Ísafold - 27.07.1907, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.07.1907, Blaðsíða 1
fíemnr nt ýmist einn sinni eOa tvisv. í viku. YerÖ árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa 1 */, doll.; borgist fyrir mifJjan júli (erlendis fyrir fram), öppsögn (sa-íifieg) bnnáin viB áramót, ógild nema komin só til átgefanda fyrir 1. október og kanp- andi skaldlans viö blaðið. AfgreiÖsla Austurxtrœti 8. XXXIV. arg. Reykjavik laugardaginn 27. júli 1907. 51. tölublað Hlutabankinn Auka-aðalfund var ráðgert að halda í Konungskomari. Varla mun vera vanþörf á það að •minnast, að það sem fyrir oss liggur ’vikuna næstu er að fagna góðum og göfugum gesti, þar sem er konung- ,ur vor, fagna honum allir eins og einn maður og eftir beztu föngum, en — þó ekki nema eins og manni, frjálsum manni í frjálsra manna sveit, með höfðingjanafni yfir oss og höfð- ingjatign, en engu alræðisvaldi né ofurmennisyfirburðum, er oss bæri að líta upp til sem værum vér maðkar ;úr moldu skriðnir. Tíðkanlegum kurteisissiðum frjálsra manna í frjálsu landi eigum vér að haga oss eftir, kurteisissiðum við kærkominn þjóð- böfðingja, af fullri alúð frammi höfð- ium. En það sem þar er fram yfir •er vont. Hann er oss kærkominn gestur ■vegna þess, að vér höfum af honum að segja góðvildarhót í vorn garð, og annað ekki, og teljum hann til ■góðs vænlegan í stjórnarafskiftum af osc eftirleiðis. Oss kemur vel, að liann veitir oss kost á að tjá honum .sjálfum og sýna í kynnisför þessari, að ekki er nokkur hin minsta veila n trygð vorri og hollustu við hann, ’hvað sem liður sjálfstæðiskröfum vor- «m móts við þjóð þá aðra, er "hann á fyrir að ráða. Fulltrúum þeirrar þjóðar, ríkisþing- mönnum þeim, er konungi veita föru- -neyti hingað, er oss ennfremur bæði djúft og skylt að fagna af fullri alúð. V7ér vonum það og treystum því, að kynni þeirra af oss og landi voru, þótt lítil verði að vfsu, greiði fyrir sanngjarnlegri og hyggilegri afstöðu þeirra og þeirra samverkamanna and- spænis þjóð vorri en vér höfum átt lengst að venjast úr þeirri átt. Vér hefðum kosið, að þá hefði bor- ið heldur að garði er betur hefði á staðið að því leyti til, að mikill meiri bluti vorra fulltrúa, sem fyrir viðtök- unum standa, hefði ekki skipað það fulltrúasæti í óþökk þjóðarinnar yfir- leitt og fullu vantrausti. En þess meg- um vér ekki láta gestina gjalda. Oss er og megn grunur á heimsku- legri og gegndarlausri óspilan með fé landsins í viðtökukostnað, þvert -ofan í ámálguð tilmæli aðalgestsins, konungs vors, í þingmannaförinni í fyrra. En þess megurn vér ekki láta gesti vora gjalda, hvorki hann né aðra, og ekki láta til vor heyra neitt það, er gera mætti úr eftirtölur. Bús- ins fram hún bezta setur forða, — befir sagt verið um íslenzka gestrisni, en aldrei þess getið, að eftir því hafi séð verið. Um ráðdeild brytanna og sainvizkusemi getum vér skrafað við þá síðar meir. Það er þar laust við. Tíðarfar. Mesta sum&rblíða hér þessa viku alla, glaða sólskin dag eftir dag og óvenjumiklir hitar. Mýkomnir Skagfirðingar segja voða grasbrest á Norðurlandi. Tún víða mjög brunnin eða kalin, og hefir þeim að engu haldi komið gróðrarveðráttan vikuna sem leið og framan af þessari. Mýrlend tún ein og iáglend sæmilega sprottin. Harðvellisengjar einnig gróð- urlausar eða mjög illa sprottnar. Að vísu að ganga um mjög mikinn töðu- brest, svo mikinn, að fækka verði kúm að miklum mun eða þá afla sér útlendra fóðurbirgða. þessar eru horf- urnar þótt vel nýtist. En þeim mun verri, ef út af ber því. Túnasláttur byrjar almennast ekki fyr en í 13. viku sumars, úr síðustu helgi. En engjar varla nokkurstaðar svo sprotnar, að byrjað yrði á þeim áður. Kuldarnir héldust svo lengi í vor og þurkarnir, að varla eru dæmi til. Alt að 7 stiga frosti á nóttu í fardögum f Skagafirði. Eina líknin var fyrir skepnu- höld, að komin var nokkur nál um sauðburð, svo að hann gekk vel, með því og að skepnur voru í góðum hold- um undan vetrinum. |>ar hjálpaði fóðurbjörgin útlenda í vetur, þeim sem tæpt voru staddir, sem voru þó færri en hinir. Frá ísafjarðardjúpi sunnan- verðu er tsafold skrifað 16. þ. m.: Afarkalt vor og gróðurlítið til þeBsa. Lítur ekki út fyrir, að tún verði slæg fyr en 13 vikur af sumri, þótt hlýindi haldist, sem byrjuðu fyrir fám dögum. þangað til geDgu sífeldir norðan- og austannæðingar og þurkar. Skepnu- höld voru hér góð, þótt tíðin væri köld, því flestum entust hey fram á vor. Tákn og stórmerki þóttu það um daginn á þingi, er húsbóndinn (ráðgjafinn) stóð annað- hvort einn upp eða við annan mann í neðri deild við atkvæðagreiðslu. það var um útflutningsgjald af síld. Mik- ill meiri hluti deildarinnar vildi lög- leiða það, 50 a. á tunnu, til þess að ná þó dálitlu gjaldi af hinum mikla síldarafla, sem útlendingar aðallega ausa hér upp. En hann var á móti, án þess að geta neitt fyrir sig borið um það. Mætti geta þess til, að hon- um hafi þótt það ógreiði við samþegn- anasunnan hafs, er þeir færu »að hjálpa 088 til að koma landinu upp« með því að leggja undir eig þá veiði hér, og kæmi þetta nýmæli því í bága við innlimunarstefnu hans. En honum hafi þótt viðurlitamikið að láta það uppi berum orðum »á þessu stigi málsins.« Qann gekk að því vísu, að sitt lið mundi standa upp með sér að vanda eða mikill hluti þess. En jafnvel •tryggustu leifarnar* kusu þó heldur að sitja en að berja höfði við stein- inn, er meiri hluti þingmanna var sýni- Iega alráðinn í að lögleiða tollinn þann. Aðalfundur var haldinn þar 23. þ. m. Þó ekki löglegur til reglugerðabreyt- ingar eða því um líks, með því- að fundarmenn höfðu ekki með að fara nema 9—10 þús. atkvæði, en þau þurfaað vera eitthvað fram yfir 15000, þ. e. meira en helmingur; hlutirnir hér 30,000, með því að hlutaféð er orðið 3 miljónir. Fundurinn hafði og eigi verið löglega boðaður hór á landi, með of stuttum fresti; en á því var ekki hart tekið, meðal annars fyrir það, að innlendir hluthafar eru nauðafáir að tilfcölu. • Auk bankaráðsins voru á fundinum fáeinir borgarar bæjarins og alþiugis- menn, svo og Ludvig Arntzen hæsta- róttarmálfærslumaður, sem mun hafa verið 9000-faldur í minsta lagi — haft umboð fyrir þann hlutafjölda. Formaður bankaráðsins, H. Hafstein ráðgjafi, gerði grein fyrir starfsemi bankans árið sem leið og las upp nokk- ur helztu atriði úr reikningi bankans, sem hefir verið birtur á prenti fyrir löngu, og gat þess um leið, að eftir skýrslu bankastjórnarinnar og reiknings- ágripum bankans hefði viðskiftavelta hans nú liðinn helming þessa árs verið miklu meiri en fyrra helming árs- ins 1906. Hann þakkaði stjórn bankans fyrir mikið og vel unnið starf í bankans þarfir árið sem leið. N. Kielland-Torkildsen, bankastjóri í Kristjaníu, átti úr að ganga fulltrúa- ráðinu, en var endurkosinn í einu hljóði. Eftir nokkrar umræður, sem allar lutu að því, að brýna nauðsyn bæri til að fá hlutafó bankans aukið sem fyrst, var samþykt svofeld tillaga: Þessi fundur mælir eindregið með, að hlutafóð verði áukið upp í 5 miljón- ir, og væntir þess, að alþingi veiti laga- heimild til þess. — Það var sýnt og sannað á fundinum með greinilegum rökum, að þessa er hin brýnasta nauðsyn, sem engan þarf að undra, svo stórkostlegum vexti sem verzlunarviðskifti bankans við önnur lönd hafa tekið síðustu árin, en hluta- fó bankaus heimskulega lítið frá upp- hafi, tvær-þrjár miljónir til alls og alls, í landi, sem þarfnast 10-—12 miljóna til verzlunar sinnar eingöngu. Bankastjóri Emil Schou skyrði frá, að hann hefði fengið í ntanför sinni í vor með mestu hörkumunum loforð fyrir hlutafjáraukanum, 2 miljónum, hjá bönkum í Khöfn og Kristjaníu, með 101 kr. verði á hlutunum, en það væri ineira en nú byðist í þá, og mætti bú- ast við að bankarnir gengi frá því boði, ef þeir fengju nokkra átyllu til þess. Það væri bundið við ársbyrjun 1908; og færi svo, að hlutabróf bankans yrðu þá í lægra verði, yrði það þeim skaði. Nú væri óvenjulágt verð á erlendum verðbréfum, jafnvel þeim, sem þættu atinars vera úrvalseign, svo sem eru kgl. ríkisskuldabréf dönsk, en rnargir kvíða enn meira hruni í haust, er meira syrtir að peningamarkaðinum. Síðast er fróttist var verð á Islands- bankahlutabrófum í Khöfn 110. En er þar frá dregst fyrra árs ágóði, 6 af hundr., og viðlíka vextir það sem af er þessu ári, er komið niður úr þeim 101, sem útlendu bankarnir bjóða. — haust, svo fljótt sem við verður komið, til þess að fá löglegt samþykki hluthafa til hlutafjáraukans o. s. frv. Lög frá alþingi. Ofturlitið af Btjómarfrumvarpasmælk- inu hefir þingið lokið við og fáein þing- m&nnafrumvörp að auki, þennan mán- uð tæp&n, sem það hefir á ráðstefnu setið. Samtalan er ellefu. Vilji ein- hver heyra það til tínt, þá er það þetta: Tvær nýjar löggildingar, Bakkabót við Arnarfjörð og Kirkjuvogur í Höfn- um. Akvörðun tímans: að eyktir skuli alstaðar á íslandi taldar ekki eftir því, hvenær sól er hæst á lofti þar eða þar, heldur eftir meðalsóltíma á 15. lengdarstigi fyrir vestan Greenwich. það lengdarstig Iiggur ura Austurland. Söfnunarsjóðurinn fær heimild til að hækka innlánsvexti sína. Hækkun á sektum fyrir landhelgis- brot, önnur en botnvörpuveiðar, upp í 200—2000 kr., með upptekt veiðarfæra og afla, og löghaldsheimild við skipið. Nokkrar smábreytingar á bæjarstjórn- arlögunum ísfirzku. Lagavernd fyrir ritsíma og talsíma neðansjávar. Manntal f Reykjavík fari fram síð- ustu 10 dagana af nóvbr., en ekki í október. Tollhækkunarlögin frá 1905 (um þrið- jung) framlengd og samþykt að skipa 5 manna milliþinganefnd til að endur- skoða skattalög landsins. Lagt 50 a. útflutningsgjald á síldar- tunnu hverja. þar af renni 10°/= í Fiskiveiðasjóð íslands, og sé því fé varið til eflingar síldarútveg innlendra manna. Forstjóri landssimans hafi 3500 kr. árslaun (Forberg þó 5000) og 3000 kr. í skrifstofufé. — Sumt af Iögum þessum er að vfsu eigi smælki nema að fyrirferð. Tollgjaldslögin eiga að ganga í gildi •þegar í stað«, líklega undir eins og konungur kemur og staðfestir þau. I»inghlé hófst í gær og stendur hálfan mán- uð, til 10. ágúst, vegna konungskom- unnar. þÍDgsalina þarf að undirbúa svo undir konungsviðtökuhátíðina þar, að ekki veitir af tímanum þangað til. Dagpeningum halda þingmenn óskert- um allan þann tíma. Og enn fremur að sögn allir skrifarar þingsins á fundum og skrifstofumenn, þótt aldrei stingi niður penna hálfan mánuð, 6 kr. á dag. Sömuleiðis dyraverðir,' skjala- gæzlumenn, eftirlitsmenn á áheyrenda- pöllum og aðrir þjónustumenn þingsins- ins, sem ókunnugir kunna naumast nöfnum að nefna og fjölgað muD hafa drjúgum sfðari árin, eftir því sem veg- ur þings f sjálfs þess augum hefir auk- ist og magnast. «3T Svar frá hr. Einari Helgassyni gegn sandgræðslugreininni i siðustu Ísafold kemur i Ingólfi á morgun, með þvi að ebki var rúm fyrir það i ísafold fyr en í næstu viku, en það þótti höf. heldur seint.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.