Ísafold - 16.03.1910, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.03.1910, Blaðsíða 2
62 ISAFOLD ódýra og mundi þeim verða skaði að skiftunum. Likt mundi fara með rekstrana og flutning þungavöru. Nálega altaf þurfa rekstramenn að fylgja fénu til Rvík- ur, sumir að minsta kosti, og flestir mundu vilja vinna það fyrir dálítið fljótari ferð suður úr Ölfusinu, að borga 15 kr. fyrir 100 kindur og ki. 4,56 fyrir hvern rekstrarmann. Frh. Ur enska þinginu. Stjórninni borgið. írar hliðra til. ----- Kh. */t 1910. Eftir mikið þjark og þóf innan stjórnarflokkanna i enska þinginu er nú loks komin á sátt í bili. írar gerðust svo örðugir á dögunum, að eigi var annað sýnna en að stjörnin yrði að segja af sér þá og þegar. Deilan reis aðallega um það, í hverri röð frumvörpin væru afgreidd frá þinginu. írar heimtuðu frumvarp um frestunarrétt efri málstofunnar á und- an fjárlögunum gömlu, en þar gat stjórnin ekki látið undan, því að fjár- lagaárið er útrunnið 31. þ. m., en fjárlögin verða að vera afgreidd áður. Þá varð deila um annað efni. Asquith hafði gefið í skyn á fundi fyrir kosn- ingar, að hann mundi heimta trygg- ingu af hálfu konungs fyrir því, að hann skipaði nógu marga lávarða i efri málstofuna, ef á þyrfti að halda til þess að gera að lögum frumvarp frá neðri deildinni um takmörkun efri málstofunnar. En eftir hásætisræð- una kvaðst Asquith ekki hafa fengið slíka tryggingu né beðið um hana. Út af þessu urðu írar æfir og þeir er lengst fara af framsóknarmönnum og svo var að sjá, sem stjórnin væri á heljarþröminni. Þá var og enn deilt um það, hvort umskapa ætti efri málstofuna með grundvallarlögum eða samþykkja ályktun um, að efri málstofan hefði að eins frestunarvald. Stjórnin hafði hugsað sér lagafrum- varp, en írar heimtuðu ályktun þegar, á undan fjárlögum og öllu saman. íhaldsmenn hafa og boðað, að þeir ætli að leggja fyrir þingið frumvarp um breytingu á efri málstofunni, þar sem nema á úr lögum, að þingmenska gangi í erfðir. Nú hefir misklíðin jafnast á þann hátt, að báðir hafa hliðrað til, írar og stjórnin. Stjórnin lýsti yfir því, að hún mundi leggja fyrir þingið seint i þessum mánuði, undir eins og fjár- lagafrumvarpið væri samþykt, þings- ályktun um að nauðsyn bæri til þess að útiloka efri málstofuna frá fjármál- um og takmörkun á neitunarvaldl efri málstofunnar, að því er kemur til lög- gjafarinnar, þannig, að efri málstofunni yrði trygt drottinvald meðan á hverju þingi stæði fyrir sig. Siðar ætlar stjórnin að skapa efri málstofuna á grundvelli þjóðræðis. Þessi ályktun á að eins að verða til bráðabirgða. Úr ályktuninni á að smíða lagafrum- varp Og samþykkja í snatri og síðan leggja það fyrir efri málstofuna. Felli hún frumvarpið, kveðst stjórnin munu standa og falla með ráði þvi, er hún réði kónginum ef til þess kæmi. Það var fjármálaráðgjafinn, Lloyd George, sem lýsti yfir þessu síðasta í þingræðu og með því bjargaði hann við öllu. Þetta var það, sem írar og áköfustu framsóknarmenn höfðu heimt- að, — að stjórnin legði þegar fyrir frumvarp um takmörkun á neitunar- valdi efri málstofunnar og legði það fyrir efri málstofuna, en færi til kon- ungs ef felt væri þar, og heimtaði tryggingu fyrir, að lögin næðu fram að ganga, en færi frá ef ekki fengist slík trygging. Stjórnin lét þarna undan og við þessi svör sættu írar sig, og nú ætla þeir hvorugt að gera i biii, greiða atkvæði með eða móti frum- vörpum stjórnarinnar, en þá er stjórn- inni trygður meiri hluti. íhaldsmenn láta sér líka þessa stefnu- breyting stjórnarinnar vel og vona, að þeirra frumvarp um efri málstofuna vinni smám saman byr meðal kjós- enda. Ef ályktun neðri málstofunnar um afnám neitunarvalds efri málstofunnar í fjármálum og takmörkun á neitun- valdi í löggjafarmálum verður vísað frá eða feld í efri málstofunni, heimt- ar Asquith af konungi tryggingu áður en ályktunin verður gerð að lagafrum- varpi, en sú trygging er í því fólgin að skipa nýja lávarða. Neiti konungur að veita slíka tryggingu, er ekki ó- sennilegt, að nýjar kosningar fari fram á Englandi í júní og þá verðnr á dag- skrá eitt mál: frestunarvald efri mál- stofunnar. Betur en ekki. Meðal þeirra manna, sem Þjóðviljann sjá, hefir óvanalega mikið verið talað um síðasta tölublaðið, frá 9. þ. m., og umyrði þess um bankamennina dönsku. Hafa sjálfstæðismenn margir talið þessa bermælgi blaðsins óhapp og ógreiða, en Heimastjórnarmenn hlakkað mjög yfir og telja nú Þjóðviljann jafnvel happa- sælli sér og hollari, heldur en þó Hannes, Lárus Bjarnason og Fram væru lofaðir þar opinberlega. Eg hefi ekki getað verið sammála þessu og lít á það mjög svo gagn- stætt hvorumtveggja mönnunum, og af því engum sýnist þetta gatnamóta- hjal vera launungarmál, þá ætla eg að gamni að bera rök mín undir lesend- ur ísafoldar. Hvort sem þessi hreinskilni Þjóð- viljans er fram komin viljandi eða óviljandi, þá er hún stjórnarflokknum óefað fremur happ en óhapp. Að hinir grunnhygnari Heimastjórnarmenn fagna þessu, ætti engan að villa; hinir hygnari munu fljótt sjá, að Þjóð- viljinn verður þeim aldrei eins drjúgur með einlitan stakkinn eins og tvilitan. Að visu hafa menn sagt það, og fært nokkur rök fyrir, að Þjóðviljinn hafi ekki hlífst við að snúa kutanum móti Birni Jónssyni, þar sem færi var, frá því er hann kom í ráðgjafastöð- nna, en af því það var hvergi nærri eins illa og óþverralega gert eins og i Lögréttu, og af því að Þjóðviljinn var þó oftast nær að eiga þar við málefnin fremur en sjálfan manninn, eða vildi að minsta kosti, að svo liti út, þá urðu ýmsir menn til að bera hann þar undan persónulegri hlut- drægni, ekki sizt sakir fornrar trygðar við ritstjórann fyrir framgöngu hans í nefndinni forðum. Af þessu leiddi, að persónulega óvildin, sem gert hefir tortryggilegar allar hamfarir heimastjórnarblaðanna og vakið hefir jafnvel óbeit á þeim, dró miklu minna úr áhrifum orða Þjóðviljans, svo að það, sem menn könnuðust við að þar væri oftalað, mátti þó afsaka sem geðbrest eða að minsta kosti vorkenna. Vitanlega gat það ekki dulist höfð- ingjum Heimastjórnarliðsins, hve mik- ilsverð liðsemd þetta var í árásum þeirra á ráðgjafann, þó að þeir, af skiljanlegum ástæðum, þökkuðu það helzt í hljóði. Stjórnarmenn ættu og ekki að þurfa að barma sér svo mjög yfir því, þó þessi liðveizla, svona löguð, væri á enda, og þeir munu vafalaust átta sig fljótt á því, að Þjóðviljinn gerði þeim greiða 9. þ. m. en ekki ógreiða. Þar er ekki gengið aftan að eða á svig, heldur framan að, og þó verið sé að renna hornauga til málefnisins af vana, þá er þar miðað beint á manninn. Menn voru nú farnir að finna til þess mjög alment, að atferli og orða- lag Þjóðviljans í bankadeilunni bar þess fremur glöggan vott, að ritstjóri hans væri orðinn leiður á þessu óhlut- drægniskáki og ógerðarfitli öllu saman, og það ætti miklu betur við hann að ganga hreinlega að og gerðarlega. Ljósast skein það út úr honum, þegar hann var að minnast á skýrslu rann- sóknarnefndarinnar, hve óskemtilegt honum var að eiga við röksemdir í málinu, og maður fann hver léttir honum hefði verið að láta tilfinning- arnar lausar og segja, að öll skýrslan væri hégómi og skrök. Og þetta, að vera að rembast við að orða það svo var- lega um afsetningu gæzlustjóranna, að svo kappgjarn maður eins og ráðgjafinn, hefði orðið að fá eitthvað út úr nefnd- inni, úr því hann skipaði hana — sá umbúningur fór allur í klúðri; þar skein í alt bert milli sporanna. Þetta um útlendu bankastjórana fer alt betur úr hendi. Öll afsetta banka- stjórnin og öll blöð þeirra í röð höfðu hampað því hreykin framan í þjóðina, að alt hefði verið í góðu lagi í bank- anum, þar sem Landmandsbankinn hélt áfram viðskiftum við hann eftir að hann hafði sent hingað trúnaðar- menn sína til athugunar og þeir jafn- vel sjálfir átt tal við gömlu banka- stjórnina og alt farið vel á með þeim. Þjóðviljinn hlýddi á það með sömu þagnarró eins og lífvörður Heima- stjórnarinnar, að þessir dönsku menn voru notaðir þar, sem einir traustustu vottar þess, að alt hefði verið í lagi í Landsbankanum og athafnir lands- stjórnarinnar þar gjörræði og lögbrot. Þá finnur Þjóðviljinn enga hvöt hjá sér til að minna á það, að þessir menn væru ókunnugir og sögusögn þeirra marklaus. En þegar þessum mönnum ofbýður það, hversu nöfn þeirra og koma hingað eru notuð óráðvandlega og lýsa því, að þeirra niðurstaða hafi ekki verið betri en nefndarinnar, þá er Þjóðviljinn fljótur til að koma í veg fyrir það, að þessir ókunnugu útlend- ingar geti orðið til að sanna nefndar- skýrsluna og bera blak af landsstjórn- inni. Blaðið hirðir ekki einu sinni um að geta þess, að hér er að eins verið að hnekkja því ósannindatildri, sem reist hafði verið einmitt á þess- um sömu ókunnugu útlendingum. Þegar Heimastjórnin er að byggja á þessum mönnum ósannindi sín, í þeirri von, að þeir verði að þegja, svo það verði aldrei uppvist, þá eru þeir nákvæmlega sömu mennirnir eins og nú, þegar þeir vitna um óregluna í bankanum. Hér sýnist enginn mun- ur annar en sá, sem persónurnar gera. Heimastjórnin má nota þá svo sem hún getur og þorir, ráðgjafanum má ekki verða lið að þeim tii hnekkingar strákskapnum. Þetta sýnist blátt áfram að vera það, sem kallað er, að láta persónu- lega óvild stýra athöfnum sinum, og það svo ódult, að allir sjá. Þetta skilst mér að stjórninni og flokknum sé hagur, þvi nú þarf eng- inn maður framar að villast á hlut- drægninni. Og ritstjóra Þjóðviljans og áliti hans, og Þjóðviljanum sjálfum ætti að verða þetta fremur ábati en skaði, þegar til alls er litið. Hann vann þjóðhylli sína að miklum mun einmitt á þeirri bardagaaðferð sinni, að ganga beint framan að einarðlega og látast ekki vera að miða á annað en hann ætlaði að hæfa. Þessi leikur hans frá þeim degi, að þingflokkurinn kaus Björn Jónsson í ráðgjafasætið, hefir mikið farið í handnskolum, verið stirður, ófagur og oft langt um megn og auk þess hinn ófrjálsmannlegasti. Ah þetta gat fengið illan enda og ómaklegan. Úr þessu hefir Þjóðviljinn mikið bætt 9. þ. m., því þó vér kysum hann og ritstjóra hans fremur flestum mönnum í flokki vorum sem fylgis- mann stjórnarinnar til allra góðra og nauðsynlegra hluta, og vildum enn sjá hann þar sem traustan og ein- beittan foringja, með vonir okkar og aðdáun umhverfis sig, þá þykir oss þó þakkar munur að hafa hann sem opinberan andstæðing, með ódulda persónulega óvild, heldur en að sjá hann í hinu brutlinu, þvi þar hafa þeir einir menn átt heima, sem Þjóð- viljinn hefir ekki dáðst að í stjórnmála- stríði síðustu áranna. Af þessu finst mér, sem greinin 9. þ. m. sé betur skrifuð en ekki, eftir því sem í efni var og þeim endalok- um, sem blöstu við. Sjálfstœðismaður. <3*áll cMaíshó. I3/n /8/2—9/2 1910. Ljósið er sloknað; lengi blakti á skari, pað lýsti skœrar pó en háreist bál. Syrgjum pó ei pótt Jagra Ijósið Jari, vort Jóðurlanát á enn pá gamla Pál. AJ minning kansenn leggur Ijósan bjarma, Jrá liðnum degi kennir indæls varma. Kappinn er Jallinn, sá er engan særði, en sigur pó á Jjölda mörgum vann. Öðrum til meins hattn hönd né Jót ei hrærði með hjarta sínu vann hann sérhvern mann. Það aðrir gátu ei með fylktu liði, sem ávann hann með kærleik, ró og Jriði. Sagan er líti — yndisleg og Jögur; par engir voru bardagar og stríð. Átti hún ei skylt við æjintýrasógur en ájram leið hún stilt og mild og blíð. EJ væri pvillk Islands-æfisaga pá ætti pjóð vor Jegri og sælli daga. V. Br. Far vel úr heimi Islands óskamögur! Þín æji var eins töng og hún var Jögur Far hjartans vinur vel á manar vega pig vinir kveðja urn leið og peir pig trega. Nú Jósturjörðin jaðmi kaldan náinn og joldin geymi pann part, sem er dáinn. En leystum anda lýsi á stjarna láði. pað Ijós, er hann i dujtsins fjótrum práði. Stgr. Th. Andsvar, Einkeunileg mótmælilætur hr. Arni Jóhannsson birta i næst síðasta tbl. ísafoldar, gegn grein þeirri, er eg reit um þá þrimenningana, sem sögðu skilið við Jóhannes Jósefsson í Pétursborg. — Formálalaust og afdráttarlaust leyfir hann sér að mótmæla skrifi mínu, i 13. tbl. ísafoldar um Jóhannes Jósefs- son, sem gersamlega marklausu og röngu. Ekki eru stóryrðinl Til þess að geta sýnt fram á, að þessi órökstuddu mótmæli geta hvergi átt við grein mína, leyfi eg mér að taka upp bau atriði greinarinnar, sem á einhvern hátt snerta Jóhannes. í fyrsta lagi farast mér þann veg orð, að Jóhannes, með miður viðeig- andi orðum, hafi skýrt frá, að þeir félagar væru skildir. Þótt eg gengi út frá því allra, allra bezta, sem sé því, að Jóh. hafi skýrt rétt frá til- drögum skilnaðarins, þá hygg eg þó, að allir muni mér sammála, að undan- teknum Arna einum, um það, að hann hafi skýrt þar frá með miður viðeig- andi orðum. í öðru lagi get eg þess, að Jóh. með ótvíræðum orðum hafi gefið í skyn, að þeir fyrverandi fé- lagar hans hafi verið lagstir í óreglu. — Illa getur Arni mótmælt þessu, sem röngu, þar sem honum sjálfum farasl þann veg orð f mótmælum sin- um: »Samkvæmt bréfkafla Jóhannes- ar í ísafold 27. nóv. f. á., var mis- kliðin aðallega sprottin af óregluleg- um lifnaðarháttum þeirra P. Neve og þrimenninganna*. í þriðja lagi nota eg orð Jóhannes- ar sjálfs, þar sem hann gerir ráð fyrir að þrímenningar muni tjalda nafni sinu á auglýsingar sinar, þvi án þess mundu þeir hvergi geta fengið atvinnu, svo ekki getur Árni mótmælt þessu, sem röngu, frá minni hálfu. í fjórða lagi gjöri eg þá ályktun, að ef frásögn Jóh. hefði verið sönn, þá hefði ekki hjá því farið, að þeir félagar hefðu orðið að hætta við í- þróttasýningar sinar. Þessa ályktun mina viðurkennir Árni ósjálfrátt sem rétta, með því að nota sjálfur sams- konar ályktun, þar sem hann telur málstað Jóh. það til gildis, að hann hafi haft traust og hylli Ciniselli Circus- stjóra í Pétursborg. í þessum fjórum atriðum, sem eg nú þegar hefi tekið fram, innifelst alt það, sem eg hefi sagt um hr. Jóhann- es Jósefsson í umræddri grein; svo þessi formálalausu mótmæli eru ekki einungis röng, heldur einnig óþörf og blátt áfram hlægileg. Á einum stað farast mótmælahöf- undinum þann veg orð: »Guðmund- ur getur engar heimildir haft til að leggja á dóm um ágreining þann, er leiddi til skilnaðar með þeim fóhann- esi og félögum hans í Pétursborg, og er því dómur hans rétt nefndur sleggju- dómur*. — Þótt Árni læsi grein mfna aftur og aftur með margföldum sjónauka þá myndi hann hvergi finna þann dóm, sem hann talar um, því það er ósatt, að eg hafi nokkursstaðar kveðið upp dóm um ágreining þann, er leiddi til skilnaðar með þeim Jóh. og félögum hans; eg hefi að eins gjört ályktun, sem Arna í það minsta, ætti að finn- ast á rökum bygð, úr því hann sjálf- ur dregur samkynja ályktun um Jóh. og málefni hans, og um þrímenning- ana og málefni þeirrct, eins og eg áð- ur hefi tekið fram. Hvað heimildir mínar snertir, þá hygg eg þær engu óábyggilegri en þær, er Árni kann að hifa úr einkabréfum Jóhannesar. Loks endar hann þessi hógværu mótmæli sin með svo feldum orðum: »Og það virðist hljóta að vera óvenju- lega lágvaxið manntetur, sem fær sig til að bíta í hælinn á þeim, sem þann veg er veizt að«. Vel er það farið, að hr. Árni Jóhannsson er sér þess fvllilega meðvitandi, að hann er há- vaxnari en alment gerist, og ekki skal mig undra þótt hann liti smáum aug- um á hina smávöxnu, en hitt undrar mig, að hann skuli leyfa sér þá ósvífni, að drótta því að mér, að eg biti i hæl Jóhannesar, þegar eg sjái hvern veg P. Neve sæki að honum, vitandi pað, að grein mín var komin til ritsljóra Isafoldar á undan grein P. Neve, eða virðir hann orð ritstj. vettugi? Bæði Árna Jóhannssyni og öðrum til skýringar skal þess getið, að eg reit grein mína í þvi skyni, að þeir þrímenningarnir, sem allir hafa orðið fyrir ærumeiðandi áburði, mættu þó að minsta kosti njóta þess sannmælis, að þeir eiu ósjálfrátt að bera þann á- burð af sér með framkomu sinni, en ekki af neinni persónulegri óvild til Jóhannesar, því eg hefi unt og mun unna honum alls þess, er hann á með fullu og réttu, og nú sem stendur óska eg honum einkis annars fremur, en að hann geti sjálfs síns, lands og þjóðar vegna, hrundið af sér þeim á- burði, er hann verður fyrir af hálfu P. Neve. Guðtn. Sigurjónsson. Guðm. Sigurjónsson. Eg átaldi afskifti þín af þessu máli og mótmælti þeim — og geri það enn. Annars máttu sjálfum þér um kenna: Þér var í lófa lagið að taka aftur »skrif< þitt og láta engan af því vita, er þú sást níðgrein P. Neve. Það hefði hver góður drengur gert. En þú lézt það ógert, — gekst þar í lið, er fjórir voru móti einum og reyndir að höggva í för P. Neve. Þess vegna fær þú nú ekki af þér borið hælbitið — þó ilt sé. En þar sem þú hins vegar hefir nú sýnt svo mikla viðleitni á að eyða hallmælum þínum um Jóh. Jósefsson, finn eg enga ástæðu að svara þér frekar. Arni Jóhannsson. Stór gjöf. Auðmaðurinn John R. Rockefeller gefur aleigu sína til þjóðþrifa. Steinolíukóngurinn John R. Rocke- Jeller hefir nýlega ákvarðað að gefa aleigu sína — þetta smáræði sem hann á — til velgerða og annara þjóð- þrifa. Hann hefir látið senda þing- inu í Washington frumvarp um, að komið sé upp Rockefellersjóði, með líku sniði og Nobelssjóðurinn, og á sjóður þessi aðallega að hjálpa fátæk- um og sjúkum, styrkja vísindarann- sóknir og leitast við að breiða út list og mentiing bæði í Ameríku og ann- arsstaðar. Fyrsta stjórn sjóðsins verða þeir Rockefeller og elzti sonur hans og auðmennirnir Gatesmurphy og Charles Hoyt. Rockefeller hefir áður gefið 200 miljónir dollara til vísindaþrifa — en allar eru eigur hans taldar nú 2340

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.