Fréttablaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 12
Forstjóri, verkstjóri og undirverkstjóri í kínversku múr- steinsbrennslufyrirtæki voru í gær dæmdir fyrir þrælahald og misþyrmingar á starfsfólki. Verkstjórinn, Heng Tinghan, hlaut ævilangt fangelsi fyrir að hafa vísvitandi valdið fólki lík- amsmeiðslum og haldið því föngnu með ólöglegum hætti. Hann hélt 34 starfsmönnum í þrældómi, þar af voru níu þroska- hamlaðir. Við réttarhöldin kom fram að frá marsmánuði árið 2006 þar til í maí á þessu ári hafi nítján af verkamönnunum meiðst vegna barsmíða og einn látið lífið. Einnig kom fram að starfsfólk- ið hafði mætt í vinnu klukkan fimm að morgni og oft ekki feng- ið að hætta fyrr en klukkan 23 að kvöldi. Fullyrt var að Heng hafi skipað undirverkstjórum sínum að berja „letingjana“ sem sýndu ekki nógan dugnað. Einn undirverkstjóra Hengs, Zhao Yanbing, hlaut dauðadóm fyrir að berja einn verkamann- anna, Liu Bao, svo illa að hann lét lífið. Zhao hafði áður viðurkennt að hafa barið þroskaheftan starfs- mann með skóflu fyrir að sinna starfinu ekki nógu vel. Þá var Wang Bingbing, for- stjóri verksmiðjunnar, dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að hafa haldið fólki föngnu með ólögleg- um hætti. Dómarnir koma í kjölfar umfangsmikillar rannsóknar á þrælahaldi í múrsteinaverksmiðj- um í kínverskum sveitahéruðum. Fjölmiðlar hófu að greina frá málinu eftir að fjöldi foreldra lýsti eftir börnum sínum sem þeir sögðu hafa verið rænt og send til vinnu við brennsluofna verk- smiðjanna. Kínverski kommúnistaflokkur- inn segist hafa hafið herferð gegn þrælahaldi og nauðungarvinnu. Síðustu mánuði hafa tæplega þús- und manns hlotið frelsi úr slíkri ánauð fyrir tilstilli lögreglunnar. Dauðadómur og ævilangt fangelsi fyrir þrælahald Stjórnvöld í Kína hafa hafið herferð gegn nauðungarvinnu. Þrír yfirmenn í lítilli múrsteinsbrennslu hafa hlotið þunga dóma fyrir misþyrmingar, þrælahald og manndráp. Nærri þúsund manns hafa hlotið frelsi. Bók um Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformann Baugs Group, kemur út 31. október. Bókin er eftir Ian Griffiths og Jonathan Edwards, og heitir „Kynlíf, lygar og stórmarkaðir“. „Bókin ætti að vera áhugaverð, hún er engin sérstök ádeila á Jón Ásgeir eða Baug,“ segir Griffiths. Undirtitill bókarinnar er „Leynilegt líf Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, milljónamæringsins sem er að kaupa Bretland“. Bókin er komin í forsölu í vefversluninni Amazon, og þar segir að í bókinni sé meðal annars fjallað um upphaf og aðdraganda Baugsmálsins. Kynlíf, lygar og stórmarkaðir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.