Tíminn - 09.05.1980, Síða 9

Tíminn - 09.05.1980, Síða 9
Föstudagur 9. mai 1980 13 nýja skipagerð er sífellt að þróast og telur nú um 1500 skip t þessum mánuöi var haldin ráðstefna um svonefnd RO RO skip i Monte Carlo, I tengslum viö mikla sýningu á nýjungum I þess- ari nú fyrirferöarmiklu flutninga- aöferð, og munu Noröurlöndin (þó vist ekki tsland) hafa tekiö þátt i þessari ráöstefnu; þvi skipafélög á Noröurlöndum hafa mjög notfært sér möguleika RO RO aöferöarinnar, og eru raunar meöal upphafsmanna hennar. 150 ára gömul aðferð Þaö er ávallt svo, þegar tima- mót veröa, eöa umtalsveröar nýj- ungar ber á góma, aö menn velta þvi fyrir sér, hvaö hafi veriö upp- hafiö. Þeir er lengst vilja ganga, segja aö RO RO hugmyndina sé aö rekja til þeirra tima er menn byrjuðu aö velta tunnum um borö I skip. Enn aörir telja, aö menn hafi gert sér kosti þessarar hug- myndar ljósa, þegar hinar egypsku obeliskar voru fluttar til Evrópu frá Egyptalandi fyrir 150 árum, en þær vega nokkur hundr- uö tonn, og um þær mundir var enginn lyftibiinaöur þekktur er komið gat slikum þunga um borð i skip og i land aftur. Flestir hallast þó að þvi, að fyrst hafi verið byrjað að aka bif- reiðum um borð i farþegaskip er fluttu bila og ferðamenn yfir Ermarsund, og þaðan sé RO RO hugmyndin ættuð. Nokkuð var um það, þegar fyrir strlð, að menn vildu ferðast með bila sina frá Englandi yfir á meginland Evrópu, og öfugt. Þá voru bilarnir hifðir um borð á venjulegan hátt, sem var ákaf- lega seinvirk aðferð, og eftir styrjöldina, þegar einkabillinn varð almenningseign, varð að finna fljótvirkari aðferðir, Bif- reiðar meö vörur, og jafnvel vörubilar komu fljótlega I kjöl- farið, þvi menn sáu auðvitað að þetta gat verið hentug flutninga- aðferö. Þaö er þjóðvegaakstur, þar sem ferjur voru notaðar yfir sund. Járnbrautarferjur eru lika hluti af þessari sögu, þvl snemma komu fram járnbrautarferjur er fluttu lestir i heilu lagi yfir sund, milli landa. Fyrstu bilferjurnar á Norður- löndum gengu milli Sviþjóðar og Danmerkur og smám saman var sllkum ferjuleiðum fjölgað. Norðursjórinn og RO RO fartin Næsti liöur I RO RO flutningun- um, veröur að teljast þegar byrj- að var að sérsmiða RO RO skip til aö sigla einvörðungu með vör- ur milli hafna viö Noröursjó og innhöfin I austri. Nefna má að Wallenius-linan lét smiöa 1000-4000 lesta RO RO skip, þar sem unnt var aö aka vörubilum um borð og einnig tengivögnum, eða gámum og brettum, er gaffallyftarar fluttu um borð I skipin og losuðu slðan. Þetta stytti viökomu skipanna I höfnunum mjög mikið. t raun og veru var þarna þó ekki um fullmótaða RO RO stefnu að ræða, þar eð margs konar að- gerðum var jafnframt beitt við losun og lestun, og algengustu siglingaleiðirnar voru milli hafna I Eystrarsalti og hafna við Norðursjó. Háðstefna um RO RO skip Jónas Guðmundsson: SIGLINGAR Nýtisku RO RO skip á sigl- ingu. Takið eftir skutbrúnni sem unnt er ah leggja upp á venjulega bryggju, en oft eru skipin cinnig nieð op að fram- an, þannig að unnt er að aka inn og út um skipið. Skutbrýr eru nú það breiðar, að unnt er að aka samtimis um borð og i land, þannig að losun og lestun fer að nokkru leyti fram sam- timis. Flest þessara skipa voru með skutbrúlúgu, 7 metra breiða og 5 metra háa. Um þessar dyr mátti aka stórum vörubllum og flutn- ingavögnum, en vörur voru einn- ig fluttar um borö og losaðar með öðrum hætti um lestarop. Það var til dæmis mjög algengt að skipin flyttu trjávörur frá Eystrasaltslöndunum og slöan blla til baka. RO RO skipin á Atlantshafsrútuna Það mun ekki hafa verið fyrr en á sjötta áratugnum, sem RO RO flutningar byrja yfir Atlantshaf- ið. Það voru fyrstu bllaskipin er fluttu blla yfir hafiö. Nýjum bll- um var ekið um borð og þetta var auðveldara en verið haföi meðan bllar voru fluttir I venjulegum flutningaskipum. Þá tók langan tima að hlfa bllana um borö og frá borði, auk þess sem skemmdir voru algengar þvl aðstaöan um borð var örðug. Þó voru fyrstu skipin, er Norðurlandabúar gerðu út til þess arna, einnig þannig búin að þau gátu haft vörugáma á þilfari til að drýgja tekjurnar. Þessir flutningar gáfust vel, og eftir að sérfyrirtæki I lestarbún- aði, eins og t.d. MacGregor, höfðu hannaö vökvastýrðar skutbrýr og alls konar búnað fyrir RO RO skipin, var ekkert þvl lengur til fyrirstööu aö unnt væri að nota þessa flutningaaöferð hvar sem var, en áöur þurfti sérstök hafn- armannvirki fyrir RO RO skipin. RO RO floti Norðurlanda 1979 Samkvæmt skýrslum telur RO RO floti Noröurlanda nú 514 skip sem eru samtals 3,3 milljónir lesta DW. Fleiri en 100 þessara skipa eru stærri en 6000 tonn DW og má nota þau I siglingar á Atlantshafi og til viðbótar voru pöntuð á árinu 122 sllk skip hjá skipasmiðastööv- um um allan heim, samtals um ein milljón lesta DW. Rúmlega hundrað af þessum nýju skipum verða stærri en 6000 lestir. Þá eru einnig til 97 skip, sem geta — auk annars — notast sem RO RO skip, en þau eru samtals 630.000 tonn DW og 25 skip af þeirri gerð eru I smíðum, samtals um 400.000 tonn DW. Þá eru ótalin 78 skip I eigu Norðurlandaþjóöanna, er bjóöa upp á margháttaðar losunar- og lestunaraöferöir auk RO RO eöa gámaskip, sem einnig hafa akstursop, en þá er akbrú, en auk þess kranar fyrir gáma. Samanlagður tonnafjöldi þeirra er um 710.000 tonn DW. 20 sllk skip eru nú I smlðum, samtals 250.000 tonn DW. Þá er ótaliö 41 RO RO skip, er ætlað er til þess aö flytja þunga- vöru (þung stykki) sem tekin eru um borð á vögnum. Fjögur sllk skip eru I smlðum, samtals um 35.000 tonn DW. Þá eru ekki með talin önnur skip, er tengjast RO RO flutning- unum, en eru aö öðru leyti ætluð I sérverkefnL Bilferjum fjölgar Mjög mikil gróska hefur verið I bílferjum, er flytja ferðamenn og fjölskyldublla, eða rútur, auk vörublla meö farma. Er talið að 483 slíkar bllferjur séu I heimin- um núna, og um 60 eru I smlðum, samtals um 600.000 tonn DW. Það eru einkum ferjufyrirtækin er sigla yfir Ermarsund og Norð- urlandaþjóðirnar (Svíar), sem færa út kviarnar á þessum vett- vangi. Bretland og Svlþjóð ráöa yfir öflugasta skipastólnum á þessu sviði (Farþegar bílar/vörubílar- og tengivagnar), en Norðurlöndin, auðvitað að Is- landi undanskildu, eiga um 25% af tonnafjöldanum I bilferjum heimsins (farþegaskip, er flytja einnig ferðamannabila). Hvað er RO RO skip? Það er talað um að I heiminum séu núna 1.425 RO RO skip, þá er þvl við að bæta, að skilgreiningin er oft mjög örðug. Mikiö er um það, að akstursbrýr séu settar á almenn vöruflutningaskip og búlkaskip. Þau eru þó ekki raun- veruleg RO RO skip. Mönnum hefur gengið mjög illa aö skil- greina þessa skipagerð, því ekki eru allir sammála um hvernig skilgreina beri sllk skip. Er RO RO skip hvert þaö skip er unnt er að aka um borð I, jafnvel þótt önnur atriði skipsins seu mikil- vægari? Skip sem jöfnum höndum flytja gáma og farartæki á hjólum? Reynt var aö skilgreina þetta nánar á ráðstefnunni I Monte Carlo. Geysileg þróun hefur orðiö I smlði RO RO skipanna og eru þau reyndar orðin að fljótandi vörugeymslum, eöa bllastæðum, fremur en skipum. Lestarrýmiö miðaö viöeigin þyngd (DW) hef- ur aukist gífurlega. Aður var lest- arrými þessara skipa 1-1.5 rúmm. á hvert DW tonn, en er núna 7-10 rúmm. á hvert tonn I þunga (DW). Þessi skip eru opin stafnanna á milli og þótt það sé hentugt vegna afgreiÖ6lu, veldur það mjög auk- inni hættu fyrir skipiö sjálft. Gömlu skipin voru hólfuö I lestar meö skilrúmum, þannig að vissri hættu, t.d. eldhættu, var dreift, og hættuleg efni I farmi var unnt að skilja frá öörum farmi skipsins. Einnig skapast talsverð hætta af skilrúmaleysi ef skipið veröur fyrir óhappi, sjór kemst I það, þá er það reyndar dauðadæmt, ef svo má oröa þaö, en venjuleg skip þola aö fá sjó I eina lest af mörg- um. Talsverð hætta fylgir llka vél- knúnum ökutækjum, og hinum margvíslega farmi, er þau flytja. Þetta eru mál, sem tæknimenn eru nú aö velta fyrir sér. Komið hafa fram hugmyndir um að að- skilja meö einhverju móti „hættuleg efni” frá öörum efnum I farmrúmum, og reynt er að leysa skilrúmavandann, án þess að það veröi á kostnað hag- kvæmninnar. Þótt Ro Ro skipin séu fyrir ökutæki. verða sumir að gjöra svo vel og ganga um borð. Þarna er fflalest á leiðinni umborð i gámaskip, en filar voru (0g eru) flutningatæki i mörgum löndum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.