Fréttablaðið - 14.04.2007, Page 88

Fréttablaðið - 14.04.2007, Page 88
 Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur stjórn knattspyrnudeildar FH ekki gert það upp við sig hvort hún hlíti úr- skurði samninga- og félagaskipta- nefndar KSÍ í „Róbertsmálinu“ svokallaða. Róbert Magnússon vann mál sitt gegn FH og er dóm- urinn bindandi. Samningur Róberts við FH árið 2003 er því í fullu gildi en á það vildi FH ekki sættast og greiddi leikmanninum ekki laun eftir að hann meiddist fyrir sumarið. Það ber því að gera samkvæmt dómn- um. FH-ingar hafa út árið til að gera upp við Róbert. Geri Hafn- firðingar það ekki kemur málið til kasta leyfiskerfis KSÍ. Þar stendur að félag skuli ekki vera í vanskilum um áramót. Að öðrum kosti fær það ekki þátttökuleyfi. Það er skýrt samkvæmt dómi nefndarinnar að samningurinn er í gildi og því virðist FH ekki geta annað en greitt fyrirliðanum fyrrverandi fyrir næstu áramót. FH fær ekki þátttökuleyfi sumar- ið 2008 nema það greiði Róberti Jens verður ekki með Fylki í sumar Arnar Darri Pétursson heitir efnilegur 15 ára markvörð- ur sem spilar með Stjörnunni. Hann er farinn utan til Reading á Englandi og í dag mun hann spila æfingaleik með U-16 ára liði Reading gegn Chelsea. Að sögn Ólafs Garðarsson- ar, umboðsmanns Arnars, verður Arnar Darri í kjölfarið við æfing- ar hjá félaginu út næstu viku. Farinn til Reading Njarðvík tekur á móti KR í þriðja leik lokaúrslita Ice- land Express-deildar karla í Ljónagryfjunni í Njarðvík í dag. Njarðvík vann fyrsta leikinn með 21 stigi á heimavelli en KR jafnaði einvígið með 6 stiga sigri í öðrum leiknum í DHL-Höllinni. Það má búast troðfullu húsi og ótrúlegu andrúmslofti alveg eins og í fyrstu tveimur leikjunum. Þá er einnig ljóst að menn þurfa að mæta snemma því það komast að færri en vilja í húsið sem tekur mun færri áhorfendur en DHL- Höllin, sem var full í síðasta leik. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, talaði um það eftir sigur KR í öðrum leiknum á fimmtudags- kvöldið að leikurinn í dag myndi skera úr um hvort liðið verður Ís- landsmeistari og ef sagan er skoð- uð þá styður hún það. Það lið sem hefur unnið þriðja leik úrslitaein- vígisins hefur verið Íslandsmeist- ari fimm síðustu ár og níu sinnum á síðustu tíu árum. Það er aðeins árið 2001 sem sker sig úr en Njarð- vík komst þá í 2-0 gegn Tindastól en mistókst að tryggja sér titil- inn á heimavelli í þriðja leiknum. Njarðvík vann hins vegar fjórða leikinn á Króknum og vann titil- inn. Síðasta liðið til þess að lenda 2-1 undir og vinna titilinn var lið Njarðvíkur árið 1994 en Grinda- vík komst þá í 2-1 í úrslitaeinvíg- inu. Njarðvík vann titilinn eftir eins stigs útisigur í oddaleik. Ætli KR-ingar að vinna þriðja leikinn þurfa þeir að finna leiðir til þess að binda enda á 29 leikja og sextán mánaða sigurgöngu Njarð- víkinga í Ljónagryjfunni. Njarð- víkingar hafa unnið alla heima- leiki sína síðan 4. desember 2005 en þá vann Grindavík þar sigur í framlengingu. Þetta er jafnframt eina tap Njarðvíkurliðsisn síðan að ÍR-ingar „stálu“ fyrsta leikn- um gegn þeim í átta liða úrslit- unum úrslitakeppninnar í mars 2005. Það er því ekki nóg með að Njarðvíkurliðið geti unnið sinn 30. leik í röð í dag heldur státar liðið af 97% sigurhlutfalli í húsinu und- anfarin tvö tímabil. KR-ingar þekkja það orðið eins og önnur lið að koma tómhentir heim úr Ljónagryfjunni en þeir hafa tapað níu leikjum í röð í hús- inu og unnu þar síðast 13. desem- ber 2002. Njarðvíkingar hafa ekki tapað á heimavelli í sextán mánuði og hafa nú unnið 29 leiki í röð í Ljónagryfjunni. Sagan segir að KR-ingar verða að vinna þar í dag því síðustu þrettán ár hefur ekkert lið komið til baka úr stöðunni 1-2. Guðmundur Stephen- sen varð í vikunni sænskur meist- ari í borðtennis með liði sínu Eslövs AI sem vann alla þrjá úr- slitaleikina gegn BTK Rekord. Guðmundur stóð sig frábærlega í úrslitaeinvíginu, vann alla sína sex leiki og enn fremur 18 af 19 hrinum. Þetta gerir 100 prósenta sigurhlutfall í leikjum og 95 pró- senta sigurhlutfall í hrinum. Guðmundur var líka með bestan árangur af öllum spilurum meist- araliðsins. Reynsluboltinn Matti- as Andersson vann alla fjóra leiki sína og 12 af 14 hrinum, Zhao Peng vann 4 af 6 leikjum sínum og 14 af 22 hrinum. Guðmundur vann 8 af 9 leikjum sínum í úrslitakeppninni og hækk- aði sigurhlutfall sitt um 16 prósent frá því í deildarkeppninni þar sem hann vann 16 af 22 leikjum. Það má því með sanni segja að strák- urinn hafi toppað á réttum tíma. Vann alla leiki sína Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson og Akureyringur- inn Dagný Linda Kristjánsdótt- ir urðu í gær Íslandsmeistarara í stórsvigi á Skíðamóti Íslands í Hlíðarfjalli. Björgvin kom einni og hálfri sekúndu á undan gestakeppend- anum Andre Björk frá Svíþjóð og rúmum fjórum sekúndum á undan Þorsteini Ingasyni sem varð annar. Dagný Lind kom rétt tæpum fjórum sekúndum á undan Sal- ome Tómasdóttur í mark. Þá urðu þau Elsa Guðrún Jóns- dóttir frá Ólafsfirði og Sigurgeir Svavarsson frá Akureyri Íslands- meistarar í göngu með frjálsri að- ferð. Björgvin og Dagný unnu Jose Mourinho, stjóri Chelsea og markvörður liðsins, Tékkinn Peter Cech, fengu verð- laun ensku úrvalsdeildarinnar fyrir marsmánuð. Þetta er í fyrsta sinn síðan í janúar 2005 sem Mourinho er kosinn stjóri mánaðarins þrátt fyrir að hafa í millitíðinni gert Chelsea tvisvar að enskum meist- urum. Peter Cech hefur ekki áður verið valinn besti leikmaður mán- aðarins og hann er fyrsti mark- vörðurinn sem er kosinn síðan að Tim Flowers vann verðlaunin fyrir september 2000. Chelsea vann alla fjóra leiki sína í mars og Cech fékk ekki á sig eitt einasta mark. Chelsea vann tvöfalt í mars Íslands og bikarmeistar- ar Vals hafa unnið stórsigra á KR (4-1) og Breiðabliki (5-0) í síðustu tveimur leikjum sínum í Lengju- bikar kvenna í fótbolta. Valslið- ið hefur unnið alla fjóra leiki sína með markatölunni 21-3. Rakel Logadóttir skoraði tvö mörk gegn Blikum og þær Mar- grét Lára Viðarsdóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir skoruðu eitt. Margrét Lára skoraði þrennu gegn KR og er búin að skora 9 mörk í þessum 4 leikjum. Stórir sigrar hjá Valsstúlkum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.