Fréttablaðið - 02.02.2007, Side 88

Fréttablaðið - 02.02.2007, Side 88
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@ frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, laganemi og fyrrverandi Ungrú alheimur, er komin aftur heim eftir að hafa dvalið mánuð á Indlandi. „Mér var boðið út af Eskimo Models sem eru með starfsemi þarna og sló til,“ segir Unnur Birna. „Ég tók að mér ýmiss konar verkefni á þeirra vegum, sat bæði fyrir, lék í sjón- varpsauglýsingum og þar fram eftir götunum.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Unnur Birna heimsækir Indland og hún segir ferðina hafa haft mikil áhrif á sig. „Mig hefur lengi langað að fara þangað en ástandið kom mér dálítið í opna skjöldu. Ég hélt að Indland væri lengra á veg komið í þróunarátt en bilið á milli hinna fátæku og þeirra sem eru að gera það gott er gífurlegt. Ég var í Bombay, þar sem búa átján milljón manns og þar af eru þrjár milljónir heimilislausar. Hvert sem maður fór blasti örbirgðin við; betlarar fylltu gangstéttirnar, veikt fólk og fatlað. Þeir heimamenn sem hafa eitthvað á milli handanna kippa sér ekki upp við þetta en það var erfitt fyrir mig að horfa upp á þetta á hverjum degi. Enda lít ég íslenskt sam- félag öðrum augum en áður, við erum virkilega heppin hér á landi.“ Eins og Fréttablaðið sagði frá á dög- unum birtist mynd af Unni Birnu á for- síðu The Bombay Times á mánudag og Unnur segir að þó nokkrir hafi þekkt hana þarna úti. „Fegurðarsamkeppnir eru risastórt fyrirbæri í Indlandi enda hafa fimm eða sex stúlkur þaðan hreppt titilinn Ungrú alheimur. Það er dálítið þverstæðukennt en skemmtana- bransinn er númer eitt, tvö og þrjú þarna; allt sem er einhvers virði teng- ist Bollywood eða öðrum afþreyingar- iðnaði.“ Unnur segir ekki loku fyrir það skotið að hún snúi aftur til Indlands í náinni framtíð, hún hafi fengið nokkur tilboð um frekari verkefni. „Það er hins vegar ekki tímabært að tala um það enda allt á samningastigi. Næst á dagskrá er að hespa af eins og einu verkefni í eignarrétti.“ Gjörðir manna túlka hugsanir þeirra best. Idi Amin verður forseti Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samhug og vináttu við fráfall og útför Svölu Guðmundsdóttur í Selsundi. Sverrir Haraldsson og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristfinnur Ingvar Jónsson bifreiðasmíðameistari, Blásölum 24, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 25. janúar. Sigrún Sigurjónsdóttir Jón Ragnar Kristfinnsson Edda Þórey Kristfinnsdóttir Sigurjón Guðmundsson Sverrir Kristfinnsson Guðrún, Kristrún, Einar, Birgir, Tara, Sigrún Ösp, Guðmundur og langafabörn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar Jóhanns Pálmasonar Framnesvegi 26b, Reykjavík. Innilegar þakkir til allra þeirra sem veitt hafa okkur ómetanlegan stuðning. Guð blessi ykkur öll. Ragnheiður Gísladóttir og fjölskylda. MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Reykjavík sími 587 1960 www.mosaik.is LEGSTEINAR TILBOÐSDAGAR allt að 50% afsláttur af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista Elskulegur sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, Gunnar Friðrik Ólafsson Háholti 14, Hafnarfirði, lést mánudaginn 29. janúar. Guðlaug Hanna Friðjónsdóttir Hulda Ólafsdóttir Scoles Dave Scoles Anna Ólafsdóttir Guðrún Ólafsdóttir Adolf Örn Kristjánsson Friðjón Ólafsson Erna Herbertsdóttir og frændsystkini. Okkar ástkæra Ingibjörg Helgadóttir Álfaskeiði 92, Hafnarfirði, lést á heimili sínu fimmtudaginn 25. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð Ljóssins. Fyrir hönd allra aðstandenda, Þórður Einarsson Ragnar Þórðarson Margrét Arngrímsdóttir Einar Borg Þórðarson Gerður Guðmundsdóttir Jakob Helgi Þórðarson Ástkær faðir okkar, Guðmundur Friðriksson rafvirkjameistari frá Seldal, Norðfirði, lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 31. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Ríkey Guðmundsdóttir Sigurliði Guðmundsson Friðrik Guðmundsson Þórheiður Einarsdóttir Elma Guðmundsdóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og hjálp við andlát og útför okkar elskulega Guðmundar Eiðs Guðmundssonar Skólatúni 4, Álftanesi. Sérstakar þakkir til séra Friðriks J. Hjartar fyrir allan þann stuðning og vináttu sem hann hefur veitt okkur. Guð blessi ykkur. Ásta Angela Grímsdóttir Guðmundur Viggó Sverrisson Matthildur Ólöf Guðmundsdóttir Andrés Skúli Pétursson Fanney Elínrós Guðmundsdóttir Gunnar Ellertsson Pálmi Grímur Guðmundsson Bjarney Katrín Gunnarsdóttir og systkinabörn hins látna. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Högni Jónsson Grandavegi 47, lést á heimili sínu hinn 31. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jón V. Högnason Þórunn E. Baldvinsdóttir Gunnar Högnason Sveinbjörn Högnason Sigríður Jónsdóttir Barnabörn og barnabarnabörn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.