Tíminn - 08.12.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.12.1979, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 8. desember 1979 r Wiwtliww Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- brinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvætndastjórn og auglýsingar Siöumúla 15 slmi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 200.00. Askriftargjald kr. 4000 á mánuöi. Blaöaprent. J Samráð við laun- þegasamtökin Steingrimur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, hefur tekizt á hendur samkvæmt tilmælum forseta íslands, að kanna möguleika til myndunar meirihlutastjórnar. í samræmi við yfir- lýsingar Framsóknarflokksins fyrir kosningar, mun Steingrimur Hermannsson aðeins kanna möguleika til myndunar svonefndrar vinstri stjórn- ar, þ.e. stjórnar Framsóknarflokks, Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokks. Steingrimur Hermannsson hefur i framhaldi af þeásu lýst yfir þvi, að hann muni jafnhliða viðræð- um við Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkinn, kynna sér viðhorf iaunþegasamtakanna og ræða við for- ustumenn þeirra. Þetta er einnig i samræmi við yfirlýsingar Steingrims Hermannssonar og fleiri forustumanna Framsóknarflokksins fyrir kosning- ar. Viðræður við önnur stéttasamtök, t.d. bænda og atvinnurekenda, munu einnig teknar inn i myndina eftir þvi, sem þurfa þykir. Margir forustumenn launþegasamtakanna hafa sýnt skilning á þvi, að ákjósanlegasta rikisstjórn, sem launþegar geta fengið, er samstjórn umræddra þriggja flokka. Einkum gildir þetta þó um forustu- menn þeirra launþega, sem búa við lakari kjörin. Raunverulega áttu forustumenn þessara samtaka mikinn þátt i myndun siðustu vinstri stjórnar. Það var lika opinbert, að þeir forustumenn þessara stétta, sem skipa sér undir merki Alþýðuflokksins, voru mjög óánægðir yfir þvi gönuhlaupi flokksfor- ustunnar að rjúfa vinstri stjórnina áður en reynt var til þrautar, hvort hún næði samkomulagi um efnahagsmálin. Reynslan hefur sýnt, að erfitt er að koma fram efnahagsráðstöfunum, nema þær njóti stuðnings launþega. Efnahagsstefna sú, sem Framsóknar- flokkurinn birti fyrir kosningar, var byggð á þeirri reynslu. Flokkurinn telur það skipta meginmáli, að gott samstarf sé milli stéttasamtakanna og rikis- valdsins. Hann telur, að rikisvaldið eigi að vera til aðstoðar við gerð kjarasamninga og greiða fyrir, en ekki að vera afskiptalaus áhorfandi þegar samið er um kaup og kjör, eins og Sjálfstæðisflokkurinn boð- ar. Það á að vera hlutverk rikisstjórnar að beita sér fyrir sáttum og vinnufriði. Það hefur frá upphafi verið sjónarmið Framsóknarflokksins. öll sú lög- gjöf, sem miðar að þessu, rekur rætur til frum- kvæðis Framsóknarflokksins. Einkum hafa tveir af fyrri leiðtogum flokksins, Tryggvi Þórhallsson og Hermann Jónasson, komið þar við sögu. í þessu sambandi er vert að vekja máls á þvi, að það eru ekki launamálin ein, sem hér koma til um- fjöllunar, heldur engu siður atvinnuöryggið. Sú óða- verðbólga, sem mjög hefur magnazt eftir fall vinstri stjórnarinnar, er að kippa stoðum undan at- vinnurekstrinum. Geigvænlegt atvinnuleysi getur verið framundan, ef ekki verður brugðizt við án taf- ar. Framsóknarflokkurinn leitar ekki sizt eftir samstarfi við launastéttirnar til að afstýra þeim voða, sem hér er á ferð. Hann gerir sér góðar vonir um, að slikt samstarf takist. Afstaða launþegasamtakanna til stjórnar- myndunar Steingrims Hermannssonar getur ráðið miklu eða mestu um, hvort vinstri stjórnin verður endurreist. Erlent yfirlit Harðnar sóknin fyrir sameiningu írlands? Sögulegt formannskjör hjá Fianna Fail Lynch heimsótti Carter fyrir skömmu ÞVI HAFÐI veriö spáö, aö Jack Lynch, forsætisráöherra Ir- lands, myndi afsala sér flokksformennsku og stjdrnar- forustu á næsta ári eöa áöur en til þingkosninga kæmi. Hann þyrfti þó ekki aö gera þaö vegna aldurs, þvi hann er rúmlega sextugur, en hins vegar væri hann þá búinn aö vera flokks- formaöur i 14 ár og forsætisráö- herra i rúmlega áratug. Hann áliti þvi tlma til þess kominn aö fá sér nokkra hvild og láta ann- an taka viö. Þær spár, aö Lynch myndi af- sala sér forustunni, hafa nú rætzt á þann veg, aö hann hefur nýlega tilkynnt, aö hann muni láta af henni fyrir áramdtin. Flokkur hans, Fianna Fail, fær þvl nú þegar þaö verkefni aö velja sér nýjan formann, sem jafnframt veröur forsætisráö- herra. Lynch var kjörinn formaöur Fianna Fail, flokks de Valera, áriö 1966, og varö jafnframt for- sætisráöherra. Hann gegndi for- sætisráöherraembættinu til 1973, en þá beiö flokkur hans kosningaósigur og Liam Cos- grave varö forsætisráöherra i samsteypustjórn Fine Gael og Verkamannaflokksins. Ariö 1976 virtist stjórn Cosgraves njóta mikilla vinsælda sam- kvæmt skoöanakönnunum og á- kvaö hann þvi aö rjúfa þing og efna til kosninga, þvi aö meiri- hluti stjórnarinnar var veikur I þinginu.Úrslitin uröu önnur en spáö haföi veriö, þvi aö Fianna Fail vann mikinn kosningasigur og fékk öruggan þingmeiri- hluta. Lynch varö forsætisráö- herra aö nýju og hefur gegnt stjórnarforustunni slöan. MARGT hefur oröiö Lynchmót- drægt, en þó valda olluverö- hækkanirnar mestu um, aö efnahagsástandiö hefur fariö versnandi. Þær hafa átt sinn þátt I því, aö hagvöxtur hefur minnkaö, veröbólga hefur auk- iztog atvinnuleysi komiö til sög- unnar. Verkföll hafa veriö mörg og sum staöiö lengi. Tilraun, sem gerö var til þess aö sllta tengslin milli irska sterlingspundsins og brezka sterlingspundsins, hefur ekki tekist vel, en þaö hefur veriö metnaöarmál Ira aö hafa sjálf- stæöan gjaldmiöil, sem ekki fylgdi enska pundinu. Mestan mótgang hefur Lynch þó ekki hlotiö á sviöi efnahags- málanna, heldur á vettvangi þjóöernismálanna eöa nánara sagt sameiningarmálsins . Fianna Fail hefur á stefnuskrá sinniaö vinna aö sameiningu Ir- lands I eitt riki eöa aö koma þvi öllu undir eina stjórn meö ein- hverjum hætti. Flokkurinn hefur þó látiö þetta mál liggja aö mestu á hillunni og sama hafa aörir flokkar gert aö undanförnu. Aukin hryöjuverk irska lýöveldishersins, sem Jack Lynch gengur undir skammstöfuninni I.R.A., ásamt aukinni hernaö- arihlutun Breta á Noröur-Ir- landi, hafa oröiö til þess, aö sameiningarmáliö hefur komiö meira á dagskrá en áöur. Lynch hefur reynt aö fylgja varfærinni stefnu I sameining- armálinu. Hann hefur lagt á- herzlu á þaö sem framtiöar- stefnu, aö Irland veröi samein- aö. Hann telur hins vegar, aö þaö veröi aö gerast i áföngum. Fyrst þurfi aö komast á heima- stjórn á Noröur-írlandi meö þátttöku katólskra manna. Siö- an þurfi brezki herinn aö fara. 1 kjölfar þessa geti svo hafizt viö- ræöur um sameiningu Irlands. Þeir, sem hraöar vilja fara, mótmæla ekki beinlinis þessari stefnu Lynch, en telja hann ekki fylgja henni nógu fast fram. I þeim hópier Sile de Valera, son- ardóttir de Valera, þekktustu sjálfstæöishetju Ira. Hún er yngsti þingmaöurinn bæöi á írska þinginu og á þingi Efna- hagsbandalags Evrópu. Gagn- rýni hennar á starfsaöferðir Lynch virðist fá góöan hljóm- grunn. Hin hægfara stefna Lynch i þessum málum er talin eiga þátt I þvi, aö Fianna Fail tapaöi nýlega i tveimur aukakosning- um, en önnur þeirra fór fram I Cork, heimaborg hans. ÞAÐ er taliö, aö baráttan veröi hörö I Fianna Fail um eftir- mann Lynch. Tveir þykja eink- um koma til greina eöa Charles J. Haughy heilbrigöismálaráö- herra og George Colley fjár- málaráöherra og varafcrsætis- ráðherra. Þessir tveir menn voru á sinum tima bekkjar- bræöur I skóla og hafa verið keppinautar stööugt siöan. Þeir börðust um flokksformennsk- una 1966ogleiddi þaö til þess, aö Lynch varöfyrir valinu. Nokkru siöar var Haughy sakaöur um samstarf við I.R.A. og vék Lynch honum þá úr stjórninni. Lynch geröi Haughy svo aö ráö- herra aftur, þegar hann mynd- aði slðari stjórn sina 1976. Haughy er eindreginn samein- ingarsinni og veröi hann fyrir valinu, veröur baráttan vafa- laust hert fyrir sameiningu ír- lands. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.