Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 2
 „Einkaþotur eru afgreiddar á svokölluðu aðgreindu flugvallarsvæði. Um það gilda aðrar reglur en almennt farþega- flug,“ segir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Flugstoðum. Þar sem einkaþotur eru afgreidd- ar á aðgreindu flugvallarsvæði eiga farþegarnir að fara í gegnum sérstaka öryggisleit í því landi sem vélin lendir samkvæmt upp- lýsingum frá Flugstoðum. Þegar einkaþota kemur til landsins er hún tollskoðuð af Tollgæslunni og eftirlitsdeild lögreglunnar sér um vegabréfaskoðun. Enginn sér um þessa sérstöku öryggisleit. Þegar einkaþota yfirgefur land- ið veita fulltrúar Tollgæslunnar brottfararleyfi og fulltrúar lög- reglu sjá um vegabréfaeftirlit. „Við fylgjumst með því hvað menn eru að taka með sér. Oft er þetta bara skjalataska en ef það er frakt þá skoðum við hana að sjálfsögðu,“ segir Guðni Markús Sigmundsson, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni. Eftirlitsdeild innan lögreglunn- ar sér um vegabréfaeftirlit. „Eftir að Schengen-samkomulagið kom til er eftirlitinu öðruvísi háttað. Í dag þarf fólk bara löggild persónu- skilríki til að ferðast innan svæðis- ins,“ segir Þórður Eric Hilmars- son, rannsóknarlögreglumaður í eftirlitsdeild lögreglunnar sem sér um landamæravörslu. Komum einkaflugvéla til Íslands hefur fjölgað mikið eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Guðni segir að vissulega þýði þetta aukið álag á Tollgæsluna. „Við höfum ekki bætt við mönnum sérstaklega út af einkafluginu. Það tekur til- tölulega skamman tíma að afgreiða hverja vél þar sem um fáa farþega er að ræða,“ segir hann. Á fyrstu sex mánuðum síðasta árs voru 1.135 vélar í millilandaflugi tollaf- greiddar á Reykjavíkurflugvelli. Á þessu ári voru þær 1.506 fyrstu sex mánuðina sem jafngildir ríf- lega þrjátíu prósenta aukningu. Að sögn Guðna hefur ferjuflugvélum, sem stoppa til að taka eldsneyti, fækkað á milli ára. Því er fjölgun í öðru flugi, til dæmis hjá einkaþot- um, meiri en tölurnar gefa til kynna. Ekkert vopnaeftirlit á sér stað í flugi einkaþotna til og frá Reykjavík því aðrar reglur gilda um það en um almennt farþegaflug. Við komuna til Reykjavíkur fer fram tollafgreiðsla og vegabréfaeftirlit. 30 prósenta aukning í tollafgreiðslu. Ekkert öryggiseftir- lit með einkaþotum Vélhjólamaður lést þegar hann lenti í árekstri við jeppa á Biskupstungnabraut til móts við verslunina Minni-Borg í Gríms- nesi á laugardagskvöld. Þetta er fimmta banaslysið í umferðinni á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi ók maður- inn aftan á hægra horn jeppa sem var að beygja í átt að versluninni, féll við það af hjólinu og slasaðist. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi þar sem hann var úrskurðaður látinn. Ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu. Vélhjólamaður lést í Grímsnesi Ölvaður maður fór í sjóinn skammt frá Keflavíkur- höfn um klukkan ellefu á laugardagskvöld. Tveir lögreglu- menn og slökkviliðsmaður frá Brunavörnum Suðurnesja fóru á eftir honum syndandi og náðu honum um þrjú hundruð metra frá landi. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hann var skoðaður af lækni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefði hann ekki þolað margar mínútur í viðbót í sjónum vegna kulda. Ekki liggur fyrir hvers vegna maður- inn fór á sund. Ölvaður maður synti í sjónum Fangelsisyfirvöld í Mexíkóborg hafa nú ákveðið að leyfa samkynhneigðum föngum að fá makaheimsóknir. Er þetta gert til að verða við ráðlegging- um mannréttindanefndar Mexíkó. Ákvörðunin kom í kjölfar kvörtunar manns sem vildi fá heimsókn fá félaga sínum í Santa Martha Acatitla-fangelsið í austurhluta borgarinnar. Í flestum fangelsum í Mexíkó er mökum leyft að heimsækja fanga og er ekki gerð krafa um giftingu. Fá makaheim- sókn í Mexíkó Ölóður karlmaður á fimmtugsaldri hélt konu sinni í gíslingu með hótunum um ofbeldi og ógnaði gestum í skála í Básum í Þórsmörk í fyrrakvöld. Lög- regla handtók hann þegar hann reyndi að komast undan akandi, og veitti maðurinn lögreglu mót- spyrnu við handtöku. Að sögn varðstjóra lögreglunn- ar á Hvolsvelli fékk hún tilkynn- ingu frá skálaverði á staðnum um að maður sem væri viti sínu fjær af ölvun léti öllum illum látum á svæðinu, hefði beitt konu sína ofbeldi, héldi henni í gíslingu, ógnaði öðrum gestum líkams- meiðingum og væri nú á leið upp bíl og hygðist aka ölvaður á brott í gegnum fjölmennt tjaldstæði. Lögregla segir athæfi manns- ins tvímælalaust hafa verið til þess fallið að vekja ótta meðal gesta. „Ég held að það sé ekki nokkur einasti vafi,“ segir varð- stjóri. Tveir lögreglubílar voru sendir í forgangsakstri á staðinn og við komuna mætti maðurinn þeim undir stýri á bíl þeirra hjóna. Hann var stöðvaður en hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu og var hegðun hans með ólíkindum, að sögn varðstjóra. Maðurinn var ökuleyfislaus þar sem hann hafði verið sviptur réttindum. Hann var látinn sofa úr sér áfengisvímuna í fangaklefa á Sel- fossi og var yfirheyrður í gær- morgun. Honum var sleppt að því loknu. Fréttablaðið hefur gert samning við efnisveituna Project Syndi- cate um birtingu á greinum eftir nokkra af þekktustu pennum heims á sínu sviði. Meðal þeirra sem munu skrifa reglulega í Fréttablaðið eru Joseph E. Stiglitz, Nóbelsverð- launahafi og einn áhrifamesti hagfræðingur samtímans, og kollegi hans Jeffrey D. Sachs, stjórnandi Earth Institute í hinum virta Columbia-háskóla í New York og einn háværasti gagnrýnandi aðgerða Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í málefnum þróunarlandanna. Það er Jeffrey D. Sachs sem ríður á vaðið í Fréttablaðinu í dag á blaðsíðu 18. Álitsgjafar í heimsklassa Stærsta sundhöll landsins er að rísa á Ásvöllum í Hafnarfirði og er áætlað að taka hana í notkun næsta sumar. Einnig er verið að útbúa aðstöðu til sjóbaða við gömlu sundhöll- ina í vesturbæ Hafnarfjarðar. Ingvar Jónsson, íþróttafulltrúi í Hafnar- firði, segir að í sundhöllinni nýju verði 50 metra laug, kennslulaug, fjórir heitir pottar og vatnsrennibraut. „Svo er líka gert ráð fyrir 25 metra útilaug við sundhöllina en ekki er ákveðið hvenær ráðist verða í þær fram- kvæmdir. Þetta verður sundlaugagarður og þar er líka gert ráð fyrir vatnsrennibraut.“ Framkvæmdir ganga vel og er áætlað að opna sundhöllina um næstu páska. Möguleikar Hafnfirðinga verða þó ekki tak- markaðir við sundlaugar í landi í framtíðinni því aðstaða til sjóbaða er einnig í smíðum á vegum bæjarins. „Við erum að smíða bryggu úti af gömlu sundhöllinni og meiningin er að þeir sem hafa áhuga á að stunda sjósund geti nýtt sér aðstöðuna þar. Menn komast þá í góða sturtu eða heitan pott eftir sjóbaðið.“ Ingvar segir að með nýjum mannvirkjum sé í raun um byltingu fyrir Hafnfirðinga að ræða. „Keppnissundlaug hefur ekki verið til staðar hingað til. Það verður svo hægt að upp- fylla þörf grunnskólanna fyrir sundkennslu auk þess sem sund er vaxandi sem dægradvöl hjá almenningi.“ Heilsuræktaraðstaða verður byggð upp samhliða í 600 fermetra sal en sundhöllin er um 6.000 fermetrar að gólffleti. Hafnfirðingar stinga sér í sjóinn Guðmundur, hafnaði tæknin íslensku talsetningunni?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.