Fréttablaðið - 16.06.2007, Page 72

Fréttablaðið - 16.06.2007, Page 72
Nú um helgina standa Háskóla- setur Vestfjarða og Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri fyrir þjóðhátíðarþingi á Hrafnseyri. Þingið er skipulagt í samvinnu við Evrópufræðastofnun Háskólans á Bifröst, Alþjóðamálastofnun Há- skóla Íslands og Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Hátíðarþingið ber yfirskriftina „Þjóð og hnatt- væðing“ og eru nokkrir af virt- ustu fræðimönnum heims á þessu sviði væntanlegir til Hrafnseyrar til að fjalla um þetta áhugaverða málefni. Íslensku fyrirlesararnir verða þeir Auðunn Arnórsson blaða- maður, Birgir Hermannsson, stjórnmálafræðingur, Eirík- ur Bergmann Einarsson, stjórn- málafræðingur og forstöðumað- ur Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, Guðmundur Hálfdánar- son, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, og síðast en ekki síst Valdimar Halldórsson, staðarhaldari á Hrafnseyri. Erlendu fyrirlesararnir eru heldur engir aukvisar á þessu sviði en þau eru Lene Hansen, Liah Greenfeld og Ole Wæver. Lene Hansen er dósent í alþjóða- samskiptum við stjórnmálafræði- deild Háskólans í Kaupmanna- höfn. Liah Greenfeld er prófess- or í stjórnmálafræði við Boston University en hún hefur stund- að fræðistörf og kennt við marga virtustu háskóla heims, m.a. Har- vard-háskóla. Ole Wæver er próf- essor við stjórnmálafræðideild Háskólans í Kaupmannahöfn. Málþingið fer fram á ensku. Þingið hefst í dag en það fer fram á afar viðeigandi stað, á fæðingarbæ Jóns Sigurðssonar við Arnarfjörð en þar er að finna safn og kapellu til minningar um þann mikla stjórnmálaleiðtoga, vísinda- og fræðimann. Dagskráin hefst síðan aftur kl. 10 á morgun og stendur til hádegis. Eftir hádegi tekur svo við hátíðardagskrá í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga þar sem Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, flytur hátíðar- ræðu dagsins. Nánari upplýsingar um dag- skrá, fyrirlesara og efni fyrir- lestra er að finna á vef Háskóla- seturs Vestfjarða, www.hsvest.is Hnattvæðing á Hrafnseyri Svipmyndir nefnist ný útgáfa á tveimur safndiskum, sem komnir eru út frá forlaginu LP-útgáfa og 12 tónar dreifa, sem geyma úrval úr stórum bálki hljóðritana úr safni Ríkisútvarpsins af túlkunum Lár- usar Pálssonar leikara. Þar gefur að heyra flutning þessa ástsæla og dáða leikara á ljóðum og sögum, og heyra má brot úr nokkrum leikrit- um sem hann átti hlut að. Upptök- urnar spanna nærri tvo áratugi á ferli Lárusar, þær elstu frá því á fimmta áratug síðustu aldar en þær síðustu voru gerðar skömmu fyrir dauða listamannsins. Saman gefur þetta val fjölbreytta hugmynd um list Lárusar á ýmsum tímum. Magnús Hjálmarsson, tæknimað- ur Ríkisútvarpsins hefur yfirfar- ið upptökurnar og unnið eftir þeim stafræn afrit svo að list leikarans fengi notið sín sem best. Lárus Pálsson fæddist í Reykja- vík árið 1914. Hann fór að leika í Menntaskólaleikritum og sótti síðan í slóð Haraldar Björnsson- ar og Önnu Borg og fór til náms í Kaupmannahöfn við Konunglega leikhúsið á árunum 1934–1937 og lék síðan þar í borg um þriggja ára skeið í nafntoguðum leikflokki. Hann kom þar einnig fram í kvik- mynd. Hann sneri heim haustið 1940 og gekk til liðs við Leikfélag Reykjavíkur sem leikari og leik- stjóri og breytti verkefnavali fé- lagsins verulega. Starfaði hann þar við mikla aðdáun og vinsældir uns Þjóðleikhúsið tók til starfa vorið 1950 þar sem hann starf- aði síðan sem leikari og leikstjóri til dánardags árið 1968 og varð á skammri ævi einn helsti áhrifa- maður í íslensku leikhúslífi. Árið 1941 stofnaði Lárus leiklistarskóla sem starfaði um árabil og mennt- aði marga þá leikara sem síðar létu að sér kveða á íslensku leiksviði frá 1946 langt fram eftir öldinni. Var skóli hans raunar fyrirrennari leik- listarskóla Þjóðleikhússins þar sem Lárus kenndi síðar. Lárus var ekki aðeins mikilvirk- ur stjórnandi og metnaðarfullur leikhúsmaður. Hann var afbragðs- leikari bæði á sviði og í útvarpi. Hann vann leikgerð að Íslands- klukkunni eftir Halldór Laxness sem var opnunarsýning Þjóðleik- hússins og leikin þar með nokk- urra ára bili á sjötta áratugnum og er kunn af hljóðritun. Hann var afar virkur upplesari, fór um land- ið og flutti þá meðal annars stóran hluta Péturs Gauts einn sem aðrir hafa leikið eftir honum. Sem upp- lesari hafði hann gríðarleg áhrif á opinberan flutning lauss og bund- ins máls. Einn nemendi hans sem var undir sterkum áhrifum frá les- stíl Lárusar var Óskar Halldórs- son sem sagði um Lárus Pálsson að hann hefði verið jafnvígur „á gleði- leik og harmleik, en hæst reis list hans í ljóðrænni túlkun og náði þar sérstöðu. Ljóðskynjun hans virt- ist dýpri og ríkari en annarra, og framsögn hans, mjúk eða sterk, auðug eða einföld, nálgaðist einatt þá fullkomnun að öll önnur umfjöll- un textans virtist út í hött.“ Ævisaga Lárusar hefur um langt skeið verið í vinnslu og er Þorvald- ur Kristinsson höfundur hennar. Sýning Þuríðar Sigurðardóttur „Stóð“ í gallerí Suðsuðvestur lýkur nú um helgina. Viðfangsefni Þuríð- ar á sýningunni er íslenski hestur- inn og býður hún áhorfandanum að taka þátt í rannsókn sinni á tengsl- um manns og dýrs í gegnum upp- lifun lita og áferðar feldsins. Með því að höfða til löngunar- innar til að klappa mjúkum dýrum verða málverkin nánast ómót- stæðileg og um leið koma fram spurningar um málverkið sem miðil. Þaulunnin og tímafrek kall- ast þau á við listasöguna og vega salt milli hins fígúratífa og ab- strakt. Síðustu forvöð „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.