Ísafold - 27.07.1907, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.07.1907, Blaðsíða 2
IS AFOLD 202 Stjórnarskrárbreytiiigin. Eigi mun skorta mótbárur gegn því tiltæki, að fara nú að vasast í stjórn- arskrárbreyting. það mun verða fyrat til foráttu fundið, að ekki eru liðin nema örfá ár frá því er skránni var breytt, og sú breyting samþykt þá sama sem í einu hljóði. Danir e r u teknir -til að bera það fyrir, pg skilja ekkert í eða látaat ekki skilja neitt í því hverflyndi. En það geta ókunnugir einir gert. Aðrir vita ofurvel, að hér er engu hverflyndi um að kenna. Vér vorum kúgaðir til að ganga að stjórnarskrárbreytingunni frá 1903 bæði stórgallaðri og miklu m i n n i en vér mundum kosið hafa. Kúgaðir og flekaðir um leið. Vér vorum kúgaðir til þess með þeirri hótun, að ella fengjum vér alls enga umbót á stjórnlagavanhögum vor- um, svo lengi sem vér höfðum fyrir henni barist; vér fengjum hana ekki nema vér gengjum að ríkisráðssetunni. Og vér vorum flekaðir til þess með þeirri skýringu á rfkisráðssetuboðorð- inu, er gerði það hættulaust í vorum augum. Miklu m i n n i stjórnarskrárbreyt- ingar en vér mundum kosið hafa lét- um vér oss lynda þá vegna þess, að vér hugðum oss standa margfalt betur að vígi um frekari umbætur, er vér hefðum fengið á þing samlendan og samvinnufúsan höíuðsmann yfír slíkan framsóknarleiðangur sem annan, í stað þess að eiga um slíkt alt við útlendan mann í öðru landi, oss að jafnaði and- vígan og alla tíð utan þings. Vér vöruðumst ekki það, að svo g æ t i farið, að sérráðgjafínn samiendi með sæti á alþingi yrði, er til kæmi, ekki annað en danskur innlimunar- erindreki. Og því síður gerðum vér róð fyrir, að hann mundi alt um það hafa fylgi mikils meiri hluta á þingi, — að sú úáran kæmi óðara í mannfólkið það, þingliðið, að meiri hluti þess lyti hans boði og banni hvað sem hann bærist fyrir, hvort heldur þjóðinni holt eða óholt, giftuvænlegt eða háskalegt. því þarf engan að furða, þótt skamm- góð yrði ánægjan með stjórnarskrár- breytinguna frá 1903; hún var auk þess aldrei mikil. Önnur mótbáran er sú, að hún sé ótímabær, tíminn illa valinn til að fitja nú upp á stjórnarskrárbreyting. |>að sé að skaprauna mótpartinum, reita hann til reiði, draga upp ófriðar- fána til móðgunar — Dönum. |>á kenningu flytja sömu menuirnir, sem segja íslenzka stjórnarbreytingu koma Dönum ekkert við, sérstaklega það atriðið, sem hefir komið henni á stað, ríkisráðssetuna. Lagabreyting, sem kemur Dönum ekkert við, reitir þá þó til reiði, er ófriðarfáni, dreginn upp þeim til móðg- unar! Fyr má nú vera samkvæmni, f>að vita nú allir og kannast allir við, sem satt vilja segja og tala yfir- drepskaparlaust, að Danir telja sér koma ríkisráðssetan mjög mikið við. f>eir telja hún koma sér ekki minna við en það, að þeir þvertóku fyrir að veita oss stjómarskrárbreytinguna síð- ast með öðrum kosti en að vér geng- jum að ríkisráðssetunni. En hitt er ekki annað en hrekkvísleg blekking, að gera úr því uppgjöf á sérmálavaldi voru, þótt hugsað sé til að halda fram kröfunni um sérstöðu íslandsráðgjaf- ans utan ríkisráðs, þá er tekið er til að semja við Dani. Vér megum engri undirhyggju beita, er til þeirra samninga kemur, heldur eigum vér að kveða upp úr um kröfur vorar afdráttarlaust. það er ekki að reita hinn samningsaðilann til reiði eða skaprauna honum. f>að er þá ekkert við hann eigandi, ef hann reið- ist því. En að koma með kröfuna þessa leið, í stjórnarskrárfrumvarpi, það er sama sem að Iýsa því yfir svo glögt sem verða má, að vér séum ein- ráðnir að halda henni fram. |>ar sé engin tilslökun hugsanleg. Eða hvernig mundi fara, ef ekkert væri minst á ríkisráðssetuna fyr en eftir á, eftir að millilandasamningum væri lokið, og vér dembdum þá upp úr þurru inn í stjórnarskrá vora gagngerðu ríkisráðssetubanni ? Mundi auðhlaupið að því að hafa það fram, fá það stað- fest í ríkisráði, ef íslandsráðgjafinn ætti þá enn sæti þar (sem hann mundi auðvitað gera, ef ekkert væri á það mál minst í millilandasamningunum) ? Einmitt það gerir hvað allranauð- syulegast að bera upp stjórnarskrár- breytingafrumvarp nú, á undan milli- landasamningunum, að vér þurfum að vita fyrír víst, hvernig sem fer, að oss verði ekki meinað rfkisráðssetubannið. Oss er alveg nauðsynlegt að vita vissu vora um það fyrir fram. Vitaskuld þarf og enginn að láta sér detta í hug, að komist verði hjá að minnast á ríkisráðssetuna í milli- landanefndinni, hvernig sem að er farið. Hún er Dönum meira kapps- mál en svo. Hún er einmitt hyrn- ingarsteinninn undir iunlimunarráðum þeirra. Stjórnbótarnýmælin önnur, sem nú er haldið fram, eru nokkurn veginn sjálfsögð, eins og nú er komið. Við þingi á hverju ári geta þeir einir amast, sem vilja anuaðbvort hlynna sem mest að stjórnareinræði, en hnekkja þingvaldi og þjóðræði, eða láta sér vaxa um of í augum þing- haldskoBtnaðinn. það sjá allir, að ár- leg þing veita stjórn miklu ríkara að- hald en ef hún er ein um hitu 22 mánuði af 24. |>ví fylgir og samsvar- andi stytting kjörtímans, en stuttur kjörtími eflir þjóðræðið. Styttri þing- tíma en ella á og að vera hægt að komast af með, ef þing er háð á hverju ári. Ko8tnaðarsparnaði má og koma við nokkrum með föstu þingfararkaupi, í stað gjörræðis-úthlutunar þeirrar, sem nú við gengst, og prentun á þingræð- um á landsins kostnað á fyrir sér að leggjast niður hvort sem er. Slíkt er mjög fátítt með öðrum þjóðum og er oss ekki vandara um en þeim. Gagn- ið er nauðasmátt hvort sem er, með þeirri tilhögun, sem hér við gengst: að þingmenn ráða sjálfir, ' hvað eftir þá birtist á prenti þar og hvað ekki, og þingtíðindin flytja því þrásinnis alls ekki það, sem þeir h a f a talað á þingi og jafnvel ekki það, sem þeir æ 11 u ð u að segja, heldur það sem þeir vildu e f t i r á kjósa sér að hafa sagt. Kynferðisskilyrði fyrir kosningar- rétti og kjörgengi er að verða úrelt, og þá ekki síður skattgjaldið, einkum er mikill meiri hluti landssjóðstekna er tollar, en ekki skattar. Loks er ekki gott að hugsa sér þann óhlutdrægan og sæmilega skynbæran mann á landsmál, er mæla vilji bót konungkjörnum mönnum á þingi eða réttara sagt stjórnkjörnum, þegar svo er komið, að hætt er sýnilega að ætl- ast til nokkurs hlutar.af þeim annars en að þeir greiði atkvæði beint eftir fyrirmælum stjórnarinnar, og seilst er hvað helzt eftir þeim mönnum í kon- ungkjörnu sætin, sem þjóðin hefir annaðhvort vottað beint sérstaklegt vantraust sitt með því að hafna þeim nær í einu hljóði, er þeir hafa boðist henni til þingfarar, eða ráða má um af mjög sterkum líkum, að hún mundi alls eigi vilja líta við á þing. Margur mundi bosið hafa, að farið hefði verið heldur lengra en þetta f stjórnbótarnýmælum, úr því að farið var á stað með þau á annað borð, að minsta kosti í einu atriði. En það er að taka upp óskift þing fyrir tvískift, sem aldrei hefir verið neitt vit í hér, í stéttamunarlausu landi og ofurfá- mennu, en veitir alls engau varúðar- hemil, eftir skipun deildanna hér, og er auðgert að fá slíkan hemil með öðr- um hætti miklu hagfeldari og kostn- aðarminni. Enda er sparnaðurinn eitt, sem mælir með óskiftu þingi og gerir hægra fyrir að fækka þingmönnum. þeim er og fækkað í frumvarpinu úr 40 niður í 36. Með því hvorutveggja yrði miklu hægra að standast árleg þing að kostnaði til. Og er að öðru leyti um þann kostnað að segja, að því meira sem fjárvelta landssjóðs eykst, því minna gætir alþingiskostn- aðarins tiltölulega. f>að mun vera ráð meiri hlutans á þingi nú, að gera sem mestan drátt á málinu og láta það loks annaðhvort sofna í nefnd í efri deild eða daga uppi þar. f>ess vegna lagði hann kapp á, að 1. umræðu væri frestað eftir Defndarkosninguna, þótt nú sé þeim sið alveg hætt ella, í stað þess að vísa málinu til 2. umr. Hann vill komast hjá í lengstu lög að sýna sig beint andvígan þessari stjórnarbót, með því að nú fer að líða að dómsdegi — líða að því, að dómar fara út á þingvelli kjósenda. Og húsbónda sínum, ráð- gjafanum, skutu þeir yfir í efri deild, er Býnilegt var, að hann kæmist ekki hjá að taka til máls ella, með því að farið var að skora beint á hann um það. Svo einarðlega kemur h a n n fram í öðru ein8 8tórmáli. Svo ræbilega gegnir hann skyldu sinni að leiðbeina þinginu eða lýsa afstöðu sinni í höfuð- málum þess. Lætur annað eins raál og þetta ganga til nefndar án þess að lúka upp sínum munni um neina skoð- un á því. Er hugsanlegur meiri aumingja- skapur ? Samein.félag. Strandferðabátur Skálholt kom i fyrra dag snemma frá útlöndum og Yestmann- eyjum með mikinn fjölda farþega, þar á meðal Einar Benediktsson f. sýslumann, Þorstein Jónsson f. héraðslækni, Kristin Björnsson cand. med., Björgvinjarsýningar- mennina þrjá (síra Olaf, Stephensen) o. fl.). Sigfús Eymund8Son bóksala, Blem verk- smiðjueiganda frá Borgundarhólmi (bróður fólksþingsmannsins) o. fl. Til Láru hefir það frézt, að hún fór frá Akureyri hingað í leið i fyrra dag. Síðdegisguðsþjónusta i dómkirkjunni kl. 5 á morgun (J. Þ.). Erlendar ritsimafréttir til ísafoldar frá R. B. Khöfn 23. júli kl. 6 sd. Þegar Birma, Atlanta og Geysir lögðu á stað héðan á sunnudaginn, var fjöldi fólks saman kominn og kvaddi konung með húrra-ópum. Veðrið var bjart og fagurt. Kveðjuskot, dundu frá virkjun- um, er konungsföruneytið fór þar hjá. í gær kom frétt frá skipunum í Skage~ rak og sagður lcyr sjór. La'fiour fer héðan í kvöld^ Ráðskona húsmanns eins nálœgt Hol- stebro, hengdi þrjú börn hans og þrjú börn, er hún sjálf átti, en síðan sjálfa sig. Frá Sanfrancisco er símað, að gufu- skipið Cólúmbía liafi farist i árekstri, 69 menn druknað, en 144 bjargað. Frá París er símað, að æfinqar loft- farsins Patria gangi frámuna-vel. Kóreukeisari hefir lagt niður völd og fengið þau í hendur krónprinsinum. Alvarlegar róstur á ferðum, er Japön-- um þó að lilcindum tekst að hefta. Khöfn 25.. júlí kl. 6 sd. Birma, Atlanta, Geysir og Heklakomu í gœr til Trangisvaag ; höfðu komið við áður í Vogi. Var tekið með mesta fögn- uði. Helmingur Suðureyjai búa við stadd- ur. Konungur var við þjóðdansa & landi. Hafði helztu menn i boði sínu úti í skipinu. Iíaldið á stað til Þórs- hafnar fyrri hluta dags. Eldsvoði í Victoría i British Colum»■ bia. Faxaflóabáturinn nýi, Reykjavik... kom loks hingað i dag. Fiskiskipið Swift, eign Duus-verzl* unar, Hannesar Hafliðasonar o. fl., er ný- lega strandað norður á Skaga. Mannbjörg- Skip og afli vátrygt. Reykjavikur-annáll. Aðkomumönnum hér i bæ fer nú óðum fjölgandi, undir konungskomuna meðal ann- ars. Vantaldir voru i farþegahóp á Láru um daginn hingað þeir Aage Möller stór- kaupm. og Nielsen kommandör frá Khöftt ásamt Chr. Rasmussen kaupmanni frá Leith, sem eru allir 3 í stjórn miljónarfélagsins (P. J. Thorsteinsson & Co) og eru hingað komnir að lita á eign sína og framkvæmd- ir félagsins. Enn fremur frú Guðrún Jolin- sen (frá Stað) kynnisför eftir nær 20 ára veru i Khöfn. Björgvin Vigfússon sýslumaður Skaft- fellinga er nýkominn landveg og síra Kjart- an prófastur í Holti Einarsson sjóveg úr Vestmanneyjum — hafði legast þar. Fyrir skömmu er og kominn að norðan Geir prófastnr Sæmundsson á Akureyri^ hann mun eiga að syngja hér i konungs- veizlunum. Prá Isafirði ern þeir hér komnir Ásgeir G. Ásgeirsson stórkaupm. og Þorvaldur Jónsson f. héraðslæknir. Dáin : Þuriður Jónsdóttir við Rauðarár- stig. 22. júli, 82 ára, ekkia Erlends sál. frá Breiðabólstöðum. Fasteignasala. Þinglýsingar frá siðasta bæjarþingi: Jón Oddsson selur 14. júli Jóhanni Signr- geir Hjörleifssyni trésmið húseign nr. 17 við Bræðraborgarstig með 3280 ferálna lóð á 5000 kr. Þorsteinn Sigurðsson kaupmaður selur 17. júlí Jóhanni Jóhannessyni kaupm. hús- eign nr. 68 við Laugaveg á 12,000 kr. Þorsteinn Sigurðsson kaupmaður og Þor- valdur Björnsson óðalsbóndi selja 12. júli Sturlu .Jónssyni kaupm. hálfa húseign nr. 9 við Bókhlöðustíg á 6500 kr. Hjúskapur. A. J. Bertelsen ráðsmaður 4 Iðunni og ym. Helga Brynjólfsdóttir (Jóns- sonar prests á Ólafsvöllum), 24. júlí. H. M. Kragh talsimastjóri og ym. Kristó- lina Guðmundsdóttir, 26. júli.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.