Fréttablaðið - 30.07.2007, Side 36

Fréttablaðið - 30.07.2007, Side 36
Ef söngkonan Beyoncé Knowles væri spurð að því hvaða líkamshluti væri í uppáhaldi hjá henni myndi hún eflaust svara því að handarkrikarnir væru henni einstaklega kærir. Þetta má áætla af þeim gríðarlega fjölda mynda sem til eru af henni þar sem hún stillir sér upp fyrir myndavélina með annan eða jafnvel báða handarkrikana til sýnis. Slúðurbloggarinn Perez Hilton hefur mikið velt fyrir sér handar- krikum Beyoncé og þeirri tilhneig- ingu söngkonunnar að sýna þá. Perez hefur haldið því fram að krikar Beyoncé séu að taka yfir heiminn. Fyrirsætuþjálfarinn Mac Folkes er alls ekki hrifinn af krikunum og segir að Beyoncé ætti að vita betur. „Ég myndi aldrei mæla með því að stilla sér upp þannig að handarkrikarnir snúi að mynda- vélinni. Beyoncé ætti að vita betur á þessu stigi ferils síns enda er hún þaulreynd á rauða dreglin- um.“ Nú má velta því fyrir sér hver ætlun Beyoncé sé með þess- um krikasýningum, hvort hún sé bara að lofta eða hvort hún sé svona einstaklega stolt af þeim. Hún er jú gríðarlega fagur kven- maður og eflaust gætu flestir bent á aðra líkamshluta sem hún ætti frekar að hampa. En handarkrik- ana hefur hún valið hingað til og heldur því eflaust áfram. Söngkonan Kelly Rowland segist einu sinni hafa óskað þess að hún væri með ljósari húð. „Það er sagt að dökkar stelpur selji ekki tíma- rit og það er svo sorglegt,“ sagði Kelly sem eitt sinn var sannfærð um að henni myndi ganga betur væri hún ljósari. „Ég man ég ósk- aði þess að vera með ljósari húð, en Tina Knowles, mamma Bey- oncé, sagði við mig: „Veistu ekki hvað þú ert falleg?!“ Hún fékk mig til að átta mig á fegurð dökka húðlitarins. Ég áttaði mig ekki á þessu þá en ég geri það núna,“ sagði Kelly sem segist nú vera stolt af húðlit sínum. „Ég er súkkulaðibrún og elska það!“ Vildi vera ljósari Hollywood-stjarnan Nicole Richie mætti fyrir rétt í Kaliforníu á föstudag og var dæmd til fjögurra daga fangelsisvistar en hún var ákærð fyrir akstur undir áhrifum í desember síðastliðnum. Nicole var að sögn brosandi út að eyrum þegar hún mætti á staðinn þrátt fyrir að hafa nýverið trúað David Letterman fyrir því í spjallþætti hans að hún væri hrædd við að fara í fangelsi. Frá þessum fjórum dögum dragast þeir sex klukkutímar sem Nicole hafði þegar setið af sér en auk fangelsisvistar var hún dæmd til þess að greiða sem samsvarar 120 þúsund íslenskum krónum í sekt og að fara á námskeið um áhrif áfengisneyslu. Sem fyrr segir hafði Nicole tjáð sig um mál sitt við Letterman. Í þætti hans sagði hún einnig að þrátt fyrir hræðsluna myndi hún taka afleiðingum gjörða sinna hverjar sem þær yrðu. Nicole var sem fyrr segir handtekin í desember síðastliðnum eftir að sést hafði til hennar að aka bifreið sinni á öfugum vegar- helmingi á hraðbraut í Los Angeles. Síðar féll hún á lyfjaprófi og játaði fyrir lögregl- unni að hafa reykt marijúana og tekið lyfið Vicodin fyrr um kvöldið. Stúlkan virðist lítið læra af eigin mistökum því hún var einnig dæmd fyrir ölvunarakstur í júnímánuði árið 2003. Þarf að sitja í fangelsi í fjóra daga VINNINGAR ERU BÍ ÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR, DVD M YNDIR OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS JA SMF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA ! 11. HVER VINNUR ! HEIMSFRUMSÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 27. JÚLÍ Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.