaust Bluth-fjölskyldan úr Arrested Development, en önnur sería kom út hér í sumar. Bluth-arnir minna örlítið á aðra vanstillta fjölskyldu, Corleone-ættina úr myndunum um Guðföðurinn. Nema að auðlegð fjölskyldunnar er byggð á standi sem selur súkkulaðihúðaða ban- ana frekar en fíkniefni. Elsti son- F lestar bandarískar sjónvarpsfjölskyldur eiga nokkra hluti sam- eiginlega. Þær eiga tvö til þrjú börn, móð- irin er heimavinnandi, faðirinn er þroskaheftur en þó fyrirvinnan, og hún býr í úthverfi í húsi sem fjölskylda á þeirra laun- um ætti tæplega efni á. Vinsælust allra er Simpsons- fjölskyldan, en nú er áttunda sería komin út. Er hún frá vetrinum 1996-97, en þættirnir um Simp- sons risu einmitt sem hæst um miðjan 10. áratug og er áttunda sería því síðgullaldarefni. Framan af var reynt að halda í einhvers konar sósíalrealisma þrátt fyrir stigmagnandi heimsku Hómers, en þegar hér er komið við sögu fer raunsæið óðum að láta undan. Sést hin nýja ævintýramennska strax í öðrum þætti þegar Hómer fer að vinna fyrir Bond-skúrkinn Scorp- io sem hyggur á heimsyfirráð. Á hinu nýja fyrirmyndarheimili sem þau flytja í sér húsið um að þrífa sig sjálft. Fer húsmóðirinni því fljótt að leiðast, enda hefur hún ekkert fyrir stafni ef ekkert er að skúra, og hallar sér að flösk- unni. Hér hefur stílbreytingin yfir sér ferskan blæ, en það verður erfitt að snúa til baka seinna meir þegar persónusköpunin týnist í kvikmyndatilvitnunum. Það sem hugsanlega útskýrir vinsældir Simpsons, fyrir utan hárbeittan og meinfyndinn húm- orinn, er persónusköpunin. Faðir- inn er vanræktur af yfirmanni sínum, börnin eru vanrækt af skólakerfinu og eiginkonan sætir stöðugri gagnrýni systra sinna. Þrátt fyrir það þykir öllum fjöl- skyldumeðlimum þegar öllu er á botninn hvolft vænt um hina, og eru yfirleitt velmeinandi þó að útkoman sé misjöfn. Það sama er ekki hægt að segja um Griffin-fjölskylduna í þáttun- um Family Guy, en fimmta sería er nú nýkomin út. Faðirinn Peter, auk þess að vera þroskaheftur, er óþolandi karlremba og svín. Lois Griffin lendir í annarri seríu í femínistum sem vilja frelsa hana Fyndnar fjölskyldu(ó)myndir Allar hamingjusamar fjölskyldur eru eins, en allar óhamingjusamar fjölskyldur eru óhamingjusamar á sinn einstaka hátt. Eitthvað á þessa leið hefur Tolstoy söguna af Önnu Kareninu. Nú fyrir jól hefur komið út slæðingur af DVD-seríum þar sem fjallað er um mis misheppnaðar fjölskyldur, svo sem Griffin-, Hickley-, Hill-, Bluth- og Simpsons-slektirnar. Valur Gunnarsson dembir sér í flóðið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.