Ísafold - 07.10.1925, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.10.1925, Blaðsíða 2
2 í S A F 0 L D Skóli Ríkarðs Jónssonar og þjóðleg list. „Reykjavik varnarlaus og opin fyrir hverjum vik- ingi, sem fyrstur kemur að landinu<(. Viðtal. Öðru hvoru er á J»að minst í blöðum hjer, að hefjast þurfi handa, til þess að efla og styrkja Jsjóðlegan og íslenskan stíl íhand- bragði manna, sem fást við alls- konar smíðar, húsagerð og hús- gagna o. þvíl. Lítið hefir verið aðhafst í þeim efnum — en orðin eru til alis fyrst, og ekkert sýnna en áhugi sje nú orðinn svo al- mennur í þessu efni, að eitthvað breytist hjer til batnaðar á næst- unmi. fram til þessa hefir almenn- ingur lítið metið hina fornu ís- lenaku stílmenningu, og horft á það með jafnaðargeði, að útlendir flangarar, sem rekast hingað, hafí á burt með sjer gamlar fjalir og lára áklæði og annað slíkt, «r geymir hinn innlenda stíl. Bn fyrir það hafa hinir útlensku haft ágirnd á þessum hlutum, að þeir hafa hjer sjeð sjereiníkenni hins hlemska hagleiks og stílsmekks, og kunnað að meta þau, þó inn- lemáir menn hafi fleygt forngrip- um þessum fyrir lítið fje og «ett oinskis nýtt búðaglingur á heimili «ín í staðinn. Fyrir framan kendnr smiða voira og hannyrðakvenna úir og grúir af allskonar erlendum og •inskisnýtum fyrirmyndum, en ágætisgripir frá menningarheim- ilum þjóðarinnar á liðnum tímum, liggja og rykfalla fyrir fárra aug Ríkarður Jónsson. um, uppi á hanabjálkalofti Lands bókasafnsins. Meðan svo er, stendur menn- ing höfuðstaðarins eins að vígi og Espólín svo fagurlega lýsti í árbókum sínum, er bær, „varnar- laus og opinn sejn mest má vera fyrir hverjum víkingi, sem fyrstur kemur að landinu, hversu van- máttugur sem er.“Almenningur er teygður á eyrunum eftir fáfengi- legum tískukenjnm, hverjum «em koma, og hver»u vanmáttugir *em þeir eru til þjóðþrifa. 1 tvo undanfarna vetur hefir Ríkarður Jónsson haft teikniskóla hjer í bænum. Hann hefir leitast við að hafa sem mest af þjóðleg- um og íslenskum fyrirmyndum. Um 60 lærisveina hefir hann haft í alt á ári. Síðasta þing veitti honum styrk til þessa skólahalds. En tilgangur hans er framar öllu öðru að efla og glæða smekk manna og þekkingu á íslensku handbragði og íslenskum stíl. ísafold hefir hitt Ríkarð að máli, og spurt hann um fyrirætl- anir og starfsemi hans. Aðalmarkmið mitt, segir Rík- aður, er að reyna að endurlífga hinn þjóðlega stíl, og þó sjerstak- lega í allskonar skrautgerð. Hefi jeg svo að segja frá blautu barns- beini leitast við að afla mjer sem bestrar þekkingar á því sviði. Pyrstu undirstöðuna í því efni fjekk jeg hjá hinum ágæta læri- meistara mínum, Stefáni Eiríks- syni. Hefi jeg um langt skeið æft mig við að gera fyrirmyndir í | úlenskum stíl, bœði fyrir sjálfan mig og aðra. j En skoðun mín er sú, að eia- stöku lærðir myndlistarmenn geti litlu áorkað í þessu efni, ef eigi 1 er sflcóli til þess að styðja að út- I breiðslunni og endurlífga hinn ís- lcnska stíl meðal þjóðarinnar. — Unga fólkið þarf að fá tilsögn í svona skólum. „Hvað ungur nem- ur gamall tsmur'1. Á það ekki síst við þá, sem við smíðar fást og stusda ýmsan hagleik. Nú kunna margir ekki annað en «ft- íröpun eftir útlendum fyrirmynd- um. j Hvert er áíit manna á hinum íeleneka stíl T Til eru þeir men», sem halda Rúmfjöl, geymd í Norræna safninu í Stokkhólmi. í safni því muni og er rúmfjðl sú, er myndin er af, cin af mörgum, sem þar hreinn,- fljettingar og teinungar, Bkrautlegir. er sjerstök deild fyrir íslenkka eru. Útskurður hennar er stíl- að íslenskur stíll sje ekki til. En sá sem þekkir nokkuð til stíla- tegunda, þarf ekki annað en að sjá lítilfjörlegan smíðisgrip, til að geta greint hvort stílsmátinn er íslenskur eða ekki, enda eru út- lendingar sólgnir í muni, sem gerðir eru í íslenskum stíl og ein- mitt fyrir það, að þeir eru sjer- stakir og einkennilegir í þeirra augum. En þessi þjóðarment á fyrst og fremst að vera til fyrir þjóðina sjálfa og á að koma fram í sem flestum myndum á heimilunum. Ekki einungis í skrautmunum, heldur einnig í öllum húsbúnaði, húsgögnum, útsaum, vefnaði, borð | búnaði o. fl. o. fl. j Þá á íslenskur byggingarstíll \ vonandi fyrir höndum að rísa upp. Því þurfa allsíkonar smiðir j og hannyrðakonur að læra sinn íslenska stílsmáta, og ætti þá hin þjóðlega menning í þeim grein- um smátt og smátt að breiðast út á meðal fólksins. Að mínu áliti er íslenskur skurðlistarstíll eins auðkennilegur frá öðrum stíla- tegundum, eins og íslenskar fer- skeyttlur frá öðrum skáldskap. En vitanlega þekkir sá ekki sjerein- j kenni íslenskrar fersíkeytlu, sem ekki þekkir annan skáldskap. Jeg j álít að þetta sje eitt af því, sem ! þarf bráða lækningu hjer á landi, ! því að íslensku heimilin, bæði til sjávar og sveita sýna það átak- ! anlega, að þjóðin yfirleitt er bú- i in að glata sinni gömlu menningu í þessa átt, en lifir á erlendri sníkjumenningu, sem ber rauna- legan v®tt um það stig, sem þjóð- in stendur á í þessu efni. — Jeg vil að endingu benda á það, segir Ríkarður, að ekkert ís- lenskt listaverk mun hafa öðlast aðra eins frægða erlendis, eins og útskorna kirkjuhurðin frá Yal- þjófsstað, sem nú er geymd í „Oldnordisk Museum" í Höfn. — Fáar munu þær bækur vera, sem fjalla nokkuð ítarlega um forn- norræna list, að hennar sje ekki getið í máli og myndum. Afurðasalan. Eftir Garðar Gíslason. (Versl.tíð. 5—6 ’25) Nl. Þegar fáanlegur er í landinu ó- dýi' rafmagnskraftur *til iðnaðar, efast jeg ekki um, að heppilegt muni vera að vinna ullina að ein- hverju leyti til útflutnings, t. d. kemba hana og spinna, og jafn- vel tæta úr henni einhverjar vör- m. Gærur. Eins og auðvitað er, fer verð gæranna mikið eftir ullarverðinu, þó ekki standi það í beinu sam- handi, því skinnið getur verið verðmætt, þótt ullin sje ódýr. Yegna verðfallsins á ullinni má húast við, að gæruverðið verði lægra í haust en í fyrra, enda var verðið þá óvenjulega og máske ócðlilega hátt. Áríðandi er, að gærurnar sjeu vel flegnar, hvorki skornar nje rifnar og fitukliprar, sem kunna að vera í gærunni, sjeu vandlega teknir með bitlausum hníf, svo holdrosan skaddist ekbi. Áður en gærurnar eru saltaðar, >arf að hrista vandlega úr þeim sand og mold, þvo blóðhálsa og þurka vel ullina, en varast að láta þær liggja volgar saman í bing. Þegar þær eru orðnar vel kaldar og ullin þur, er best að salta þær í stafla þannig, að holdrosan snúi saman, og varast skal að salt fari í ullina. Eftir nokkra daga þarf að umsalta þær og athuga, að eng- in velgja sje í ullinni og að hvergi liggi ósöltuð skinn saman. Ef þannig er vandvirknislega frá gærunum gengið, geymast þær vel og má gjarnan vöndla margar saman, (20—25 gærur), í striga- umhúðir til innanlands sölu eða útflutnings, án þess að mikið salt lrði við þær. Komast þær þá í hendur kaupenda í góðu ásigkomu lagi, en hvorki haugblautar eða forugar, eins og oft hefir viljað verða. Gærurotun og sútun hjer innan- lands, sem töluvert hefir verið stunduð síðustu árin, miðar að því. að auka verðmæti þessarar vöru og veita atvinnu. Er vonandi að sá vísir til iðnaðar eflist og ekki líði á löngu áður en allar gærur verði rotaðar eða sútaðar i landinu. Það hefir mikla þýðingu fyrir verðmæti bjóranna, að fjeð sje vel varið öllum óþrifum og særist ekki á neinn hátt (t. d. af gadda- vír, hundsbiti, við rúning eða á annan hátt). Ef skepnan hefir einhverntíma særst, kemur fram ör á bjórnum og fellir hann í verði sem iðnaðarvöru. Bjórar af kláða- skepnum eru verðlitlir. Einn galli kemur fram á mörgum hjórum við gulsútun, sem fellir þá tölu- vert í verði, — það eru smágöt, („phinhole") á háraminum (mest um, herðakambinn og aftur eftir hryggnum), sem líta út eftir sút- unina eins og smá dröfnur. Vart verður þessarar sköddunar á hár- ami sauðskinna frá ýmsum lönd- um og hafa sútunarverksmiðjur þær, sem jeg hefi átt tal við, eigi getað gefið mjer upplýsingar um, hvað þessu valdi. Það væri nokk- urs vert, ef hægt væri að finna orsakir þessa galla og koma í veg fyrir hann. Hross. Um langt skeið hefir aðalmark- aðurinn fyrir útflutta hesta verið á Englandi. Hafa þeir verið not- aðir í kolanámunum við að flytja til kolin. Þegar kolaverðið er hátt og framleiðslan í góðu gengi, er sókst eftir hestunum og þeir þá borgaðir viðunandi verði. Þegar aftur á móti dregur úr kolaversl- u.ninni og margar námur hætta um stundarsakir eða minka fram- leiðsluna, eins og nú á sjer stað, tekur að kalla fyrir þann markað. Á seinni tímum hefir einnig farið í vöxt notkun á rafmagnskrafti j og sjálfhreyfivögnum í stað liesta og virðist helst vera stefnt að þvr ‘að útrýma þeim úr námunum. Ný- lega var efnt til sýningar í Ehg- landi á sjálfhreyfitækjum, sem! nothæf væru í stað hesta í kola- J námurnar, og heitið háum verð- launum þeim, sem best tæki byði. Má búast við því, á þessum upp-. fyndinga tímum, að framleidd. verði flutningstæki í námurnar,j sem keppi við hestana, svo að full þörf sje að leita annað eftir mark- aði fyrir þá. Til kolanámanna hefir sjerstak- lega verið falast eftir smáum þrek' vöxnum brokkhestum, en í Dan- j ruörku, þar sem einnig hafa verið j seld töluvert mörg hross til notk- unar á bændabýlum, líka þau best sem stærst. Vafalaust væri hægt að selja hrossin víðar, ef hægt væri að bæta kynið og stækka þau. Kaupendurnir telja það mikinn kost, að hrossin sjeu með beinum, j stuttum hrygg, sjeu framhá með gildan makka og sterklegar gild- ar fætur. Brokkhestar seljast vana j lega betur en vekringar, og besti sölualdurinn er 4 til 5 vetra. Síraakapptöfl milli Nerömanna og ísiendinga. (Tilkynning frá stjórn Taflfje- lags Reykjavíltur.) Rvík 25. sept. ’25. PB. Samkvæmt tilmælum frá Skák- sambandi Noregs, ætlar Taflfje- lag Reykjavíkur bráðlega að tefla fyrir hönd Islendinga ritsímakapp 1 töfl við Norðmenn. Tefld verða 2 töfl samtímis, og verða sex lrepp- endur af hálfu hvors lands. Þeg- ar töflin byrja, verða leikirnir birtir jafnóðum. Tilhögun kappskákanna. fsafold hefir leitað upplýsinga , hjá Einari Arnórssyni prófessor | um tilhögun kappskákanna. Er ; hann kosinn taflstjóri. En til þess að tefla liefir Taflfjelagið kosið i þessa sex menn: Eggert Gilfer, Brynjólf Stefánsson, Sigurð Jóns- son, Erlend Gnðmundsson, Guð- J mund Bergsson og Pjetur Zophon- .íasson. Verða þrír menn um hvora j skák. 1 Leikunum verður þannig hagað, | að þeir sem tefla, koma sjer sam- an nm einn leik annanhvorn dag. Annanhvorn dag fer skeyti hjeð- an um leik í báðum töflunum, en næsta dag Ikemur svarskeyti um leik Norðmanna í þeim báðum. — (Tímamark er um það, hvenær se nda megi skeytin seinast. Ef þau eru eigi afgreidd innan þess j tíma, er skákin töpuð þeim sem I forsómaði sendinguna. Verðlaunabikar fá þeir sem j vinna. Blöð í Bergen og hjer gefa hann. Venjulega eru ekki færri en | 30—40 leikir í hverri skák. Geta , vitanlega hæglega orðið mikið ^fleiri. Kappskákum þessum verð- ur því sennilega ekki lokið á minna en tveim mánuðum. Byrj- i að verður í næstu viku. j Ef jafntefli verður í báðum eða j sínir vinna hvora skák sitt hvoru ! megin hafs, verður efnt til annara j uns annað f jelagið, Taflfjelag . Reykjavíkur eða norska fjelagið tapar báðum. Öll markaðshross ættu að vera dálítið tamin, helst stilt fyrir vagni, en að minsta kosti taum- vön. Rjúpur. Það er tilgangslaust að tjrepa hlessaða rjúpuna, ef ekki er þann ig með hana farið, að hún sje mannamatur og verslunarvara. Ef hún kemst hrein og fersk á mark- aðinn, er hún allseljanleg, en því miður hangir hún venjulega blaut og blóðug, úldin eða skorpin í matsölubúðunum erlendis, og er þá í litlu áliti. Eins og kunnugt er, var víða hafin herför síðastliðinn vetur gegn þessum góða og gæfa fugli, og tugir eða jafnvel hundruð þús- unda . af honum send á erlenda markaði. Lítill hluti rjúpnanna mun hafa selst fyrir gott verð, en meiri parturinn fyrir hálfvirði eða algerlega eyðilagst, eftir a5 margskonar kostnaður var áfall- inn. Slíkt má ekki oftar koma fyrir. Er því að eins um tvent að ræða: að banna algerlega út- flutning á rjúpum, eða að fara þannig með þær, að þær sjeu selj- anlegar á erlendum mörkuðum. Það þarf að koma í veg fyrir það, áð rjúpurnar hlóðgist, blotni eða óhreinkist. Meðan þær bíða

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.