Ísafold - 16.03.1910, Blaðsíða 4

Ísafold - 16.03.1910, Blaðsíða 4
64 I8AF0LD fremst sökum þeirrar vonar, að þótt hann kynni að heimsækja oss seinna, þá yrði þess kann ske svo langt að biða, að tjón það, sem hann ynni þá, mundi ekki nándar nærri vega upp á móti töpun þeirri, er hann með tíma- lengdinni orsakaði, ef hann yrði land- lægur. Það er enginn efi á, að þótt Svartidauði bærist hingað til lands nú um þessar mundir, þá mundi hann lítinn usla gjöra, þrátt fyrir það þótt vér öldum saman höfum ekki átt í höggi við hann. Hann mundi að líkindum fljótlega einangraður og kæfður í byrjuninni svo að segja. Enginn efi er á þvi, að þessi út- reikningur hr. M. E., er á að sýna það, að þá er öll nautn áfengis sé horfin úr landinu, þá muni »áhuginn og varúðin dofna og endurminning- arnar um þenna fláráða fjanda verða óljósari,« — enginn efi er á því, segi eg, að hann er meinrangur. Hr. M. E. hefir nefnil. gleymst að taka með í þann reikning eitt atriði, það, að telja má víst, að á næstu tímum íram undan verði fyrir alvöru hér á Norð- urlöndum og víðar slegið í brýnu og tekið saman af útrýmingarmönnum áfengis og þeim mönnum, sem at- vinnu og hagsmuni hafa af því, að sem minstar skorður’ sé reistar við framleiðslu þess og verzlun með það. Og það rná reiða sig á það, að af þeirri viðureign verður svo mikið skurk, að það mun nægja til að halda oss glaðvakandi lengi vel fyrst um sinn; og það verðum vér að láta oss nægja. Hvað verða muni, er langt sækir fram í aldir, er bezt að ræða sem minst um, því það mun í móðu hulið jafnt fyrir hr. M. E. sem öðr- um. Hr. M. E. syngur baráttunni við áfengið lof, aðeins má enginn sigur vinnast í henni, hvorki með til- styrk löggjafarvaldsins (t. d. aðflutn- ingsbanni) eða á annan hátt. Því hugsanlegt er, að áfenginu verði útrýmt úr landinu á annan hátt, t. d. á þann, að kunningjar bindindis- manna næði þeim yfirtökum á hug- um landsmanna, að öll nautn áfengis hætti, og hyrfi þá um leið allur að- flutningur þess til landsins þótt að lögum væri hann ekki bannaður. En aðflutningsteppa af þeim rótum runn- in hlýtur í augum hr. M. E. að vera sama skaðræðið, því þá hefst hin nafnfræga hringrás Magnúsar dýra- læknis: baráttuleysið, hvíldin, eyðing hæfileika, nýtt áfengisflóð og koll- köstun þjóðarinnar. Eg þykist nú hafa sýnt fram á hér að framan, að röksemdir hr. M. E. móti aðflutningsbanninu eru á van- hyggju einni reistar, og svo hygg eg vera um allar mótbárur gegn því, er fram hafa verið færðar, svo sem þá, að það væri óhæfileg skerðing á frelsi manna. Auðvitað verður því ekki neitað að frelsisskerðing er það. En svo er um flestöll lög, að þau tak marka frelsi manna á einhvern hátt. Með bannlögunum er bannaður hingað til lands aðflutningur eins verzl- unarvöruflokks. Slíkt er ekki óþekt hjá oss áður. Það er alkunna, að ali- dýr á fæti er algeng verzlunarvara landa á milli. En flutningur margra þeirra og verzlun á þeim hingað til lands er að lögum bannaður. Á þess- um tveim bannlögum er enginn eðlis- munur, heldur meginsmunur einn, en það er þýðingarlaust gagnvart þessu atriði málsins. Skoðun bannmanna á áfengi mun í fám orðum vera þessi: Templarar og bindindismenn margir halda því fram, að það sé eitur og nautn þess undir öllum kringumstæðum skaðvæn- leg nema sem læknislyf eftir læknis- ráði. Aðrir bannmenn (og þeir munu margir vera) hafa þá skoðun, að þrátt fyrir það þótt þeir játi, að áfengið hafi gjört mörgum manni marga glaða stund og orðið til gagns, á þann hátt að auka þeim þrek og áræði í bráð- ina, þá sé það þó sannfæring sín, að gleðin og gagnið sé hverfandi hjá ógleðinni og ógagninu, er það hefir leitt, leiði og muni leiða af sér alla tíð, unz það er útlægt gjört. Engan efa verður að telja á því, að hvert fullvalda þjóðfélag hlýtur að hafa ekki einungis hinn fylsta rétt heldur skýlausa skyldu til að banna framleiðslu hjá sér og aðflutning til sín á hverjum þeim varningi, er meiri hluti þess álítur sér meira ógagn en gagn að. Vér höfum þeg- ar bannað sjálfum oss með lögum framleiðslu áfengisins. Hví skyldum vér þá vera svo fávísir að leggja ekki bann á aðflutninginn ? Ef vér ekki bönnum aðflutninginnjiþá ættum vér ekki að banna sjálfum oss framleiðsl- una. Ef vitlaust skal vera þá er þó að skömminni til skárra, að vér búum til sjálfir brennivínið ofan i oss og höfum þannig sjálfir atvinnuna af því, heldur en að vér látum Dani gjöra það. Slíkt er að elska Dani meira en sjálfa oss, og þá er lengra gengið í elskunni til náungans en heilög ritn- ing býður. . Bannfjendur hafa haldið þvi fram, að jafnmikil ástæða sé til að banna aðflutning tóbaks og kaffis, sem áfengis, en það er ekki rétt. í fyrsta lagi mun sú skoðun meiri hluta manna, og húti rétt, að ógagn- ið að nautn tóbaks og kaffis sé langt frá því að gnæfa jafnhátt yfir gagnið eins og á sér stað um áfengisnautn- ina. Og þótt þetta ætti sér ekki stað yrði það samt illgjörlegt sökum þess, að ókleift mundi verða að sjá um, að þau bannlög yrði ekki brotin í stór- um stil; en þá eru bannlög verri en árangurslaus, ef ekki verður undir þann leka sett. Alt öðru máli er að gegna um áfengið. Nautn þess er svo erfitt að dylja, að tæplega getur hún hugsast í stórum stíl svo að hún verði ekki opinber. Auðvitað er það, að aðflutnings- bannið kemur nokkuð hart niður á þeim mönnum, er bæði hafa efni á að veita sér þessa munaðarvöru og geta þar að auki neytt hennar sér að meinfangalausu (að sjálfs þeirra áliti að minsta kosti). En þá kröfu verð- ur að gjöra til þeirra, að þeir umyrða- laust láti smámunaleg þægindi sjálfs sin lúta í lægra haldi fyrir vilja og nauðsyn alþjóðar. Að þessari kröfu verði sint er nú raunar ekki gott útlit íyrir, þar sem félag er, því miður, nýlega stofnsett með þvi augnamiði að vinna að af- námi aðflutningsbannsins, er hefir fengið stuðning ýmissa hinna nafn- kunnari manna landsins. Því miður! Ekki vegna aðflutningsbannsins. Því er óhætt. Það málefni á svo marga ötula og mikilhæfa liðsrnenn, að eng- ar likur eru til annars, en að sá sig- ur, er þeir hafa unnið, gangi þeim ekki úr greipum, heldur vegna hinna mörgu nafnkunnu manna, er hrundið haía félagsstofnun þessari af stað og með því gjört þann óvinafagtiað að flekka nöfn sin og sjálfa sig. Því það hafa þeir gjört. Fyrst og fremst kemst enginn óflekkaður eða lýtalaus frá því að hafa lagt út í fyrirtæki, er vorkunnarlaust var i upphafi að sjá, að ekki þurfti að vænta árangurs af eða framgangs á, jafnvel þó tilgangurinn hafi verið góð- ur, þvi með því gjörir hann sig beran að forsjáleysi og glatar trausti annara. En tvöföld verður sú mannskemd, sem unnin er sjálfum sér, þegar svo stendur á, að ofan á opinberun for- sjáleysis sjálfs sin bætist það, að það, sem til er stofnað, er stórskorið alþjóð- legt spillvirki, eins og hér á sér stað, þar sem gjörðar eru öflugar tilraunir til þess að koma þjóðinni til að stíga til baka það stig, er einna mikilverðast í siðmenningarlegu tilliti hefir verið stigið, fyrir tilstyrk löggjafarvaldsins, ekki á síðari öldum, heldur á öllum öldum hins íslenzka þjóðfélags. Jóhannes Þorkelsson. ^=se=_, Lestrarstofa handa konum. Alstaöar í stærri borgum erlendis hafa konur komið upp sérstökum lestr- arfélögum eð-i lestrarstofum handa kon- um. Auðvitað hafa konur átt kost á að taka þátt í lestrarfólögum karlmann- anna. En í þeim hefir jafnan bæði < bókakaupum og ýmsum öðrum grein- um minna tillit verið tekið til óska og þarfa kvenna, en karlmannanna sjálfra. Nú hefir kvenróttindafélag íslands 1 fteykjavík byrjað á að reyna að bæta úr þessum skorti hór. Það stofnaði í fyrravetur dálitla lestrarstofu, mestmegn- is handa félögum sínum, sem opin var alla daga frá kl. 5—10 síðdegis. Ætl- ast var til, að þetta yrði vísir til lestr- arstofu, handa konum alment í bænum. Gjaldið var 50 aurar mánaðarlega frá 1. nóv. til 30. apríl. Þegar byrjað var, átti lestrarstofan um 200 bindi, auk blaða og margra ágætra tímarita. Bóksalarnir < Reykja- vík höfðu mjög drengilega styrkt þessa byrjun, og mátti aðallega þakka það bókagjöfum þeirra, að unt var að byrja < fyrravetur. í vetur hefir fyrirkomulaginu verið breytt þannig, að nú er stofan aðeins opin tvisvar < viku, en fólagskonur fá léðar bækurnar heim, nema dagblöðin. Auðvitað er fólagið, sem er aðeins ,Vegak-mjó!kurskilvindan fullnægir öllum þeim kröfum, sem gerðar verða til góðrar skilvindu. Vega er allra skilvinda óbrotnust. Vega skilur jafnvel og þær beztu. Vega hefir verið reynd á tilraunastöð Búnaðarfélagsins og af hr. skólastj. Halldóri Vilhjálmssyni og reynst prýðisvel. Vega er seld með verksmiðjuverði, að viðbættum flutningskostnaði og er því mun ódýrari en þær, sem áður voru taldar beztar. Vega er sú, er verðskuldar að komast inn á hvert einasta heimili á landinu. Notkunarreglur á íslenzku fylgja Vega. Hr. skólastjóri Halldór Vilhjálmsson á Hvanneyri hefir farið svofeidum orðum um Vega 17. nóv. 1907: »Eg hefi nú i hálft ár notað mjólkurskilvinduna Vega nr. 3, er hr. B. H. Bjarnason kaupm í Reykjavik útvegar; hún reynst mér ágætlega vel. — Sérstaklega vil eg benda á hversu einfalda gerð hún hefir, en við það verður hún sterkari, endingarbetri og léttari að þrífa. Allir eru innri hlutir hennar huldir, komast því ekki óhreinindi að, fær henni því ekkert grandað, utan slæm olía eða önnur afarvond meðferð«. Með þenna vitnisburð fyrir augum geta menn gengið úr skugga um, að hér er ekki að ræða um kaupmannstneðmœli eður blekkingar, eins og mörg- um hættir við að ætla kaupmönnum. Meðmælin hljóta því að vera alve^ fullnægjandi til þess, jafnvel að sannfæra afla vantrúaða um það, að aldret verður fengin betri né öruggari vissa um að eignast góða og vel gerða skil- vindu en einmittt með því að kaupa »Vcga« Stórar birgðir eru væntanlegar með Sterling r/. april n. k. Einka umboðssala fyrir Island í Verzlun B. H. Bjarnason. TH. THORSTEINSSON & Co, HAFNARSTRÆTI hafa HATT við hvers manns hæfi. 20 tegundir fíkk Víral"Di"af ™UM HönuM’ ,,ílízlu,g:S'-8t„5i, allir liti, Verð frá 3,25. UM 30 DUS. SLIFSI hættust við hið áður mikl úrval; við höfum alla liti, allar gerðir. Mjög þykk svört og hvit slifsi. Mikið af hinum gráröndóttu nýtizku slifsum. 40 DUS. ENSKAR HÚFUR komu með Sterling, hrúnar, grænar og hvítköflóttar, verð: 0.55, 1.00, 1.45, 2.25. Komið og lítið á GrÖNGUSTAFINA, allar trésortir, Ibenholtsstafir á 3.00, Stafir með haldgóðu eftirgerðu silfurhandfangi á 2.75. MIKID AF REGNHLÍFUM. Hv. Piqne-MANCHETSKYRTUR, óstifaðar, hæfilegar við Smoking á 3.75. Mikið af enskum MANCHET- og FLONELSKYRTUM. SILKIHÁLSKLÚTAR, gráir, hvitir, köflóttir og röndóttir. SILKIVASAKLÚTAR- ásamt SILKISLIFSUM á 2.00. HANZKAR. SOKKAR. ULLARNÆRFOT gróf og fin. Af REGNKÁPUM, tilbúnum FATNADI og YINNUFATNADI hefir verzlunin úr mjög miklu nð velja. í byrjun aprílmánaðar koma miklar birgðir af vörum, þai’ á meðal regnkápur með bezta sniði á 12.00. Við bendum mönnum á okkar 1. flokks karlmannsfatasaumastofu, við notum aðeins bezta fóður, vinnan er hin vandaðasta, og sniðið ágætt. Á meðal fataefna okkar er nú komið hið alþekta bláa » Yachtklub«• CHEVIOT. þriggja ára gamalt, svo efnalítið, að þv< verður ókleift að halda slíkri lestrarstofu áfram, með nægilegum bókakaupum, og ýmsum öðrum óhjákvæmilegum kostnaði, nema eitthvað sé gert til þess af kon- um yfirleitt að stýðja hana, bæði með þv< að ganga < hana, sem öllum er leyfi- legt, þótt ekki séu Kv.fól.meðlimir, og á ýmsan annan hátt. Félagið heldur skemtun nú föstudags- kvöldið þ. 17. þ. mán. til ágóða fyrir stofuna og er vonandi, að þeir sem eru þessari lestrarstofuhugmynd hlyntir vilji styrkja haua með því að sækja skemt- unina. B. ---------- Eftirmæli. Hinu 25. april síðrstliðinn, andaðist á ísafirði ekkjan, frú E 1 f s a b e t O 11 e s e n, ijósmóðir, fædd 1. febr. 1858. Hún var dóttir merkishjónanna Gunn- laugs bónda Gunnlaugssonar á Mýrum < Hrútafirði og Margrétar Björnsdóttur frá Happahlíð, Björnssonar. Frú Elísabet heit. ólst upp á Mýrum < Hrútafirði, hjá foreldrum sínum, en fluttist sfðan til Akraness, til Ólafs lækn is Guðmundssonar og konu hans, frú Margrétar Magnúsdóttur (Ólsen), frænd- konu sinnar, árið 1886, og nam hún þar ljósmóðurstörf. Hún kvæntist síðau Guðmundi Ottesen kaupmanni, syni Péturs dbrm. Ottesens á Ytra-Hólmi. Misti hún mann sinn 1901. Eftir það bar hún aldrei sitt bar. Þau hjón eignuðust þrjú börn, tvo syni og eina dóttur. — Hún dvaldi svo þrjú ár < Reykjavík, en fór síðan til Isafjarðar og gegndi þar ljósmóðurstörf- um samfleytt 5 ár. Hún var mjög nærfærin Ijósmóðir og vildi æ.tíð hjálpa sem samvizkusamlegast, og þó að sumir dæmdu hana stundum æði hart, eins og fleiri, þá átti það sizt við hana, þvf að lfknsamari manneskju getur naumast en hún var. Og yfirleitt mátti hún ekkert aumt sjá, svo var hjartað gott og viðkvæmt; meðan hún var sjálf efnum búin, þá vissu fátæklingarnir og einstæðingarnir bezt hver hún var; en slíkt vill stund- urn gleymast að þakka, þegar velgengn- in snýr við blaðinu. Hún var stórhuga kona, en ekki allra að því leyti, að hún var fremur dul. En gáfuð var hún og tápmikil. Hún var ein af þeim manneskjum, sem sýna það, að þó að lukkan og Kfs- gleðin snúi bakinu við þeim, þegar minst varir, þá slær þó altaf viðkvæmt og stórhuga hjarta undir, hið innra, sem öllum vill hjálpa og gleðja aðra, þó að vanþakklátur heimur gleymi stundum qð kannast við það. Kunnugur. Russneskir stúdentar. í öllum stór Hvers vegna flýja þeirland? borgum Norð- urálfunnar, en mest þó < Parfs, er allra mesti sægur af rússneskum stúdentum og mentamönn- um. Þetta virðist < fljótu bragði all- kynlegt, með því að til eru < föðurlandi þeirra bæði margar og miklar kenslu- stofnanir. En nú befir M e t s c h n i - k o f f, heimsfrægur rússneskur prófess- or og yfirlæknir við Pasteursstofnunina < París, ritað grein um þetta efni < rúss- neskt tfmarit, og af þeim skýrslum fara menn að skilja það, að það er illhægt að vera vfsindamaður í Rússlandi. Kosti vfsindauna er þröngvað bæði af hálfu hirðarinuar og klerkastéttarinnar og all- ar nýungar kyrktar < fæðingunni. Pró- fessor Manschkovski, rektor við háskól- ann í Odessa, er gott dæmi upp á rúss neska visindamenn, eins og þeir eru nú Hann hefir nýlega gefið út bók, er hann nefnir »Reglur fyrir stúdenta«, og sýnir hún Ijóslega, hversu úreltur háskólinn er. Það er skýrt frá þv< í bókinni, hvernig stúdentar eigi að rétta upp hend- ina að húfunni og fyrir hverjum þeir eigi að »frukta«. Þeim er harðbannað að láta < ljósi ánægju eða ósamþykki við kensluna. Það er skipað vandlega fyrir um það, hvernig stúdentar eigi að ganga til fara; < eintii greininni stendur »að frakkarnir eigi að vera með sex hnöppum og skuli hnept < þá alla upp úr, til hægri og vinstri á vixl og krækt- ir eigi þeir að vera < hálsmálinu«. Auk þess eiga stúdentar að bera svart slifsi og hvfta hanzka. Þetta og þvflfkt er alveg eins og á dögum Páls keisara, segir Metschnikoff. Málverkasýning Ásgríms Jónssonar daglega opin frá ii—4 í Vinaminni. Inngangur 25 aurar og 10 aurar fyrir börn. Begonioknoller, mjög íallegir í öllum litum, fást afar- ódýrir á Laufásveg 17. Kristín Meinholt. Leikfélag Reykjaviknr Sunnudag 20. marz, kl. 8 síðd. Sinnaskifti. í síðasta sinn. Iðnaðarmannahúsið opnað kl. 71/, Brúkuð ísl. frfmerki kaupir mjög háu verði Kristmann J. Guðmundsson, Laugaveg 22 a. Hey til sölu. Nokkurar birgðir af engiheyi, hérum- bil 50 hestar til sölu. Verð 6 kr. fyrir 200 pd. hér heima, 7 kr. flutt til Borgarness. Alfred Kristensen, Einarsnesi, pr. Borgarnes. 3 hcrbergfja íbúö ásamt eld- húsi til leigu frá 14. maí á góðum stað í bænum. Afgr. vísar á. Gylt br.jóstnæla týnd á mánu- daginn. Skilist í afgreiðslu ísafoldar. 2 herbergi, eldhús og kjallara- stofa með geymsluplássi til leigu 14. maí á Laugaveg 46 B. 2-3 herbergi með eldhusi, þvottahúsi, gasi og öðr- um þægindura í miðbænum fást til leigu frá 14. maí. Ritstj. vísar á. Fiðluspil! Oscar .Johansen heldur concert í Bárubúð föstudagskvöld kl. 9 — með aðstoð frk. Kr. Hallgrímsson. Að- göngumiðar á Hótel Island miðv.dag og fimtudag — í Bárunni á föstudag. Góð ibúð við^Laugaveg, 4 herbergi, eldhús og geymslurúm til leigu 14. maí; leigfan afaródýr. Sama stað er smíðaherbergi fyrir tré- smið. Klæðaverksmiðjan r Alafoss kembir ull fljótt og vel ♦ ♦ !♦ ♦ !♦ !♦ 1« KLADDAR | 1 og hofnöbækur ^ ai ýmsum stærðum og með mismunandi verði I » bókyerzlun Isafoldar ♦ k 4—5 herbergja íbúð ásamt geymsluplássi og aðgang að þvotta- húsi til leigu 14. maí á Klapparst. 14. 10 a. bréfsefni fást æfinlega í bókverzlun Isafoldar. Hagkyæm Yerzlunarviðskifti. Kaup á útlendum varningi gegn fyrir- framgreiðslu, og sölu á ísl. afurðum, annast fljótt og vel A. Guðmundsson 2 Commercial Street Leith. Jarðarför okkar elskuðu dóttur, Magn- eu Bjargar, fer fram frá heimili okkar Vesturgötu 57 föstudaginnn 18. þ. m. Húskveðjan byrjar kl. 10 og þrjú kort. Sjgmundur Magnússon. Ólöf Þorbjörnsdóttir. Dugleg, ung stúlka getur fengið vist hjá undirrituðum frá 14. maí fyrir eittár. Tilboð með launakröfu sendist , Alfred Kristensen, Einarsnesi, pr. Borgarnes. I\ITjSTJÓI\I: ÓLABUIJ «JÖl\NS;SON ídttfoldarprentsiDÍöja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.