Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 16
Rétt-sýnier fyrsta orðið sem aðstandendum Ólafs Darra Andrasonar, yfirhagfræðings hjá Alþýðusam- bandi Íslands (ASÍ), dettur í hug þegar þeir eru beðnir um að lýsa honum. Hann er ekki efnishyggjumað- ur sem berst mikið á og er alveg sama þótt hann keyri um á einhverri bíldruslu. „Ólafur er mikill jafnaðarmaður sem hugsar mikið um hag annarra en ekki bara um sínar einkaþarfir. Í því einstaklings- hyggjukapp- hlaupi sem er ríkjandi í samfélagi okkar þá er það sjaldgæft. Ég vildi óska að fleiri pólitíkusar hugsuðu eins og hann.“ Þetta helsta karakter- einkenni Ólafs kemur sér vel í starfi hans fyrir ASÍ því hann þykir góður að miðla málum og finna lausnir sem aðrir sjá ekki, auk þess sem hann þykir afar rólegur og yfirvegaður maður sem hækkar aldrei róminn. „Út af þessu halda menn að það sé hægt að sveigja hann út og suður en það áttar enginn sig á því að það er alltaf hann sem fær sínu framgengt.“ Þetta er annað einkenni á Ólafi sem margir í kringum hann benda á, því þó að allir segi að hann sé afar ljúfur maður þá „... stýrir hann málunum á mjög ósýnilegan hátt þannig að maður tekur eiginlega ekki eftir því“. Blaðamaður greip í tómt þegar hann ætlaði að grafa upp vafasamar sögur úr fortíð Ólafs Darra því hann virðist ekki hafa tekið mörg hliðarspor í lífinu. „Hann er ekki enn búinn að taka út unglingavandamálin; hlaupa af sér hornin. Sennilega er hann ekki með nein horn.“ Eitt misjafnt lúrir þó í barnæsku Ólafs: hann hrinti eldri bróður sínum Ívari niður stiga þegar þeir voru sex og sjö ára þannig að Ívar fótbrotnaði. Það mun þó hafa verið óviljandi og var hann afskaplega leiður yfir því. Hann þykir hafa verið skapbráðari sem barn en náði að temja skap sitt með árunum. Kannski er það út af því að hann var bráður sem barn sem Ólafur vill ekki láta kalla sig Ólaf Darra því þá finnst honum eins og „verið sé að skamma sig“. Ólafur hafði róttækar skoðanir til vinstri þegar hann var yngri en hefur linast í róttækninni eftir að hann komst til vits og ára. Haft var eftir honum að „... ungur kommúnisti væri maður með hreint hjarta en að miðaldra kommúnisti væri hálfviti“. Skapfesta Ólafs gerir það að verkum að ein vinkona hans kallar hann prinsippmann. „Hann borðar til dæmis ekki nammi og finnst að fjölskylda sín eigi ekki að gera það heldur.“ Helstu gallar Ólafs Darra – ef galla skyldi kalla – eru afleiðingar af því hversu mikill prinsipp- og nákvæmnis- maður hann er. „Mér finnst hann stundum einum of smámunasamur og stífur, festir sig stundum of mikið í aukaatriði.“ Ólafur er kallaður „reglugerðar- snati“ af vinum sínum vegna þess hversu nákvæmur hann er; hann vill alltaf fylgja settum reglum í spilum og öðru slíku. Ólafur treður prinsippum sínum þó ekki upp á aðra, og gerir jafnvel grín að þeim og sjálfum sér. Hann stundar hlaup og útivist í frítíma sínum en hefur verið slæmur í bakinu upp á síðkastið og hefur því ekki getað stundað líkamsræktina af sama kappi og áður meðan hann hefur verið að jafna sig af meiðslunum í „aumingja- deildinni“ eins og hann og hlaupavinir hans kalla þá sem ganga ekki heilir til skógar. „Ég á góða framtíð að baki,“ hefur Ólafur sagt um bakmeiðsli sín og hlaupa- ferilinn. Á sama tíma og hann þykir fastur fyrir, eða nagli eins og einn segir, er Ólafur því líka léttur og ræðir um allt milli himins og jarðar við vini sína, ekki bara um „peningamál og ASÍ“ eins og einn segir. Ólafi finnst gott að slaka á yfir „heimskulegum ævintýra- myndum“ eins og Sjóræningj- unum í Karíbahafinu með pabba sínum og hafa þeir feðgar séð margar slíkar myndir í gegnum tíðina. Hann þykir hafa afar þægilega nærveru og er talinn vera lipur í mannlegum samskiptum og góður að hlusta á aðra. Þessi lipurleiki er annað einkenni sem aðstandendur hans nefna, og á það bæði við um hið andlega og líkamlega því Ólafur er afar grannur maður, sem kemur sér vel í hlaupunum. Ólafur hefur sagt að hann væri feitur ef hann væri 1,50 m á hæð. Að sögn aðstandenda hans er Ólafur mikill fjölskyldumaður sem ver miklum tíma með eiginkonu sinni, Kristjönu Bjarnadóttur líffræðingi, og börnum þeirra tveimur, Sindra og Rán. „Hann er góður félagi barna sinna og hefur gaman af því að ræða við þau um sagnfræði og heimsmálin.“ Ólafur þykir fróður maður og einn viðmælandi sagði að sig sundlaði stundum yfir allri þeirri vitneskju sem hann byggi yfir. Hann þykir góður eiginmaður – fyrirmyndareiginmaður eins og einhver sagði – sem tekur jafnmikinn þátt í heimilisstörfunum og kona sín, þó að hún þyki vissulega mun betri kokkur en hann. Jafnaðarmaður sem borðar ekki nammi „Við erum að ýta undir ójöfnuð með markvissum aðgerðum frekar en að draga úr ójöfnuði með markvissum aðgerðum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.