Fréttablaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 40
BLS. 6 | sirkus | 9. FEBRÚAR 2007 É g var mættur rétt fyrir klukkan þrjú á miðvikudag upp á Krókháls, nánar tiltekið í Saga Film, framleiðanda sjónvarpsþátt- anna X-faktor, til að fylgjast með æfingu keppendanna tíu sem eftir eru. Ég ætlaði að vera fluga á vegg og skyggnast á bak við tjöld þáttanna. Allir keppendurnir tíu fengu 20 mínútur hver til að æfa sitt atriði. Alan Jones, sem þurfti að glíma við systkinin í Já um hvort dytti út síðastliðið föstudagskvöld, byrjaði ballið og var ekki að sjá á honum að sjálfstraustið hefði minnkað neitt eftir síðasta þátt. Gamli Earth, Wind and Fire-slagarinn September hljómaði vel úr barka kappans. Og hann fór hátt upp í viðlaginu. Einar Bárðarson, þjálfari hans, kom sér fyrir í leikstjórastólnum og gaf Alan góð ráð á milli þess sem hann sendi SMS-skilaboð, upptekinn maðurinn sem hann er. „Yeah! Alan er kúl,“ sagði Kristjana raddþjálfari eftir fjórða rennsli og Alan kvaddi sáttur. Gæsahúð og nostalgía „Fer Siggi norður?“ spurði Kristjana og átti þar við norðlenska látúnsbarkann Sigga sem steig næstur á svið. Siggi tók lagið Kyrie með Mr. Mister og rúllaði því upp. „Tæknilega wonderful,“ sagði Kristjana og ekki var laust við að ég fengi gæsahúð og netta nostalgíu þegar Siggi kyrjaði „Kyrie Eleison, down the road that I must travel“ eins og að drekka vatn. Hún er ekki með jafnstór brjóst og nei, hún er ekki ljóshærð en Inga seldi mér alveg Dolly Parton-lagið „Just when I needed most“. Ég trúði hverju orði um að ég hefði yfirgefið hana þegar hún þarfnaðist mín mest. „Þetta var rosalega flott,“ sagði Idol-Heiða, sem var mætt í bakraddirnar, og smellti kossi á kinn Ingu eftir flutninginn. Út með magann Færeyski hjartaknúsarinn Jógvan steig næst á svið og var ekki í sínu besta formi. „Ertu lasinn?“ spurði Kristjana en Jógvan svarði um hæl: „Nei, ég er bara svona lélegur söngvari.“ Dancing in the Moonlight virkaði ekki vel á Kristjönu sem vildi fá meira frá sínum manni. „Byrja út með magann og svo Daaaaancing,“ sagði Kristjana um áherslur í viðlaginu en ekki var að sjá að Jógvan skildi hvað hún var að fara. Þór Freysson, framleiðandi þáttanna, trúði mér fyrir því að Færeyingar væru æstir í að sjá þáttinn vegna Jógvans og því ekki loku fyrir það skotið að landvinningar íslenska X-faktorsins séu á næsta leiti. Eftir þetta kvöddu Einar Bárðar og co. og héldu niður á Nordica þar sem Einar bauð sínu fólki í mat af sönnum höfðingsskap. Þarf Páll Óskar orkudrykk? Inn kom Páll Óskar og hóparnir hans. „Þarf þessi maður á orkudrykk að halda?“ hugsaði ég þegar Páll Óskar skellti í sig einum orkudrykk af tegundinni Cult. „Er hann ekki nógu orkuríkur fyrir eða eru það orkudrykkirnir sem knýja hann áfram?“ hugsaði ég með mér og var kominn inn í hálft lag hjá stelpunum í Fjórfléttunni áður en ég vissi af. Lagið Sway hljómaði vel í röddun þeirra og ekki var verra cha-cha-cha atriðið sem boðið verður upp á í kvöld. Þokkafullt var það en ekki vel æft. Vonandi var gærdagurinn vel nýttur í dansatriðið. „Þið verðið að koma með alla stælana,“ sagði Hera Björk raddþjálfari en fyrir mér var söngurinn fínn en eina spurningin er dansinn sem getur orðið þeirra helsta tromp eða versta martröð. Þakið af stúdíóinu „Vá, vá, vá. Þvílík rödd,“ hugsaði ég þegar dúettinn GÍS, sem sam- anstendur af Írisi og Guðnýju, hóf að syngja lagið Alone með Heart. „Getur þessi litla stúlka framkvæmt þessi hljóð?,“ spurði ég sjálfan mig þegar Guðný reif næstum því þakið af stúdóinu í viðlaginu. „Till now I always got by on my own. I never really cared until I met you. And now it chills me to the bone. How do I get you alone,“ söng Guðný og ég fékk gæsahúð með stóru G-i. Eina vandamál stelpnanna var að Páll Óskar vildi að þær dyttu dauðar í gólfið í lok lagsins. „Þið gerið þetta bara svona,“ sagði Palli og hrundi með tilþrifum. Stelpurnar voru ekki jafn vissar en féllu þó eftir nokkrar tilraunir án þess að vera jafn sannfærandi og þjálfarinn. „Hvernig ætlið þið að koma inn á sviðið?“ spurði framleiðandinn Þór þegar Hveragerðissysturnar Rakel og Hildur í Hara mættu til leiks. „Við verðum í tröppunum algjörlega geggjaðar,“ gall í Hildi og allir viðstaddir hlógu. Það þarf ekki að kenna þeim systrum neitt um fjör en mesta athygli mína vakti Hera sem keyrði son sinn á skrifborðsstól enda á milli á meðan systurnar kyrjuðu Queen-slagarann Don’t stop Me now. Ég var ekki sannfærður en þær eru skemmtilegar – það verður ekki tekið af þeim. Alltof flatt Og út fór Palli og inn kom Ellý með Gylfa. Það var ekki laust við að ég vorkenndi honum því ekki barasta var honum líkt við ungan og stóran Dustin Hoffman heldur þurfti hann að syngja Hollies-lagið The Air that I breath með Ellý við annað eyrað. „Það er óþægilegt að hafa þig við eyrað á meðan ég er að syngja,“ sagði Gylfi við Ellý í miðjum klíðum. „Þú verður að gefa betur í. Þetta er alltof flatt,“ gall í Ellý á móti. Gylfi gaf lítið í og sagðist vera veikur. Hann uppskar hina mögnuðu klisju um að það væri engin afsökun og ekki spurt að því á tónleikum. Ég held að Gylfi detti út nema að unglingsstúlkur landsins flykkist um þennan „sykursnúð“ eins og Ellý kallar hann Stjarna með attitjúd Hún er lítil, pínulítil. Hún er yngst, langyngst. En samt er Guðbjörg stórkostleg. Hún átti svæðið um leið og hún kom og stjórnaði öllu eins og herforingi. Ellý átti varla roð í hana og allt var gert eftir hennar höfði. „Ég nenni ekki að syngja þetta aftur,“ sagði hún eftir þriðju keyrslu á laginu Passenger sem Iggy Pop gerði vinsælt hér í den. „Hún er bara með attitjúd. Orðin stjarna strax,“ heyrðist í einum hljómsveitarmeðli- manna og sennilega er það rétt. Hún er orðin stjarna. Jóhanna var síðust og þrátt fyrir að hún væri með hálsbólgu átti hún ekki í vandræðum með hið vinsæla lag, Wonderful World, með James Morrison. „Þetta er ógeðslega flott,“ sagði Ellý ánægð með sína stúlku. Eftir fimm tíma setu var ballið búið. Allir búnir að syngja og spennan farin að magnast fyrir kvöldið í kvöld. Hver dettur út? Ég leyfi mér að tippa á Gylfa, eftir bráðabana við Alan. oskar@frettabladid.is SIRKUS FYLGDIST MEÐ ÆFINGUM KEPPENDANNA TÍU Í X-FAKTOR ÚTI AÐ BORÐA Einar Bárðarson bauð hópnum sínum út að borða á Vox á Nordica hóteli á miðvikudagskvöldið. SIRKUSMYND/VILHELM Gæsahúð með stóru G-i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.