Tíminn - 09.05.1980, Page 6

Tíminn - 09.05.1980, Page 6
6 Föstudagur 9. maí 1980 r v. Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Eitstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurósson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eiriksson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýsingar Sföumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 240. -Askriftargjald kr. 4.800 á mánuöi. Blaöaprent. J Þórarinn Þórarinsson Erlent yfirlit Hver er hræddur við Ronald Reagan? Hann er ráðgáta þeim sem þekkja hann Menningarmiöstöö Islands Ef benda ætti á einn stað i landinu sem miðstöð islenskra mennta, andlegan höfuðstað landsins i sögu þjóðarinnar, þá er það Skálholt. Það er mikill misskilningur þegar menn kveða svo að orði, með nútimann i huga, að þar hafi „aðeins” verið biskupssetur. Á fyrri tið var biskupssetur óhugs- andi án skólahalds, margvislegrar menningariðju, bókmennta og tónlistar og annarra umsvifa. Allt fram til loka átjándu aldar var Skálholt menningarmiðstöð íslands. Á glæsilegum skeiðum þjóðarsögunnar reis mikilleiki staðarins hátt og bar grósku þjóðlifsins vitni, og á sama hátt sýndi niðurlæging Skálholtsstaðar siðar eymd og niður- lægingu þjóðarinnar. Á siðustu áratugum hafa mikil og góð umskipti vissulega orðið i Skálholti. Þar er risin vegleg kirkja, og þar er starfandi skóli sem i senn hefur verið sett það markmið að verða menningarleg miðstöð á vegum þjóðkirkjunnar. En þvi fer viðs fjarri að svo sé búið að þessum andlega höfuðstað að þar megi sjá efnahag og vel- sæld þjóðarinnar i einni andrá. Það er satt að segja eins og sálin hafi gleymst i öllum þeim efnalegu gnægtum sem þjóðin nýtur. í stjórnarstofnunum og á Alþingi, sem fer með fé fólksins, virðist rikja is- köld þögn og hnausþykkt áhugaleysi um virðingu staðarins — sem þó er virðing þjóðarinnar fyrir sjálfri sér og arfi sinum. Það er ekkert fé fyrir hendi til þess að halda hús- unum við. Það er ekkert fé fyrir hendi til þess að mála húsin utan! Það er ekkert fé að hafa til þess að gera sjálfsagðar og venjulegar viðgerðir á kirkj- unni i Skálholti sem mætir þó islenskum veðrum eins og önnur hús i landinu. Getur það verið að íslendingar þykist fullsæmdir af þvi að allir munir i Skálholtskirkju, með undan- tekningu, eru gjafir erlendra manna? Getur það verið að íslendingar hafi þangað ekkert að gefa? Er það ekki yfirgengilegt að ganga inn i Skálholts- kirkju, og þar eru þá engar gjafir frá íslendingum nema tveir stórfagrir stjakar sem Bjarni Bene- diktsson og Sigriður kona hans gáfu á sinni tið? Allt hitt hafa útlendingar gefið!! — Er þetta al- dæla? Skálholtsskóli er i spennitreyju sem kemur i veg fyrir að hann geti vaxið til samræmis við óskir þess fjölda ungmenna sem skólann vildi gjarnan sækja. Að sama skapi er stofnunin i spennitreyju að þvi er lýtur að möguleikum til fjölmennra mannfunda og ráðstefnuhalds. Þjóðkirkjan hefur farið fram á það að standa að könnun á þeim fornleifum sem á staðnum er að finna, annast uppgröft á staðnum i þvi skyni að fá yfirlit yfir húsakynni fyrri tiðar og búa siðan svo um að leifarnar njóti fyllstu verndar. En eitthvað vantar. Ef til vill vantar fé i annað eins stórvirki!! Skyldi það nú sannast að annað vantaði meira? — Skyldi það vera skilningurinn? Það er skömm og hneisa og virðingarleysi þjóðar- innar fyrir sjálfri sér ef ekki verður bætt úr á Skál- holtsstað. En reyndar hefur staðurinn löngum verið vitni ástandsins i landinu. JS Ariö 1940 giltist Reagan Jane Wyman. Þau skildu átta árum siöar. Fátt eöa ekkert I stjörnarat- höfnum Reagans bendi til þess, aö hann væri öfgafullur Ihalds- maöur. A þaö hefur þvl oft veriö bent, aö á yngri árum slnum skipaöi Reagan sér I vinstri arm demókrata. Hann var m.a. félagsmaöur I American for Democratic Action. Hann kaus bæöi Roosewelt og Truman. Hann studdi republikana fyrst I forsetakosningunum 1952, þegar Eisenhower var I framboöi , en heltþó áfram aö skrá sig sem demókrata til 1962. Sumarheimildirsegja, aö þaö hafi veriö Nancy, slöari eigin- kona hans, sem hafi gert hann aö Ihaldsmanni. SENNILEGA yröi stjórn innanlandsmála nokkru ihalds- samari, ef Reagan tæki viö for- setaembættinu af Carter. Þó er ekki vlst aö munurinn yröi mikill, þvl aö Carter hefur færzt verulega til hægri slöustu misserin. Miklu meiri óvissa rlkir I sambandi viö utanrlkismálin. I oröi kveönu er Reagan and- stæöari Sovétrikjunum en Carter og leggur meiri áherzlu á öflugar hervarnir. Nýlega hefur þann skipaö nefnd allmargra manna, sem á aö vera honum til ráöuneytis um utanríkismál og öryggismál. Flestir þessara manna eru svonefndir haukar. Kissinger er ekki I þessum hópi. Hann var svo óheþþinn aö skora á Ford aö gefa kost á sér til framboös. Óllklegt þykir þvl, aö hann sé utanríkisráöherraefni Reagans. Annars kvarta margir samstarfsmenn Reagans undan þvl, aö erfitt sé aö vita hug hans allan. Hann umgangist þá lltiö og sé sem mest einn meö konu sinni. Þegar hann kemur fram oþinberlega er hann hins vegar glaövær og viöfelldinn, en jafnframt viröulegur. Reagan viröist kunna bezt viö sig á búgaröi slnum og gengur þar oft aö bUstörfum. A kvöldin horfa þau hjón oft á sjónvarþs- þætti og er HUsiö á sléttunni sagöur uþpáhaldsframhalds- þáttur Reagans. Annars vita menn litiö um einkallf hans. Kunningjar Reagans segja, aö þaö sé erfitt aö láta sér ekki llka vel viö hann, en þaö sé eins erfitt aö þekkja hann. Maöur, sem er flestum ráögáta, nálgast nU óöum aö veröa næsti forseti Bar.darikjanna. WILLIAM Rees-Nogg, sem er stjórnmálaritstjóri enska stór- blaösins The Times, hefur nýlega veriö á feröalagi I Bandarlkjunum i þeim tilgangi aö fylgjast meö kosningabarátt- unni þar. Hann fór m.a. I feröa- lög meö helstu frambjóöendun- um og hlýddi á málflutning þeirra á fundum og I viötölum viö kjósendur. Hann hefur slöan skrifaö nokkrar greinar um kosningabaráttuna og fjallarein þeirra um Ronald Reagan. Fyrirsögn hennar er: Hver er hræddur viö Ronald Reagan? Rees-Mogg lýsir þvl fyrst, hvernig Reagan hafi komiö honum fyrir sjónir. Útlitiö sé hraustlegt og beri ekki þess svip hvaö gamall hann er. Framkoma hans beri engin þreytumerki og hann viröist I góöu jafnvægi. Venjuleg fram- söguræöa hans sé heldur litlaus og beri þess merki, aö hann sé búinn aö flytja hana oft og oröinn hálfleiöur á þvl. Aö henni lokinni svari hann fyrirspurnum áheyrenda. Hann svari þeim oft I léttum tón, sem ekki sé venja bandarlskra stjórnmálamanna, sem yfirleitt eru hátlölegir og alvarlegir undir slikum kringumstæöum. Rees-Mogg nefnir þaö sem dæmi, aö svar Reagans varö- andi fyrirspurn um skattamálin hafi veriö á þessa leiö: Þú getur ekki rænt Pétur til aö borga Páli, þvl aö Pétur er löngu oröinn gjaldþrota. Oft bendi slík svör Reagans til þess, aö þau hafi veriö samin fyrirfram. önnur svör hans bendi hins vegar til þess, aö hann hafi aflaö sér góörar þekkingar og sé vel heima á flestum sviöum. Þaö er niöurstaöa Rees- Moggs eftir aö hafa fylgzt þannig meö Reagan, aö hann sé hvergi nærri eins langt til hægri og Barry Goldwater, þegar hann var I framboöi 1964, heldur sé nær aö llkja honum viö Margaret Thatcher. REAGAN gerir mikiö aö þvl aö vitna til starfs sins sem ríkis- stjóri I Kaliforniu á árunum 1967-1975. Af þvl veröur þó ekki ráöiö, nema takmarkaö hvernig hann myndi reynast sem forseti. Sú ályktun veröur þó ekki ráöin af þvl, aö Reagan myndi veröa eins mikill skatta- lækkunarmaöur og hann vill vera láta, ef hann kæmist I for- setastólinn. Ronald Reagan I rlkisstjórakosningunum haustiö 1966 deildi Reagan hart á Pat Brown, þáverandi ríkis- stjóra, fyrir mikla útgjalda- hækkun og rekstrarhalla hjá rikinu. I þau átta ár, sem Brown haföi veriö ríkisstjóri, höföu útgjöldin hækkaö úr 2.14 mill- jöröum dollara á ári I 4.65 milljaröa. Rekstrarhallinn siöasta áriö var 194 milljónir dollara. Þau átta ár, sem Reagan var rlkisst jóri, jukust útgjöld úr 4.65 milljöröum dollara I 10.27 mill- jaröa eöa engu minna en hjá Brown, án þess aö veröbólga væri þó meiri. En tekjuaf- gangur varö hins vegar hjá Reagan eöa 554 milljónir króna siðasta stjórnaráriö. Þessum árangri náöi Reagan meöþví aö hækka meira skatta en nokkur rlkisstjóri i Kallforníu fyrr og slöar. Hámarkstekjuskattur hækkaöi úr 7% i 11% I stjórnar- tlö hans og söluskattur úr 4% I 6%. Rétt er að geta þess, að seinni árin var tekjuafgangur- inn svo mikill, aö skattgreiö- endur fengu endurgreiddan hluta af tekjuskattinum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.