Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 22
N ú eruð þið báðir úr Vogahverfinu – eigið þið einhverjar fyrstu minn- ingar hvor um annan? Einar: Við höfum ábyggilega rekist hvor á annan í hverfinu okkar. Eyjólfur er að vísu dálítið yngri en ég, sex árum, en það var svo mikið af krökkum í Vog- unum og á þessum árum er það mikill aldursmunur. Eyfi: Bræður mínir, fæddir 1956, voru með þér í árgangi. Einar: Mikið rétt. Ég get nú ekki stað- sett þig beint einhvers staðar, þú hefur hreinlega alltaf svifið yfir vötnunum. Eyfi: Ég get sagt það sama. Einar: En ég hef unnið tónlist með systursyni Eyjólfs, Berki, og við unnið saman að plötu. Eyfi: Við höfum líka báðir verið tals- vert mikið í fjölmiðlum og þegar svo er er alltaf erfitt að staðsetja fólk, hvar maður man eftir því fyrst, en það eru tengingar hægri vinstri. Einar: Já, já – fyrrverandi formaður Rithöfundasambandsins var til að mynda í hljómsveit með Eyfa: Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson. Eyfi: Já, hann samdi mjög mikið af ljóð- um við þau lög sem hef ég gert, til dæmis textann við lagið Ég lifi í draumi. Hefjum leika á þyrlukaupum. Nú sagði auðkýfingurinn Ólafur Ólafsson, í til- efni þyrlukaupa sinna, að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að Íslendingar færu að fjárfesta í slíkum grip, þyrlan yrði jafnvel framtíðarfarartæki Íslend- inga. Langar ykkur í þyrlu? Eyfi: Ég lærði reyndar á flugvél þegar ég var strákur og hef meira að segja einu sinni flogið þyrlu. En löngunin í þyrlu hefur ekkert verið að gera neitt sérstaklega vart við sig. Ætli framtíð- arfarartæki Íslendinga sé ekki einfald- lega tveir jafnfljótir, fæturnir, og ég held að það komi jafnvel sá dagur sem við verðum að treysta á þann farar- skjóta fremur en aðra. Einar: Ég veit nú ekki alveg hvað ligg- ur að baki en í augnablikinu lykta þessi orð nú svolítið af því, eins og sagt er, að þau séu sögð á annarri plánetu. Komi úr öðrum raunveruleika en þeim sem fólk býr við. Menn verða kannski svona háfleygir í þyrlum. Eyjólfur: Þessi þyrlukaup skipta mig eiginlega litlu máli. Ef fólk vill kaupa sér þyrlu þá gerir það það bara. Þetta endurspeglar einfaldlega þjóðfélagið á Íslandi eins og það er orðið: „Filthy rich“ eins og sagt er. Einar: Ég geri ráð fyrir að þeir séu mjög fáir á Íslandi sem hafi efni á því að kaupa þyrlu og maðurinn sem sagði þetta er fulltrúi hóps sem er nýorðinn til á Íslandi. Manni virðist að sá hópur sé ef til vill hafinn yfir veruleikann, eins og hann blasir að minnsta kosti við flestum. Ég er að reyna að vera mjög kurteis … Eyjólfur: Þessi hópur er auðvitað líka nokkuð áberandi um þessar mundir – í fjölmiðlum til dæmis. Einar: Já. Fólkið sem veifar ríkidæmi sínu og talar í milljörðum er einhvern veginn að setja nýjan mælikvarða á lífið. Sem er afar grunnur þegar til kastanna kemur. Það hefur skapast einhver draumaheimur sem öllum á að þykja afar eftirsóknarverður, en ég held að þeim sem eru hérna niðri ennþá finnist bara ágætt að vera þar. Þetta er einhvers konar sýndarveruleiki og ég hef spurt fólk um hvað þetta snúist en það getur enginn sagt mér það. Svo má maður helst ekki spyrja slíkra spurn- inga því ef menn eru að velta þessum hlutum fyrir sér eru þeir ásakaðir um að vera öfundsjúkir, þótt það sé örugg- lega enginn. Þetta er ósnertanlegur heimur, kannski eins og að búa í þyrlu. Skautum á svellið þar sem hinir Íslend- ingarnir eru, þessir óbreyttu sem fljúga ekki í Kringluna á þyrlu – haldið þið að það sé til einhver þjóðarkarakter? Hver er skemmtilegasti Íslendingurinn og hvaða Íslendingi langar ykkur að kynnast betur? Eyfi: Einhverra hluta vegna þekkir maður Íslendinginn hvar sem er í heiminum, í 100 metra fjarlægð. Og það er greinilega mikill karakter. Ég gæti verið staddur á götu í Marokkó og þekkt Íslendinginn úr þvögunni. Ætli við séum þá ekki nokkuð sterkir kar- akterar? Einar: Ég hef nú stundum sett fram þá kenningu að Íslendingar líti svo á að það séu aðeins 300.000 manns í heimin- um. Hinir eru svo bara afrit af okkur. Það er held ég það sem gefur okkur kraft að við erum svolítið laus við minnimáttarkennd. Við erum Íslend- ingar en um leið heimsborgarar og það viðhorf er Íslendingum mjög eðlilegt og kemur vel fram hjá ungu fólki í dag. Við höldum sögu okkar á lofti og spegl- um okkur í fortíðinni og þó það virki stundum svolítið hjákátlegt hef ég gaman af því. Íslendingar láta ekki tala niður til sín og tala sjaldnast niður til annarra. Eyjólfur: Ég held að við höfum lengi framan af þjáðst af einhverri minni- máttarkennd en ég hugsa að hún sé á miklu undanhaldi. En Íslendingar eru alls staðar. Einar: Já, Íslendingar eru mun víðför- ulla fólk en aðrar þjóðir. Ég held að það eigi jafn vel við okkur Íslendinga: Heima er best og heimskur er sá sem heima situr. Þessi góða mótsögn sem er engin mótsögn. Það sem Evrópubú- um þykir oft merkileg vegalengd að skipta um set er svipað og við myndum flytja milli Hellu og Hvolsvallar. Það er nokkuð erfitt að velja skemmtileg- asta Íslendinginn. Landið er fullt af óborganlegum karakterum og ég held að skemmtilegasti Íslendingurinn finn- ist frekar utan vegar en í einhverjum skemmtiþáttum eða tilbúinni fyndni. Eyfi: Ég held ég geti sagt, og líka til að særa ekki neinn, að skemmtilegasti maður sem ég hef umgengist er bara ég sjálfur. Og um leið er ég örugglega sá leiðinlegasti. Ég get sem betur fer eytt tíma með sjálfum mér og verð að gera það stundum þegar ég er að vinna tónlist. Einar: Þetta er gott svar hjá Eyjólfi og það er alveg rétt hjá honum að um leið og þú ert að vinna við svona listsköpun verður þú að kunna að meta sjálfan þig en um leið vera einnig mjög óvæginn. Það er einhvern veginn svo mikil upp- hrópun í samfélaginu um hverjir séu skemmtilegir. Skemmtikraftar og þáttagerðarmenn eru sérstaklega ráðnir til að vera skemmtilegir og þetta fólk er það mjög oft og allt það. Ég held hins vegar að það að vera skemmtilegur sé miklu hversdagslegri athöfn heldur en þar til búinn þáttur sem hefur það hlutverk að skemmta. Maður er manns gaman. Nú þegar ég sit og ræði við Eyjólf finnst mér hann ansi áhugaverður svo ég væri alveg til í að kynnast honum betur. Ég er frekar svona opinn og jákvæður og segi bara eins og amma mín: Fólk verður leiðin- legt ef það trúir ekki á neitt skemmti- legt. Eyfi: Þeir eru nú margir sem maður væri til í að kynnast. En ég hugsa að maður yrði einmitt fyrir vonbrigðum með þá sem maður væri búinn að ímynda sér að væru skemmtilegir. Það eru frekar þeir sem maður kynnist fyrir tilviljun og koma manni á óvart sem kitla þessa gleðitilfinningu hjá manni yfir því að kynnast nýju fólki. Nú þegar þið eruð einmitt búnir að kynnast aðeins – ef þið ættuð að velja ykkur eitthvað til að gera, hvor með öðrum, brot úr degi – hvað yrði það? Eyfi: Ég hugsa að ég myndi bjóða Ein- ari Má í golf. Fyrir utan það að það er stórskemmtileg íþrótt, spiluð utandyra, þá er hægt að spjalla heilmikið, því sá tími sem líður milli þess sem maður slær boltann er dágóður. Þetta gæti því orðið fjögurra klukkutíma spjall. Einar: Þetta yrði einfalt. Ég myndi byrja á að bjóða Eyfa í kaffi og svo myndum við deila áhugasviðum okkar og eflaust kæmi eitthvað sameiginlegt út úr því. Og já, jafnvel fara með honum í golf. Mér skilst að golf snúist um göngutúra og spjall og fyrst það eru svona margir sem fá eitthvað út úr golfinu þá hlýtur að vera eitthvað við það. Ég vil ekkert vera með neina stæla hvað það varðar. Mín íþrótt er hins vegar hið mjög svo einmanalega sund. Og svo göngutúrar. Eyfi: Spilaðirðu aldrei fótbolta með Þrótti? Einar: Nei, ég var aðeins í Val en við sem vorum í Austurbænum gátum gengið í hin ýmsu íþróttafélög þannig að ég á voða erfitt með að halda með einhverju einu félagi og held eiginlega með þeim öllum úr Austurbænum. Fjölnir er mitt félag í dag. Ég er Fjölnismaður. Ég er meira að segja hættur að æsa mig yfir KR-ingum, líklega af því að það er svo mikið af Austurbæingum fluttir yfir í Vesturbæinn, og ég svo sem ekkert mikið í þessum pakka og þetta hefur allt minni merkingu en áður. Skemmtilegt fólk er utan vegar Eyjólfur Kristjánsson spil- ar í afar fáum brúðkaupum í sumar og reyndar miklu frekar í veislunni en kirkj- unni. Einar Már Guð- mundsson telur að það myndi heldur ekki borga sig. Aldrei að vita hverju brúðurin tæki upp á með jafnmyndarlegan mann nærri altarinu. Júlía Mar- grét Alexandersdóttir fór yfir knattspyrnu og þyrlu- kaup með söngvaranum og rithöfundinum sem hafa aldrei formlega hist en allt- af vitað hvor af öðrum. Eyfi: Ég er gallharður Þróttari. Ég ólst upp og fæddist meira að segja í Vogun- um, Sigluvogi, og spilaði handbolta og fótbolta með Þrótti. Einar: Varstu á túninu þarna neðan við Sæviðarsundið? Eyfi: Já, já. En einhverra hluta vegna þá skipti ég fótboltanum út fyrir skíða- íþróttina sem sumaríþrótt og ég eyddi fjórtán sumrum af minni ævi í að vera á skíðum í Kerlingarfjöllum. Fyrst knattspyrnan datt í hús er ekki úr vegi að spyrja ykkur hvað ykkur finnst um nýjustu illdeilur bæjarins: Leik Keflvíkinga og Skagamanna. Fylgdust þið með þeirri þáttaröð? Einar: Ég verð að vísu að játa að ég er svo önnum kafinn í því sem ég er að vinna núna að ég fylgist ekki með þessu nema með öðru auganu. En það verða svolítil gamanmál út úr þessu og mér finnast alveg ótrúlegustu hlutir koma mönnum í uppnám. Það er ein- hver svona taugabilun í kringum þess- ar íþróttir sem er ekki alveg minn tebolli. Ef eitthvað óvænt gerist þá fer allt í rugl. Í stað þess að spegla ein- hverja gleði verða leikirnir eins og í lögregluríki ef einhver frávik verða. Fótbolti á í fyrstu að snúast um drengi- lega framkomu og manni sýnist að þessi gömlu gildi íþróttanna séu svolít- ið á undanhaldi og þá einkum vegna taugaspennunnar, sem virðist svo vera tilkomin út af markaðsvæðingu. Þetta er orðinn stór iðnaður. Og maður sér þetta líka hjá unglingunum og krökk- um, þar sem þessi samkeppnisandi er strax settur á oddinn. Og foreldrarnir oft arfavitlausir á hliðarlínunni. Svo er alltaf verið að tala um að íþróttirnar hafi forvarnagildi en þetta er ekki gott veganesti út í lífið. Ég er samt ekki að biðja um leik milli Fram og Vals árið 1965. Hins vegar er þetta allt mjög afslappað hjá Fjölni, eins og ég hef kynnst því. Eyfi: Já, ég tek undir þetta að mörgu leyti. Ég hef samt ákveðna skoðun á þessu atviki. Ég fylgist með íslenska boltanum öðru hvoru en horfi samt meira á golf í sjónvarpinu. Get tekið það fram að það að horfa á góða gol- fara spila er vanmetið sjónvarpsefni. En ég var úti í Vestmannaeyjum þegar þetta gerðist og sá þetta í tíufréttum. Skagamenn hefðu átt að leyfa Keflvík- ingum að skora bara strax og þá hefði þetta mál bara verið úr sögunni. En vissulega er alltaf eilítið gaman þegar eitthvað svona gerist og þá sérstaklega fyrir kaffistofur bæjarins. Ég held nú samt að Bjarni hafi ekki ætlað sér að skora. Einar: En var ekki hægt að dæma markið ógilt? Eyfi: Nei, það var ekki hægt. Boltinn er í leik og kominn í netið og þá er það bara þannig. Þeir gáfu Keflvíkingum ekki tækifæri til að skora. Manni virðist að sá hópur sé ef til vill hafinn yfir veruleik- ann, eins og hann blasir að minnsta kosti við flestum. Ég er að reyna að vera mjög kurteis …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.