Tíminn - 26.04.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.04.1980, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 26. aprll 1980 Otgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eiriksson. Aug- lýsingastjóri: Steingrlmur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og augiýsingar Sfðumúia 15. Simi 86300. — Kvöldslmar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð I lausasölu kr. 240. -Askriftargjald kr. 4.800 á mánuði. Blaðaprent. Landgrunnslög- saga íslands Samkvæmt uppkasti þvi til nýrra hafréttarlaga, sem hafréttarráðstefnan hefur haft til umfjöllunar siðustu misseri, er gert ráð fyrir þrenns konar lög. sögu strandrikis. í fyrsta lagi er sjálf landhelgin, þar sem strandrikið hefur full yfirráð. í öðru lagi er efnahagslögsagan, sem veitir strandrikinu einu rétt til nýtingar á öllum náttúruauðæfum, sem þar er að finna. í þriðja lagi er svo landgrunnslögsaga, sem veitir strandrikinu einu rétt til nýtingar á öllum jarðefnum, föstum eða fljótandi, sem er að finna á þeim hluta landgrunns þess, sem er utan efnahags- lögsögunnar. í áðurnefndu uppkasti eru ytri mörk landhelginn- ar ákveðin 12 mllur frá grunnllnu, en ytri mörk efnahagslögsögunnar 200 milur. Um þessi mörk er nokkum veginn samkomulag á hafréttarráðstefn- unni. Hins vegar hefur ekki enn náðst samkomulag um ytri mörk landgrunnslögsögunnar, en i nýju uppkasti er m.a. gert ráð fyrir að hún megi ná 350 milur frá grunnllnu. Ýmis riki vilja láta mörkin ná lengra út og miða þá við dýpi og jarðefni hafsbotns- ins. Um það stendur ágreiningurinn, en sennilegt er að flestir geti fallizt á 350 milna fjarlægðarmörkin. Landgrunnslögsagan hefur lengri forsögu en efnahagslögsagan og traustari lagalegan grundvöll. Efnahagslögsagan er nýmæli i alþjóðalögum. Hins vegar er yfirleitt litið á landgrunnslögsöguna sem viðurkennda alþjóðlega reglu. Á hafréttarráðstefn- unni I Genf 1958 náðist fullt samkomulag um sér- stakan sáttmála, sem fjallar um landgrunnið (Con- vention on the Continental Shelf) Samkvæmt honum ná landgrunnsréttindi strandrikis eins langt frá ströndum landsins og hægt er að nýta auðæfi hafs- botnsins. Á grundvelli framannefnds alþjóðasáttmála setti Alþingi lög 1969 um yfirráðarétt islenzka rikisins yfir landgrunninu umhverfis Island. Samkvæmt þeim á Island fullan og óskorðaðan yfirráðarétt yfir landgrunni íslands að þvi er tekur til rannsókna og nýtingar á auðæfum þess. Þessi réttur nær til allra auðæfa hafsbotnsins fastra og fljótandi, lifrænna og ólifrænna. 1 3. grein laganna segir, að Islenzka landgrunnið telst I merkingu þessara laga ná svo langt út frá ströndum landsins sem unnt reynist að nýta auðæfi þess. 1 4. grein segir, að ráðherra skuli setja með reglugerð nánari ákvæði um mörkun þess og önnur þau atriði, sem þurfa þykir. Það hefur dregizt að setja sllka reglugerð, þvi að aðaláherzla hefur verið lögð á að tryggja réttinn til efnahagslögsögunnar, þar sem landgrunnsréttur- inn var þegar fenginn. Nú má þetta ekki dragast lengur, þar sem Norðmenn eru með ráðabrugg um að lýsa yfir efnahagslögsögu umhverfis Jan Mayen og mun það jafnvel fyrirætlun þeirra að láta hana ná yfir verulegan hluta landgrunnsins, sem ísland tileinkaði sér 1969. Ef engir samningar nást um þessi efni við Norð- menn, og þeir gera sig liklega til að lýsa yfir efna- hagslögsögu við Jan Mayen, verða íslendingar taf- arlaust að setja reglugerð um ytri mörk land- grunnsins. Samkvæmt þvl sem áður er rakið, gætu þau náð I allt að 350 mllur frá grunnllnu. Textinn gerir ráð fyrir þvl, ef ágreiningur ris milli rikja um mörk efnahagslögsögu og land- grunnslögsögu, skuli hann leystur með samningum á sanngirnisgrundvelli. Þ.Þ. Þórarinn Þórarinsson Erlent yfirlit Framboð Andersons er hagstætt Reagan Óánægöir demókratar líklegir til að kjósa hann ÞAÐ ernú ljóst, aö þrir menn, sem allir geta haft möguleika til aö ná kjöri, muni keppa i for- setakosningunum I Bandarikj- unum i haust. Þetta verða i fyrsta lagi frambjóöendur demókrata og republikana, en allar líkur benda til þess, að Carter forseti hljóti útnefningu demókrata og Ronald Reagan útnefningu republikana. Þriðji keppandinn verður John B. Anderson, sem lýsti yfir þvi á blaðamannafundi I fyrradag, að hann myndi bjóða sig fram utan flokka, en fullvist þykir, aö hann muni hljóta verulegt fylgi. Auk þessara þriggja manna verða svo vafalaust margir aðr- ir frambjóöendur, en enginn þeirra mun hljóta teljandi fylgi. Venjulegast eru frambjóðendur margir I forsetakosningunum I Bandarikjunum, en framboð flestra þeirra hafa yfirleitt ekki verið tekin alvarlega. Keppnin hefur fyrst og fremst verið milli frambjóðanda demó- krata og republikana, en stund- um hefur ósamkomulag hjá þeim leitt til klofningsfram- boöa, sem hafa sundrað fylgi þeirra nokkuð. Enginn slikra klofningsframbjóöenda hefur náð eins langt og Theodore Roosevelt, sem bauð sig fram utan stóru flokkanna 1912, en hann fékk 28% greiddra at- kvæöa. Framboö hans varö til þess, að repúblikanir töpuðu, en hefðu þeir staðiö saman, áttu þeir unna kosningu, því aö þeir voru þá miklu öflugri en demó- kratar. ANDERSON mátti heita óþekktur i Bandarlkjunum, þegar hann gaf kost á sér til framboös fyrir republikana á slðastl. hausti. Hann var aö vlsu búinn aö sitja um alllangt skeiö I fulltrúadeild Bandarlkjaþings og vinna sér þar gott orð. Þing- menn I fulltrúadeildinni hafa yfirleitt ekki aðstöðu til að veröa þekktir utan kjördæma sinna og átti þaö við um Ander- son eins og aöra. Anderson vakti hins vegar fljótt mikla athygli eftir að hann hóf kosningabaráttuna I vetur. Hann er snjall ræðumaöur og skýr I svörum og fer sinar eigin leiðir. Hann hikaði ekki viö að halda fram óvinsælum skoðun- John B. Anderson um, ef hann áleit þær réttar. Þetta fékk góðan hljómgrunn hjá óháðum kjósendum, sem fylktu sér margir undir merki hans. Þegar Anderson kom fyrst á þing, þtítti hann langt til hægri. Hann var þá stuöningsmaður Goldwaters, sem beiö mikinn ósigur I forsetakosningunum 1964. Brátt breyttist afstaöa Andersons og slðustu árin hefur hann verið talinn einn af leið- togum frjálslyndari arms repú- blikana I fulltrúadeildinni. Erfitt er þtí, aö flokka Anderson til vinstri eöa hægri, þvl að af- staða hans fer mjög eftir málum hverju sinni. Anderson veröur þvi ekki tal- inn hafa svipaöa stöðu og Ed- ward Kennedy hjá demókröt- um, sem óneitanlega er leiðtogi framfarasinnaðri arms þeirra. Anderson hefur þó lýst yfir þvl, að hann gæti betur sætt sig við Kennedy en Reagan sem for- seta, en hann telur Reagan allt- of Ihaldssaman og þröngsýnan. Þtítt Anderson hlyti fljótt verulegan stuðning hjá almenn- ingi, var það eigi að síður aug- ljóst, að hann myndi ekki verða fyrir valinu sem forsetaefni repúblikana. Það þykir nú vlst, að Reagan verði fyrir valinu. Anderson hefur þvl fengið I vax- andi mæli áskoranir um að fara fram utanflokka. Eftir nána at- hugun hefur hann ákveöið að verða viö þeim tilmælum. ÞESSI ákvörðun hefur senni- lega aö einhverju leyti byggzt á þvl, að skoðanakannanir hafa leitt i ljós, að um helmingur kjósenda er óánægður með að eiga ekki val nema á milli þeirra Carters og Reagans. Þessir kjósendur þykja þvl lik- legir til að k'jósa þriðja fram- bjóðandann, ef um hæfan mann er aö ræða. Skoöanakannanir benda til, að 18-21% kjósenda myndu kjtísa Anderson, ef þeir ættu að velja milli hans, Carters og Reagans. Vonir Andersons og fylgismanna hans er sú, að þessi htípur eigi eftir aö stækka, þegar Anderson hefur baráttu sína sem óflokksbundinn fram- bjóðandi. Sennilega fer það þó talsvert eftir þvi, hvort Anderson tekst aö vekja trú á, að hann hafi möguleika á að ná kosningu. Takist honum það ekki, og kjós- endur telja að raunverulega sé ekki nema um Carter og Reag- an að velja, munu sennilega margir vilja hafa áhrif á, hvor þeirra það verður sem hreppir hnossiö. Nokkuð eru spár skiptar um, hvort Anderson muni draga meira fylgi frá Carter eða Rea- gan. Báöir munu þeir óttast hann. Fleiri spár hnlga á þann veg, að framboð Andersons sé óhagstæöara Carter en Reagan. Margir kjtísendur, sem hafa stutt Kennedy, muni snúast á sveif meö Anderson. Af hálfu demókrata mun vafalaust lögö áherzla á þann áróður, að And- erson sé tíviljandi að hjálpa Reagan, þótt hann hafi lýst yfir þvl að hann vilji ekki Reagan sem forseta. En hvað, sem því llður, mun óháð framboð Andersons gera kosningarnar fjörlegri og litrík- ari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.