Tíminn - 12.01.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.01.1980, Blaðsíða 6
6 Laugardagurinn 12. janúar 1980 r \ Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sföu- miila 15. Simi 86300. — Kvöldsfmar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I iausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr. 4.500 á mánuöi. Blaöaprent. V_________________________________________________J Frumskylda Alþíngis Tómas Árnason, ritari Framsóknrflokksins, skrifar áramótagrein i Austra, sem kom út 4. þ.m. 1 niðurlagi greinarinnar vikur hann að stjórnmála- horfunum um áramótin og farast orð á þessa leið: ,,Um þessar mundir er verðbólga 55-60%. Oliu- kreppan ein hefir valdið a.m.k. 10% verðbólgu, þannig að án hennar væri verðbólgan nú 45-50%. Þess ber að gæta, að engar ráðstafanir gegn verð- bólgu hafa verið gerðar siðan i haust og ástandið hefir þvi farið siversnandi seinustu mánuði. Sú staðreynd, að verðbólgan nálgast 60% er hrollvekj- andi og hlýtur að stofna þeim mikla árangri, sem uppbygging og framfarir seinustu ár hafa sýnt, i hinn mesta voða. íslendingar verða að gera sér grein fyrir, að svona getur ekki gengið án alvarlegra efnahags- áfalla. Lifskjör i landinu munu dragast aftur úr nágrönnum okkar og andleg og efnahagsleg upp- lausn fara vaxandi. Hér verður að brjóta i blað og takast á við vandann. En undanhaldið er vanda- samt, en til mikils að vinna að treysta i sessi góð og batnandi lifskjör i landinu. Á árinu hefir, þrátt fyrir verðbólguna, tekist að halda uppi fullri atvinnu. Sjávarafli hefir verið mik- ill og sjávarframleiðslan vaxið um 8% frá fyrra ári og nemur útflutningurinn rúmum 200 milljörðum kr., þar af um helmingur frá frystiiðnaðinum. Á hinn bóginn hefir árferði verið afleitt fyrir landbún- aðinn og valdið miklum erfiðleikum. Viðskiptajöfnuður við útlönd hefir verið i jafn- vægi og heildarþjóðarframleiðsla vaxið um 2,5%. Þessi árangur hefir náðst vegna þess, að tekist hefir að snúa hjólum atvinnulifsins og vinnufriður hefir haldist. En hve lengi verður hægt að halda framleiðslunni gangandi i 50-100% verðbólgu? Ég hefi ekki trú á, að það geti orðið lengi. Það er frumskylda Alþingis að sjá landinu fyrir rikisstjórn. Eins og ástatt er i landsmálum er þjóðarnauðsyn að mynda rikisstjórn, sem styðst við meirihluta á Alþingi. Rikisstjórn sem er fær um að takast á við hrikalegan vanda i atvinnu- og efna- hagsmálum. Það þarf enginn að halda, að háskan- um verði bægt frá i einni svipan. Til þess þarf þor, úthald og trú á réttan málstað. Þá verður að byggja á þeirri meginreglu þingræðis og lýðræðis, að æðsta úrskurðarvald i þjóðmálum sé hjá Alþingi og rikis- stjórn. Við skulum öll vona, að úr rætist og þjóðin fái réttláta og úrræðagóða rikisstjórn með nýju ári. Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur i sein- ustu kosningum, stærri sigur en almennt var spáð. Við seinustu áramót komst ég svo að orði i ára- mótagrein. ,,En Framsóknarflokkurinn mun endurheimta styrk sinn ef honum auðnast að vinna áfram að framgangi góðra málefna.” Framsóknarflokkurinn vann sigur og endur- heimti styrk sinn vegna verka sinna og stefnumála. Það mun áfram verða leiðarljós flokksins að vinna á grundvelli málefna og stefnu sinnar. Þá mun hon- um og þjóðinni vel farnast.” Þ.Þ. MBgga*.mB8aaBa»ca Erlent yfirlit Rússar bjuggust ekki við refsiaðgerðum Sovéskur fréttamaður lýsir viðhorfi þeirra ÞAÐ kemur fram i grein rúss- nesks fréttamanns, sem Timan- um hefur borist i islenzkri þýö- ingu frá APN, aö stjórnendur Sovétrikjanna hafa ekki búizt viö eins haröri andúö og mót- spyrnu vegna hernaöarlegrar ihlutunar rússneska hersins i Afghanistan og raun hefur oröiö á. Einkum hafa þó viöbrögö Bandarikjastjórnar oröiö haröari en valdhafar Rússa hafa gert ráö fyrir. I grein fréttamannsins, Gennadi Gerasimov, mun þaö koma allvel fram, hvernig vald- hafar Sovétrikjanna hyggjast snúast viö þeim refsiaögeröum og mótmælum, sem þeir veröa fyrir vegna hernaöaraðgeröa þeirra I Afghanistan. Greinin fer hér á eftir: „í AUSTRI OG VESTRI eru uppi andstæður skoöanir á nú- verandi atburöum i Afghan- istan. Bandarfkin eru aö sinu leyti andvig afghönsku bylting- unni, þau styöja afghönsk and- byltingaröfl, þau aðstoðuöu þau fyrst leynilega en nú opinber- lega. Þaö er þvi ekki furöa þó aðstoö Sovétrikjanna við bylt- inguna, sem veitt var sam- kvæmt beiöni frá Afghanistan, hafi vakið óróa i höfuöborg Bandarikjanna. Carter forseti hefur beint þvi til öldungadeildarinnar aö fresta umræöum um Salt-2-samninginn um óákveð- inn tima, sem þýöir raunar að fresta þeim fram yfir forseta- kosningarnar, svo að samn- ingurinn megi verða bolti i hin- um pólitiska knattleik, sem leikinn er fyrir þjóðina fyrir hverjar kosningar, og Jimmy Carter óttast nú að tapa e.t.v. Eftir öllu að dæma er hann minna hræddur við mannorös- hnekki af að reynast óáreiðan- legur samningsaðili. i Þvi er það, að Júpiter er reiður. Hann reynir nú aö finna fleiri leiöir til „refsiaðgerða ”. Það er engin sjálfgefin reiði sem hrjáir hann, heldur reiði sem kemur sér vel til að dylja blygðunarlausar fyrirætlanir um aö spila á lægstu þjóöernis- tilfinningar kjósenda i forseta- kosningabaráttunni, tilfinn- ingar sem hafa verið hitaðar upp fyrir löngu meö aöstoö Hvita hússins. Washington viðhafði engar pólitiskar fordæmingar þegar Kina geröi innrás i Vietnam, bersýnilega er bókhaldið þar gert fyrir tvöfalt siðgæði. S ANNARLEGA, þaö er ástæða til að rifja upp nokkra undangengna atburöi i þessu sambandi. Nægir þar að benda á fjaðrafokið i kring um sovézkar „hersveitir á Kúbu”. Sovézkir hernaðarsérfræðingar haía verið þar um langan tima, og er það á allra vitorði. En áróðrinum ikring um þetta mál Gromyko og Brésnjef I hópi bandariskra þingmanna, sem heimsóttu Moskvu fyrir réttu ári. Margt hefur breytzt siðan. L_:____■/-i./.'gsaK.Tr-- -■ á til þess. Einu hagsmunirnir sem Bandarikin eygja I þessu fjarlægu landi, eru, að það sé hlekkur i þeim hring fjandsam- legra rikja Sovétrikjunum, sem Washington reynir aö koma á laggirnar. Þaö eru hins vegar bersýnilegir þjóðarhagsmunir Sovétrikjanna að grannrikið Afghanistan verði ekki notað sem stökkpallur fyrir árás á þau. Carter forseti segir að hann hafi fyrst nú endurskoðað af- stöðu sina til Sovétrikjanna. Staðreyndin er hins vegar sú, að atburðirnir i Afhanistan eru aðeins yfirskin fyrir þá stefnu sem Bandarfkin hafa þegar tekið upp gagnvart Sovétrikjun- um — hreinræktaða valdbeit- ingarstefnu i alþjóðamálum og grimulausan andsovétisma. Þessi stefna hefur legið ljóst fyrir i nokkurn tima. Dæmi um hana eru samþykktin um stað- setningu bandariskra kjarn- orkueldflauga i Vestur-Evrópu, sem er nýr áfangi i hernaöarað- gerðum Pentagon, og alhliða hervæðing Bandarikjanna, allt frá Karabiska hafinu til Ind- landshafs. Slökunin liggur hinum megin vatnaskilanna, og framkvæmdir Bandarikjafor- seta eru ekki i samræmi við ábyrgð Bandarikjanna, sem stórveldis, á framtið slökunar 1 og friðar i' heiminum”. Hér lýkur grein hins rúss- neska greinarhöfundar og er ljóst af henni, eins og áður segir, að Rússar hafa ekki búizt við eins hörðum mótmælum og refsiaðgerðum og raun hefur orðið á. Sennilega eiga þeir þó eftir að reyna betur, að sigurinn i Afghanistan mun veröa þeim dýrkeyptur á margan hátt, eins og spáð var i grein James Reston hér i blaðinu i gær. var þyrlaö upp til að koma í veg fyrir að öldungadeild Banda- rikjaþings staðfesti Salt-2-samninginn og til að spillasambúð Sovétrikjanna og Bandarikjanna. Sama ástæða liggur til grund- vallar viðbrögöum Bandarikj- anna við atburðunum i Afghanistan, og að tengja þá bandariskri túlkun á slökun og bandariskum staðhæfingum um „hegðun Sovétikjanna”. Ásamt meðhrokafullum áminningum i móðgandi tón veldur þetta breytingu á pólitisku sjónar- miði, sem siðar leiðir til rösk- unar á pólitisku jafnvægi, sem er i þágu þeirra sem vilja hverfa aftur til kalda striðsins. Þaö er áhugavert i þessu sambandi að vikja nokkuð að stjórnmálajafnvæginu og lang- timahagsmunum friðarins. A þeim timum sem Bandarikin ráku innrásarstyrjöld i Vietnam og geröu loftárásir á norður- hluta landsins.hélt Moskva uppi sam nings viðræðum við Washington. Sumir Bandari'kja- menn undruðust þetta og spurðu hvernig það væri hægt. Sovét- rikin fordæmdu styrjaldarað- gerðir Bandarikjanna harðlega og studdu Vietnam á alla lund Jafnframt féllust Sovétmenn á samningaviðræður við Banda- rikin I nafni slökunarinnar. Það er ljóst i dag, að þetta var rétt og framsýn stefna, sem allur heimurinn hefur grætt á. ÞAÐ ER sama frá hvaöa sjónarmiði atburðirnir i Afghanistan er skoðaöir, þeir hafa e kkert að gera með þjóðar- hagsmuni Bandarikjanna. Afghanistan er nógu langt i burtufrá þeim oliulindum, sem Bandarfkin hafa mestan áhuga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.