Ísafold - 25.01.1896, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.01.1896, Blaðsíða 1
Kemurútýmistoinusmni eða tvisy.í viku. Yerð árg.(80arka minnst)4kr.,erlendis5kr. eða l1/* doll.; borgist íyrir miðjan júlí (erlendis íyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXBIL árg Repk.iavík, laugardaginn 25. janúar 1896. 5. bfad. ÍSAFOLD 1896. Blaðið kemur út 1—2 sinnum í viku, eins og áður, meiri hluta árs tvisvar, sjálfsagt 85—90 blöð, fyrir sama verð og áður (4 kr.). — Nýir kaupendur að þessum árgangi (23.) fá óTceypis fjóra ár- ganga'af »Sögusafni ísafoldar«, V.— VIII. árg. (1892—1895), samtals um 750 bls., hið skemmtilegasta og vandaðasta blaða- sögusafn, sem til er á islenzku. Enn um holdsveikina. Eptir sira Olaf Olafsson í Arnarbæli. í frásögn þeirri, er dr. Ehlers hefir ritað Um ferð sira hjer á landi í snmar og nú með síðasta pósti barst mjer í bendur frá honum ásamt skýrslu hans til stjórnarinn- ar um árargur ferðarinnar, segir hann (dr. E.) frá því, að stúlka norður í Hörgárdal, yfirkomin í hoidsveiki, hafi á síðastl. vetri átt barn með vinnumanni, sem var til heimilis á sama bæ sem hún. í skýrsl- Unni til stjórnarinnar lýsir hann sjúkdóms- ástandi stúlkunnar með svörtum litum en samt án efa alveg sönnum; segir að hún hafi þegar í fyrra verið með stórum sárum á andiitinu, með eitlum, sem ýlt hafi úr, bæði á vörum og á hálsí o. s. frv. t>r. Ehlers segir frá þessu með undrun og hrolli, og er bonum það ekki iáandi; þvi atburður þessi ber vott um framúrskarandi skeytingarleysi, eða jeg veit varla, hvað jeg á að kalla það, hjá karlmanni þeim, sem hlut á að máli, og ekki sízt um dýrs- eðlið, sem í manneskjunni býr og sem gægist út hjá henni við einstaka tæki- færi. En þessi atburður er ekki einn á bandi 1 sögu holdsveikinnar hjer á landi, og hann minnir mig á annað dæmi, sem jeg hef sjálfur reynt. Jeg var einu sinni á ferð austur i Rang- árvallasýsiu og nágrannaprestur minn með mjer, alkunnur sómamaður, sem og mun muna eptir þessu d'æmi. Við fórum fyrir neðan túnið á bæ einum, þar sem heimili átti holdsveikur maðnr, sem bæði átti konu og börn; manninn þekktum við vel og vissum, að hann hafði um ailangan tíma verið veikur venju fremur af sjúk- dómi sínum; okkur kom þvi saman um, að koma heim til hans og vita, hvernig honum iiði. Okkur var boðið tilbaðstofu- því að hann lá í rúminu; eu þegar þang að kom, þá mátti gefa á að líta. Baðstof- an var lítið betri en venjulegir hesthús- kofar, moldargólf, moldarveggir, svört súð- armynd og gluggahola á staf'ni; kona og börn eymdar- og fátækleg, imynd örbirgð- ar og vesaldóms. Sjálfur lá bóndinn í öðru rúminu, sem í baöstofunni var; and- litið á honum mátti heita ein skurfa; hæs- in svo mikil, að ekki heyrðist til hans nema komið væri fast að honum, augun orðin svo veik, að þau þoldu ekki birtuna; var því bæði hálfdimmt í baðstofunni og bundið svörtum klút alveg fyrir augun á honum, því hanti þoldi enga ljósglætu. En 40 vikum eptir að hann var sem aum- astur átti kona hans barn, sem náttúrlega fór þegar á sveitina. Þessi maður dó úr holdsveikí áður en jeg fór að austan og sá dr. Ehlers hann þvi aldrei. Annað dæmi þekki jeg Jíka þess, að annað hjóna var holdsveikt orðið til muna og hjeldu þau samt áfram að eiga börn; þar var það konan, og veit jeg ekki ann- að en að hún sje lifandi enn þá. En ó- knnnugt er mjer um, hvort hún hefir nú upp á síðkastið börn alið. Liklega eru til eigi allfá dæmi í þessa átt, og sýnir reynslan, að jafnan má búast við, að á þessa leið kunni að fara þar sem annað hjóna er holdsveikt og þau bregða ekki samvistum. Yiðbjóður sá og stuggur, sem öðrum út í frá stendur afsjúkdómi þessum, verð- ur miklu minni hjá þeim, sem sjúkdómn- um venjast frá þvf fyrst að hann gjörir vart við sig; rætist þá sem optar, að «svo má illu venjast, að gott þyki«. Að óvar- legri og athugalausri umgengni við holds- veika stnðlar iíka það, að það er þjóðar- einkenni vor íslendinga, að hræðast ekki sóttnæmi, að vera athugalitlir í umgengni við sjúka, yfir höfuð að vera ekki í þess- um efuum það, sem kallað er »hörunds- sárir«; og þetta athuga- og kæruleysi verð- ur enn meira hjá þeim, sem eru upp aldir við sóðaskap. Hvort sem vjer gerum nú ráð fyrir, að sjúkdómur þessi sje arfgengur eða næmur (smittandi), þáffinnum og játum vjer þó allir efalaust, að eitthvað sjerlega viðbjóðs- legt og, mjerliggur við að segja voðalegt, er samfara þessu, að manneskjur yfirkomn- ar í holdsveiki sjeu að geta og ala börn. En þessu og öðru böli, sem af holdsveik- um leiðir, verður ekki afstýrt nema með lögskipaðri aðgreiningu á sjúkum og heil- um, og með því þá líka að fram fylgja þeirri aðgreiningu stranglega. En hvaða vit er þá lika á hina hliðina í því, að skipa að aðgreina sjúka menn frá heilum, en geta ekki um leið vísað á stað handa hinum sjúku? Hvernig á að fara að því upp til sveita? Þar eru eng- ir verustaðir ti) nema heimili hinna heil- brigðu. Það er og verður ómögulegt, er til framkvæmdanna kemur, meðan enginn er spítalinn. Og það er meira en lítið undarlegt, af mönnum með fullri greind, að láta sjer detta í hug að skipa það, sem er ómögulegt, eða þá, þó það sje ekki að öllu leyti ómögulegt, þá samt buudið þeim vandkvæðum og örðugleikum, sem ekki verður fram úr ráðið. Hjer í sveit eru 2 manneskjur holds- veíkar og er sjúkdómurinn annarar þeirra á mjög háu stigi. Hún hefir þetta ár ver- ið aðgreind svo sem hægt er frá öðrum og um leið látið fara svo vel um hana sem hægt er. En hvað kostar svo þetta? Þetta eina ár hefir hún kostað sveitina nær þrem hundruðum króna, og samt — já samt er engin vissa fyrir því, að hún geti ekki sýkt aðra. En hvar lendir þetta í fátækum hrepp- um, þar sem fleiri kunna að vera holds- veikir og mikil önnur sveitarþvngsli að auk? Hvernig á að fara með þá sjúklinga, sem enginn tifandi maður viil taka hvað sem i boði er? Á að fieygja þeim út á klakann og skipa þeim að lifa á voninni, sem síðasta þing gaf þeim um væntánleg- an spítaia, ef til vil), máske og kannske einhvern tíma fram í ókomna tímanum? Eða máske að það megi hreiðra um 2 eða 3 tylftir í alþingishúsinu meðan verið er að telja þá og númera! Þeir yrðu vitan- lega húsviltir um þingtímann; því að þótt alþýðu sje fullboðlegt að samneyta þeim nótt og dag, þá er hætt við, að þingmönn- unum þætti ærið óviðfeldið að hafa þá við hlið sjer. En þá eru »frönsku húsin«! Þau eru optast auð um þann tíma árs, og það er ekki ómögulegt, að þar mætti sníkja sjer húsnæði handa einhverjum, sem iands. sjóður á að annast um. Nei! Sleppum nú öllu gamni. Aðgreir.ir.g sjúkra og heilbrigðra verður meðan spitala vantar aldrei annað en hjegóminn einber. Oviturleg ráð og fyrir- skipanir eru jafn-einskisvírði hvort sem þau koma frá alþingi íslendinga eða frá einhverjum einstökum manni. Já! Holdsveikismálið fór hrapalega á síðasta þingi, og hve miklir sæmdarmenn sem þeir annars eru, sem rjeðu niðurlögum þess, þó verður sú ráðsmennska þeim al- drei til sæmdar hvorki lífs nje liðnum. Jeg hef engan mann, ekki einn einasta, heyrt minnast svo á það mál, að hann ekki hafi harmað forlög þess. En hvað um það. »Grátum ekki, munum heldur«. Það er og verður samt óafmáanleg skylda lands- sjóðs, bæði fyrir guði og mönnum, að koma upp og kosta spítala handa holdsveikum; já, þó að hagur hans hefði staðið svo bág- lega, að hann hefði þurft að taka lán til þess, því varþað engin afsökun. Sjúkling arnir eiga stórfje í honum, og það er bæði

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.