Tíminn - 27.01.1981, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.01.1981, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 27. janúar 1981 IÞROTTIR IÞROTTIR Jóhann Ingi Gunnars- son: „Það er auðvelt að finna eitt og eitt atriði i leiknum, en ég held þvi fram að þettahafi tapast á leiknum heima. Þetta jafnteíli i seinni leiknum er sama og sigur, þá á ég við að gera jafntefli á útivelli. Það var slæmt að missa Þor- berg tvivegis út af i fyrri hálfleik og það kostar það að það verður að fórna honum úr vörninni og láta hann taka Ribendahl úr um- ferð. Þá fannst mér Heinonen komast mjög vel frá leiknum og var þeirra besti maður, þá varði Ohlson vel i markinu -erfitt að eiga við hann þar sem hann er um tveir metrar á hæð. Þá fannst mér Páll aldrei ná sér á strik i leiknum, og Þorberg- ur fór ekki virkilega al stað fyrr en i seinni hálfleik. Það var heppni hvorum megin sigurinn lenti, Vikingarnir voru sist lakari aðilinn þeir hefðu alveg eins getað komist i úrslit eins og Lugi”. Jón Hjaltalin Magnús- son: „Leikurinn gat farið hvernig sem var. Þorbergur fór ekki i gang fyrr en i seinni hálfleik og Páll virtist ekki finna sig. Vikingarnir voru táugaspennt- ir, félögin eru svipuð þó tel ég Vikingana vera með betra lið. Þá var það slæmt að Ólafur Jónsson fékk varla bolta vinstra megin þvi leikurinn fór mest fram á hægri vængnum. Hefðu Vikingar unnið heima þá hefði þetta verið auðveldara”. Kurt Wadmark „Þetta var harður leikur, bæði félögin léku fastan og góðan handknattleik og út úr þvi kom spennandi leikur. Vikingarnir léku betri sóknarleik en Lugi kom mér á óvart”. Bertil Anderson þjálfari Lugi. „Ég er ánægður með að við skyldum ná að komast áfram ég fullyrði það að markvarslan hjá okkur réði úrslitum i leiknum. Bæði liðin léku góðan hand- knattleik ég þekki þessi pólsku kerfi nokkuð vel og spurningin var hvort minum mönnum tækist að brjóta þau niður. Steinar Birgisson kom mér mest á óvart i leiknum þar sem hann hafði ekki verið afburðar- maður i fyrri leiknum þá stóð hann sig mjög vel núna. Eg hef mestan áhuga á að fá Júgóslavana i undanúrslitin”. Valur ekki í vand- ræðum Einn leikur var i úrvals- deildinni í körfuknattleik í Laugardalshöll í gær- kvöldi. Valur sigraði KR-inga með 86 stigum gegn 66 eftir að staðan i hálfleik hafði verið 45-31 Val í hag. Jón Sigurösson lék ekki með KR i gærkvöldi og hefur þaö haft sitt aö segja,þrátt fyrir það voru KR-ingar ahugalausir með öllu og leikurinn þvi lélegur og leiöinleg- ur. Valsmenn áttu ekki i miklum vandræðum með aö vinna, þrátt fyrir aö bæöi Pétur og Miley ættu i villuvandræöum. Stigahæstur hjá Val var Torfi Magnússon meö 25 stig en Keith Yow skoraði flest stig KR eða 17. Páll Björgvinsson hefur þarna náð að snúa á vörn Svlanna og skora, I leik Vlkings og Lugi. Tlmamynd Ragnar örn Pétursson Víkingar úr Evrópukeppninni: Sagt eftir leikinn MÖGULEIKAR VÍKINGA VORU FYRIR HENDI ALLAN LEIKINN • Víkingur og Lugi geröu jafntefli 17:17 í Svíþjóð • Eins marks sigur Víkings hefði komið þeim áfram "Ég er óánægður með það að við skulum. vera úr leik i Evrópukeppninni og það aðallega vegna tapsins heima i Reykjavik. Strákarnir voru tauga- óstyrkir og þá vantaði alla einbeitingu/ þeir reyndu að gera of mikið upp á eigin spýtur í stað þess að vinna saman" sagði Bogdan þjálfari Víkinga eftir að hafa gert jafntefli 17-17 við Lugi i siðari leik félaganna i Svíþjóð á sunnudaginn. Víkingar voru ekki langt frá því að komast i úrslit, hefði þeim tekist að skora eitt mark til viðbótar hefði það komið í þeirra hlut að komast áfram, þar sem þeir höfðu þá skorað fleiri mörk á útivelli heldur en Lugi. Það voru nokkur atriði sem skiptu sköpum i leiknum. 1 fyrsta lagi frábær byrjun hjá Lugi en þeir komust i 4-1 á fyrstu 5 min og markvöröurinn þeirra Mats Ohl- son varði á þeim tima viti frá Páli Björgvinssyni. Eftir það fóru Vikingar að finna sig meira og komast i takt við leikinn og ná þeir að snúa stöðunni i 4-5. Eftir að Lugi hafði skorað sin fyrstu fjögur mörk skora þeir ekki nema eitt mark i 11 min, og staðan breytist i 5-6 fyrir Lugi og þá missa Vikingar Þorberg út af i 2 min. Munurinn hélst út fyrri hálf- leikinn og i hálfleik var staðan 9-7 fyrir Lugi. Vikingar byrjuðu af miklum krafti strax i upphafi siöari hálf- leiks og náðu að jafna 9-9 og komust siðan yfir 12-10 við mikinn fögnuð þeirra mörgu islensku áhorfenda sem hvöttu Vikinga af öllum mætti. Sviarnir minnka muninn i 12-11 en Þorbergur skoraði úr vitakasti eftir að brotið hafði verið á Steinari. Enn laga Sviar stöðuna og skora og aftur oröinn eins marks munur 13-12, Páll fékk gullið tækifæri til að skora er hann var kominn frir að markinu en lét verja frá sér. Þorbergur kom siðan Vikingum aftur tveimur mörkum yfir 14-12 en stuttu siðar uröu Vikingar fyrir áfalli er Árni Indriðason var rekinn af leikvelli, Sviarnir ná að jafna 14-14 og aðeins nokkrar min til leiksloka. Stuttu eftir að Árni hafði komið aftúr inn á fékk hann sendingu inn á linuna þar sem hann var á auðum sjó en brotið var gróflega á honum og þar gerðu þýsku dómararnir mjög afdrifarík mis- tök — jafnvel þau einu i annars vel dæmdum leik. Hefðu þeir dæmt viti er ekki óliklegt að Vikingar hefðu náð að sigra það virtust allir á vellinum sjá brotið nema dómararnir. Spennan var komin í hámark. Lugi komst marki yfir 15-14 en Þorbergur jafnaði 15-15, Lugi komstaftur yfir 16-15 og siöan var Ribendahl visað af velli I 2 min. og Þorbergur jafnaði aftur 16-16. Með fullskipað liö tókst Lugi enn einu sinni að komast yfir 17-16 en Steinar Birgisson jafnaði 17-17 og aðeins rúm min. til leiksloka, Lugi helt knettinum út timann, tókst að skora mark en dómar- arnir höfðu flautað til leiksloka nokkrum sek. áður. Það var slæmt að missa Þor- berg útaf i tvígang i fyrri hálfleik, eftir það var hann látinn taka Ribendahl úr umferð og gerði það allan leikinn. Leikurinn var frábær. Mikil spenna allan timann og bæði félögin léku frábæran varnarleik en Sviarnir voru betri i sóknar- leiknum. Páll virtist aldrei ná sér á strik i leiknum, og þá var Þorbergur seinn i gang, fann sig ekki fyrr en siðast i hálfleik en þá fór hann llka á kostum og skoraöi þá 7 mörk. Þaö sem geröi baggamuninn og sá maður sem vann leikinn fyrir Sviana var Mats Ohlson mark- vörður hann varði um 20 skot i leiknum og þar af tvö vitaskot. Einnig var Thomas Heinonen mjög góður eflaust hans besti leikur fyrr og siðar. Sviarnir höfðu góðar gætur á Þorbergi i upphafi leiksins en þá átti Steinar Birgisson frábæran leik en dalaði siðan i seinni hálf- leik. Kristján varði ágætlega i leiknum og nokkrum sinnum á örlagarikum augnablikum, ann- ars léku Vikingarnir allir mjög vel. Það þarf enginn aö skammast sin fyrir að gera jafntefli i útileik á útivelli og það i 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar. Mörk Vikings gerðu Þorbergur 8(1), Steinar 5, Arni 2, Páll og Guðmundur lhvor. Mörk Lugi: Heinonen 6, Davidson 2, Jonson, Sjögren og Kosak 2 hver, Hanson, Andrén og Ribendahl 1 hver. röp —.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.