Ísafold - 13.04.1918, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.04.1918, Blaðsíða 2
2 ISAFOL D Enn kemur til alþingis kasta! Sæmd þingsins og heill þjóðarinnar i veði! Á öðrum stað í blaðinu er far- ið nokkurum orðum um einstöku ávirðingar stjórnarinnar siðan sleit reglulegu þingi — gripið niður á nokkurum syndura henn- ar, en mörgu slept, því að það mætti æra óstöðugan, ef þetta væri rakið út í æsar. »Ekki veldur sá er varir«! Þau orð tók ísafold sér í munn í haust áðuc en þingi sleit um leið og bent var á þá ábyrgð, sem þing- ið tæki á sig með því að skilja land og þjóð eftir í höndum stjórn- arinnar, eins og nú er hún skip- uð, þótt ekki ætti öll stjórnin óskilið mál. Svo freklega heflr sú viðvörun sannast síðan, að sárgrætilegt má heita. Sykurhneykslið alræmda! 0- hentug skipakaup! Óhentugar skipaleigur! Óhentugar skipa- ferðir! Óhentug vöruúthlutun! Þetta eru m. a. hlekkirnir í læð- ingi þeim, sem íiún heflr fjötrað þjóðina í, meðan hún réð ein. En ef til vill ætlast stjórnin til algerðrar syndakvittunar fyrir það, að henni eftir þriggja missera harð- snúna sókn varð lóks nuddað til að leggja frá sér að mestu alla þá stj&rnartauma, sem hún var upphaflega stofnuð til að hafa með höndum, sumpart beint sjálf, en sumpart að yflrumsjöninni til. Vegna ófriðar-málanna voru þrír ráðhérrar Bettir í stað eins á auka- þinginu 1916—1917, sbr. ræðu for- sætisráðherrans, er sú stjórn tók við völdum. En sökum þess, að ekki var forsvaranlega valið í stjórnina upphaflega — með til- liti til ófriðarmálanna — heldur innanþingskritur, flokkafár og ýmsir raspútínskir baktjaldanjálg- ar látnir hafa alt of mikil áhrif á það val — var stjórnin frá fyrstu byrjun eigi nógu vel skip- uð til að fjalla um ófriðarmálin, þótt út yflr hafi tekið er til fjár- málaráðherra var tekinn í sumar handónýtur maður í þann sess— ekki sízt á þessum .tímum — að allra óhlutdrægra manna dómi, sem nokkuð þekkja til. Óspart er reynt, af þeim, sem í hlut eiga, að koma þeirri trú inn hjá fólki úti um land, að Reykjavíkurblöðin geri of mikið úr ágöllum stjórnarinnar og þau sé ekki að marka. En — hið sanna er, að þau, Rvíkurblöðin, eru þessum hnútum bezt kunnug og vita því greinilegar en önnur blöð um það, sem ábótavant er. Og þess erum vér fullvissir, að ef þingmenn vorir vildu sjálfir kynna sér málavöxtu, án þess að láta alkunnan fagurgala, einkum eins ráðherrans, svona bak við tjöldin, villa sér sýn — þ. e. ein- ungis nota eigin augu, en ekki sjá alt með augum síns ráðherra — þá mundi fljótt renna upp fyr- ir þeim það ljós, að hafi þeim ekki þegar í upp&fi missýnst, er þeir skipuðu stjórnina svo sem nú er hún, þá hafi þó reynslan orð- ið alt önnur en þeir bjuggust við — og avo slæm, að eigi sé við- unandi stundu lengur. Eine og vér drápum á hér aö framan, var stjórninni beinlínis nuddað til að skipa sérstaka stjórn fyrir landsverzlunina. Það voru andófs-blöðin, sem með stöðugri gagnrýni sinni þvinguðu þetta fram að lokum. Og ekki gerðist þáð þó, fyr en sykurhneykslið var búið að flrra þá ráðherra, sem þá stjórnuðu, öllum heillum landshornanna milli. En það, að andófs-blöðin þving- uðu fram sérstaka stjórn fyrir landsverzlunina, var vegna þess, að þau sáu, að sú þríhöfðaða var allsendis óhæf til að fara raeð ó- friðarmálin, en þau falla flestöll einmitt undir forstjórn landsverzl- unarinnar. Og — svo óhæfilega er nú þessi — væntanlega fyr og síðar dæma- lausa — þríhöfðaða landsstjórn vor skipuð, að til þess, að ekki verði hreinn voði á ferðum dugir ekki minna en þrír forstjórar fyrir landsverzluninni. Isafold er það fjarri skapi að fárast út úr því, að hinu opinbera sé séð fyrir nægilega mörgum starfsmönnum, og sér ekki eftir fé til þeirra. En í þessu efni fullyrðum vér, að það, að þessár báðar stjórnir, landsins — og landsverzlunarinnar þurftu að vera þrihöfðaðar, er eingöngu því að kenna, að hin fyrnefnda — landsstjórnin — er óhœf. Væri landsstjórnin skipuð hœf- um mönnum, mætti vafalaust komast af með einn landsverzl- unarforstjóra og eins og sakir standa nú — með þeim þrem landsverzlunarforstjórum, sem nú eru — munu margir líta svo á, að það væri betra, að forsætis- ráðherrann einn hefði völdin uppi í stjórnarráði, þótt vitanlega megi að honum finna, heldur en að hafa naínana 2 með honum og þó einkum Sigurð hinn »verri« o: fjármálaráðherrann. Því að svo er nú komið, að þótt mjög hafi Sigurður »skárri« (frá Yzta- felli) verið gagnrýndur frá upp- hafi, og það með réttu, eru menn nú farnir að finna til þess, að hann hefir þó vit og þekking á sumum málum, en hann bagar mest aldur og eðlileg þreyta, og of mikil leiðitamni við ófyrir- leitna baktjalda-klíku. Orð vor hér að framan má þó ekki skilja svo, að það sé ósk ísafoldar, að landsstjórnin væri öll falin núver. forsætisráðherra einum, enda þótt góða menn hafi fyrir landsverzluninni. Því fer fjarri. En þessarra hugsana góðra manna var getið til þess að undir- strika hvað vantraustið á Sigurð- unum er orðið megnt og rótgróið. ísafold heldur fast við það, sem hún upphaflega lagði til þessarra mála í fyrra vetur og vór, að með hæfri þriggja manna lands- stjórn mundi hentugast að skilja ófriðarmálin frá sjálfu stjórnar- ráðinu, eins og gert hefir verið, og leggja þau undir hæfan sér- stakan forstjóra eða skrifstofu- stjóra, en landsstjórnin þó bera ábyrgðina. Því lítum vér svo á, að það sé nú hin fyrsta, um leið og það er fylsta skylda þessa aukaþings að losa land og þjóð við vandræða- stjórnina núverandi og stofna til sæmilegrar stjórnar, sem valin er með hœflleika fyrir augum, en ekki hinar og þessar flokka- eða persónu - hagsmuna - kenjar, sem mega sízt á þessum tím'um fá. að stinga upp höfðinu hvað þá held- ur meira. Ef þingmenn vilja horfa beint framan í sannleikann — þá er hann þessi: Sœmd þingsins og heill þjóðar- innar ligqur við þvi, að vér eign- umst hœfari landsstjóm! Athugasemd við riidóm. í ritdómi sínum um ljóð Schillers i siðasta tbl. ísafoldar getur Sig. Sigurðsson skáld þess, að þýðingar Stgr. Thorsteinssons úi og grúi af leirburði og hortittum og þykir hon- um bersýnilega fara miður á þvi, að Stgr. Th. sé álitinn góður þýð- andi i bundnu máli. Eg vil því geta þess, að eg hefi borið nllar þýðingarnar i kveri þessu saman við frumkvaeðin ög niðurstaða mín varð sú, að Steingriu s-þýðingarnar séu einna beztar og miklu betri en sum- ar ljóðaþýðingar skálda þeirra, er fremstir standa á skáldaþingi voru. Hitt er annað mál, að finna má að þýðingum Stgr. Th. eins og annarra skálda, en rangt er að gefa i skyn, að Stgr. Th. hafi ofmetnast svo af lofinu, að hann misti alla dómgreind og gallarnir á þýðingum hans séu þessum ofmetnaði að kenna. Aopars gleður mig, að Sigurður skáld hefir tekið eftir nýungum Gests i stuðlasetningu (Gestslögmáli, er eg nefndi svo i Gestshugleiðingum minum i fyrra), en eg vil bæta þvi við, að eg vona að lögmál þetta af- vegaleiði hvorki hann né aðra, svo að þeir villist inn í ógöngur stuðla- leysis; Gestslögmál þetta er aðeins nýtt afbrigði i stuðlasetningu, meira trjálsræði við notkun stuðla, en alls ekki tilraun til að afnema íslenzka stuðlasetningu, enda væri þá ver farið. A. J. Reikningsskilin enn. Lokaorð til „Tímans“. Þó að Guðbrandur prentari Magnús- son, sá er um eitt skeið var ritstjóri »Timans« (sem kallað er »saurblað« í Norðurlandi), sé ekki slík persóna, að menn geti átt lengi orðastað við hann, verður þó að víkja nokkrum orðum að siðustu skrifum hans um landsreikningana í áminstu blaði, eða því, er þau gefa tilefni til. Hann, og þeir »Timans« menn, skrifa þannig eins og öll pjóðin standi á öndinni eftir að heyra, hvað blað þeirra segir um hitt eða þetta! Og berum orðum segja þeir það beinlinis. Þó að þeim ekki síð- ur en öðrum sé einkar ljóst, hvilík hiægileg fjarstæða þetta er, þá fara þeir þessu fram sýnlega í þeirri von, að eftir þeim verði tekið og ein- hverir fávitar leiðist til að hugsa, að blaðsnepill þessi, sem er harla lítið útbreiddur, sé eitthvert »stór- veldi« orðið i þjóðlífi voru. Það er lika svo, eða þótt þó heldur. Á kostnað »samvinnufélaganna« — sem að sögn halda málgagninu úti og bera því í raun réttri aðalábyrgð- ina á því — er þvi dreift nokkuð út um sveitirnar, og því þröngvað upp á menn hér og þar, en vitan- lega er ekki um það að tala, að það sé keypt. Það er nú orðinn almanna rómur, að aldrei hafi hér á landi verið gefið út svívirðilegra mágagn, aldrei hafi neitt blað beitt eins lúa- legum árásum o; ofsóknum á menn og málefni, ai.' . biekkingum □□□□□□□□□□□□□ □ Arni Eíríksson Heildsala. Tals. 265 og 554. Pósth. 277. Smásala. Vetnaðarvörur, Prjónavörur mjög fjölbreyttar. ■0X3 Saumavélar með frihjóii og 5 ára verksmiðjuábyrgð. Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. þvotta- 02 hreinlætisvörur, beztar og ódýrastar. g^T~ Tækifærisgjafir. □ □ □□□ □;□ □□ □□!□!□□ □ □ □□□ □ □ □!□ □ □ og ósannindum verið vupað svo blygðunarlaust út, til þess að æru- h eiða saklausa menn og sverti störf þeirra, aldrei hafi mentunarleysis- gorgeirinn vaðið eins uppi og i þvi blaði, sem klika uppskafmnga stend- ur að og landsmála-óþokkar skrifa mest i. Það er nú öllum orðið ljóst, að fyrir þeasum mönuum vakir ekkert annað en að pota sér áfram og nota til þess sumpart þá aðferð, sem hér á undan er lýst, sumpart daður við »stefnur«, sem þeir halda :.ð eitthvert fylgi hafi í landinu eða megi afla slíks. A verkum og orðstir annara ætla þeir sér að fljóta — annaðhvort með góðu eða illu —, sannnefnd snikjudýr á þjóðlikaman- um, eins og þeir hafa þegar orðið það sumir hjá þeirri stjórn, er þeir hafa stutt nú um hrið undanfarið. Ef þessir menn, er fyrir skrifum »Timans« standa, yrðu teknir fram hver fyrir sig — mundi þetta þá ekki vera upplýsanlegt um þá ein- hverja eða flesta? Menn athugi. Það er heJdur ekki ófyrirsynju, að meginmál blaðsins er einatt ekkert annað en látlaust hól um þá sjálfa, sem »kliktmni« tilheyra,' þar sem þess er m. a. ekki svifist að spinna algerlega upp, sannanlega, að peir hafi komið hinu og þessu i fram- kvæmd og gerst forkólfar að ýmsu, sem þeir hafa lítinn eða engau þátt átt að. — — Tugguna um landsreikningana og reikningsskilin (er þeir og hafa kallað »óreiðuna í fjármálum landsins*) hafa þeir nú þvælt um langt skeið. Og þeir tönlast á henni áfram, enda þótt alt hjal þeirra hafi verið rekið ofaní pd margfalt, svo eftirminni- lega, að fá erú dæmi til annars eins. Til þess að tyggja þvæluna hefirnú upp á síðkastið verið fenginn sá fá- kænasti þeirra, að þekkingu og fram- komu, Guðbrandur Magnússon prent- ari, sem, áð því er raun ber vitni, eigi þótti til þess hæfur að hafa rit- stjórnarstarfann á hendi. Og honum verður eðlilega engan veginn flökurt af jórtrinu, sem engan heldur furð- ar, því að kendina til þess skortir hann augsýnilega. Hann skrifar skilvíslega upp sama bullið aftur og aftur — þótt margsýnt hafi verið fram á, að það er ekkert annað en bull —, og hann færir sig dyggi- lega upp á skaftið með getsakir í garð þeirra, sem þessir menn hafa nú komið sér saman um að rægja, enda þótt þeim að sjálfsögðu sé það vel kunnugt, að hinar illgirnislegu að- dróttanir þeirra eru iláberar stað- leysur. Og svo langt er i frá, sem get- ur verið, að þetta sé nokkurt svar við greinargerð þeirri, sem fram hefir komið í málinu frá annari hálfu. Þar standa »Tímans«-menn i gabastokknum og munu standa, hversu oft sem þeir »endurtaka sig«, því að ekki hafa þeir nema I I I I 50 stk. misl. Kren.regi(kápur seljast með 15% afslætti. Svartar Kven-regnkápur nýkomnar. Einnig Morgunkjolatau. Tvíbr. Svuritsitvistur. Fallegt svart Klæði i peysuföt. Ullartreflar, ' Ullappeysur, Ullarsokkar. Egill Jacobsen. einn veg út úr ófærunni, sem sé þann, að Jjáta á sig skömmina, kannast við, að þeir hafi farið með fleipur og rakalausan óhróður. Með þessum skrifum sínum um »reikningsskilic« hefir Guðbrandur þessi, sem kvað fá kaup fyrir það úr landssjóði, að ganga til handa »Tímans«-klikunni og alvinnumála- ráðherranum, sannað skýrum stöf- um, að hann er annaðhvort' hálfu heimskari i því, er hann talar um, en hann hafði þó áður auglýst, eða að hann er að verða i' landsmála- afskiftum sínum hreinn og ómengað- ur þorpari. Mega kunnugir dæma um, hvort muni vera. Til þess að ganga úr skugga um, að hér er ekki talað út i bláinn, skal þeim, er kynt hafa sér hinar óræku skýringar mínar á málavöxt- um, sem birzt hafa hér í blaðinu, bent á að lesa grein Guðbr. í 12. tölubl. »Tímans« þ. á. (21. marz síðastl.), þar sem hann dirfist enn á ný að bera æruleysissakir, jafnvel þjófnað, á fyrverandi stjórn og fylgis- menn hennar, og gerist þannig ótví- rætt sekur við hegningarlög lands- ins, þótt ritstjóri »Tímans« hafi fyr- ir skemstu verið að afsaka sig af þvi að hafa farið með slíkan áburð! í þessu máli hefir, svo sem kunn- ugt er, verið sýnt fram á (sbr. ísa- fold, 2. tölubl. þ. á.):

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.