Ísafold - 20.07.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.07.1901, Blaðsíða 2
194 Viðsjárverður dómur. Isafold hefir lýst yflr því, að hún sé »fyrir sitt leyti ekki óánægð« með dómsúrsliiin í máli Lárusar H. Bjarha- sýslumanns og Einars ritstjóra Hjör- leifssonar. Auðvitað kemur mér ekkert við, hvort ísafold er ánægð eða óánægð með málaferli sín. Eg á þar engan hlut að máli. En eg kt á málið sem borgari í þessu landi. Og frá því sjónarmiði get eg ekki tekið þátt í ánægju ísafoldar. Sé dómur sá, er hér um að ræða, bygður á réttum skilningi á lögunum, þá er löggjöíin í þessu efni í mínum augum afaviðsjárv^rð og ófrjálsleg, Vel kannast eg við það, að sjálfsáegt er að afstýra því, að svo miklu leyti, sem kostur er á, með lagafyrirmælum og leggja við því hegningu, að bornar séu út á prentá ósannar sakargiftir á hendur embættismönnum þjóðarinnar. En hitt er meira en viðsjárvert að takmarka stórlega umræðufrelsi manna um þær ávirðingar embættismanna, er sannar hafa reynst eða sannar reyn- ast — banna mönnum að láta uppi með sæmilegum orðum álit sitt um tilteknar, sannar ávirðingar. það er blátt áfram skaðsamlegt og hættulegt ófrehi. Aðalatriðið frá sjónarmiði embættis- valdsíns hlýtur að vera þaðað tryggja sig gegn ósönnum áburði. Frá sjónar- miði þjóðfélagsins er og mjög mikils um það vert, að skorður séu reistar gegn því, að menn verði blektir með sögusögnum um ávirðingar, sem ekki hafa átt sér stað. Hitt er enginn sannur greiði við embættisvaldið, að mönnum sé ekki frjálst að dæma um atbafnir þess. Og frá þjóðarinnar sjóoarmiði er slíkt frelsi alveg sjálfsögð krafa, eitt aðal- skilyrðið fyrir því, að alt stjórnarlíf í landinu verði ekki að fúlum forar- polli. Nú skal eg leyfa mér, þó að þess ef til vill gerist ekki þörf, að benda á, hvernig þessu máli er háttað, í sambandi við þá sundurliðun, er eg hefi hér gert. þess er þá fyrst að gæta, að em- bættismanni þeim, er málið hafði höfð- að, hefir ekki verið borin á brýn nokk- ur ávirðing, sem ekki hefir sannast með dómi. Bitstjórinn er eingöngu sakfeldur fyrir skoðanir, er hann hefir látið uppi um atferli, sem víst er að hafi átt sér stað, og orðalagið á frásögn um sömu atriði. Aí þeim atriðum, sem ritstjórinn er sektaður fyrir, læt eg mér nægja að fara nokkurum orðum um fyrsta atriðið — ekki af því að dómurinn um þaó sé neitt varhugaverðari frá sjónar- miði þjóðarinnar en um hin atriðin, heldur vegna þess, að nokkuð langt mál yrði að rekja þau öll í sundur og mér finst þetta eitt nægja til þess að skýra aðalhugsun þá, sem eg er hér að halda fram. Ummælin eru þessi: »Eg get ekki sagt, að eg hafi gert mór sérlega há- fleygar hugmyndir fyrir fram um ó- hlutdrægni og prúðmensku kjörstjórn- aroddvitans, því að eg þekti hann nokkuð af afspurn#. A f s p u r n i n, sem dómaástæðurnar bera með sér og dómarinn lýsir sann- aða, er sú, að embættismaður þessi hafi fyrir nokkurum árum sótt það allfast, að fá keypta húseign tilbeyr- andi dánarbúi nokkuru, er hann hafði til skiftameðferðar, fyrir minna verð en boðið var í eignina af öðrum, og að hljitaðeigandi amtmanni hafi þótt að- ferð hans í því máli aðfinningarverð. Af grein ísafoldar um málið sóst, að amtmaður hefir hvorki sagt meira nó minna en það, að L. H. B. r ói að því öllum árum að búið missi 1000 kr., og athæfið hefir honum þótt s v o vítavert, að hann segir, að L. H. B. gæti búist við, að hann fengi að vita, að hon- um væri frjálst að faraal- gerlega, eða losast við sín em b æ 11 i sstörf yfir höfuð. En t i 1 e f n i ð til hinna dæmdu ummæla er @ins og sömuleiðis sést á dómsástæðunum, meðal annars það, a ð embættismaður þessi hefir í embættisnafn í lýst þingmála- flokkunum hér á landi á þann veg, að annar vildi eyða landið, vildi sólunda fé landsins í glæfrafyrirtæki og bitl- inga og vildi tæla menn af landi burt með Vesturheimsginningum, en hinn flokkurinn vildi vinna landinu alt það gagn, sem honum væri unt, og a ð embættismaðurinn hafi bann- að þingmannsefni á fundinum að mót- mæla þessari grein, er hann hafði geit fyrir flokkaskiftingunni. Eg skal engan dóm upp kveða um það, hvort embættismaður, sem hagar sér á þennan hátt, sé í raun og veru hlutdrægur. En hinu held eg fram, og eg er aígerlega sannfærður um, að allur þorri þjóðarinnar er mér f því efni samdóma, að það sé beinlínis óskynsamleg löggjöf, sem bann- ar mönnum að hafa þá skoðun, að slíkur embættismaður geti haft það til að vera hlutdrægur, og að láta þá skoðun uppi. — En jafnframt því, sem eg get ekki gert mér skiljanlega skynsemina né sanngirnina í því að láta menn sæta sektum fyrir þessar sakir, er mér alveg hulið, hvernig á því stendur að dómarinn hefir ákveðið sektina svona háa. Eg hefi heyrt vini ísafoldar vera að fagna yfir því, hvað sektin sé lág, — hún hafi sannarlega sloppið vel, aðra eirns ráðningu og hún hafi gefið Snæfellingayfirvaldinu. Eg get ekki heldur þrætt fyrir að hafa orðið var við gremju hjá mótstöðumönnum blaðs- in8 út af því, hve lág sektin sé; þeir höfðu búist við svo sem 200 kr. Eg er ekki lögfróður maður, og fyrir þá skuld getur vel verið að mér sjáist yfir eitthvað verulegt í málinu. En þegar eg lýsi yfir þeirri sannfæringu minni, að sektin sé svo há að ekkert vit só í — auk þess sem hún hefði engin átt að vera — þá byggi eg það á bendingum frá dómstólunum sjálf- um. Eg er sannfærður um, að hver ólögfróður maður að minsta kosti — og ólögfróður er allur þorri þjóðarinn- ar —, sem athugar meiðyrða-sektir þær, er menn hafa verið dæmdir í að jafn- aði að undanförnu hér á landi, hann furðar sig á, að E. H. skuli vera dæmdur til að greiða 60 kr. sekt fyrir ummæli sín um L. H. B. A einn dóm skal eg benda rétt til dæmis, yfirréttardómínn í máli Hall- dórs prófasts Bjarnarsonar gegn nokk- urum mönnum út af vottorði, er þeir rituðu nöfn sín undir og síðan var prentað árið 1897. þar voru meðal annars eftirfarandi ummæli: »Að vór álítum frammistöðu Halldórs prófasts Bjarnarsonar á Presthólum í kirkju sinni mjög ófullkomna og ó- prestslega í alla staði: til dæmis hafa oss fundist ræður hans óviðunandi lé- legar; og ofan á þetta hefir bæzt, að framburðurinn . . . er sundurslitinn og mjög óáheyrilegur og svo lágur, að varla heyriat um alla kirkjuna. Enda var svo, að á meðan vér létum svo lítið að koma í kirkju til að hlýða á ræður hans, ef ræður skyldi kalla, að það var oss meir til leiðinda og skap- raunar en ánægju og uppbyggingar. Af þessu og öðru fleiru leiðir, að nú er svo komið, og hefir verið síðast- liðið ár, að engitin af oss sóknarmönn- um, að undanskildum fáeinum mann- hræðum, hafa viljað koma í kirkju til að hlusta á lestur hans orða, eða þiggja neina prestsþjónuertu af honum«. »Að oss hefir reynst hann vera bæði ágjarn, óskilvís, þrætugjarn, yfirgangs- samur og ósanngjarn og svo óheill, að vér viljum ekkert við hann eiga. Og til frekari skýringar um bxeytni pró- fastsins skUlum vér geta þess, að fyr- ir rúmlega 2 árum síðan hefir hann verið kærður fyrir gripdeildir ef ekki þjófnað og eftir því, sem oss er kunn- ugt um það mál, þá er það fullkomin sannfæring vor, að hann sé þar 3ann- ur að sök«. »Eftir þessu, sem að framan er sagt, og jafnvel fleiru, getum vér ekki dul- ist þess: að vér álítum það ósamboðið öllu kristilegu trúarlífi og jafnvel hneykslanlegt að líða slíkan mann sem Halldór prófast Bjarnarson í prestslegri stöðu, og vildum vér því fegnir losast við hann sem allra fyrst«. Yfirrétturínn telur framanskráð um- mæli um prestslega framkomu síra H. B. svo niðrandi, að væru þau sönn, blyti það að rýra mannorð hans. *En ste/ndi hefir eigi sannað að ummcelin sóu á rökum bygð«. Um hin önnur af þessum ummælum er sagt, að því verði ekki neitað, að síra H. B. »við eínstök tækifæri virð- ist hafa sýnt nokkuru meiri fégirnd og nokkuru meiri tregðu við að borga rétt- mætar skuldir en góðu hófi gegnir«, en það heimili þó eigi að Iýsa mann- inn ágjarnan né óskilvísan. »Að öðru leyti fela hin átöldu ummæli í sér sumpart aðdróttun um að áfrýjandi (síra H. B.) hafi framið verk, sem mundu gera hann óverðugan virðingu samþegna hans, sumpart ánnan áburð er hlyti að skerða virðingu hans, en stefndi hefir eigi með sannanatilraun- um sínum fundið pessum orðum sínum stað«. Eg get ekki írayndað mér, að það leyni sér fyrir nokkurum manni, að mennirnir, sem undir þetta vottorð hafa ritað, hafa gert margfalt meira á hluta síra Halldórs en E. H. hefir getað gert á hluta L. H. B. Sakargiftir þeirra eru ólíku svæsnari — ein þeirra jafnvel þjófnaður. Og þeir geta ekkert sannað upp á manninn, annað en það, að hann »virðist« »við einstök tækifæri* bafa verið eitthvað ágengur og skuld- soigur. Og svo eru þeir dæmdir til að greiða 50 kr. sekt. En E. H. er dæmdur til að greiða 60 kr. sekt. Hvernig getur staðið á þessu? Eiga þá sýslumenn svo margfalt meiri rétt á sér í augum dómstóla vorra en prófastar. Ekki œtti það svo að vera, að rninsta kosti. Allir menn hér á landi, jafnt háir sóm lág- ir, ættu að vera jafn-réttháir. En þó að réttarverndin væri þeim mun meiri sem metorðin eru æðri, þá er mér ekki heldur ljóst, hvers vegna meira segist á því að fara hörðum orðum um sannar ávirðingar sýslu- manns en að drótta að prófásti orðum, er »mundu gera hann óverðugan virð- ingu samþegna hans« og bera annað á hann, »er hlyti að skerða virðingu hans«, án þess að finna orðum sín- um stað. jpví að eg veit ekki betur en að þeir, sýslumaður og prófastur, séu jafn-ofarlega í metorðastiganum. . Og ekki getur það venð viðkvæm- ara mál fyrir veraldlegt yfirvald en prófast að sæta hörðum ummælum. Ekki getur verið sárara fyrir sýslu- mann að sæta hlutdrægni- aðdrótt- unum en fyrir prófast að vera sakað- ur um þjófnað — nema þá fyrir það, að sannast hefir um sýslumann aðhann hafi sróið að því öllum árum að búið«, sem hann átti að skifta, »misti 1000 kr.«, eins og amtmaður orðar það, en prófasturinn þar á móti saklaus af þvi að hafa nokkuru stolið. En naumast getur það verið tilg&ngur löggjafar- innar né dómstólanna a® hella olíu í þess konar sýslumanna-sár. Eg gæti gert miklu lengri og fyllri grein fyrir því, hvers vegna mér grémst þessi dómur, hvers vegna mér finst hásin mjög ísjárverður, hvers vegna eg álít að þjóðfélagið eigi alvarlega að gjalda varhuga við því að haldið verði lengra út í sams konar róttarverad fyrir embættisvaldið. En eg geri ráð fyrir að Isafold þyki til nógu r*ikils mælst að hún táki þetta af mór svona um háþtngtímann. þess vegna segi eg ekki meira að sinni. þó skal eg að endingu taka það fram berum orðum, að mjög fjarri er mér að vílja væna hóraðsdómarann í þessu máli vísvitandi hlutdrægni eða rangdæmis. Eg veit hann vera alment talinn með hinum vönduðustu og sam- vizkusömustu embættismönnum lands- ins og ágætislögfræðing. En »skýzt þó skýrir séu«, segir máltækið. Auk þess sem hér getur eitthvert það atriði komið til greina, sem mér sést yfir eða eg skil ekki sem ólögfróður Civis. Stjórnarbótin. Meiri h). nefndarinnar (dr. V. G., GuSl. G. — skrifari og frams.m. —, Sk. Th., Ól. Briem), lauk við sitt álit 17. þ. m. snemma, en minni hl. (H. H., L. B., B. B. þra. Bf.), ekki fyr en 2 dögum síðar — við mikla sótt og, harm- kvæli, svo að örðugt mjög ætlaði að veita að koma málinu á dagskrá nú fyrir helgina. Þau eru löng bæði, meiri hl. þó miklu lengra. Þar eru fyrst leidd góð og skyr rök fyrir raálstað meiri hl. og frv. hans, og því næst synt greinilega fram á, hver fjarstæða það er, sem minni hlutinn fer fram á, bæði ó- fáanlegt og ekki nema til stór-ógagns, þóttfengist. Meðal annars stendur þar svo um búsetuatriðið: »Þessar > stjórnskipulegu grundvallar- hugmyndir« (um búsetu ráðgjafans í Khöfn o. s. frv.) »eru mjög gamlar og rótgrónar hjá Dönum, sórstaklega hjá öllum lögfróðum mönnum þar í landi, án alls tillits til flokkaskipunar«. Með öðrum orðum: breyting ófáanleg, hvor flokkurinn sem við völdin situr. Um tígulkóngana tvo í spilinu, Khafn- arráðgjafa og reykvískan ráðgjafa, segir svo: »Að því er snertir hiu sórstaklegu á- kvæði um réttarstöðu þeirra tveggja ráð- gjafa, er fyrirhugaðir eru eftir frv., skulum vér taka það fram, að þau eru mjög ófullnægjandi fyrir íslendinga, þar sem ráðgjafinn í Kaupmannahöfn verður alveg óháður öllum áhrifum frá þingi og þjóð og ókunnugur öllum landsmál- um, og þess vegna engu betri millilið- ur milli þingsins og konungsins en hinn danski ráðgjafi, er vót nú höfum. Auk þess teljum vór það mjög viðsjárvert að honum er falið fullkomið ályktarvald í þeim málum, er eigi þola bið, og hann verður sjálfur að skera úr, hver þau mál eru, er svo er ástatt með. Á þann veg er allmikill flokkur sórmálauna skilinn undan áhrifum og aðgjörðum hinnar innlendu stjórnar og þingsins«. Framhald 1. umr. í dag og varfrum- varpi mciri hlutans vísað til 2. umr. með 21 atkv.; en frv. minni hl. (»heimsku- stjórnarfrv.«) felt með 12 atkvæðum gegn 10.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.