Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2006, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 17.12.2006, Qupperneq 66
frjálslegur afturendinn á Jesúsi er. Rasskinnarnar rosalegar og ekkert yfirskilvitlegt við þær. Og búið að fikta í skegginu á Jóhannesi. Ekkert sem færði mig til hærri hæða. Komst til jarðarinnar með mína barnatrú. Í einu horninu er íslenskt landslag. Eins og verið sé að skíra Jesús á Flöt- unum. En þetta er frábært málverk og þegar ég hef verið lengi í útlönd- um fer ég að hugsa til þessarar myndar.” „Já, ég veit um eitt málverk sem ég get nefnt. Sem er altaristafla sem er í Gljúfrasteini sem pabbi [Halldór Laxness] keypti fyrir löngu,“ segir Guðný Halldórsdóttir kvikmynda- leikstjóri. Sem gegnir nafninu Duna. Hún velur málverk vikunnar að þessu sinni. Og segir svo frá: „Þarna eru Jesús litli og Jóhannes skírari. Þetta er eftir Kjarval og ég held að ég hafi hreinlega afkristnast við þessa altaristöflu. Enda vildu þeir ekkert með hana hafa í Skaga- firði þar sem hún var upphaflega. Hún fór í ferðalag til Danmerkur til viðgerðar. Var þar lengi. Þegar Kjar- val sá hana aftur að Gljúfrasteini þá þótti honum eitthvað vanta. Og bætti við skeggi á Jóhannes. Sem er með allt annarri áferð en það sem fyrir var,“ segir Duna. Þessi altaristafla á sér merka sögu. Til dæmis týndist hún en fannst með fulltingi miðils. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér meira um hana á gljufrasteinn.is. Málverkið átti að vera altaristafla í Rípurkirkju í Hólaprestakalli í Skagafjarðarpróf- astsdæmi og er málað 1925. Altaris- taflan var hins vegar aldrei sett upp því hún þótti klúr og ljót, ekki nógu biblíuleg. Olía á striga, sem er sér- stakt því altaristöflur eru jafnan málaðar á tré, og stærðin er 125x88. En hvað varð til að afkristna Dunu? „Já, það er þetta með hversu Altaristaflan sem afkristnaði Dunu Ólafur Hannibalsson tekur hraust- lega til orða í Fréttablaðinu 29. nóv og sækir myndmál til Mjallhvítar: „Íraksmálið hefur setið fast í koki Framsóknar nærfellt heilt kjörtímabil, eins og eitraða eplið í hálsi Mjallhvítar blessaðrar, þar til nýr formaður reyndi að hósta því upp á mið- stjórnarfundi flokksins fyrir helgina. Það sem nú er deilt um, er hvort allur eplisbitinn hafi (sic!) komið upp með nýrri kokhreysti formannsins eða hvort eitrið sitji (sic!) eftir.“ Þetta er skemmtilegt myndmál, sem spillist þó eilítið með viðtenging- arhætti á eftir hvort í nútíð. Þarna á framsöguháttur heima. Viðtengingarháttur lætur einkum í ljós eitthvað skilyrðisbundið, hugsanlegt, mögulegt, ósk eða bæn. Í flestum evrópskum tungumálum er viðtengingarhátt- ur víkjandi og víða horfinn með öllu úr samhengi þar sem hann þótti áður sjálfsagður. Því er undarleg sú árátta í málfari margra Íslendinga að troða honum inn þar sem hann á ekki heima. Einkum á það við á eftir tveimur samtengingum, skilyrðistenging- unni ef og spurnartengingunni hvort í nútíð. Það vill nefnilega svo einkennilega til að ekki er sama hvort um er (ekki sé) að ræða nútíð eða þátíð. Í nútíð er viðtengingarháttur ekki notaður á eftir ef og sjaldan á eftir hvort. Það er því málfræðilega rangt sem stendur í Blaðinu 15. sept.: „Óvíst er hvort DV verði (rétt: verður) gefið út áfram.“ Og fullorðna konu heyrði ég segja: „Hvað geri ég ef hann sé (rétt er) ekki heima?“ Í leiðara Fréttablaðs- ins 30. sept. stendur: „Hvernig tekið er á málum og hvort birt séu (rétt eru) nöfn og ljósmyndir....“ Takið eftir muninum: Ég kæmi (hér er viðtengingarháttur þegar kominn) ef ég gæti. Og: Ég kem ef ég get. Ég spurði hvort hann vildi fara. Og: Hann fer hvort sem þér líkar betur eða verr. En því miður er málið ekki alveg svona einfalt, enda tungu- málið oft ólíkindatól. Þannig segjum við t.d. Ég veit ekki hvort þetta er rétt, en ég spyr hvort þetta sé rétt. Því er vissara að gæta sín á ef og hvort. Oddur Báruson sendir mér kvörtun vegna notkunar so. sætta. Að sætta sjónarmið, ágreining eða deilur. „Er þetta ekki kolröng notkun á sögninni að sætta? spyr hann. Ég hélt að maður sætti fólk, ekki hluti. Ég meina, ef það tækist nú að sætta þessi sjónarmið – yrðu sjónarmiðin þá sátt hvort við annað?“ Þetta er skarplega ályktað, enda sætta menn hvorki deilur né ágreining, heldur þá sem deila eða greinir á. „Vegsummerki eftir ránstilraun,“ segir í Fréttablaðinu 30. nóv. Ekki er það beinlínis rangt, en betur færi hér verksummerki, enda ummerki eftir verknað. Allir munu einhvern tíma eiga að svara ekki dugir af því bara eða standa líkt og þvara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.