Tíminn - 08.12.1979, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.12.1979, Blaðsíða 11
Laugardagur 8. desember 1979 14 Búálfarnir Sjonni og Þrammi loks sýnilegir Búáifar hafa löngum verið góðir gestir á íslenskum heimilum, en þeir hafa löng- um haft hægt um sig og erf- itt hefur verið að koma auga á þá. En nú koma þeir Sjonni og Þrammi fram á sjónar- sviðið í bók Valdísar Ósk- arsdóttur, og finnst örugg- lega mörgum fýsilegt að kynnast þeim köppum og félögum þeirra. Þetta er bók sem fer á móti straumnum í íslenskri barnabókagerð síðustu ára, og ástæða til þess aö ætla að þeir Sjonni og Þrammi verði víða góðir gestir í ár. Fótboltafélagið Falur á heimavelli Bókin um Fótboltafélagið Fal á heimavelli er eftir þá Toon og Joop og er í þýð- ingu Ólafs Garðarssonar. Þetta er einstæð teikni- myndasaga þar sem skop- legu Ijósi er brugðið á stjörnudýrkun íþrótta- Grínbók ársins manna, skyggnst er bak við tjöldin hjá fótboltafélögun- um og kynnst lífi sjálfra ,,stjarnanna“. Falur kemur til íslands, en það verður ekki í þessari bók; heldur næstu og því betra að vera búin að kynnast kempunum. Allt í lagi bækur í fyrra gáfum við út tvær „Allt í lagi bækur“, og nú koma tvær í viðbót: í GÓÐRA VINA HÓP sem fjallar um hvernig íkornastrákurinn Skotti vinnur bug á feimni gagnvart öðrum krökkum og FLUGDREKINN sem fjallar um afbrýðisemi. ,,Allt í lagi“ bækurnar eru ætlaðar ungum börnum með það í huga að gefa þeim á uppörvandi hátt einfaldar skýringar á ýmsu sem þau kunna að óttast og velta fyrir sér á því skeiði sem hugurinn er aö mótast. ÍA] Öm og Örlygur Vesturgötu42 s25722 Galdragleraugu fylgja FJÖR í FJÖLLEIKAHÚSI LYFTl OG HREYFIMYNOIR A HVERRI SIÐU SÍGILDAR DÆMISÖGUR LYFTI OG HREYFIMYNOIR A HVERRI SIOU JÉ Galdragleraugnabækurnar eru tvær: FJÖR ( FJÖLLEIKA- HÚSI og SÍGILDAR DÆMISÖGUR. Þessar bækur eru með hreyfi- og þrívíddarmyndum og þeim fylgja sérstök gleraugu — sannkölluð galdragleraugu og þegar þau eru notuð fer allt af stað í orðsins fyllstu merkingu. Þetta eru sérstæðar bækur, sem foreldrar ættu að skoða með börnum sínum og ræða um boðskap þeirra við þau. Fyrir yngstu börnin Tvær bækur fyrir yngstu börnin: HELGA OG EYVI í SVEITINNI, þar sem fjöldi dýra koma fram. Gat er á hverju spjaldi þar sem dýrin gægjast í gegnum og gerir það bókina ennþá meira spennandi. TÍU LITLIR NEGRASTRÁKAR, — sag- an um négrastrákana tíu í dálítið breyttri útgáfu. Báðar bækurnar eru í bundnu máli og eru í þýðingu Lofts Guö- mundssonar. í leit aó horfnum heimi Ný bók í bókaflokknum „í leit að horfnum heimi" nefnist: HIN TÝNDA BORG INKANNA. Þessi bók er eftir David Roberts, myndskreytt af Chris Molam og Roland Berry. Loftur Guðmundsson þýddi. Þetta er fjórða og síðasta bókin í þessum stór- glæsilega, fróðlega og hörkuspennandi bókaflokki, sem raunar er ætlaður allri fjölskyldunni. Þetta eru bækur sem varpa Ijósi á liðna tíð, með þeim hætti að telja verður fremur sjald- gæft. Óm og Örlygur \festurgötu42 s25722 Uppfínningabók i Létta og skemmtilega upp- flnningabókin er eftir Tony Wolf og í þýðingu Andrésar Indriðasonar. Hér segir á skemmtilegan hátt í máli og myndum frá öllum helstu uppgötvunum mannsins, hjólinu, járninu, pappírnum, glerinu, eldfærunum, sprengiefninu, eldflauginni, prentlistinni, klukkunni, áttavitanum, loftskipinu, Ijósmyndinni og fl. o.fl. Sígildar sögur SÍÐASTI MÓHÍKANINN eftir James F. Cooper í þýðingu Andrésar Indriðasonar. Hin sígilda indíánasaga um veiðimanninn Fálkaauga og vini hans, systurnar Dóru og Lísu og hættuför þeirra. Sígildar sögur með lltmyndum W Leyndardómar SNÆFELLSJÖKULS LEYNDARDÓMAR SNÆ- FELLSJÖKULS eftir hinn fræga franska rithöfund, Jules Verne í þýðingu Andrésar Indriðasonar. Þessi heimsfræga saga fjallar um ferðalag í gegnum jörðina og hefst það ferða- lag á íslandi, en lýkur á ítalíu. LORNA DOONE eftir R.D. Blackmore í þýðingu Stein- unnar Bjarman. Þetta er gullfalleg ástarsaga um Lornu Doone og hinn vaska John Ridd sem leggur allt í sölurnar fyrir stúlkuna sem hann elskar. létta oci sk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.