Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.06.2007, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 16.06.2007, Qupperneq 72
Nú um helgina standa Háskóla- setur Vestfjarða og Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri fyrir þjóðhátíðarþingi á Hrafnseyri. Þingið er skipulagt í samvinnu við Evrópufræðastofnun Háskólans á Bifröst, Alþjóðamálastofnun Há- skóla Íslands og Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Hátíðarþingið ber yfirskriftina „Þjóð og hnatt- væðing“ og eru nokkrir af virt- ustu fræðimönnum heims á þessu sviði væntanlegir til Hrafnseyrar til að fjalla um þetta áhugaverða málefni. Íslensku fyrirlesararnir verða þeir Auðunn Arnórsson blaða- maður, Birgir Hermannsson, stjórnmálafræðingur, Eirík- ur Bergmann Einarsson, stjórn- málafræðingur og forstöðumað- ur Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, Guðmundur Hálfdánar- son, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, og síðast en ekki síst Valdimar Halldórsson, staðarhaldari á Hrafnseyri. Erlendu fyrirlesararnir eru heldur engir aukvisar á þessu sviði en þau eru Lene Hansen, Liah Greenfeld og Ole Wæver. Lene Hansen er dósent í alþjóða- samskiptum við stjórnmálafræði- deild Háskólans í Kaupmanna- höfn. Liah Greenfeld er prófess- or í stjórnmálafræði við Boston University en hún hefur stund- að fræðistörf og kennt við marga virtustu háskóla heims, m.a. Har- vard-háskóla. Ole Wæver er próf- essor við stjórnmálafræðideild Háskólans í Kaupmannahöfn. Málþingið fer fram á ensku. Þingið hefst í dag en það fer fram á afar viðeigandi stað, á fæðingarbæ Jóns Sigurðssonar við Arnarfjörð en þar er að finna safn og kapellu til minningar um þann mikla stjórnmálaleiðtoga, vísinda- og fræðimann. Dagskráin hefst síðan aftur kl. 10 á morgun og stendur til hádegis. Eftir hádegi tekur svo við hátíðardagskrá í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga þar sem Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, flytur hátíðar- ræðu dagsins. Nánari upplýsingar um dag- skrá, fyrirlesara og efni fyrir- lestra er að finna á vef Háskóla- seturs Vestfjarða, www.hsvest.is Hnattvæðing á Hrafnseyri Svipmyndir nefnist ný útgáfa á tveimur safndiskum, sem komnir eru út frá forlaginu LP-útgáfa og 12 tónar dreifa, sem geyma úrval úr stórum bálki hljóðritana úr safni Ríkisútvarpsins af túlkunum Lár- usar Pálssonar leikara. Þar gefur að heyra flutning þessa ástsæla og dáða leikara á ljóðum og sögum, og heyra má brot úr nokkrum leikrit- um sem hann átti hlut að. Upptök- urnar spanna nærri tvo áratugi á ferli Lárusar, þær elstu frá því á fimmta áratug síðustu aldar en þær síðustu voru gerðar skömmu fyrir dauða listamannsins. Saman gefur þetta val fjölbreytta hugmynd um list Lárusar á ýmsum tímum. Magnús Hjálmarsson, tæknimað- ur Ríkisútvarpsins hefur yfirfar- ið upptökurnar og unnið eftir þeim stafræn afrit svo að list leikarans fengi notið sín sem best. Lárus Pálsson fæddist í Reykja- vík árið 1914. Hann fór að leika í Menntaskólaleikritum og sótti síðan í slóð Haraldar Björnsson- ar og Önnu Borg og fór til náms í Kaupmannahöfn við Konunglega leikhúsið á árunum 1934–1937 og lék síðan þar í borg um þriggja ára skeið í nafntoguðum leikflokki. Hann kom þar einnig fram í kvik- mynd. Hann sneri heim haustið 1940 og gekk til liðs við Leikfélag Reykjavíkur sem leikari og leik- stjóri og breytti verkefnavali fé- lagsins verulega. Starfaði hann þar við mikla aðdáun og vinsældir uns Þjóðleikhúsið tók til starfa vorið 1950 þar sem hann starf- aði síðan sem leikari og leikstjóri til dánardags árið 1968 og varð á skammri ævi einn helsti áhrifa- maður í íslensku leikhúslífi. Árið 1941 stofnaði Lárus leiklistarskóla sem starfaði um árabil og mennt- aði marga þá leikara sem síðar létu að sér kveða á íslensku leiksviði frá 1946 langt fram eftir öldinni. Var skóli hans raunar fyrirrennari leik- listarskóla Þjóðleikhússins þar sem Lárus kenndi síðar. Lárus var ekki aðeins mikilvirk- ur stjórnandi og metnaðarfullur leikhúsmaður. Hann var afbragðs- leikari bæði á sviði og í útvarpi. Hann vann leikgerð að Íslands- klukkunni eftir Halldór Laxness sem var opnunarsýning Þjóðleik- hússins og leikin þar með nokk- urra ára bili á sjötta áratugnum og er kunn af hljóðritun. Hann var afar virkur upplesari, fór um land- ið og flutti þá meðal annars stóran hluta Péturs Gauts einn sem aðrir hafa leikið eftir honum. Sem upp- lesari hafði hann gríðarleg áhrif á opinberan flutning lauss og bund- ins máls. Einn nemendi hans sem var undir sterkum áhrifum frá les- stíl Lárusar var Óskar Halldórs- son sem sagði um Lárus Pálsson að hann hefði verið jafnvígur „á gleði- leik og harmleik, en hæst reis list hans í ljóðrænni túlkun og náði þar sérstöðu. Ljóðskynjun hans virt- ist dýpri og ríkari en annarra, og framsögn hans, mjúk eða sterk, auðug eða einföld, nálgaðist einatt þá fullkomnun að öll önnur umfjöll- un textans virtist út í hött.“ Ævisaga Lárusar hefur um langt skeið verið í vinnslu og er Þorvald- ur Kristinsson höfundur hennar. Sýning Þuríðar Sigurðardóttur „Stóð“ í gallerí Suðsuðvestur lýkur nú um helgina. Viðfangsefni Þuríð- ar á sýningunni er íslenski hestur- inn og býður hún áhorfandanum að taka þátt í rannsókn sinni á tengsl- um manns og dýrs í gegnum upp- lifun lita og áferðar feldsins. Með því að höfða til löngunar- innar til að klappa mjúkum dýrum verða málverkin nánast ómót- stæðileg og um leið koma fram spurningar um málverkið sem miðil. Þaulunnin og tímafrek kall- ast þau á við listasöguna og vega salt milli hins fígúratífa og ab- strakt. Síðustu forvöð „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.