Ísafold - 25.01.1896, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.01.1896, Blaðsíða 3
19 Eptírmæli. Frú Jóhanna Kristín Þor- ieifsdóttir, ekkja fíákonar kaupmanns Bjarnasonar frá Bíldudal, er andaðist 11. þ. mán., var fædd 16. desbr. 1834, að Hvammi í Dölum; þar var þá faðir henn- ar, síra Þorleifur síðar prófastur Jónsson, aðstoðarprestur hjá föður sínum, Jóni pró- fasti og riddara Gíslasyni. Hún giptist Hákoni kaupmanni 1859, eignaðist með honumnl2 börn, er 7 dóu í æsku, en 5 lifa—1 dóttir, Ingibjörg, og 4 synir: Þorleif- ur, settur kennari við latínuskólann; Lár- us, sýslumaður i Snæfellsnessýslu; Brynj- ólfur, kaupm. í Reykjavík; og Ágúst, stú- dent í Khöfn. Nokkrum árum eptir lát manns síns (f 1877) fluttist hún til Reykja- víkur, til þess að manna börn sín, og síð- an til Khafnar, meðan synir hennar (2) voru þar við háskólanám sitt, og lóks til Reykjavíkur aptur. Mikla atorku, ráð- deild, árvekni og fyrirhyggju hafði hún sjerstaklega, sjer til ágætis. Hinn 18. þ. mán. andaðist hjer í bænum Ludvig Arne Knudsen, fyrrum verztunar- maður, lengi bókhaldari við C. F. Siem- sens verzlun í Reyk,javík, nær hálfáttræður (f. 14. marz 1822), sonur Lárúsar Mikaels Knudsens kaupmanns í Rvík (f 1828), en bróðir þeirra háyflrdómarafrúr Kristínar sál. Sveinbjörnsson og frú Guðrúnar Guð- johnsen, sem nú lifir ein þeirra mörgu systkina. Hann var vel að sjer ger, lip- ur og kurteis. — Hann var tvikvæntur, fyrst Önnu Steindórsdóttur skipherra f Hafnarfirði, og síðan Katrinu Einarsdóttur Jónassonar borgara í R/ík. Börn hans i fyrra hjónabandi voru Margrjet fyrri kona síra Gunnlaugs sál. Halldárssonar á Breiða- bólsstað, Friðrikka, ekkja Hafliða Guð- mundssonar verzlunarmanns, og Jóhanna, er fyr var gipt síra Birni heitn. Stefáns- syni á Sandfelli, en nú Þorgrími hjeraðs- lækni Þórðarsyni á Borgum, Seinni konu börn hans eru: Lydia, kona sfra Ólafs Magnússonar á Sandfelli Guðrún kona Einars Árnasonar bókhaldara hjer í Rvík, -og Wilhelm stúdent (á Borgum). Sparisjóður er nýstofnabur á Húsavík, fyrir forgöngu verzlunarstjóra Þ. Gubjohnsen og Sigurjóns dbrmanns á Laxamýri, ásamt nokkrum bsendum öðrum þar í grend og verzl- unarmönnum á Húsavík, er ábyrgjast samtals 1500 kr. Annars á sparisjóðurinn að vera eign hlutafjelags, með 1600 kr. höfuðstól; hver hlutur 50 kr. íshús er einnig upp komið á Húsavík og frystihús væntanlegt með vorinu, til beitu geymslu. Barnaskóla- og fundarhús hafa Hús- vikingar einnig í smiðum, að mestu tilbúið og gjöra sjer von um að varanlegum barna- skóla fyrir hreppinn verði þar með borgið f'rá næsta hausti. Árnessýslu (Eyrarb.) 13. jan.: Geta má þeirrar framfara-nýlundu, þótt smá sje, að kvöldið þann 11. þ. mán. var kveikt hjer (á Eyrarbakka) ljós á 6 gatnaljóskerum til stræta- lýsingar. Fyrir forgöngu Pjeturs kennara Guðmundssonar, skutu nokkrir menn saman fyrir ljóskerum að miklu leyti; nokkuð í skuld enn. Skemmtanir fy.iir almenning hafa verið með meira móti í vetur. Skal jeg þar fyrst til nefna sjónleiki, sem hata verið leiknir nokkur kveld: »Æíintýri á gönguför«, »Pjetur maka- lausi« og »Nei«. Hefir þótt að "þeim góð skemmtun, einkum þó Æfintýriuu, er hefur þótt takast mjög vel í sumum atriðum. Jóla- trje var hatt hjer 11. mán. fyrir 150 börn, frá 5 til 12 ára. íshúsin á Austfjörðum. Það eru ekki færri en 8 íshús og frystihús ýmist upp kom- in eða í smíðum nú á Austfjörðum, frá því í fyrra haust, — allt fyrir forgöngu og eptir fyrirsögn Isaks Jónssonar, er þangað kom í fyrra frá Ameríku (Winnipeg). Fyrsta húsið var byggt í fyrra vetur í Mjóafirði, og annað í vor á Brimnesi við Seyðisfjörð; þá hið 3. og 4. í haust sömuleiðis við Seyðisfjörð: hjá Wathne á Búðareyri og hitt á Þórarinsstaða- eyrum; enn fremur eitt (hið 5.) á Vopnafirði, eitt (hið 6.) á Norðfirði og eitt (liið 7.) á Fá- skrúðsfirði; loks stendur til að hann byggja hið 8. á Eskifirði. Þetta óvanalega fjör í nýjum framfarafyrir- tækjum hjer á landi er því að þakka, að þau tvö íshúsin, sem komin voru í gagn fyrir sum- arvertíðina eystra, hafa reynzt reglulegar gull- kistur fyrir útvegsbændur þar og fiskimenn. Hefir merkur maður og áreiðanlegur á Seyð- isfirði ritað ísafold það sem hjer segir um Brimneshúsið og arðinn af því, eptir því sem ísak hafði ritað upp hjá sjer þar að lútandi fyrir tilmæli hans: Brimneshúsið byggði hlutafjelag; 72 hlutir á 25 kr.; kostaði það upp komið, nefnil. 1800 kr. Voru lagðar í það til geymslu í sumar frá 16. júlí til 12. okt. 49,000 síldir, er not- aðar voru síðan til beitu, en að eins þegar ekki fekkst n/ síld í net eðanætur. Eyddust alls til beitu úr íshúsinu 35,000 síldir, er notaðar voru í 875 róðra, — ein kaka, þ. e. 40 síldir, í hvern róður. Það sem fekkst á þessar 40 síldir í róðri hverjum var þetta frá 1 til iy2 og jafnvel upp í 2 skpd. af fiski. Þótt aflinn sje ekki gerður nema 1 skpd. í róðri og verðið sett 30 kr., þá nemur hann samt alls 26,250 kr. »Leiða má mikið góðar líkur aö því, að gróði þessi a 11 u r sje íshúsinu að þakka; því að þótt eitthvað kynni að hafa fiskast á skemmda síld eða saltaða eða á aðra beitu, þá mundi það varla hafa gert meira en til að jafna sig upp í móti sparnaði þeim á netum og vinnukrapti, sem íshúsið hefir haft í för með sjer. Á tíma- bilinu frá 16. júlí til 12. okt. var síldarlaust í sjó hjer vikum saman, og er hausta tekur er opt ekki hægt að leggja net svo utarlega sem þarf í firðinum fyrir sjávargangi, en þá opt einmitt ágætur þorskafli, og það fram á vetur, eins og var þetta ár. Líkt gagn þessu segir ísak mjer að Mjóa- fjarðarhúsið hafi gert. Fjarri fer því, sem sumir munu hafa ímynd- að sjer að óreyndu, að frosin síld sje lakari til beitu en nýdregin. Hafa bæði íslending- ar og Færeyingar við fiskiveiðar hjer sagt mjer, að hún sje alveg eins góð, og jafnvel betri fyrir ýsu, vegna þess, að brá legði af henni í sjóinn, auk þess sem hægra væri að beita henni af því, að allar taugar hefðu lin- azt upp. Hefir opt verið reynt að leggja á sama blettinn og samstundis lóðir með nýrri síld og freðinni, og aflaðist jafnt á hvorar- tveggju«. »Skugga-Sveinn« og Kr. Ó. Þorgrims- son. í 3 tbl. ísafoldar þ. á,, stóð grein frá Kr. Ó. Þorgrímssyni, í hverri hann segir með öðru fleiru), að jeg hafi samið fyrirspurnina um »Skugga Sveins-leikinn, sem stóð í 3 tbl. »Fj.konunnar« þ. á. En með því að það eru hrein ósannindi, þá iýsi jeg Kr. Ó. Þorgríms- son ósannindamann að því, að jeg hafi samið áðurnefnda fyrirspurn. Hinu öðru, sem stend- ur í áðurnefndri Isafoldargrein, verð jeg að svara á öðrum stað, þar þjer, herra ritstjóri, færizt undan að taka það í blað yðar. Reykjavík 24. janúar 1890. W. Ó. Breiðfjörð. Fjárkláðinn. Einhvern grun liefir amtmaðurinn í norður- og austuramtinu haft af fjárkláða í umdæmi sínu, þá hann 2. jan. f. á. skrifar öllum sýslu- mönnum, sem undir hann vóru skipaðir, og lagði fyrir þá að útvega álit sýslunefndanna. um, hvað þeiin þætti tiltækilegast að gjöra til þess að sporna við kláða á sauðfje (Stj.- tíð. B. 1895 bls. 205); og eitthvað hefir amts- ráðinu í norðuramtinu þótt skýrslur og álit sýslunefndanna, sem forseti þess lagði fram á fundi 20.—22. maí þ. á., athugaverðar, þar sem það eptir allmiklar umrœður ályktaði, «að fela forseta sínum að leggja fyrir allar sýslunefndir að láta fram fara nákvæma skoð- un á sauðfje, helzt rjett áður en fje er sleppt úr húsi næsta vor; að brýna fyrir sýslumönn- um að leggja fyrir hreppstjóra og hrepps- nefndir, að hafa nákvæmt eptirlit með, að kláðakindur verði aðskildar frá öðru fje og læknaðar; og brýna fyrir bændum, að bera í allt fje ekki að eins fyrri part vetrar»— amts- ráðið hefir liaft hugmynd um, að íburðurinn fyrri part vetrar mundi máske ekki með öllu útrýma kláðanum ■—, «heldur og rjett áður en fje er sleppt úr húsi að vorinu, hefði nokk- ur kláði fundizt í því að vetrinum». Þessi ályktun amtsráðs norðuramtsins sýnir stefnu Norðlendinga í þessu fjárkláðamáli, og bendir fyllilega til, að gjöra má sjer vonir um, að kláðinn fái að lifa þar góðu lífi framvegis; honum öllu meinlausari ákvörðun var naum- ast hægt að taka; og eitthvað á annan hátt mundi hún hafa orðið hjá þeim sælu herrum, Pjetri amtmanni Hafstein eður Jóni ritara; en þeir höfðu heldur ekki tœkifæri til að hafa «alllangar umræður» um fjárkláðamálið í amts- ráðunum. Gamall fjárkláðahreppstjóri. Um Tyrkjann kemst Gladstone þannig að orði í haust í brjefi til kunningja síns — honum blöskraði afskiptaleysi stórveldanna lit af níðingsverkum hans í Armeníu: »Jeg horfi á þetta vesalmenni, soldáninn, sem guð hefir gert að svipu á mannkynið, veifa merki sínu sigri hrósandi, en mótstöðu- menn hans, Rússa, Frakka og Englendinga, liggja hundflata fyrir fótum hans. Jeg læt mig engu varða, hvernig skipta ber smáninni milli þeirra. Jeg vona, og það er mjer nóg, að hlutdeild míns lands verði heiminum greini- lega sýnileg, og að land rnitt gangi úr skugga nm hana, sjálfu sjer til góðs, hversu stór eða lítil sem hún er. Drottinn láti af náð sinni verða skjót enda- lok á Tyrkjanum (sem nú drottnar) og öllu hans athæfi. Það sem jeg hefi jafnan sagt, meðan jeg hafði tilefni til að láta í ljósi skoðanir mínar og til að hafast eitthvað að á stimdum, það hið sama vil jeg segja í póli- tiskri hrörnun minni eða dauða«. Um Síberiu munu menn almennt hafa þá hugmynd, að landið sje mestallt eintómar klakabreiður, með kolmyrkvum námum og dýflissum, þar sem kvalir og eymd eiga sjer ævarandi samastað. En sannleikurinn er sá*

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.