Fréttablaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 46
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Ég man ekkert eftir að hafa rætt við Ómar Ragnarsson um þyrlukaupin. En ég man slaginn um þyrluna og hvað það tók allt of langan tíma að fá hana til landsins. Svo situr hún ein eftir sú þyrla núna.“ „Ég er að flytjast norður og taka við kennarastöðu hjá MA,“ segir Eyrún Huld Haraldsdóttir. Nafn Eyrúnar Huldar var á allra vörum þegar þjóðin horfði á sigurgöngu Magna Ásgeirssonar í Rock Star: Supernova í fyrrasumar. Síðan tóku við timburmenn frægðarinn- ar og uppúr slitnaði hjá parinu eins og alþjóð veit. Eyrún hefur hins vegar látið lítið fyrir sér fara og einbeitt sér að uppeldi sonar- ins, Marínós Bjarna, sem nú er að verða tveggja ára. Þau hafa búið á Bauganesi í Skerjarfirðinum þar sem Magni er reyndar enn skráður til húsa. „Við höfum ekki haft tíma til að breyta þessu,“ segir Eyrún en hún nýtur sumarsins á Héraði þar sem sólin skín í heiði eins og annars staðar á landinu. Fréttablaðið hafði haft af því spurnir að hún og Magni væru jafnvel að taka saman aftur en Eyrún vildi lítið tjá sig um það. „Við erum mjög góðir vinir enda ekki annað hægt. Við eigum barn saman,“ segir Eyrún. Eyrún hefur notið lífsins það sem af er sumri ef marka má bloggsíðu hennar. Fór meðal annars til Kaup- mannahafnar og hlýddi þar á sjálft rokkgoðið Eddie Vedder sem er í miklu uppáhaldi hjá henni. „Hef horft á ófáa tónleikana með kappanum í imbanum en hann heillaði mig alveg upp á nýtt,“ skrifar Eyrún. Og á eftir fylgdu tónleikar með Damien Rice á Vega, litlum tónleika- stað í miðbæ borgarinnar. Nú taka hins vegar við búferla- flutningar til Akureyrar, höfuð- staðar Norðurlands, frá skarkala höfuðborgarinnar þar sem akur- eyskir menntskælingar verða teknir í íslensku- kennslu. Eyrún Huld flytur norður Valgeir Sigurðsson tónlistar- maður og upptökustjóri stýrði upptökum á plötunni We Can Create með tónlistarmanninum Maps en hún hefur verið tilnefnd til hinna virtu Mercury-tónlist- arverðlauna. Alls eru tólf plötur tilnefndar en þarna er einnig að finna Arctic Monkeys, Amy Win- ehouse, Dizzie Rascal, Klaxons og fleiri en Valgeir hefur meðal annars unnið með Björk, Coco Rosie, Nico Muhly og Múm. „Þetta er frábært að heyra,“ segir Valgeir sem hafði ekki heyrt af tilnefningunni er Frétta- blaðið hafði samband við hann. „Við lögðum heilmikla vinnu í þetta verkefni en platan var að mestu leyti unnin síðasta sumar. Síðan var platan hljóðblönduð af Ken Thomas en þetta eru mjög sterk og spennandi lög og ég var mjög ánægður með útkomuna. Það er tiltölulega langt síðan ég lauk minni vinnslu við plötuna enda kom hún út í apríl og gaman að sjá að hún sé að fá athygli,“ sagði Valgeir en sjálfur mun hann gefa út sína fyrstu plötu 9. ágúst. „Ég kláraði hana í vor en þetta er fyrsta sólóplatan mín og hún er gefin út af mínu eigin útgáfu- fyrirtæki,“ segir Valgeir en plat- an heitir hinu stóra nafni Ekvíl- ibríum. Þegar hann er beðinn um að lýsa tónlistinni segir hann: „Þetta er einhvers konar blanda af akústískum og elektrónískum tónum og flest lögin eru instrúm- ental. Þó eru fjögur sem sungin eru af gestasöngvurum en það eru þeir Will Oldham eða „Bonn- ie Prince Billie“, Don MCarthy og Ástralinn J. Walker sem syngja inn á plötuna fyrir mig.“ Valgeir orðaður við Mercury-verðlaunin Fyrirsætan Chloe Ophelia Gorbulew sest á skólabekk í Nort- humbria University í Newcastle í haust, en þar hyggst hún læra arkitektúr. „Mig hefur lengi dreymt um að læra arkitektúr,“ segir Chloe. „Ég kláraði listnáms- braut í Iðnskólanum í Reykjavík og ætlaði alltaf í skóla í Kaup- mannahöfn. Það datt upp fyrir þannig að ég flutti hingað, fann þennan fína skóla og komst inn. Ég er mjög sátt við það. Hér er meiri áhersla lögð á verkfræði- hliðina en víða annars staðar enda er skólinn þekktur fyrir stóra og öfluga verkfræðideild. Við fáum því ekki að teikna skrautbygging- ar sem ómögulegt er að byggja,“ segir hún og hlær. Námið er til BA gráðu og tekur þrjú ár. „Svo er hægt að fara ýmsar leiðir í þessu eftir það. Mér skilst reyndar að þeir sem kláruðu BA námið síðast hafi margir hverj- ir strax fengið spennandi atvinnu- tilboð í Bandaríkjunum og víðar. Ef maður yrði svo heppinn væri gaman að prófa það og huga svo að mastersnámi síðar.“ Chloe hefur búið í Bretlandi síðan í lok nóvember en fyrir þann tíma starfaði hún sem fyrirsæta á Indlandi fyrir Eskimo. Hún segir dvölina á Indlandi hafa verið lær- dómsríka. „Indland var æðislegt. Það er gaman að upplifa eitthvað sem er svona allt öðruvísi. Maður lærði helling og kynntist frábæru fólki. Svo lærði ég að kunna að meta indverska matargerð enda sást það á manni þegar maður kom tilbaka!“ Sem fyrr segir hefst námið ekki fyrr en í haust en Chloe starfar í augnablikinu sem útstillingahönn- uður í húsgagnaversluninni Ilva. „Keðjan var keypt af Íslendingum snemma á árinu. Maður virðist einhvern veginn alltaf enda á því að vinna fyrir Íslendinga hvar sem maður er,“ segir Chloe hlæj- andi. Hún býr í parhúsi í New- castle ásamt kærasta sínum, Árna Elliott Swinford og hundinum þeirra. „Við getum leigt hús í New- castle fyrir helmingi minni pening en við myndum borga fyrir litla tveggja herbergja íbúð í London. Það var ein af ástæðum þess að ég hafði ekki áhuga á að vera þar, það er einfaldlega of erfitt að draga fram lífið.“ Chloe segir að draumurinn sé að eignast eigin arkitektastofu í framtíðinni. Hún segist jafnframt ekki vera á heimleið í bráð. „Við erum alveg til í að flytja til Íslands einhvern tímann en það er ekki á dagskránni í bráð. Draumurinn er að stofna stofu, búa í húsi eftir sjálfa mig og vinna við að teikna falleg hús fyrir fólk - að skilja eitt- hvað eftir sig.“ Hringdu í síma ef blaðið berst ekki FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.