Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 12
 Lögð verða fram gögn um sundurliðaðan kostnað sem liggur að baki útreikningum á lóðaverði á fundi borgarráðs á fimmtudaginn í næstu viku. Þetta var ákveðið á fundi borgarráðs í gær en Vinstri græn óskuðu eftir því á fundi ráðsins í gær að fá, eftir einstaka liðum, uppgefinn kostnað sem liggur að baki ákvörð- uðu verði sem á að vera kostnað- arverð. Fréttablaðið óskaði einnig eftir sundurliðun á kostnaðinum en fékk þær upplýsingar frá Hrólfi Jónssyni, sviðsstjóra fram- kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, að ekki væri mögulegt að fá sund- urliðun uppgefna fyrr en búið væri að kynna hana fyrir fulltrú- um í borgarráði. Liðirnir sem kostnaðurinn skipt- ist í eru götur, holræsi, gönguleið- ir, ræktun, opin svæði, leikskólar, grunnskóli, íþróttasvæði og menn- ingarmiðstöðvar, kostnaður vegna landakaupa og fjármagnskostnað- ur á byggingartíma. Ekki fékkst uppgefið hvernig kostnaður skipt- ist niður á þessa liði en kostnaður- inn við íþróttasvæði og menning- armiðstöðvar deilist hlutfallslega niður á fleiri hverfi þar sem gert er ráð fyrir samnýtingu mann- virkja. Eins og greint hefur verið frá ætlar meirihluti Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að selja lóðir á föstu verði í nýjum hverfum. Fyrir ein- býlishúsalóðir verða greiddar ell- efu milljónir, fyrir par- og rað- húsalóðir 7,5 milljónir á íbúð og fjölbýlisíbúð 4,5 milljónir. Á fundi borgarráðs í gær voru lagðar fram áætlanir um úthlutun lóða í Úlfarsárdal. Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir því að úthlutað verði 73 einbýlishúsalóð- um, 27 parhúsalóðum, ellefu rað- húslóðum fyrir samtals 45 íbúðir og fjórum fjölbýlishúsalóðum fyrir samtals 216 íbúðir. Ofan á hverja einbýlishúsalóð leggst fimm milljóna króna við- bótargjald ef lóðin er seld innan sex ára frá úthlutun, samkvæmt almennum reglum um úthlutun lóða í Reykjavík. Fjögurra millj- óna króna viðbótargjald fellur á parhúsíbúð af sömu sökum, einnig á raðhúsíbúð en tvær milljónir á íbúð í fjölbýli. Fjallað um kostnaðinn eftir viku Fjallað verður um sundurliðaðan kostnað sem liggur að baki auglýstu kostnaðarverði á lóðum í nýjum hverfum í Reykjavík í næstu viku. Sundurliðunin fæst ekki uppgefin fyrr en að loknum fundi borgarráðs. Sátt hefur náðst í máli breska tónlistarmannsins Damons Albarn gegn verkfræðistofunni VGK-Hönnun. Albarn fékk verkfræðistofuna til þess að gera kostnaðaráætlun og annast breytingar á einbýlishúsi sínu í Reykjavík. Kostnaður við breytingarnar fór langt fram úr áætlun og krafðist Albarn um 40 milljóna og fór með málið fyrir dóm. Er málið var til meðferðar fyrir dómi lögðu forsvarsmenn verk- fræðistofunnar fram tillögu sem Albarn og lögmaður hans, Heimir Örn Herbertsson, sættust á. Efni hennar er trúnaðarmál. Damon Albarn bættur skaðinn www.hi.isÍSL E N S K A /S IA .I S /H S K 3 73 36 0 5/ 07 INNTÖKUPRÓF Í LÆKNADEILD HÍ SJÚKRAÞJÁLFUNARSKOR OG LÆKNISFRÆÐISKOR Inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands fyrir nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun verður haldið í Reykjavík miðvikudaginn 13. og fimmtudaginn 14. júní 2007. Nánari upplýsingar verða sendar próftakendum eftir að skráningu er lokið. Þátttakendur þurfa að skrá sig sérstaklega til inntökuprófsins fyrir 20. maí 2007. Sjá eyðublað á heimasíðu læknadeildar www.laeknadeild.hi.is Skráning getur farið fram enda þótt nemandi hafi þá ekki lokið stúdentsprófi, en þegar inntöku- prófið er þreytt skal nemandinn hafa lokið stúdentsprófi og skilað inn stað- festingu því til sönnunar. Umsókn um skrásetningu ásamt staðfestu afriti af stúdentsprófsskírteini eða staðfestingu um að stúdentsprófi verði lokið, skal skilað eða senda í pósti til skrifstofu læknadeildar, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík. LÆKNADEILD LÆKNISFRÆÐI SJÚKRAÞJÁLFUN Nánari upplýsingar um prófið og dæmi um próf- spurningar má finna á heimasíðu læknadeildar Háskóla Íslands www.laeknadeild.hi.is Inntökuprófið er eitt próf sem tekur tvo daga, með þremur tveggja tíma próflotum hvorn daginn, eða 12 klst. alls. Niðurstaða prófsins birtist í einni einkunn sem verður reiknuð með tveimur aukastöfum. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en um miðjan júlí. Árið 2007 fá 48 nemendur í læknisfræði og 25 í sjúkraþjálfun rétt til náms í læknadeild Háskóla Íslands og skulu þeir hafa skráð sig hjá Nemenda- skrá fyrir 1. ágúst. Þeir sem ekki öðlast rétt til náms í læknadeild, eiga þess kost að skrá sig, innan sömu tímamarka, í aðrar deildir gegn greiðslu skrásetningargjalds skv. reglum Háskóla Íslands. www.smjor.is Betur fór en á horfðist í gær þegar krani á vörubíl rakst upp í viðmiðunarrá sem liggur yfir Miklubraut með þeim afleiðingum að ráin féll til jarðar og hafnaði á tveimur bílum. Bílarnir skemmdust töluvert en enginn slasaðist. „Ég var bara að keyra eftir Miklubrautinni þegar þetta ferlíki dettur niður á bílinn minn. Mér dauðbrá enda áttaði ég mig ekki á því hvað var að gerast eða hvaðan þetta kom,“ segir Þórunn Björg Sigurðardóttir ökumaður annars bílsins sem hafnaði undir ránni. Bíll Þórunnar skemmdist mikið við óhappið enda var höggið mikið. „Ráin lenti á framrúðunni minni og ég var bara heppin að hún fór ekki í gegnum rúðuna,“ segir Þórunn Björg. Loka þurfti hluta Miklubrautarinnar um tíma í gær vegna óhappsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.