Tíminn - 08.03.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.03.1980, Blaðsíða 7
Laugardagur g. mars 1980 7 Afkoma danskra bænda s.l. ár Hagrænar forsendur eru til grundvallar þvi, aö danskir búreikningar marka ekki almanaksárið heldur uppskeru- árið. Engin eftirtekja jaröar- gróðurs venjulegra bænda er fengin fyrr en i júll og næstu mánuði þar á eftir, og eftirtekja gróöurs, sem uppskorin er siðsumars, verður fóöur búfjárins næsta vetur, sá hluti hennar sem til þess er annars ætlaður. Allar ónotaöar birgðir um reikningsskil á mótum almannaksára þarf þvi ekki að meta né mæla, og þegar upp- skera hvers árs er þrotin hefst nýtt uppskeruár. Þetta er frá vissu sjónarhorni hagrænt reikningsár þó ekki falli þaö I sömu röð og skattaárið, nema svo sé með sérlegum ráðstöf- unum um búið. Nýlega hafa verið birtar niöurstööur danskra búreikn- inga fyrir uppskeruárið 1978-79. Þær greina frá þvi, að tekjur danskra bænda hafi rýrnaö um 11% frá árinu á undan. Yfirlitið er byggt á reikningum frá 9.021 búi I sambandi danskra búnaðarfélaga. Landstærð umræddra búa er að vegnu meöaltali 26.6 ha. Uppskera jarðargróöurs var þvl nær eins bæði árin eða 148 milljónir uppskerueininga árið 1977-78 en 146 milljónir 1978-79. (1 upp- skerueining er - 100 F.E.) Þess er getiö að kúm hafi aðeins fækkað en svlnum fjölgað milli umræddra ára. Á meöalbúinu nam tekjuupphæðin 288 þúsund danskra króna fyrra reikningárið en 307 þúsund krónur 1978-79, hafði þvl aukist um 19.000 kr. En útgjaldaaukn- ingin varð auðvitaö miklu meiri slðara reikningsáriö, þvl olli fyrst og fremst aukin vaxta- byrði með hækkandi vöxtum. Gjaldahlið meðalbúsins nam 211.500 dönskum krónum á reikningsárinu eöa 13% meira en árið áður. Mismunurinn á þessari upphæð og heildar tekjunum er þvl andvirði vinnu fjölskyldunnar og svo vextir af eigin fé I eigninni og greiddum vöxtum. Þess er m.a. getið, að skattar voru 21.000 krónur á árinu. Tekjur hjónanna námu 72.200 krónum 1978-79, þar I talið 15.000 kr. fyrir vinnu utan heimilis og vextir af eigin fjármunum að' verögildi 1.1 millj d.Kr. Skattamál danskra bænda Búnaðarráð Dana hefur ákveöib að leggja skattamál danskra bænda fyrir dómstól Efnahagsbandalagsins til þess að fá úr þvl skoriö hvort efna- hagsvinningur þeirra bænda, sem selja jarðir eða landsskika, verði að teljast skattskyldur, eftir aö landverð hækkaöi þegar krónan var felld I Danmörku á slðasta hausti. Bændasamtök Dana lfta svo á, að lög þau, sem um þessi efni voru samþykkt i Rlkisþinginu hinn 21. desember s.l. brjóti samninga og ákvæöi E.B. en þau kveða svo á að efnahags- vinningurinn I krónutölu hljóti aö teljast tekjur og um leiö skattskyldur þannig. Meiri hluti þingmanna Dana lltur aö sjálfsögðu svo á, aö þessi sérlega tekjulind bænda, sem er vaxandi krónufjöldi við sölu, hljóti aö teljast tekjur, en kaup og sala jarðeigna þar i landi er tiltölulega mikil og I megindráttum er land þar I einkaeign. Hálftómur rlkiskassi fær þannig verulega auknar fjár- hæðir til umráöa, auövitað I krónum sem eru rýrari að gildi en þær voru fyrir gengislækkun. Hið sama að sjálfsögðu um gildi þeirra króna, sem seljendur fá I sinn hlut. Eftir samþykkt umræddra laga varð uppþot mebal danskra bænda og þeir tóku til sinna ráða, til þess að lýsa yfir vanþóknun sinnni á umræddri lagasetningu með þvl að safnast saman I Kaupmannahöfn og nokkrum öðrum borgum og bæjum, akandi I dráttarvélum I fylkingum um götur borganna og trufla þannig aila umferð lengi dags. Arið 1979 var dönskum landbúnaði mjög þungt I skauti efnahagslega. Verð á vissum framleiðsluvörum þeirra lækkaði og markaðir þrengdust verulega svo aö I óefni horfir fyrir fjölda bænda, og svo er sagt að algengustu kvillar I sveitum landsins.séu nú á sviði geðheilsu, þvi að vaxandi kostnaður og rýrnandi eftir- tekja valdi hugarvlli svo viö sturlun liggi allt of vlða, og ab margir horfi fram á veginn og sjái gjaldþrot á næsta leiti. Taliö er aö umræddur skattur einn muni dæla I rlkiskassann um 250 milljónum danskra króna á ári. Þessi skattur verður því þungbærari mörgum, einkum ungum bændum, sem eftirtekja ársins 1979 er um 15% rýrari aö verömætum en áriö áður. Og svo bætist nú á rekstrarreikn- ing búanna um 10% launa- hækkun.það eykur ekki bjart- sýni til framtlðarviðhorfa þegar markaösverð framleiðsl- unnar er ört lækkandi. Fróöir menn telja að dómstóll Efna- hagsbandalagsins muni ekki hnekkja umræddum lögum. G. Bændur á Suöur-Sjálandi óku I fylkingum á dráttarvélum til Slagelse og lýstu þannig andúb sinni og fyrirlitningu á umræddum lögum. EFLVMTÍMANN Sjáifboðaliðar hringí i sima 86300 eða 86538, Síðumúla 15 Reykjavik, á venjulegum skrif- ^tofutima. Þeim sem senda vilja framlög til blaðsins er bent á að giró- seðlar fást i öllum pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Söfn- unarreikningurinn er hlaupa- reikningur nr. 1295 i Samvinnu- bankanum. T- Styrkið Tímann Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans í pósthólf 370, Reykjavík Ég undirritaður vil styrkja Timann með þvi að greiða í aukaáskrift [j heíia [Jj háifa á mánuði Nafn___________________________________________ Heimilisf.--------------------------—---------- ______________________________Sími

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.