Fréttablaðið - 12.04.2007, Page 68

Fréttablaðið - 12.04.2007, Page 68
Listform síðustu aldar er ljós- myndin og hefur ekkert form per- sónulegrar túlkunar á umhverfi mannsins náð jafn sterkum tökum á höfundum og njótendum og ljós- myndin. Fyrirbærið teygði sig fljótt inn í sálir þjóðanna og naut snemma gríðarlegrar lýðhylli. Al- menningur tók þessa skráningar- tækni í sína þjónustu og múr milli hinna menntuðu listamanna aka- demíunnar og almúgans brotnaði. Hvert sem augum er litið talar ljósmyndin til okkar. Um lang- an aldur var litið á iðnaðarljós- myndun sem annars flokks form: tískuiðnaðurinn naut þess í skjóli mikillar afkomu að geta kallað til verka færustu ljósmyndara hvers tíma en lítið var látið með verk þeirra sem listrænt efni. Það er fyrst á síðustu áratugum liðinn- ar aldar að tískuljósmyndin fær verðugan sess sem sérstakt list- form þar sem saman koma svið- setning módelsins í rýminu, snið og áferð flíkurinnar og sköpunar- kraftur þess sem nemur andartak- ið í réttri lýsingu. Í dag kl. 17 verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, sýning á verkum franska ljósmyndarans Gilles Bensimon en hann hefur á ferli sínum fylgst með fram- vindu tískunnar á síðustu áratug- um og á sýningunni eru mynd- ir af mörgum glæsilegum konum sem hann hefur með störfum sínum sem ljósmyndari tekið þátt í að skapa. Þar í flokki eru tísku- sýningastúlkurnar Naomi Camp- bell, Linda Evangelista, Claudia Schiffer og Christy Turlington, en einnig margar þekktar persón- ur úr kvikmyndaheiminum, eins og Madonna, Gwyneth Paltrow, Sharon Stone, Uma Thurman og Naomi Watts. Módellistinn leiðir það í ljós í hvaða áliti Bensimon er: hann er kominn á efri ár en á að baki glæsilegan feril og mörg verka hans eru í dag eftirsótt sem listaverk, rétt eins og margra ann- arra ljósmyndara sem sinna fata- bransanum sér til lífsviðurværis beggja vegna Atlantshafsins. Bensimon hefur ferðast víða um heim til að finna ljósmyndum sínum umgjörð og hefur komið nokkrum sinnum hingað til Ís- lands með aðstoðarmenn sína og fyrirsætur. Hann hefur starfað sem rit- stjóri og aðalljósmyndari ELLE tískutímaritsins síðan 1999 en allt frá því að tímaritið kom fyrst út í Bandaríkjunum árið 1985 hefur Bensimon verið listrænn stjórn- andi þess. Eru áhrif hans á samtíð sína því víðtæk og liggja þræðir hans víða. Gilles Bensimon hefur hlotið mikið lof fyrir störf sín og þykja verk hans sameina afburða ljósmyndun, tísku og hönnun. Þá hefur hann líka haldið sýn- ingar og gefið myndir sínar út á bókum. Á sýningunni í Hafnar- borg eru ljósmyndir sem spanna 30 ára feril listamannsins. Frítt er í hafnfirsk söfn í boði Glitnis en þessi ljósmyndasýning er hluti af Frönsku vori á Íslandi. Tískumyndir í Hafnarfirði 9 10 11 12 13 14 15 NÁNARI UPPLÝSINGAR LAUGARD. 14. APRÍL 2007 APAR RDANSLEIKUR PAPAR STÓRDANSLEIKUR PAPA STÓRDANSLE HÚSIÐ OPNAR KL. 23.00 MIÐAVERÐ 1500 KR. ALDURSTAKMARK 20 ÁRA Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason Strandgata 50, Hafnarfirði. Miðasala í síma 555 2222 og á www.midi.is Frumsýning 16.mars föstudagur kl. 20:00 22.mars fimmtud. 2.sýn kl. 20:00 23.mars föstud. 3.sýn kl. 20:00 24.mars laugard. 4.sýn kl. 20:00 „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.