Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 10
N1 BÍLAÞJÓNUSTA SÆKTU UM VIÐSKIPTA- OGSAFNKORT Á WWW.N1.IS ER BÍLLINN KLÁR Í FRÍIÐ? ALLT A Ð 10% A FSLÁTT UR! Safnko rtshafa r fá 3% afslátt í form i punk ta. Viðskip takorts hafar f á 7% a fslátt, auk 3% í form i Safnk orts- punkta – sam tals 10% af slátt. Láttu smyrja bílinn og athuga hjólbarðana hjá Hjól- barðaþjónustu N1 og farðu áhyggjulaus í sumarfríið. Réttarhálsi 2, Rvík, hjólbarða- og smurþjónusta 587 5588 Fellsmúla 24, Rvík, hjólbarðaþjónusta 530 5700 Fellsmúla 24, Rvík, smurþjónusta 530 5710 Ægisíðu 102, Rvík, hjólbarða- og smurþjónusta 552 3470 Langatanga 1a, Mosfellsbæ, hjólbarða- og smurþj. 566 8188 Reykjavíkurvegi 56, Hafnarfirði, hjólbarðaþjónusta 555 1538 Dalbraut 14, Akranesi, hjólbarðaþjónusta 431 1777 Tryggvabraut, Akureyri, smurþjónusta 462 1080 Sýn 2 tekur við sýning- um á Ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í haust og hefur sjón- varpsstöðin SkjárSport sem áður sýndi deildina verið lögð niður. Áskrift að Sýn 2 kostar 50.052 krónur árlega, eða tvöfalt meira en Skjársport rukkaði í fyrra, 24.950 krónur. Í staðinn verða fleiri leiki sýndir, eða 380 talsins. Stöðvarnar Canal+ Sport 1 og Canal+ Sport 2, sem senda út í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi bjóða upp á um 300 leiki í Ensku úrvalsdeildinni. Pakkaá- skrift að báðum stöðvunum kost- ar 35.831 kr. á ári, en stöðvarnar sýna einnig ítalska og sænska boltann. „Það er reynt að stilla verðinu í hóf sem kostur er. Áskriftarkerf- ið er byggt á umbun fyrir umfang viðskiptavina og tryggð þeirra,“ segir Pétur Pétursson, fram- kvæmdastjóri tekjusviðs 365. Sautján mismunandi verðflokk- ar eru á Sýn 2, en verðið fer eftir hvort áskrifandi er með aðrar stöðvar hjá 365 og þá hverjar og hversu margar. Stakur mánuður á Sýn 2 kostar 4.390 krónur. Skuldbindi maður sig til tólf mánaða áskriftar fæst fimm prósenta afsláttur og kostar þá mánuðurinn á 4.171 kr. Ár af Sýn 2 kostar því um fimmtán þús- und krónum meira en íþrótta- stöðvar Canal+. Hjá Sýn 2 er gjald tekið fyrir júní og júlí, en þá fara engir leikir fram í Ensku úrvalsdeildinni. Hjá SkjáSport var ekki rukkað fyrir þessa tvo mánuði. Sýn 2 hyggst hins vegar sýna margvíslegt efni þá mánuði, meðal annars æfinga- leiki stórliða knattspyrnunnar. „Það er ekki verið að bera saman sambærilega vöru, við bjóðum upp á meira en SkjárSport,“ segir Pétur. „Það er aukin og metnaðar- fyllri þáttagerð og við sýnum líka næstefstu deildina.“ Samkvæmt Láru Nönnu Egg- ertsdóttur, framkvæmdastjóra ljósvakamiðla hjá 365, benti könn- un sem Sýn lét gera meðal við- skiptavina sinna á að áttatíu pró- sent áskrifenda Sýnar væru líka áskrifendur að SkjáSport. Því muni flestir fá Sýn 2 á tuttugu prósent afslætti eða meira. Að sögn Pétur gengur sala vel. „Það eru þrjú ár síðan Enska úrvalsdeildin var boðin út síðast og verðið hefur hækkað um allan heim,“ segir Pétur. „Þetta er orðið eitt vinsælasta sjónvarpsefni í heimi, ef ekki það vinsælasta og verðlagningin í innkaupum er í samræmi við það.“ Enski boltinn dýrari en á Norðurlöndum Áskrift að Sýn 2 kostar 15 þúsund krónum meira árlega en áskrift að Canal+ Sport 1 og 2 stöðvunum á Norðurlöndunum, en Sýn 2 sýnir 80 leikjum meira úr enska boltanum. Verð Sýnar 2 er tvöfalt hærra en hjá SkjáSport í fyrra. Brögð eru að því að öku- menn setji vélaolíu á dísilbíla sína. Vélaolían er fjörutíu prósentum ódýrari en venjuleg dísilolía og því freistast margir til að kaupa hana. Háar sektir eru hins vegar við slíku athæfi. Sekt við fyrsta brot á venjulegum fólksbíl nemur 200.000 krónum en á stærri vöru- bílum 1.250.000 krónum. Sektin tvöfaldast við fleiri brot. Vegagerðin hefur eftirlit með því að þetta kerfi sé ekki misnotað og tekin eru sýni úr 80-200 bílum á mánuði. Frá áramótum hafa 59 bílar verið teknir með vélaolíu. Sævar Ingi Jónsson hjá Vega- gerðinni er ósáttur við hve auðvelt aðgengið að vélaolíunni er. „Það þekkist hvergi á byggðu bóli að hægt sé að kaupa vélaolíu í sjálf- sölu,“ sagði Sævar. „Við hjá Vega- gerðinni kvörtuðum yfir þessu við lagasetninguna. Helst finnst mér að selja ætti vélaolíuna af tankbíl en annars aðeins í afgreiðslu og þá eingöngu til þeirra sem hefðu til þess réttindi.“ Vélaolían er venjuleg dísilolía sem litarefni hefur verið sett í til að hún þekkist. Hún er eingöngu ætluð vinnuvélum og bifreiðum sem nota meginhluta olíunnar í annað en akstur, eins og brunabíl- um, steypubílum og kranabílum. Margir setja vélaolíu á bílinn Sjö manns létust þegar 43 ára gömul rússnesk flutningavél hrapaði í grennd við Moskvu í gær. Orsök brotlending- arinnar liggur ekki fyrir. Flutn- ingavélin var á leiðinni frá Domodevo-flugvellinum suðaust- an við Moskvu til Bratsk í Síberíu. Hún hafði einungis verið á lofti í nokkrar mínútur þegar hún hrapaði. Á laugardag létust fimm manns þegar þyrla hrapaði í Údmúrtía- héraðinu í Úralfjöllunum. Sjö létust þegar flugvél hrapaði Rannsókn stendur nú yfir á slysi sem varð í Phoenix í Arizona-ríki þegar tvær fréttaþyrlur skullu saman, með þeim afleiðingum að allir farþegarnir fjórir létu lífið. Fréttamenn um borð í þyrlun- um voru að fylgjast með bíla- eltingarleik lögreglunnar við glæpamann þegar áreksturinn varð. Vitni að slysinu hafa greint frá því að þyrlurnar hafi skollið fyrirvaralaust saman og hrapað til jarðar. Fjórir láta lífið í þyrluslysi Serbneska lögreglan hefur handtekið mann vegna gruns um að hafa myrt níu manns og sært tvo aðra í skotárás í þorpinu Jabukovac í Austur-Serbíu á föstudag. Talið er að skotæði hafi runnið á hinn 38 ára gamla Nikola Radosavljevic sem skaut með veiðiriffli á gangandi vegfarend- ur. Hann flúði af vettvangi glæpsins, en fannst stuttu síðar í kirkjugarði við gröf foreldra sína, þar sem hann var handtek- inn. Lögreglu hefur ekki tekist að finna skýringu á hegðun Radosavljevics. Maður drap níu og særði tvo

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.