Tíminn - 08.03.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.03.1980, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 8. mars 1980 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. : Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Augiýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sföu- múla 15. Simi 86300. — Kvöldsfmar blaóamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. VerO f lausasöfu kr. 230.- Áskriftargjald kr. 4.500 á mánuði. Blaðaprent. Oliusvæðin fyrir sunn- an og norðan ísland Á framhaldsfundi hafréttarráðstefnunnar, sem hófst í New York i siðastl. mánuði, verður rætt mest um væntanlega alþjóðastofnun, sem á að hafa umsjón með vinnslu á auðæfum hafsbotnsins utan umráðasvæða strandrikjanna. í sambandi við þetta kemur til meðferðar mál, sem getur varðað ísland miklu i framtiðinni. Haf- réttarsamningarnir frá Genfarráðstefnunni 1958, veita strandriki rétt til vinnslu á hafsbotnsauðæf- um á landgrunni þess eins langt út og þessi auðæfi eru vinnanleg. Mörg strandriki eiga i samræmi við þetta nýtingarrétt langt út fyrir 200 milna mörkin. Það hefur verið til meðferðar á undanförnum fundum hafréttarráðstefnunnar að setja nánari ákvæði um hversu langt þessi nýtingarréttur skuli ná, svo að ekki risi siðar deilur milli viðkomandi strandrikja og umræddrar alþjóðastofnunar um þetta atriði. Komið hafa fram tillögur um að miða við ákveðið dýpi eða ákveðna fjarlægð, en ekki orðið samkomulag um þær. Ein siðasta tillagan um þetta er frá Irum og eru svokölluð setlög lögð til grundvallar, en það er i þeim, sem oliu er helzt að finna. Þessi tillaga íra hefur hlotið talsvert fylgi. Þannig háttar til á hafsbotninum umhverfis ís- land, að þar er að finna tvö allmikil setlagasvæði, en bæði að mestu eða öllu leyti utan við 200 milna mörkin. Þessi svæði eru þó nær íslandi en öðrum byggðum löndum. Annað þessara svæða er suður af íslandi, en hitt norður af íslandi i nálægð við Jan Mayen. Hér getur skipt miklu máli hvort klettar og eyjar eins og Rockall og Jan Mayen fá einhver land- grunnsréttindi, en það er enn óútkljáð deilumál. Ef svo færi gæti hluti af syðra svæðinu fallið undir yfirráð Breta, en hluti af nyrðra svæðinu undir yfir- ráð Norðmanna. Óeðlilegt virðist með öllu að klettar og eyjar, sem eru óbyggilegar og langt frá viðkomandi landi, fái slik réttindi. írska tillagan, sem áður er getið um, virðist ekki heldur gera ráð fyrir, að Rockall fái landgrunns- réttindi, en setlagakenningin, sem hún byggir á og nýtur stuðnings Breta, myndi sennilega skipta syðra setlagasvæðinu milli írlands, Skotlands og Færeyja. Sennilega fengi ísland litið eða ekkert samkvæmt henni. öðru máli gegnir um nyrðra setlagasvæðið, einkum þó, ef Jan Mayen fengi ekki landgrunnsréttindi. Dýpi á umræddum setlaga-svæðum er viða ekki nema 1000-1500 m og ætti olia þvi að vera nýtanleg þar, þegar tækni hefur fleygt fram meira en nú. Framan af hafréttarráðstefnunni lögðust þessi mál nokkuð til hliðar, þvi að strandrikin lögðu mest kapp á að tryggja sér 200 milna efnahagslög- sögu. Siðan að hún náðist fram i höfuðatriðum, hefur landgrunnsmálið komizt meira á dagskrá. Það verður eitt aðalmál hafréttarráðstefnunnar nú og þurfa íslendingar að gæta vel ýtrasta réttar sins i þvi sambandi. Afstaðan til þessara setlagasvæða, verður ekki siður mikilsvert mál, ef hafréttarráðstefnan nær ekki samkomulagi um alþjóðlega hafsbotns- stofnun og hún frestast þvi um óákveðinn tima. Þá munu rikin, sem hér eiga hlut að máli, kappkosta að tryggja rétt sinn. Þar má hlutur íslands ekki eftir liggja. Þ.Þ. Erlent yfirlit Sadat og Fahd eru orðnir miklir óvinir Þeir reyna að steypa hvor öðrum aí stóli CARTER forseti hefur I mörg horn að lita um þessar mundir og er þvi vel skiljanlegt, að hann hefur lltinn tlma til að sinna prófkjörum. Hann þarf þess heldur ekki, meðan hann nýtur stuðnings þeirra Brésnjefs og Khomeinis. Þótt Carter hafi áhyggjur af þvi, sem er að gerast I Afgan- istan og íran, veldur ósam- komulag milli samherja hans honum meiri áhyggjum. Þar er ekki aðeins um að ræöa deilu Araba og ísraelsmanna, sem oft áður hefur kveikt strlðs- elda við austanvert Miöjarðar- haf og getur gert það enn fyrir- varalltið, þrátt fyrir bráða- birgðasættir Israelsmanna og Egypta. Deilan, sem er risin milli þeirra Sadats, forseta Egypta- lands, og Fahds, krónprins og forsætisráðherra Saudi-Arablu, veldur Carter og ráðgjöfum hans ef til vill mestum áhyggj- um um þessar mundir. Slðan keisarastjórninni var steypt I tran, setja Bandarikja- menn mjög traust sitt á Saudi-Arablu og Egyptaland til að viöhalda nauðsynlegu jafn- vægi á þessum slóðum og koma þannig i veg fyrir að Rússar nái þar frekari fótfestu. Horfurnar eru ekki vænlegar I þessum efnum, ef deilur þeirra Sadats og Fahds harðna veru- lega frá þvi, sem nú er. DEILA þessi rekur rætur til samkomulagsins I Camp David sumarið 1977. Stjórn Saudi-Arabíu með Fahd prins I fararbroddi taldi Sadat hafa svikið önnur Arabariki með þvl • að gera sérsamninga viö tsrael. Þegar Sadat sat eigi að siður fast viö sinn keip, greip stjórn Saudi-Arabíu til þess ráðs að svipta Egypta öllum fjárhags- legum stuðningi, sem hafði ver- ið mikill. Sadat tók þetta óstinnt upp. Síðan hefur úlfúð og fjand- skapur milli hans og Fahds stöðugt færzt i aukana. Það má segja, að soðið hafi upp úr, þegar Sadat flutti ræðu fyrir skömmu i egypzka þing- inu. Hann sagði þar beinum orð- um, að Fahd krónprins gengi I fávizku sinni erinda Rússa og léki sér að örlögum Araba og raunar múhameðstrúarmanna allra. Sadat sagöi, aö Fahd prins lokaöi augunum fyrir þvl, að Rússar flyttu vopn til Suður-Jemen I stórum stíl, en þeim yröi slöan beitt gegn Oman og Norður-Jemen. Fahd tæki heldur ekki eftir þvi, sem Rússar ætluöust fyrir við Persa- flóa. Fahd krónprins Hér væri um hreina sviksemi að ræða af hálfu Fahds. Ein- féldni hans og heimska virtist ekki eiga sér nein takmörk. Fréttaskýrendur draga m.a. þá ályktun af hinum persónu- legu árásum Sadats á Fahd, að hann væri að reyna að koma af stað klofningi innan konungs- ættarinnar. Orðrómur hefur gengið um að konungsættin sé ekki eins samstæð og af er látið. Að þvl verður vikið siðar I þess- ari grein. FAHD krónprins lét það ekki lengi dragast að svara Sadat fullum hálsi. Nokkrum dögum seinna greip hann sérstakt tæki- færi til að. lýsa andúð stjórnar sinnar á samningaviðræðum Sadats og Begins. Hann kvað Sadat ekki verða neitt ágengt og tsraelsmenn færu sinu fram eins og þeim sýndist. Þessu til sönnunar nefndi hann að Gyðingar ykju stöðugt landnám sitt á Vesturbakkan- um svonefnda. A sama hátt treystu þeir stöðu sina I Jerú- salem og stefndu markvisst að þvi aö gera hana aö hreinni borg Gyöinga. Þessa hættulegu samninga- gerð verður að stöðva, sagöi Fahd. Fréttaskýrendur hafa túlkað þau orð hans svo, að hann væri aö hvetja til þess, að Sadat væri steypt af stóli. Allt þykir nú benda til, að Fahd muni heröa sóknina gegn Sadat um allan helming, ef hon- um tekst ekki aö ná viðunanleg- um samningum við Israels- menn um framtlö Vesturbakk- ans áður en umsaminn frestur . rennur út I slöari hluta maí. Takist Sadat þetta ekki, getur staöa hans fljótt versnað heima fyrir. Undir þeim kringumstæð- um gæti hann reynzt valtur I sessi. En Sadat gerir sér einnig ljóst, að Fahd er heldur ekki öruggur I slnu sæti. Ef Khalid konungur verður að segja af sér sökum heilsubrests, mun Fahd verða konungur, en Abdallah prins veröur krónprins og for- sætisráðherra, en Sultan prins verða þá þriðji I röðinni. Allir eru þeir Khalid, Fahd, Abdallah og Sultan synir Ibn Sauds, stofn- anda Saudi-Arabiu. Orðrómurinn segir, að meðal hinna yngri prinsa eigi sú skoðun vaxandi fylgi, að synir Ibn Sauds eigi ekki aö stjórna endalaust. í þessum hópi eru m.a. taldir synir Faisals kon- ungs, sem var myrtur 1975. Saud utanrikisráðherra er einn þeirra og Turki yfirmaður leynilögreglunnar er annar. Ymsir frettaskýrendur telja verulega hættu á þvl, að miskllð rlsi innbyrðis meöal afkomenda Ibn Sauds og sundrung þeirra geti leitt til hruns stjórnar- kerfisins. Þetta kann Sadat að hafa I huga, þegar hann beinir spjót- um sinum að Fahd. 1 Það er eðlilegt, að Banda- rikjamenn séu lltið hrifnir af slikum deilum helztu vina sinna i þessum hluta heims. Annað gildir um Rússa. Þ.Þ. Fahd og Sadat meðan þeir voru vinir. r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.