Fréttablaðið - 14.04.2007, Page 82

Fréttablaðið - 14.04.2007, Page 82
 „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason Strandgata 50, Hafnarfirði. Miðasala í síma 555 2222 og á www.midi.is Frumsýning 16.mars föstudagur kl. 20:00 22.mars fimmtud. 2.sýn kl. 20:00 23.mars föstud. 3.sýn kl. 20:00 24.mars laugard. 4.sýn kl. 20:00 Rithöfundarnir Margaret Atwood, Ian McEwan og Philip Roth eru meðal þeirra sem hlutu náð fyrir valnefnd Alþjóðlegu Booker-bók- menntaverðlaunanna og komust á lista yfir þá fimmtán höfunda sem tilnefndir eru í ár. Verðlaunum þessum var komið á fót árið 2005 en ólíkt hinum eig- inlegu Booker-verðlaunum, sem ætluð eru breskum skáldsagna- höfundum og kollegum þeirra á Írlandi, Suður-Afríku eða í ríkj- um sem tilheyrðu breska heims- veldinu, eru alþjóðlegu verðlaun- in ekki veitt fyrir stök höfundar- verk heldur fyrir feril og framlag höfunda til bókmenntanna í heild. Man Booker-verðlaunin voru fyrst afhent árið 1969 og teljast með virtari bókmenntaverðlaun- um og nú er til að mynda einnig farið að veita rússnesk Booker- verðlaun. Þessi alþjóðlegu verð- laun voru fyrst afhent árið 2005 en þau hlaut þá albanski rithöfundur- inn Ismail Kadaré. Verðlaunaféð er nemur um 7,8 milljónum króna en verðlaunin eru afhent annað hvert ár. Dómnefnd verðlaunanna er ein- ráð og tekur því ekki við ábend- ingum frá bókaútgefendum. Dóm- nefndina skipa fræðikonan Elaine Showalter og rithöfundarnir Nad- ine Gordimer og Colm Tóbín en þátttökurétt eiga höfundar sem skrifa á ensku eða hvers verk eru aðgengileg í enskum þýðingum. Fleiri kunnugleg nöfn má finna á listanum, þar á meðal nöfn Alice Munro, Salmans Rushdie, Doris Lessing, Carlos Fuentes og Amos Oz en tilkynnt verður um verð- launahafann í júníbyrjun. Aukinheldur eru veitt verð- laun fyrir þýðingar og ef svo á við getur verðlaunahafinn valið þýðanda að verkum sínum sem þá hlýtur einnig dágóða summu fyrir sitt starf. Framlag verðlaunað 11 12 13 14 15 16 17

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.