Ísafold - 16.03.1910, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.03.1910, Blaðsíða 1
Komm út tvisvar i vikn. Yerö árg. (80 arkir minst) 4 kr., erlendib 5 kx eOa 1V* dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendie fyrir fram). ÍSAFOLD Tjppsðgn (sbrifleg) bnndin við iramót, er ðgild nema komln sé til útgefanda fyrir 1, okt. «g aanpandi sknldlans við blaðið Afgreiðsla: Austnrstrœti 8. XXXVII. árg. Reykjavík miðvikudaginn 16. marz 1910. 17. tðlublað l. O. O. ,F. 913188V2 Forngripasafn opið sunnud., þrd. og fmd. 12—2 íslandsbanki opinn 10—2 */* og B llt—T. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */• sibdegis Landakotskirkja. öubsþj. 91/* og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—B Landsbankinn 11-21/*, B1/*-^1/*. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasaín 12—8 og B—8. Útlán 1—3 Landsskjalasafnib á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. i læknask. þribjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opib l1/*—21/* á sunnudögum Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og 8. md. 11—1 Lárus Fjeldsted yfirréttarmálafærslumaður Lækjargata 2 Heima kl. ii—12 og 4—5. Járnbraut austur í Árnessýslu Eftir Vigfús Guðmundsson. Kapp er bezt með forsjá. Á síðustu árum hafa birst í nokkr- um blöðum greinar með þessari fyrir- sögn, eða sama efnis. Eina þeirra vil eg athuga hér dálítið. Hún er í Lög- réttu nr. 11 1909, eftir verkfr. Þorv. Krabbe. Svo og aðra lítið eitt, sem er í Þjóðólfi nr. 52 1909. Að eins þó í einstökum atriðum; fáar setning- ar eða brot úr þeim. Fyrir 3 árum hefi eg lýst skoðun minniájárnbrautarmálinu (ísaf. 66, ’o6). Þrátt fyrir grein Þ. Kr., sem skýrir málið að sumu leyti; þrátt fyrir í- burðartnikið lof um járnbrautina og ábata von af henni í ýmsum grein- um öðrum, er ekki styðjast við rök, ekki neitt annað en trú, og þrátt fyrir bezta vilja til að láta sannfærast, hefi eg ekki getað það. Járnbr.málið er stærsta fjármál og járnbrautin dýrasta mannvirki, sem nokkrir menn telja vinnandi á kostn- að landsbúa. Almenningsálitið ræður miklu og á að ráða mestu í slikum stórmálum. En til þess að almenningsálitið fari ekki vilt vegar, verður að skýra málin frá öllum hliðum. Ekki má dylja meinbugina fremur en meðmælin. í greinunum 2 fyrri er mjög sterk- lega mælt með járnbraut austur. Nær eingöngu haldið fram björtu hlið máls- ins, og æði blekkjandi tálvonir gefnar almenningi. Þetta knýr mig til and- svara. En ekki nenni eg að friðmæl- ast eða biðja afsökunar, þó eg hér — sem fyr — bendi á skuggamyndir og stefnugalla. Járnbrautarstæðið. í giein sinni mælir Þ. Kr. sérstak- lega með leiðinni frá Rvík að Mos- felli, yfir Mosfellsheiði, norðan við Þingvallavatn og austan við það, að Sogsbrú og Ölfusárbrú. Þessi leið er, segir hann, 93 rastir (kílóm.) og járnbr. þar mundi kosta eftir lauslegri áætlun 3V2 m^Í- kn Að likindum er þetta skársta járnbraut- arstæðið. Þarna á járnbr. að liggja »um bygðir og byggileg svæði, nær alla leiðina*. Kunnugum mun þó sýnast svo, að Mosfellsheiði verði aldrei byggileg af sínum gæðum. Ekki er heldur sérlega álitleg til ræktunar hraunin í Þingvallasveitinni, né mel- arnir í Mosfellssveitinni. Þann veg byggileg eru stór svæði af brautar- stæðinu og í nánd við það. Hve margar rastir veit eg ekki. Auðvitað eru líka til blettir hér og þar í nánd, sem betur má rækta en búið er. Snjórinn og járnbrautin. Bezta kostinn við járnbr.stæði þetta telur Þ. Kr. hve snjórinn muni baga lítið á veturna: »Ferðum mun aldrei þurfa að fresta lengi vegna snjóa, svo að eg tel það efalaust, að halda megi uppi stöðugum ferðum alt áriðc . . . Þetta álit sitt styður Þ. Kr. við upplýsingar frá kunnugum mönnum og eigin sjón á ferðalagi um svæðið í febrúar 1909. Öldungis er eg hissa á þvi, ef kunnugir menn, óvilhallir, hafa sömu skoðun á þessu og verkfr. En skiljan- legra getur það verið, að verkfr., ung- um og áhugasömum, litist furðuvel á þetta í ferð sinni s. 1. vetur. Bæði var vetur sá einhver snjóminsti og mildasti vetur, sem hér hefir gefist um nokkra tugi ára, og líka vex snjór á fjallvegum eftir febrúarlok árlega. Hér á Suðurlandi að minsta kosti er fannfergi mest orðið til fjalla í marz og april. Einmitt eru fjallabrautirnar þaktar sköflum á stórum svæðum fram í maímánuð. Já, stundum svo, að enn nemur stikum (stika == 3 fet rúm) á stöku stað um miðjan maí. Til að minna á mismun snjófalls og snjóleysis, get eg þess, að efst í Árnessýslu snjóaði að eins, er talist gat, dálítið í 2 daga í febrúar 1909, en 20 daga snjóaði í sama mánuði 1898. Samanburðinn másjá í veður- bókum mínum. í athugasemdum við febrúarmánuð 1909 er þetta: »Gæða- tíð . . . jörð alauð á láglendi yfir að lítac. En í athugasemd við febrúar 1898: »Þessi mán. má heita snjó- mánuðurinn mikli, því frá 2. degi hans til hins síðasta dreif niður snjó svo mikinn — feykti honum og setti í klessur til skifta, en hlánaði aldrei — að nálega er slétt orðið yfir hverja laut, brekku og gil, og sér ekki á grashnjóta, nema ef vera skyldi á hæstu fjallabörðum. Frá 14. þ. m. algjört jarðbann um alt Suðurland«. . . Hér er mismunur stór. Er og hvort- tveggja með afbrigðum. En siðari athugasemdin er þó rétt lýsing á fjallvegunum, eins og þeir verða á veturna einhverntíma árlega, eða því sem næst. Vera má að verkfr. hefði litist öðruvisi á, ef hann hefði farið um járnbr.svæðið í febr. '98. Og eins, ef hann væri staddur þar i stórhríðar- gaddbyl eða krapahlessu. Hefði hann svo átt að leita að járnbr.grundvelli, margra rasta veg, svo stikum skifti undir snjó og klaka er ekki ólík- legt að honum hefði sýnst svo, sem fyrir gæti það komið á vetrum, að hraðlestin hallaðist á brautinni. Vonin um það, að járnbrautin verði notuð á veturna, síðvetrar að minsta kosti, skilst mér vera hið mesta of- traust og fjarstæða. Nema járnbraut- in yrði svo háreist alstaðar, að upp úr tæki sköflum, hve þykkir sem væru. En undarlegt þætli m'ér ekki, þó eydd- ar yrðu miljónirnar áætluðu, áður en slík járnbraut kæmist miðja leið á fjöll og óbygðir. Þegar þess er gætt, að ekki má leggja járnbr. upp á hæðirnar snjó- léttustu — því dýr verður aksturinn og erfiður, ef hallinn er mikið meiri en 1 : 100 — og hins, að ekki má krækja fyrir lægðir og torfærur — nema svo rúmt, að geislar boga séu í minsta lagi 100 stikur — hætta því meiri og slit, sem bogar eru þrengri — þá tel eg vist, að margar rastir af járnbraut þyrftu að vera 1—3 stikur á hæð, eða hún yrði lítið not- uð á veturna. Járnbrautakostnaður. 93 rastir 81/, milj. kr. liér +- 91/, milj. kr. f Noregi. Oft hugsa eg: Hvað getur verið ódýrara miklu hér en í Noregi? Ekki er það timbrið — flutt hingað írá Noregi- Ekki heldur járnið. Þetta mun þó aðalefni járnbr. fyrirhuguðu, sem að yrði keypt. Yrðu þá vinnulaunin lægri hér ? Ekki hefir svo verið, held- ur þvert á móti. Ekki er heldur ó- dýrari undirbúningur, mælingar og verkstjórn, þegar útlendir menn vinna að öllu þessu. Hvernig getur þá jafnlöng járnbr. orðið alt að 2/3 ódýrari hér en í Noregi? Noreg tek eg helzt til samanburð- ar. Hann er voru landi næstur og líkastur að landslagi o. fl. Árið 1898 var búið að leggja þar í landi járnbr. samtals 1952 rastir, er kostuðu 159, 888,063 kr. Það er kr. 81,909,86 röstin til jafnaðar, eða yfir 7^/2 milj. kr. 93 rastir. Ákveðið að leggja síðar, til ársins 1907, járnbraut 810 rastir, er kosta áttu 83 milj. kr.= 102,469 kr. röst- in, eða rúmlega 9l/2 milj. kr. 93 rastir. Hvernig á þá að gera hér jdrnbraut 9) rastir ýyrir 3V2 ttúlj. kr. ? Mun gott að treysta mikið á slíka áætlun ? Að visu á hún að vera mjó, 1 stika, eftir Þ. Kr. En f Noregi munu flestar járnbrautir nokkuð breiðari. Þó er ekki helmingur þeirra með fullri breidd (normal= 1,435 stika), ekki nema 813 rastir af 1952. Og mjóar eru sumar höfuðbrautirnar, t. d. Þrándheimsbraut- iti frá Kristjaniu, i,065 að eins, á löngu svæði. Styttri brautir munu þó mjórri vera. Náttúrlega er breið- ari brautin nokkuð dýrari, að öðru jöfnu. En ekki þætti mér undrun sæta, þó meira munaði á efni og vinnu hér og í Noregi, en breiddar- munurinn nemur. Eða þó járnbr. frá Reykjavík að Ölfusárbrú kostaði, þeg- ar verki væri lokið, eitthvað nær 9 milj. kr. en 3 miljónum. Flutningskostnaður og áætlanir. Hvað væri svo fengið? Fyrir þessar milj. kr. 3—9 eða hvað þær nú yrði margar, væri þá komin járnbraut allar götur að Ölýusárbrú. Eina dagleið austur frá Rvik, sé farið hægt með hlaðna vagna eftir flutn- ingsbrautinni. Eiga þá Hreppamenn, Landmenn, Rangvellingar, Áshrepp- ingar, Hvolhreppingar, Fljóthliðingar, Landeyingar og Eyfellingar 1—2 dag- leiðir að heiman til járnbrautarendans. — Og að eins tveggja stunda ferð eftir að Eyrarbakka eða Stokkseyri. — Þar að auki Tungnamenn, Skeiða- menn, Holtamenn, Selvogsmenn o. fl. í Árnessýslu V2—1 dagleið. Þetta er mikill meiri hluti (c: 4/s) þeirra manna, sem búist er við, að noti járnbraut- ina. Alkunnugt er það, að bændur á Suðurlands-undirlendi ferðast mestsjálf- ir, og þeir, sem annars verzla nokk- uð í Reykjavík, eiga fleiri erindi þang- að en það eitt, að sækja vörur og flytja. Er nú liklegt, að þeir spretti af hestum sínum við Ölfusárbrú og sleppi þeim þar, eða sendi þá heim aftur ? Ætli það yrðu ekki flestir, sem héldu áfram með hestana sína, heldur en að kaupa þaðan flutninginn, þó ekki væri nema kr. 4,56 á hest- burðinn, 18,24 á hesthlassið og 9,30 fyrir manninn, til og frá alla leiðina? Verðið er reiknað eftir áætlun Þ. Kr. 25 aura á rastarsmálest (tonn kíló) í flutningsgjaldi og 5 a. í fargjaldi. Margir ferðast nú orðið með 2 kerrur hlaðnar báðar leiðir. Ef þeir þyrftu sjálfir að fara báðar leiðir, yrðu þeir að borgaeftir áðursögðu kr. 45,78- En ef þeir halda áfram með hestana borga þeir fyrir þá, vöktun í Reykja- vík og fyrir sig kaffi á leiðinni, kanske 1—2 kr. Þ. e. meir en 40 kr. sparn- aður í peningum. Það ríður bagga- muninn. 40 kr. er stórfé í höndum smá- bændanna, og þeir þurfa kanske mán- uð eða lengri tíma til að vinna sér inn svo mikla fjárhæð. Það er von, að þeir sem hafa 20 kr. í daglaun eigi erfitt með að skilja þetta; en sannleikur er það eigi að siður. TH. THORSTEINSSON, INGÓLFSHYOLI, FEKK M. STERLING MIKINN HLUTA AF YOR- 00 SUMARVÖRONUM. VERZLUNIN VERÐUR í ÁR BIRGARI EN NOKKRU SINNI ÁÐUR. Hvít léreft: Flest okkar léreft eru þvegin (án steiningar) mjúk og perluofin. c. 800 al. af mjög þykku 31 þml. perluofnu lérefti á 0.24, c. 1000 al. af finu 32 þml. perluofnu lérefti á 0.26, c. 500 al. af mjúku 33 þml. perluofnu lérefti á 0.28. Hér fyrir utan um 30 Stk. af betri og lakari tegundum frá 0.15—0.38. Sérstaklega gott brjóstaléreft 1 l/a al. breitt á 0.40. Lakaléreft óblg.: 1.50 í lakið. Flonel: Yerzlunin hefir aðallega flutt Flonel með vaðmálsvendum. Úrvalið er mjög mikið. Kjarakaup. Tvisttau 28 þml. sérstaklega þykt á 25 aura. Af þessum tvisti befir verzlunin um 1200 al. fyrirliggjandi. Gardínutau: Hvitt og gult á 0.18. Um 30 Stk. af tvitunguðum hv. og gul. gardinuefnum (Bobinet) verð frá 0.24—0.75. Silkibönd: Sérstaklega beinum við atbygli fólks að ckkar feiknaúrvali af silkiböndum. Allar breiddir, allir litir. Slifsisborðar á 0.45, 0.60, 0.85, 0.95, 1. kr. fyrir al. Um 200 Regnhlífar frá 1.35. — Nýtízku með stórum handföngum. Hördúkar á 2.25, Handklæði 0.25, Rúmteppí 2.25. Tvisttau l1/^ al. breið í svuntu 0.36. Vel eftirgerð ullartau á 0.46; íitirnir mjög haldgóðir. FIHUR 0.65-0.75—1.00. SAUMAVÉLAR frá 26.00. PRJÓNAVÉLAR frá 112 kr. Hér fyrir utan koma aðalbirgðir verzlunarinnar 6. apríl. MUNIÐ AÐ LÍTA INN! TH. THORSTEINSSON, INGÓLFSHVOLI. Frá Grikklandi. Þar er nú eins og heldur sé að hægja óöldinni. Flokkarnir hafa gert tilraunir til þess að koma sér saman og það hefir tekist. Nú hafa flokk- arnir allir eða flestir orðið ásáttir um, að kvatt skuli til þjóðfundar i landinu til þess að endurskoða grundvallarlög- in, en samkv. 107. gr. stjórnarskrár- — Khöfn 4. marz 1910, umboðsvaldið gegn áhrifum af pólitisk- um hreyfingum. Venizelos hefir boðað að herfor- ingjasambandinu muni verða slitið i næstu viku. Eftir þessu að dæma er alt útlit til þess, að Grikkland fari að komast í samt lag aftur. Aþenuborg. innar á þjóðfundurmn að vera endur- skoðunarþing, en ekki grundvallarþing. Þar á að fara fram endurskoðun á ýmsu er lýtur að fyrirkomulagi þing- ræðis og löggjafar, t. d. ákvæðunum um ályktunarvald fulltrúadeildarinnar, umræðum um lagafrumvörp o. s. frv. Samkvæmt tillögum herforingjasam- bandsins verður lagt til, að sett verði inn í lögin ákvæði um að herforingjar séu ekki framar kjörgengir á þing og ennfremur ákvæði um að tryggja *Hir birtist mynd af Aþenuborg, höfuðstaðnum á Grikklandi. Á mynd- inni sést hin forna Akropolis með öllum fornmenjunum og skamt þar frá konungshöllin (á miðri myndinni). Fjallið til vinstri heitir Hymettos, var mjög frægt í fornöld fyrir bláan mar- mara, sem þar fekst. Borgin er full af dýrmætum forn- menjum og væri það þvi hörmulegt til þess að vita ef alt ætti að eyðast í ófriði og annari vandælsku. Fram að þessum tima hefir það hjálpað íslenzku bændunum, að þeir hafa kunnað að lifa sparlega og verið ósérhlífnir. Þó járnbr. yrði lögð, breyttist þetta ekki bráðlega. Bænd- ur gætu ekki notað hraðlestina, þó þeir vildu, og vafasamt, er að þeir vildu nota hana, þó þeir gætu. Bænd- ur munu heldur vilja hlynna að sam- eignarfélögum sínum á Eyrarbakka og Stokkseyri, en spilla fyrir þeim með þvi að sækja mikið af vörum til Reykjavíkur. Þó varan fengist keypt við enda járnbrautarinnar, mundi hrað- lestargjaldið auka svo verð hennar, að hún yrði eins dýr eða dýrari en á Eyrarbakka. Fáeinir bændur og em- bættismerin, helzt þeir sem eru ekki í kaupféi., mundi strax nota járnbr. fyrir talsvert af þungavöru. Fjöldinn að eins litið eitt, fyrir smásendingar og aukaferðir, og margir bændur alls ekki neitt. Vafasamt er hvort nokkurt smjörí- lát yrði flutt á járnbr. frá sumum smjör- búunum. T. d. frá búunum þeim, er lengst starfa og næst eru Rvík. Þau færu varla, búin í Olfusinu, að flytja smjörið úráttis langa leið, til þess að kaupa á því flutning dýrum dómum. Sum búin jafna flutningnum á félags- menn, til þess að spara peningaborg- un, og munu margir vilja halda þvi lagi áfram. Önnur bú eiga hesta og vagna til flutninga fyrir smjörið og vörur heim aftur. Þau halda ökumenn

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.