Fréttablaðið - 09.02.2007, Page 33

Fréttablaðið - 09.02.2007, Page 33
Mikill afsláttur er af öllum vörum í Herralagernum á Suð- urlandsbraut. Í Herralagernum er hægt að fá herrafatnað frá ýmsum framleið- endum og allar vörur eru nú seld- ar með fimmtíu prósenta afslætti. Meðal þeirra vörumerkja sem hægt er að finna í Herralagernum eru Hugo Boss, Armani Jeans, Lloyd, Redgreen og Sand. Herralagerinn er opinn alla virka daga frá 12.00 til 18.00 og laugardaga frá 11.00 til 17.00, auk þess sem opið verður á sunnudag- inn næsta frá 13.00 til 17.00. Flott merki á góðu verði í Herralagernum Gianluca Vincentini gekk eitt sinn um Feneyjar með hægri rasskinnina bera. Buxurnar, sem mistókst að hylja hana, eru verstu kaup hans. Gianluca, eða Luca eins og hann er kallaður, er ballettdansari og æfingastjóri Íslenska dansflokks- ins. Hann hefur ferðast víða vegna vinnu sinnar og til að skrásetja ævintýri sín keypti hann sér upp- tökuvél. „Áður en ég fór til Japans að dansa með dansflokki þar keypti ég vélina. Með henni get ég tekið vídeó og ljósmyndir og fest allar minningarnar á filmu,“ segir Luca. Myndavélin hefur ferðast víða með Luca. Meðal áfangastaða eru Taívan, Frakkland og auðvitað Ísland. „Ég verð að segja að mynda- vélin er bestu kaupin sem ég hef nokkurn tímann gert,“ segir Luca. Verstu kaupin hans Luca eru ekki svo slæm þegar á heildina er litið. Þau eru alla vega efni í góða sögu. „Ég var kominn til Feneyja í frí með besta vini mínum og þetta var á fyrsta deginum. Það var mjög heitt og mig langaði að kaupa léttar og þægilegar buxur svo ég gæti gengið um borgina í hitanum og látið mér líða vel og litið ágætlega út,“ segir Luca og byrjar að glotta. „Ég settist á bekk og borðaði nesti og þegar ég stóð upp rifnuðu bux- urnar. Ég tók ekki eftir því og í marga klukkutíma voru nærbux- urnar og hægri rasskinnin mín fyrir allra augum.“ Luca uppgötvaði gatið loksins og þurfti að skipta yfir í gallabux- urnar í hitanum. Án efa hefur rass- kinnin, á þeim tíma sem hún fékk að njóta sólarljóssins, vakið ómælda kátínu hjá ferðamönnum sem eru fjölmargir í Feneyjum. Einhverjir hafa smellt mynd af honum svo rasskinnin er eflaust í fjölmörgum myndaalbúmum úti um allan heim. Luca segist ekki vera mjög spar- samur. „Ég reyni samt að spara svolítið fyrir ferðum í sumarfríum og svo hef ég reynt að spara mér fyrir íbúð. Ég er einmitt að fara í kvöld að skoða eina því ég ætla að kaupa mér eina slíka hérlendis,“ segir Luca. „Ég er búinn að vera hérna í ár og verð örugglega ár í viðbót hjá Dansflokknum og von- andi lengur, því hér líkar mér að vera.“ Rasskinnin blasti við w w w . u n i k a . i s Fákafeni 9 Sími: 568 6700 mán-fös. 10-18, laug. 11-16 og sun 13-16 Opið alla helgina 08. - 11. febrúar Lambalæri kr. 998 kg. Súpukjöt kr. 559 kg.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.