Tíminn - 27.01.1981, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.01.1981, Blaðsíða 6
6 ||j|jjj$|j|j Þri&judagur h.'janúar 1981 Herhvöt Morgunblaðsins á sunnudaginn var lætur óspart i ljós, að lágt sé risið á Verkamannaíelaginu Dagsbrún á 75 ára afmæli þess. Höíundur Reykjavikurbréfsins segir, að fyrir þremur árum, þegar rikisstjórn Geirs Hallgrims- sonar setti kaupskerðingarlög, hafi risið verið hærra. Þá hafi Ásmundur Stefánsson hafið glóru- laust strið gegn rikisstjórninni og Guðmundur J. Guðmundsson efnt tii ólöglegs útflutningsbanns, sem hafi orðið þjóðinni til mikils tjóns. Viðbrögðin séu önnur nú, þegar rikisstjórn Gunnars Thoroddsen setji svipuð kaupskerðingar- lög og Geir Hallgrimsson setti 1978. Nú heyrist eiginlega ekki hósti né stuna frá verkalýðsleiðtog- unum. Auðmýkt þeirra Ásmundar og Guðmundar, þegar núverandi rikisstjórn eigi hlut að máli, minnti helzt á viðtal þeirra Napóleons og Thiers i Heljarslóðarorustu Gröndals. Höfundur Reykja- vikurbréfs birtir viðtalið orðrétt, en það er á þessa leið: ,,Keisarahjónin mættu Thiers i garðinum. Thi- ers var með fyrsta bindið af uppreistarsögunni og var ófrýnilegur i bragði, þvi hann hafði fundið prentvillu i bókinni, le fyrir de, og þótti illt, ef mönnum skyldi detta i hug að bera uppreistarsög- una sina saman við Þjóðólf. ,,Kondu sællThiers”, sagði Napóleon. ,,Komið þér sælir Napóleon minn,” sagði Thiers. ,,Nú, hvurnin lizt þér á mig núna,” sagði Napóleon. ,,Vel”, sagði Thiers. ,,Eru ekki all-hermannleg vopnin min”, sagði Napóle- on. „Jú”, sagði Thiers. ,,Er ekki þetta fallegr hjálmr”, sagði Napóleon. ,,Jú”, sagði Thiers. ,,Er ekki þetta fallegr skjöldr”, sagði Napóleon. „Jú”, sagði Thiers. „Hvurnin þykir þér ljónið málað á hann? Er ekki vinstri fóturinn á þvi nokkuð stuttr?” sagði Napóleon.,,Jú”, sagði Thiers. „Er ekki þetta laglegt spjót”, sagði Napóleon. „Jú”, sagði Thiers. „Eru ekki rosabullurnar minar vigamannligar”, sagði Napóleon. „Jú”, sagði Thi- ers. „Er ekki brynjan min liðleg?” sagði Napóleon. „Jú”, sagði Thiers. „Svo hef jeg helvita mikla duggarapeisu af Ófeigi i Fjalli inn- anundir, sem Þjóðólfr hefir gefið mér”, sagði Napóleon. „Það er svo”, sagði Thiers. „Jeg held jeg verði ekki votr i þessari peisu”, sagði Napó- leon. „So”, sagði Thiers. „Nú hvaða andskoti ertu fúll Thiers”, sagði Napóleon. „Á”, sagði Thiers. „Já þú svarar ekki nema tómum einsatkvæðis- orðum”, sagði Napóleon. „Hm”, sagði Thiers.” Hér lýkur viðtali þeirra Napóleons og Thiers. Höfundur Reykjavikurbréfs lætur fylgja þvi þau ummæli, að Dagsbrún eigi betra skilið á 75 ára af- mælinu en forustumenn á borð við Thiers. Lokaorð hans eru þau, að það sé bezta afmælis- óskin til Dagsbrúnarmanna að foringjar þeirra hætti að likjast Thiers. Þessi orð verða vart skilin öðru visi en sem áskorun um, að aftur verði, nú gripið til sömu vinnubragða og vorið 1978, enda þótt höfundurinn sé áður búinn að játa, að þau hafi leitt til mikils tjóns fyrir þjóðina. Nú er að sjá, hvort Dagsbrúnarmenn fara eftir herhvöt Morgunblaðsins. Þ.Þ. tíl Dagsbrúnarmanna Höfundur Reykjavikurbréfs Morgunblaðsins Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. —Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón lielgason, Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Blaöa- menn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefáns- dóttir, Friðrik Iiulriöason, Friöa Björnsdóttir (Heimilis-Tim- inn), Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson (þingfréttir), Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson (borgarmál), Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir), Ljósmynd- ir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þor- bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrif- stofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausa- sölu 4.00. Askriftargjald á mánuöi: kr. 70.00. — Prentun: Blaöaprcnt hf. Þórarinn Þórarinsson: Erlerit yfirlit Kvenhetja dæmd til lífláts í Peking í reynd var látínn eiginmaður hennar dæmdur SÍÐASTLIÐINN sunnudag var i Peking eftir margra vikna réttarhöld dómur kveðinn upp I máli fjórmenningaklikunnar svonefndu. Jafnframt var kveöinn upp dómur yfir fimm hershöföingj- um og einum af einkariturum Maós Zedong, en réttarhöldin höföu einnig náð til þeirra, en þeir þó ásakaöir um aðra glæpi en fjórmenningaklikan. Jiang Qing, ekkja Maós, fékk þyngsta dóminn, ásamt Zhang Chunquiao, fyrrum leiötoga kommúnista i Shanghai. bau voru dæmd til lifláts. Þessum dómum veröur þó ekki fullnægt fyrr en eftir tvö ár. Samkvæmt kinverskum lögum fá hinir dauöadæmdu þann tima til að bæta ráö sitt og játa syndir sinar. Að öðrum kosti veröur dómum fullnægt eftir þennan frest. Aörir sakborningar voru dæmdir i ævilangt fangelsi eða aöeins skemmri tima. Þeir höföu viöurkennt að mestu eða öllu ásakanir þær, sem bornar voru á þá. Jiang Qing neitaði hins vegar öllum ásökunum og taldi sig eingöngu hafa farið eftir fyrir- mælum eiginmanns sins. Stund- um heföi hiín þó einnig fariö eft- ir fyrirmælum Chou En-lai. I réttarhöldunum mótmælti Jiang oft svo eindregið þeim sökum, sem hún var borin, aö dómarinn fyrirskipaöi aö fjar- lægja hana úr réttarsalnum. Ákveönust uröu þó þessi mót- mæli hennar, þegar dómurinn yfir henni var kveöinn upp. Hún ekki aðeins mótmælti dómnum og forsendum hans, heldur lét falla óvægin orð um Deng, sem nú er valdamesti maöur Kina. Þetta þoldi dómarinn ekki. Ji- ang var handjárnuö og dregin út úr salnum. HIN skelegga framkoma Ji- ang viö réttarhöldin hefur unnið henni aukna frægö um viöa veröld. Hvaða dóm, sem menn leggja á réttarhöldin, viöur- kenna menn kjark hennar og einbeitni. Meira en fjögur ár eru liðin siöan hún var fangelsuð, ásamt hinum þremur félögum sinum, en þaö geröist i október 1976. Vafalitiö hefur ' vistin ekki verið betri en hjá gislunum i Te- heran, enda eru karlmennirnir þrir, sem voru fangelsaöir ásamt Jiang, niöurbrotnir menn. HUn bar höfuðiö hátt eins og áöur. ótrúlegt er annaö en aö hún eigi siöar meir eftir aö veröa stolt kinverskra kvenna. Alit fréttaskýrenda er yfirleitt þaö, aö fjórmenningaklikan Jiang Qing aö svara spurningum I réttinum svonefnda beri ekki meiri ábyrgö á hinum meintu glæp- um, sem bornir voru á hana, en aðrir foringjar kommúnista á timum menningarbyltingarinn- ar. Mesta ábyrgð bar að sjálf- sögöu aöalhöfundur menningar-- byltingarinnar, Maó Zedong. Efalaust hafa margir glæpir verið framdir I nafni byltingar- innar. ööru visi var ekki unnt að framkvæma hana en aö milljón- ir manna sættu margvíslegum rangindum og haröræöi. Tilgangur hennar var aö breyta sjálfu manneðlinu. Hún átti aö uppræta kapitaliskan hugsunarhátt, sem er rikur þáttur i eöli mannsins. Þaö reyndist Maó sterkara eftir gifurlegar fórnir, sem kin- verska þjóöin var búin að færa á altari menningarbyltingarinn- ar. Fjórmenningaklikan vann aö sjálfsögðu þau verk i þágu menningarbyltingarinnar aö hún veröskuldar ekki sér- staka samúö. En þaöer rangt að fella dóminn yfir fjórmenning- unum einum. Sektin tilheyrir öllum leiðtogum kommúnista, sem studdu menningarbylting- una I upphafi. Einn þeirra er Deng, þótt hann snerist gegn henni eftir aö hann varð eitt af fórnarlömbum hennar. t raun og veru voru dómarnir, sem voru kveðnir upp i Peking á sunnudaginn, áfellisdómar yfir menninga rbyltingunni og maóismanum. Deng og félagar hans boða nú aöra tegund af kommúnisma. En reynist hann nokkru betri? Það veröur aö vona, en trúin á þaö er takmörkuö þangaö til þaö kemur i ljós. EN HVAÐ, sem þessum hug- leiðingum liöur, er ekki annað hægt en aö dást aö het juskap Ji- angs Qing. Jiang er 67 ára gömul, fædd I marzmánuöi 1914 og hlaut þá nafnið Li Jin. Hún hóf leiklistar- nám 15 ára gömul, og hóf aö starfa sem leikkona skömmu síðar. Leiö hennar lá til Shang- hai og fékk hún smáhlutverk i nokkrum kvikmyndum þar. Leikaraheiti hennar var Lan Ping. Sagt er, aö Jiang hafi gengið i Kommúnistaflokkinn 1932. Þeg- ar Japanir hernámu Shanghai 1937, flúöi hún þaðan I fylgd með kommúnistum. Hún tók sér þá nafnið Jiang Qing. Skömmu siö- ar bar fundum hennar og Maós saman. Þau giftust nokkru sið- ar. Hún var þá 24 ára, en Maó 45 ára. Aöur haföi hann veriö þri- giftur. Litiö bar á Jiang opinberlega fyrr en 1962. Þá birtist fyrst mynd af henni i málgagni kommúnista. Eftir aö menn- ingarbyltingin hófst 1966 bar meira og meira á henni og hún kom hvaö eftir annaö fram sem aöalfulltrúi eiginmanns sins, sem kom þá oröiö minna fram opinberlega en áður. Jiang og Maó eignuöust eina dóttur, Li Na, sem mætti viö út- för fööur sins. Siöan hefur ekki frétzt af henni. Jiang Qing hlustar á ákærurnar gegn henni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.