Ísafold - 07.10.1925, Blaðsíða 4

Ísafold - 07.10.1925, Blaðsíða 4
4 Frá Siglufirði. (Eftir símtali 19. sept.) Gó3 síldarveiði í reknet. Hjer hefir verið allgóð rekneta- veiði undanfarið. Hafa skip fengið -um o.g yfir 100 tunnur síðustu -daga, og seinast í gær. Þessi afli hefir fengist í 40 net. Nokkur skip stunda enn reknetaveiðar, og er öll sú síld, sem þau afla krydd- uð. Er verðið kringum 20 krónur tunnan. Engin eftirspurn kvað nú vera um'síld. Liggur hjer afar- mikið óselt af henni. Frá ísafirði. ísafirði 17. sept. ’25. FB. Ný smjörlíkisgerð. Ný smjÖrlíkisgerð, h.f. Smjörlík- isgerð ísafjarðar er tekin til starfa. Framkvæmdarstjóri Elías d. Pálsson kaupm. „ ísafirði 28./9. ’25. FB. Maður verður bráðkvaddur. Peter Petersen verslunarstjóri Braunsverslunar, varð bráðkvadd- ur í gærkvöldi. Leikstarfsemi. Óskar Borg hefir verið að æfa hjer smáleik, ^Æfintýri á göngu- för“, með f Leikfjelaginu. Ljek sjálfur aðalpersónuna, og þótti leikurinn takast betur en nokkru sinni áður hjer. „Yesturland.“ Frá Seyðisfirði. Seyðisf. 22. sept. ’25. FB. Bátur ferst með 5 mönnum. Vjelbátur, er var á siglingu inn Berufjörð á laugardag, sökk svip- lega. Var að koma úr skeljafjöru í Hamarsfirði. Menn horfðu á slysið úr landi. Þessir menn voru á bátnum: Þórður Bergsveinsson, Pjetur Stefánsson, Haraldur Auð- unsson og tveir eldri synir Gísla í Krossgerði, Ingólfur og Sigurður Maður bíður bana af eitri. Hjer ljest á mánudagsnótt Ket- ill Bjarnason trjesmiður. Drakk hann ca. 50 grömm af ópíum í misgripum á mánudagskvöld . Frá Rorg-arnesi. Símtal 27. sept. Mannslát. Þorbjörn Gíslason, faðir Gísla Þorbjarnarsonar, aldraður maður 83 ára, andaðist á föstudaginn. — Hann varð fyrir því slysi á sunnu- daginn var, að bifreið rakst a hann á götu í Borgarnesi. Datt hann og brotnaði í honum rif tvö. En hann v'ar orðinn svo hrumur að hann þoldi ekki það áfall, fjekk lungnabólgu er dróg hann tií bana. Sláturtíðin. Markaðsverð dilka á fæti er í Borgarfirðinum um 30 kr. Frá Vestfjörðum. Símtal. Maður fær slag. Fyrir stuttu fjekk Kjartan Rós- enkransson kaupm. á Flateyri slag og var um skeið mjög þungt hald- inn. En nú er hann á batavegi. Gott árferði. Yfirleitt eru menn hjer á Vest- fjörðum ánægðir með afkomu Jþeasa árs, bæði til lands og sjáv- ar. Heyskapur varð mikill og góð- ur, og sjávaraíli hefir orðið ó- Arenjulega mikill. Símtal við ísafjörð 12. sept. Leiðarþingin. í .báðum sýslum hjer er verið að halda leiðarþing nú. Er Jón Auðunn inni í Djúpi, en hefir áður haldið leiðarþing í Bolungarvík og Hnífsdal. í Hnífsdal mun helst hafa bólað á öðrum stjórnmála- skoðunum, en þeim, sem þingmað- urinn hefir, og hefði því mátt bú- ast við, að þar yrði um andstöðu að ræða. En svo varð ekki. Þing- maðurinn talaði í 3 klukkutíma og skýrði frá helstu málum þings- ins, og bauð síðan orðið kjósend- um sínum. En engin tók til máls, ekki svo mikið að menn bæru upp eina fyrirspurn hvað þá mótmæltu framkomu þingmannsins. Má því líta svo á, að Hnífsdælingum hafi þótt frammistaða þingmanns síns góð. — Reglugerð sjúkrahússins. Hjer hefir staðið allmikill gnýr um Reglugerð fyrir hið nýja sjúkrahús hjer. Var hörðust bar- átta í bæjarstjórninni um hana. — Lauk þeirri baráttu svo, að Iieglugerðin var samþykt og send stjórnarráðinu til staðfestingar.En með henni var sent mótmælaskjal undirskrifað af á þriðja hundrað borgara bæjarins, þess efnis, að Reglugerðin yrði ekki löggilt. Það sem á milli ber, er það á- kvæði í Reglugerðinni, að enginn læknir megi stunda sjúklinga þar nema hjeraðslæknir, eða með öðr-> um orðum, að öllum öðrum lækn- um en hjeraðslækni er bannað að láta sjúklinga á spítalann til þess að stunda þá þar.Þykir mönnum kenna einskonar einokunar í þessu og vilja ekki gangast undir það, og vænta þess fastlega að stjórn- arráðið löggildi ekki Reglugerð- ina eins og hún er. Minni hluti bæjarstjórnarinnar hjer skrifaði og stjórnarráðinu með Reglugerð- inn og skýrði frá skoðun sinni á málinu og ástæðum fyrir henni. FRÁ YESTUR- ÍSLENDIN GUM. I S A F O L D rzmr nam Gunnlaugur nokkur Pjeturs- son land fyrir 50 árum. Segir blaðið „Minnesota Mascot“, að hann hafi komið þangað snemma sumars 1875, ásamt fjölskyldu sinni, en var áður í Dane-hjeraði í Wiscounsin. FB. í sept. ’25 Tónsmíðar Vestur-fslendinga. Nýlega er komið út sönglaga- safn eftir Þórarinn kaupmann Jónsson í Seattle, Washington- ríki. Heitir það „Vestrænir ómar“. Höfundurinn er bróðir Gísla Jónssonar prentsmiðjustjóra, Ein- ars Páls ritstjóra og þeirra sist- kyna. íþróhtir á íslendingadeginum í Winnipeg. Glímuverðlaun vann Jens Elías- son, en verðlaun fyrir fegurðar- glímu fekk Benedikt Ólafsson. Garðar Gíslason .vann íþróttabik- arinn en næstur varð R. Pjeturs- son, sem bikarinn vann í fyrra, en þriðji Óskar Þorgilsson frá Lundar. íslendingar í Minnesota, í Minnesota-ríki í Bandaríkjun- um ætluðu að halda hátíð í sum- ar, í minningu þess„ að þá voru 50 ári liðin frá því að fyrstu íslendingarnir komu til Minnesota ríkis. Átti að halda skemtisam- komu undir berum himni þ. 16. ágúst, senniega á stað sem nú er kallaður Riversede, en þar Útflutningur íslenskra afurða í september nemur 9 milj. 400 þús. lcr., eða líkri upphæð eins og iit- flutningur var í ágúst. Samtals á á.rinu er nú útflutt fyrir sem næst 50 miljónir króna. — Sundurliðuð skýrsla kemur í blaðinu næst. Magnús Guðmundsson atyinnu- málaráðherra verður meðal far- þega á „Lyra“ til útlanda í dag. Ætlar hann meðal annars að veiða við símasamninginn við „Stóra norræna“ ; einnig að leitast fyrir og semja um byggingu hins nýja strandgæsluskips, sem síð- asta þing ákvað að láta doyggja. Eimreiðin, júlí — september, er nýkomin út. Hún hefir inni að halda þetta efninú: Við þjóðveg- inn, eftir ritstjórann, Svein Sig- urðsson, Helstu tilgátur um upp- runa lífs á jörðu, eftir frú Björgu Þorláksdóttur, „Ferhendurnar lifa“, eftir Margeir Jónsson, Varúlfurinn í Vepjuhvammi, eftir Þórir Grímsson, Haust, staka eftir Ólínu Andrjesdóttur, Joseph Con- rad, með mynd, eftir A. McGillan, Kvæði, eftir Höllu Loftsdóttur, Nýjungar í stjörnufræði, eftir Samúel Eggertsson, Til Færeyja, kvæði eftir A. Ziska, þýtt af Frey- steini Gunnarssyni, Um mannlýs- ingar, eftir Guðmund bókavörð Finnbogason, Einvera, eftir J. J. Smára, Hvílupokar (með tveim myndum) eftir Á. Á., Uppsala- minning, eftir Albert Engström, F. G. þýddi, Ný atvinnugrein, eftir Sv. S., Vorstund, kvæði, eftir Sigurjón Friðjónsson, Bestu skáldsögurnar, Fegurstu staðirnir og Rit send lEimreiðinni. Eins og menn sjá af þessari upp- talningu, er Eimreiðin fjölbreytt nú. -t— Hlín, ársrit sambands norð- lenskra kvenna, er nýlega komið úí. Er ritið fjölbreytt af nytsöm- um og fræðandi greinum um ýms þau mál, er einkum varða kven- þjóðina. Loftskeytastöðvarnar á Græn- landi eru nú fullgerðar. Stöðin í Julianehaab náði sambandi ný- lega alla leið til Lyngby. European Year-Book nefnist al- þjóðleg handbók, sem kemur út í fyrsta sinni um næstu áramót en á síðan að koma út árlega. Bók þessari er ætlað að gefa heildar- yfirlit yfir norðurálfuna, þannig, að getið verður æðstu embættis- manna hverrar þjóðar, helstu rit- höfunda og listamanna. Sömuleiðis fremstu blaða stærri þjóðanna. í bókinni verður margökonar fróð- leikur um verslun, atvinnuvegi og fjármál hvers lands og álfunnar í heildinni. íslandi verður ætlað of- urlítið rúm í bókinni, en þó mun það aðallega verða nafnaskrá fremstu manna þjóðarinnar í þetta sinn, en í næstu útgáfu er gert ráð fyrir að taka miklu ná- kvæmari upplýsingar um okkur. Bókin kemur út á forlag Rout- ledges í London, og á að kosta 10 sh. 6 d . Fiskikaup. Vjer ernm kaupendur að fiski fullverkuðum, hálfverkuðum 00 app úr salti á ðllum útskipunarhöfnum í kringum landið. GJÖRIÐ OSS TILBOÐ. Útvegum með stuttum fyrirvara heila kolafarma með lægsts- verði hvert sem er á landincr. Bræðurnir Proppé Reykjavfk. Flugferðir milli Berlín og Tokíó. Símað er frá Tókíó, að næsta ár verði fastar flugferðir milli Berlín og Tokíó, urn Moskva og Peking. Mussolini bætir fjárhag ríkisins. Símað er frá Rómaborg, að tals- verður tekjuafgangur hafi orðið ■síðastliðið fjárhagsár. Flest blöð- in eru sammála um, að þakka þetta dugnaði Mussolinis. Svertingjar brendir. Símað er frá New York, að hvítir menn í ríkinu Missisippi hafi tekið negra tvo og brent á báli. Höfðu negrar þessir gerst djarftækir til hvítra kvenna. Norska stjórnin bannar lágmarks- verð á vörum. Símað er frá Osló, að stjórnin hafi bannað seljendum að setja ákveðið lágmarksverð á vörur. Er þetta tilraun til þess að lækka verðlag í samræmi við hæikkun krónunnar. Kafbátur rekst á skip og grandar því. Símað er frá New York, að stærsti kafbátur Bandaríkjanna hafi rekist á skip. Sökk skipið á svipstundu. Þrír björguðust, 35 köfnuðu þrátt fyrir björgunartil- raunir. Breskir jafnaðarmenn þvergirða fyrir samvinnu við kommúnista. Símað er frá London, að árs- fundur verkamannafloksins byrji bráðlega. Framkvæmdarnefndin hefir samið frumvarp, er lagt verð ui fyrir fundinn, og fer það í þá átt, að hverskonar samvinna við kommúnista hætti með öllu. Bolsar í Ungverjalandi uppvísir að undirbúningi hyltingar. Símað er frá Budapest, að lög- reglan hafi handsamað leynilegan ráðstjórnarmannaflekk rússnesk- an,- er hafi það markmið að ryðja ungversku stjórninni frá og koma á ráðstjórn eftir rússneskri fyrir- mynd. Allur undirbúningur var fullger og átti verkið að fram- kvæmast í október snemma. Tillaga um launalækkun. Símað er frá Osló, að Noregs- banki leggi til, að laun sjeu lækk- uð. — Alþjóðabandalagið. Fundur um afvopnunarmálin samþyktur. Símað er frá Genf, að alment samkomulag hafi náðst um að kalla saman afvopnunarmálafund, þegar tímabært þætti. Sístarfandi nefndir, er hafa til meðferðis allskonar velferðarmál þjóðanna, lögðu á fundinum fram yfirlit yfir starf sitt á síðasta ári. Var yfirlitsskýrsla nefndanna sam þykt. Khöfn 2. okt. ’25. FB. Samþykt að reka kommúnista úr verkamannaflokknum enska. Símað er frá London, að 1000 fulltrúar, er koma fram fyrir hönd 3,200,000 verkamanna haldi Flóra Islands 2. útgáfa, er komin út. Kostar í kápu kr. 12.50, shirt- ingsbandi kr. 15.00, í skinnbandi kr. 17.50—19.00. Bókin sendist hvert á land sem er gegn póst- kröfu. Fæst á afgr. Morgunbl., Austurstræti 5. Aðalútsölumaður er Steinarr St. Stefánsson, Aðal- stræti 12, Reykjavík. Pósthólf 922. fcindi í Liverpool. Mac Donald, Henderson, Clynes o.fl. báru fram frumvarp þess efnis, að reka 'kom- múnista úr flokknum. Frumvarpið var samþykt með miklum meiri hluta. Khöfn 29. sept. ’25. FB. Fjárhagseftirlit með Austurríki afnumið. Símað er frá Genf, að fjárhags- eftirlit með Austurríki hafi verið afnumið. Khöfn 30. sept. ’25. FB. Fiskiveiðar Norðmanna við Grænland. Símað er frá Osló, að forystu- skip 11 skipa, er voru að veiðum á Grænlandsmiðum, sje komið heim, og eru skipverjar óánægðir yfir árangrinum af ferðinni. Frem- ur lítil veiði og ýms óhöpp. — Fálkinn handsamaði til dæmis 4.- Frá París. Þar er kvenfólkið að hætta að reykja vindlinga. Nú þykir þeim fint að reykja úr pípu, það er að segja á pípunni þurfa helst að vera perlur og gimsteinar. Ford hjelt nýlega hátíðlegan þann at- burð, er 10 miljónasti vagninn var fullgerður í verksmiðju hans. Seinna gerðu eigendur Good year gúmmíverksmiðjanna sjer glaðan dag, er þeir voru búnir > að gera 75 miljónir af bílahringum. Stærsta loftfar fyrir farþegaflutninga, sem gert hefir verið, er nýlega fullgert til ferða frá Lundúnum til megin- landsins. í loftfarinu er borðsal- ur fyrir 50 manns. Farþegaher- b rgin eru hituð með rafmagni. Hárprúðasta kona heimsins heitir frú Pherson og á heima í New York. Hár hennar er 2i/2 metri að lengd og 10 pund a þyngd. Drengjakollurinn enn. Unglingsstúllra ein í Chieago fyrirfór sjer ekki alls fyrir löngu- Aðdragandinn var þessi: I vor ljet hún klippa hár sitt og ætlaði að hafa drengjakoll. En er hún kom heim eftir klippinguna, var hún ekki mönnum sinnandi. Hún gat ekkert tekið sjer fyrir hend- ur, hætti við atvinnu sína, og lagðist í rúmið í þunglyndi. Lífið var henni óbærilegt með snoðkoll- Hún sá enga lífsvon og læddist hún heimanað á næturþeli, batt steinum í fijt sín, fylti vasa sín* með grjóti, og drekti sjer.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.