Fréttablaðið - 02.09.2007, Page 86

Fréttablaðið - 02.09.2007, Page 86
Hjátrú er þvæla Bumban burt Átta vikna átaksnámskei› fyrir karla sem vilja ná árangri. N‡ námskei› eru a› hefjast, skráning er hafin. www.hreyfigreining.is Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T „Ég er nú bara uppi á hótelher- bergi hérna í Petra, sem er svona eiginlega Kópavogur Amman, rétt fyrir utan,“ segir Karl Júlí- usson, sem hefur nú í fimm mán- uði unnið í Jórdaníu að gerð leik- myndar fyrir kvikmyndina The Hurt Locker. Leikstjóri myndar- innar er Katherine Bigelow en með aðalhlutverkið fer Jeremy Renner. Karl og Renner ættu að vera farnir að þekkjast ágætlega því bandaríski leikarinn lék einn- ig í kvikmynd Baltasars Kor- máks, A Little Trip to Heaven, sem Karl gerði leikmyndina við. „Við erum einmitt í smá pásu núna því hann sneri sig eitthvað illilega en við reiknum með að byrja aftur von bráðar,“ segir Karl en áætlað er að tökum ljúki 26. september. Meðal annarra leikara í mynd- inni má nefna stórleikarann Ralph Fiennes og áströlsku stjörnuna Guy Pierce en gert er ráð fyrir að hún verði frumsýnd síðsumars á næsta ári eða næsta haust. „Tökuliðið heldur síðan til Bandaríkjanna að þeim loknum og þar fara fram einhverjar tökur en ég kem bara heim.“ Kvikmyndin The Hurt Locker segir frá sprengjusveit sem er gert að aftengja sprengjur frá Al-Kaída í Íraksstríðinu. Myndin gerist að öllu leyti í Bagdad en eðlilega var ekki hægt að fara með kvikmyndatökulið þangað sökum ástandsins þar. Hlutverk Karls var því að breyta Amman í Bagdad. „Ég hef verið að byggja rústir og einnig verið í nánu sam- starfi við bandarískt sprengjulið sem sérhæfir sig í þessum verk- efnum,“ segir Karl. Mið-Austurlönd hafa verið töluvert mikið í fréttum og oftar en ekki eru þær tengdar við heitt- rúaða múslima sem brenna bandaríska fána á götum úti. Karl segist vissulega hafa komið til Jórdaníu með fyrir fram ákveðn- ar skoðanir en fljótlega gert sér grein fyrir því að þær væru mat- reiddar að hætti CNN og annarra alþjóðlegra stöðva. „Nú horfi ég bara á Al-Jazeera, bestu sjón- varpsstöð í heimi,“ segir Karl og hlær en þar liggur augljóslega eitthvað meira að baki. „Að fá að vera hérna í allan þennan tíma hefur í einu orði sagt verið ótrú- lega uppfræðandi og menntandi. Ég kann ótrúlega vel við mig hérna og að fá að kynnast þessum heimshluta með eigin augum eru eiginlega forréttindi. Þetta er eitthvað það gestrisnasta og ynd- islegasta fólk sem ég hef kynnst,“ segir Karl og heldur áfram. „Okkur hefur verið tekið með kostum og kynjum, verið boðið í mat og kaffi og þetta er bara eins og að sitja í teboði uppi í Máva- hlíð, einfaldlega fólk með sömu vandamál og við,“ útskýrir Karl. „Þessi dvöl hefur breytt mínu viðhorfi og að fá að kynnast fólk- inu hérna undir þessum for- merkjum er algjörlega ein- stakt.“ Katrín Leifsdóttir, heimilisfræði- kennari í Grundaskóla á Akranesi og móðir Páls Gísla Jónssonar, markvarðar Skagaliðsins í knatt- spyrnu, hefur í sumar gengið upp á Háahnúk á Akrafjalli í hvert skipti sem liðið ber sigur úr býtum í leikj- um Landsbankadeildarinnar. Hún segir hugmyndina nánast úr lausu lofti gripna. „Strákarnir í Skagalið- inu töpuðu og töpuðu í vor. Ég sagði svo einhvern tímann við Pál Gísla að nú myndi ég labba á fjallið í hvert skipti sem þeir færu með sigur af hólmi. Þá fóru þeir að vinna! Ég labbaði fyrst 10. júní og er búin að labba sjö sinnum síðan.“ Katrín gengur ekki alltaf ein því henni hefur tekist að fá tengdadótt- ur sína, dóttur, systur og vinkonu með. Hún segist þó aldrei fresta göngunni að ráði og fer jafnvel upp á fjall strax eftir leiki. Hún segir að þótt gangan taki stuttan tíma sé þetta prýðis kraftganga en Hái- hnúkur er í 555 m hæð. Aðeins þrír leikir eru eftir á þessari leiktíð en Katrín útilokar ekki að hún endurtaki leikinn og þótt Skagaliðið hafi fyrst farið að sigra í leikjum eftir að Katrín hét á það segist hún ekki þakka sér sigra liðsins. „Nei, þetta var nú meira gert í gríni. Annars er þetta ágætis hvatning fyrir mig til þess að fara á fjallið. Það er spurning hvort ég taki ekki að mér að labba fyrir fleiri lið.“ Á Akrafjall eftir sigurleiki ÍA „Hann hlýtur að vera sá að dómarar virðast ekki lengur vera óhultir hér á landi. Ég vona bara að dómarar framtíð- arinnar þurfi ekki að klæðast hjálmum og brynklæðum inni á vellinum.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.