Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 2
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS NISSAN PATROL ELEGANCE 33” Nýskr. 07.04 - Sjálfskiptur - Ekinn 46 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 3.990 .000. - Fundað var um nafn- laust bréf sem barst mörgum sem koma að Baugsmálinu að loknu þinghaldi í Baugsmálinu í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Á fundin- um voru dómarar, sækjandi og verjendur, en Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksókn- ari, óskaði eftir fundinum. Gestur Jónsson, verjandi eins ákærðu, sagði eftir fundinn að þar hafi sækjandi ítrekað að hann hafi hvergi komið nálægt þessum bréfaskriftum, en raunar hafi ekki nokkrum manni dottið í hug að bera slíkt upp á Sigurð Tómas. Fundurinn hafi þó ekki skilað neinni raunverulegri niðurstöðu. Sigurður Tómas sagðist í gær hafa vanþóknun á bréfinu, sem ekki var sent honum. „Bréf sem menn skrifa án þess að koma fram undir nafni eru alltaf verulega ógeðfelld í mínum huga. Að sjálf- sögðu vil ég taka fram að það er verulega slæmt fyrir sókn máls- ins að svona bréf sé skrifað og sent.“ Jakob R. Möller, verjandi ann- ars ákærðu, segir að bréfið hafi ekki verið sent sér, en hann hafi lesið það. Það sé afar ógeðfelld og ómálefnaleg árás á dómstóla landsins. Það afhjúpi yfirgrips- mikla vanþekkingu á lögfræðileg- um málefnum, það sé áróðurs- plagg og rangfærslurnar í því séu óteljandi. Spurður hvort ástæða sé fyrir lögreglu að rannsaka hver ritaði bréfið sagði Jakob: „Það hefur verið eytt miklum mannafla og fé í að rannsaka af minna tilefni.“ Engin niðurstaða af fundi Aðeins eitt dæmi virð- ist þekkt um að dómara hafi verið sent nafnlaust bréf fyrir utan nafnlausa bréfið sem var sent til allra dómara Hæstaréttar Íslands og lykilmanna í Baugsmálinu fyrr í vikunni. Friðgeir Björnsson, fyrrverandi dómstjóri Héraðs- dóms Reykjavíkur, fékk í hendur bréf árið 1992 þar sem var fjallað um hann persónulega á neikvæð- an hátt. Dómarar og lögmenn sem Fréttablaðið hafði samband við eru allir sammála um að starfsum- hverfi þeirra sé gott og óalgengt að þeir séu ónáðaðir með bréfa- skriftum eða símtölum þó að dæmi séu um slíkt. Gunnlaugur Claessen, forseti Hæstaréttar, segist aldrei áður hafa fengið sent nafnlaust bréf vegna starfa sinna sem dómari. Spurningunni um hvort hann fái hótunarbréf eða símhringingar sem eru undir nafni, svarar Gunn- laugur einfaldlega að það sé friður um starfið að hans mati þótt hann geti ekki talað fyrir aðra sem starfinu gegna en sig sjálfan. „Þetta tilfelli núna er alveg nýtt og framandi.“ Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, segir að nafnlaus bréf til dómara hafi aldrei verið send síðan hann hóf störf. „Eina bréfið sem ég hef heyrt af fékk forveri minn, Frið- geir Björnsson. Það var einsdæmi þangað til þetta bréf birtist allt í einu.“ Friðgeir Björnsson segir að hann þekki ekki fleiri dæmi um nafnlaus bréf sem send hefðu verið til dómara hér á landi en bréf vegna einstakra dóma berist af og til en þá alltaf undir nafni. „Þá er ekki um neinar svívirðing- ar að ræða þó menn taki stundum djúpt í árinni.“ Helgi Jóhannesson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir að það sé ekki algengt að lögmenn verði fyrir ónæði eða fái send hót- unarbréf, en það komi þó fyrir. Starfsfriður dómara og lögmanna góður Aðeins eitt þekkt dæmi virðist vera um að nafnlaust bréf hafi verið sent til dómara á undanförnum árum. Dómarar og lögmenn telja starfsumhverfi gott og hótunarbréf eða símhringingar berist aðeins í undantekningartilfellum. Viðræður við Banda- ríkjamenn um hvað taka skuli við þegar fjármögnun þeirra á rekstri Íslenska loftvarnakerfisins (IADS) sleppir í ágúst næstkom- andi hófust í höfuðstöðvum Atl- antshafsbandalagsins í Brussel í gær. Það er Ratsjárstofnun sem ann- ast rekstur kerfisins, sem er hluti af loftvarnakerfi NATO, en í því felst að verkefnið er hernaðarlegs eðlis. Jón Egill Egilsson, forstöðu- maður varnarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins, sem ásamt Jörundi Valtýssyni af skrifstofu utanríkisráðherra fór fyrir íslensku sendinefndinni í viðræð- unum, tjáði Fréttablaðinu að fund- urinn hefði verið á mjög jákvæð- um nótum. Af Bandaríkjanna hálfu sátu fundinn fulltrúar úr varnarmála- ráðuneytinu í Washington. Að sögn Jóns Egils voru báðir aðilar sam- mála og samstiga um að vinna áfram að málinu með uppbyggi- legum hætti. Til að byrja með sé viðfangsefni viðræðnanna að greina hvern þátt rekstrarins og hvernig því verður komið í kring að Íslendingar taki við ábyrgð á hverjum þeirra. Ákveðið var að halda viðræðunum fljótlega áfram, en óákveðið er þó hvar og hvenær næsti fundur fer fram. Viðræður um málið verða einnig teknar upp á vettvangi NATO fljótlega. Kópavogsbær er skuldbundinn til að selja Garða- bæ vatn á undirverði frá og með byrjun júlímánaðar, segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn- inni. Til að standa við þá skuld- bindingu sé nauðsynlegt að leggja vatns- lögn gegnum Heiðmörk sem fyrst. Annars þurfi Kópavogsbær að öllum líkindum að kaupa vatnið af Orkuveitu Reykjavíkur á fullu verði og niðurgreiða það til Garðbæinga. „Þetta gæti skýrt flumbru- ganginn í Gunnari I. Birgissyni bæjarstjóra og hvers vegna honum liggur svona mikið á,“ segir Guðríður. Hvorki náðist í Gunnar né Pál Magnússon bæjarritara í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Gunnar lofaði ódýru vatni Reynir, er gaman hjá AFA? Leikskólabörn fóru í fylgd Lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu í skrúðgöngu frá Hlemmi og að Miklatúni í gær. Tilefnið var Vetrarhátíð sem stendur yfir í Reykjavík. Um það bil fjögur hundruð manns tóku þátt í göngunni. Göngufólkið skemmti sér svo við að hlýða á söng Lögreglukórsins og leik- skólabarna. Á vefsíðu lögreglunnar kemur fram að sjálfur Lúlli löggubangsi hafi slegist í för með börnum og lögreglu og átti hann óskipta athygli yngstu göngumannanna. Leikskólabörn í fylgd lögreglu Fuglategundum hefur aftur tekið að fjölga í Húsdýragarðinum. Nær öllum fuglum var þar lógað fyrir þremur mánuðum eftir að grunur vaknaði um að afbrigði af fuglaflensu hefði borist í fuglana sem þar voru. Tíu íslenskar hænur og þrír hanar eru komin í garðinn og segja forsvarsmenn hans að fuglum verði enn fjölgað á næstunni. Von sé á páfuglum, bronskalkúnum, fasönum, öndum og dúfum áður en langt um líður. Fuglar snúa aftur í garðinn Lögreglumaður slasaðist við handtöku á manni í Hafnarstræti í gærmorgun. Maðurinn sem er um tvítugt var undir áhrifum fíkniefna og hafði haft í hótunum við gangandi vegfarendur og heimtað af þeim peninga. Þegar lögreglumenn komu á staðinn veitti maðurinn harða mótspyrnu með þeim afleiðingum að einn lögreglumannanna slasaðist á fótum og þurfti að leita sér læknis. Þrátt fyrir að maður- inn sé ungur að árum segir lögregla hann eiga sér langa afbrotasögu, einkum tengda fíkniefnaneyslu. Lögreglumaður slasaðist á fótum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.