Fréttablaðið - 12.04.2007, Side 74

Fréttablaðið - 12.04.2007, Side 74
Danski bruggmeistarinn Jens Eiken kom til Íslands á dögunum. Einar Logi Vignis- son ræddi við hann um Jacobsen-bjórinn sem kem- ur á markað hér um næstu mánaðamót. Íslendingar eru á góðri leið með að ná í skottið á hinum Norður- löndunum í bjórdrykkju þótt enn sé einhver vegur að ná frænd- um okkar Dönum. Ljós lagerbjór er um 99 prósent af sölunni en þó hefur sala á öli og öðrum bjórteg- undum aukist hægt og bítandi. Í Evrópu er þessi þróun komin lengra og sífellt meiri áhugi og sala á gæðabjórum. Helst sá áhugi í hendur við aukinn áhuga á vínum og iðulega fylgist það að þeir sömu og komast á bragðið með góð vín vilja kynna sér flóknari bjór. Svokölluð örbrugghús eða míkróbrugghús hafa skotist upp eins og gorkúlur um alla álfuna. Í Danmörku einni eru slík brugghús hátt í hundrað. Bjórrisinn Carls- berg stefnir að því að vera leiðandi í þessari þróun og stofnaði fyrir tveimur árum míkróbrugghúsið Jacobsen. Það er nefnt eftir stofn- anda fyrirtækisins, J.C. Jacobsen, og þótti löngu tímabært að nafn hans væri dregið fram. Jacobsen skírði hið heimsfræga brugghús eftir Karli syni sínum og hæðinni sem brugghúsið stendur á. Hóla og hæðir kalla Danir berg og vöru- merkið Carlsberg var fætt. Það er alltaf gaman að hitta fólk sem hefur gríðarlega ástríðu fyrir starfi sínu. Talar um það af slík- um ákafa að vonlaust er að hríf- ast ekki með. Bruggmeistarinn Jens Magnus Eiken virkaði á mig eins og unglingur sem nýbyrjaður er í popphljómsveit þegar ég hitti hann fyrir nokkrum vikum. Jens er lyfjafræðingur að mennt sem lét drauminn rætast og gerðist bruggmeistari. Hann hafði mikinn áhuga á íslensku hráefni og þeim miklu möguleikum sem væru fyrir hendi hérlendis að búa til gæðabjór. „Ég nota hvönn í bjór- ana mína, þið eigið nóg af henni,“ sagði Jens. Hann var staddur hér á landi til að kynna Jacobsen-bjór- inn sem fást mun í vínbúðum frá 1. maí en er þegar kominn í sölu á nokkrum betri veitingastöðum. Á veitingastaðnum Silfri á Hótel Borg voru haldnir Jacobsen-dagar þar sem settur var saman matseð- ill þar sem mismunandi tegundir Jacobsen-bjórs rímuðu við réttina. „Við hugsum þennan bjór fyrst og fremst með mat. Það er mikil- vægt að hafa það í huga þegar fólk smakkar bjórinn okkar. Hann er sterkur til að kalla fram öll helstu einkenni hráefnisins. Þetta er ekki bjór til að drekka í miklu magni heldur að njóta í rólegheitum.“ „Við búum til nokkrar ólíkar týpur til að para við mismunandi mat. Saaz Blonde er ljós bjór í belgísk- um stíl þar sem við notum tékk- nesku saaz humlana og hvönnina sem ég minntist á. Þetta er bjór sem hefur komið einstaklega vel út með íslenska fisknum og ræður vel við miklar sósur. Dökki bjór- inn, Brown Ale, er ristaður og á vel við allan grillaðan mat. Margir hafa bent mér á að þessir bjórar gætu virkað vel með dæmigerð- um íslenskum jólamat og þorra- mat. Það væri gaman að fá að prófa þennan skrítna mat sem ég hef heyrt miklar sögur af. Sumt þekki ég frá Danmörku eins og hamborgarhrygginn og get stað- fest að dökki bjórinn á einstaklega vel við hann. Reyndar skiptir nor- ræn matarmenning mjög miklu máli fyrir framgang bjórsins á al- þjóðavettvangi því Norðurlöndin eru orðin mjög þekkt fyrir gæði í matreiðslu og norræna veitinga- staði má finna í öllum helstu stór- borgum Vesturlanda.“ Jens segist fá mjög frjálsar hendur hjá Carlsberg og að mik- ill metnaður ríki hjá fyrirtækinu. „Þetta verður aldrei nein massa- framleiðsla og það vita stjórn- endur. Og gæðin skipta gríðar- lega miklu máli fyrir ímynd fyr- irtækisins. Enda hafa allir glaðst yfir þeim feiknarlega góðu mót- tökum og gagnrýni sem bjór- inn hefur fengið, t.d. hjá hinum fræga enska bjórrýni Michael Jackson. Hann benti mér í sam- tali á mikilvægi tilraunastarf- semi og að opna huga fólks fyrir ólíkum tegundum bjórs. Ég reyni að prófa mig eins mikið áfram og mér er unnt og starfa tölu- vert með öðrum míkróbrugghús- um í Danmörku. Við eigum okkar eigin samtök og vinnum saman að gæðastöðlum og fræðslu en það er gífurlega mikilvægt í jafn viðkvæmri framleiðslugrein að gæðin séu í lagi.“ Suður-afrískar kanónur Borðar skjaldbökur en ekki lifur Kanonkop er eitt frægasta vínhús Suður-Afríku þótt ekki sé það stórt. Þau fjögur vín sem fyrirtækið framleiðir komu á markað hér nýverið. Langt er um liðið síðan ég hef fagnað jafn innilega nýju innleggi í vín- flóruna hérlendis. Vínin eru aldeilis frábær og vonandi taka íslenskir vínáhugamenn þeim fagnandi til að þau haldist inni í vínbúðum. Það gæti reynst þrautin þyngri því vínin eru ekki ódýr og það hafa verið örlög flestra samlanda þeirra sem kosta mikið meira en þúsundkall að detta úr hillum vínbúðanna eftir nokkra mánuði. Mörg ódýr suður- afrísk vín hafa náð miklum vinsældum hér á landi. Þannig er Drostdy- Hof mest selda kassavínið. En dýrari vínin hafa átt erfiðara um vik og ekki náð að kveikja í vínáhugamönnum. Mörgum þykja þau gróf og meiri um sig en góðu hófi gegnir. Kanonkop gæti breytt þessari mynd. Vínin eru afar fínleg og evrópsk í stíl enda yfirlýst markmið fyrirtækisins að vera álitið svar Suður-Afríku við fremstu vínhúsum Bordeaux sem flokkuð eru í fyrsta yrki. Ekki verður annað sagt en að Kanonkop sé með fókusinn í lagi. Framleiðir aðeins fjögur rauðvín. Kanonkop Kadette (1.680 kr.) er ágætur byrjunarreitur. Blanda þar sem pinotage er ríkjandi. Pinotage er höfuðþrúga Suður-Afríku. Blendinsþrúga sem var búin til fyrir tæpri öld, bræðingur pinot noir og cinsaut. Vín úr henni eru jafnan djúprauð, kröftug og heit. Sumum finnst þau minna á brennt gúmmí, á jákvæðan hátt þó. Vín úr pinotage eru ekki allra. Vinkona mín Dom- inique Plédel Jónsson, skólastjóri Vínskólans, er ekki mikill aðdáandi pinotage en segir Kanonkop Pinotage (2.690 kr.) besta vín úr þrúgunni sem hún hafi smakk- að. Get ég tekið undir þau orð. Var ekki síður hrifinn af Kanonkop Cabernet Sauvignon (2.690 kr.), en leikni Afríkumannanna með þá þrúgu er einstök og ekki oft nægur gaumur gefinn í allri pinotage-umfjölluninni. Flaggskipið er svo Kanonkop Paul Sauer (2.980 kr.). Klassísk Bordeaux-blanda sem gagnrýnendur halda ekki vatni yfir. Einn aðdáandi er Einar Thoroddsen vín- læknir, sem telur vínið það fremsta úr álfunni. Kanonkop er fjölskyldufyrirtæki og heldur nú fjórða kynslóðin um taumana. Er staðsett í Stellenbosch, einu helsta vínræktarsvæði lands- ins. Nafnið er dregið af hæð sem gnæfir yfir vín- ekrurnar og mætti íslenska sem „Hólkahóll“. Þar var hleypt af fallbyssu fyrr á tíð þegar skip sáust stefna á Höfðaborg. Streymdu þá bændurn- ir úr héraðinu til borgarinnar að selja sjómönn- um varning sinn. ... að blanda sítrónusafa og vatni í skál og láta það rúlla í örbylgjuofninum í stutta stund. Hann mun ilma eins og nýr. UMHVERFISSMIÐJA VISTVERND Í VERKI Umhverfisvernd frá degi til dags! Ung vinstri-græn standa fyrir umhverfissmiðju, vistvernd í verki. Smiðjan verður í Suðurgötu 3, Reykjavík, kl: 20:00 Allir velkomnir UVG UNG VINSTRI GRÆN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.