Fréttablaðið - 17.11.2007, Síða 6

Fréttablaðið - 17.11.2007, Síða 6
6 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR UMHVERFISMÁL „Virkjanaáform sem hér voru til staðar eru hér ekki lengur,“ segir Bjarni Daníelsson, sveitarstjóri Skaftár- hrepps í Vestur-Skaftafellssýslu. Sveitarstjórnin ræddi í vikunni bréf frá umhverfisráðuneytinu en í því er farið fram á samþykki fyrir því að Langisjór verði hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Sveitarstjórnin telur áform ráðuneytisins áhugaverð og óskar eftir viðræðum við ráðuneytið til að fá nánari upplýsingar um hvaða svæði er nákvæmlega að ræða og hvaða áform eru um fjár- mögnun nauðsynlegrar þjónustu. Landsvirkjun hefur haft áform um að veita Skaftá í Langasjó og nýta vatnið í virkjanirnar á Tungnaár- og Þjórsársvæðinu og lét útbúa fyrir sig verkhönnun á Skaftárveitu árið 2003. Einnig var ætlunin með þessu að hefta sandburð í Skaftárhlaup- um og þótti íbúum svæðisins mikill kostur ef mögulegt yrði að koma böndum á hlaup og aurburð árinnar. Bjarni segir að honum heyrist flestum íbúum svæðisins þykja sú lausn orðin nokkuð langsótt. Í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar segir í kafla um umhverfismál að „Vatnasviði Jökulsár á Fjöllum verði bætt við Vatnajökulsþjóðgarðinn og tryggt að ekki verði snert við Langasjó í virkjanaskyni“. Það er þó sveitarstjórn Skaftár- hrepps sem hefur skipulagsvald í þessum málum. „Sveitarstjórnin hefur ekki tekið afgerandi ákvörðun um þetta mál en hún telur sjálfsagt að skoða erindi umhverfis- ráðherra með jákvæðum hug,“ segir Bjarni. Hann ítrekar að endanleg niðurstaða sé þó ekki komin, skýrari svör þurfi frá yfir- völdum um hvaða svæði sé nákvæmlega um að ræða og hvernig. „Þarna má greina breytingu á áhuga heimamanna, vonandi að það viti á gott,“ segir Árni Finns- son, formaður Náttúruverndar- samtaka Íslands. Hann segir að sér þyki bréf umhverfisráðuneytisins til marks um raunverulegan metnað ríkis- stjórnarinnar um að fara eftir því sem skráð er í stefnu yfirlýsingu hennar. karen@frettabladid.is Virkjanaáform við Langasjó gufuð upp Umhverfisráðuneytið hefur farið fram á samþykki sveitarstjórnar Skaftár- hrepps að Langisjór verði hluti Vatnajökulsþjóðgarðs. Áform hafa verið uppi um virkjun á svæðinu. Sveitarstjóri segir þau áform ekki lengur til staðar. DÓMSMÁL Ríkið hefur verið sýknað af skaðabótakröfu hjúkrunarfræðings, sem starfaði á dagdeild fyrir geðfatlaða á Kleppi, vegna árásar sem hún varð fyrir við vinnu sína árið 1997. Starfsmenn Landspítalans voru ekki taldir eiga sök á að árásin átti sér stað og ríkið því sýknað. Árásin varð í árlegri skemmtiferð með sjúklinga. Þar kýldi geðfatlaður maður konuna með þeim afleiðingum að hún datt og marðist víða á líkamanum. Fyrir dómi sagðist hún hafa fengið taugaáfall og glímt við þunglyndi og reiði í kjölfar árásarinnar. Vegna þess hafi hún sótt meðferð hjá sálfræðingi árum saman. Krafa hjúkrunarfræðingsins byggðist á því að starfsmenn Landspítalans hefðu brugðist ranglega við þeim aðstæðum sem komu upp í ferðalaginu, sem hafi þar að auki verið illa skipulagt. Ríkið beri vinnuveitendaábyrgð á saknæmri hegðun starfs- manna sinna og skuli því greiða skaðabætur vegna atviksins. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur var ekki fallist á þessar kröfur. Hjúkrunarfræðingurinn sem stefndi ríkinu hafi sjálf brugðist rangt við aðstæðun- um sem upp komu og árásina megi ekki rekja til saknæmrar háttsemi annarra starfsmanna. Máls- kostnaður stefnanda var greiddur úr ríkissjóði. - sþs Héraðsdómur Reykjavíkur sýknar ríkið af skaðabótakröfu hjúkrunarfræðings: Árás sjúklings ekki ríkinu að kenna ■ Annað mál var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna árásar sama manns á annan hjúkrunarfræðing í sömu ferð. ■ Dómur féll í því máli árið 2003 og var ríkið dæmt skaðabótaskylt. Samstarfsmenn konunnar sem stefndi ríkinu voru ekki taldir hafa upplýst hana nægilega vel um ástand mannsins sem réðst á konurnar. ■ Í þessu máli taldi dómarinn ekki að samstarfsmenn hjúkrunarfræðingsins sem stefndi ríkinu hefðu sýnt af sér gáleysislega eða saknæma hegðun. Því var ríkið sýknað af skaðabótakröfu konunnar. EKKI FYRSTA MÁLIÐ Miðvikudagurinn 21. nóvember er forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins. Ofangreind fullyrðing er byggð á áralöngum rannsóknum fræðimanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík á hegðun ungmenna og hvað skilar árangri í forvörnum. Forvarnardagurinn er samstarfsverkefni eftirfarandi aðila: Verkefnið er styrkt af Kynntu þér málið á www.forvarnardagur.is Rannsóknir sýna að ein besta forvörnin gegn fíkniefnum er að sniðganga áfengi sem lengst Það leiðir til ills að byrja snemma að drekka, skemmir lifrina og maður getur endað á biðlista fyrir líffæragjöf. Hefur þú hugmynd um hvað virkar best? F O R V A R NA R DAGU R I N N TAKTU ÞÁTT! HVERT ÁR SKIPTIR MÁLIH V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 7 – 0 3 4 0 Kanntu jól að baka? © In te r I KE A Sy ste m s B .V . 2 00 7 ISIG barnasvunta 395,- Opið 10-20 virka daga Laugardaga 10-18 Sunnudaga 12-18 LANGISJÓR Langisjór er eitt tærasta fjallavatn á Íslandi. Áform hafa verið uppi um að veita Skaftá í Langasjó og nýta vatnið til virkjunar en við það myndi vatnið missa tær- leika sinn. Íbúar hafa séð hag í því að böndum verði komið yfir Skaftá og þar með þau hlaup og aurburð sem henni fylgja. Sveitarstjóri segir flesta íbúa telja virkjunar- framkvæmdir langsótta lausn. ÁRNI FINNSSON BJARNI DANÍELSSON Ertu byrjuð/byrjaður að kaupa jólagjafir? Já 41,9% Nei 58,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Heldur þú að verðsamráð eigi sér stað á matvörumarkaði? Segðu skoðun þína á visir.is VÍSINDI Íslensk erfðagreining býður fólki upp á að senda inn erfðaefni sitt á þar til gerðum tunguspaða og bera það saman við upplýsingar fyrirtækisins. Er það gert í gegnum síðuna decodeme.com. Kári Stefánsson forstjóri segist vilja miðla þeim upplýsingum sem fyrirtæki hans hefur safnað undanfarin ár til almennings með því að gera fólki kleift að skoða eigið erfðamengi. „Ég lít svo á að fólk eigi að fá að skoða sjálft sig upp að því marki sem það vill,“ segir Kári, en fólk getur einnig borið erfða- mengi sitt saman við annað fólk með samþykki viðkomandi. Kári segist ekki hafa áhyggjur af misnotkun á þjónustunni. „Við reiknum ekki með því að menn séu að ráðast á fólk úti í bæ og stinga upp í það tunguspaða og gerum ekki ráð fyrir öðru en að fólk sé að senda okkur sinn eigin tunguspaða. Tryggingafé- lögin væru að brjóta lög ef þau notuðu þessar upplýsingar. Það er ekki okkar að vaka yfir lög- hlýðni borgara.“ Í notendaleiðbeiningum kemur fram að upplýsingarnar geti verið meiðandi. „Það sem ég hef mestar áhyggjur af í þessu sambandi er hvernig fólk bregst við þeim upplýsingum sem það fær. Það eru alltaf einhverjir sem bregð- ast illa við upplýsingum um upp- runa sinn.“ - eb Íslensk erfðagreining býður greiningu á erfðamengjum einstaklinga: Fólk á að fá að skoða sjálft sig FÓLK Ólafur Egilsson, fyrrverandi sendiherra, Rakel Olsen fram- kvæmdastjóri og Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórn- andi Listahátíðar, hafa verið skipuð í orðunefnd fálkaorðunnar. Um leið ganga úr nefndinni Guðný Guðmundsdóttir konsert- meistari, Jón Páll Halldórsson framkvæmdastjóri og Sigmundur Guðbjarnason, fyrrverandi háskólarektor. Fyrir í nefndinni sitja Ólafur G. Einarsson formaður, Jón Helga- son og Örnólfur Thórsson sem er ritari nefndarinnar. Forseti skipar í nefndina að tillögu forsætisráðherra. - sgj Nýtt fólk í orðunefnd: Ólafur, Rakel og Þórunn skipuð ÓGRYNNI UPPLÝSINGA Kári Stefánsson segir viðskipta- vini fá aðgang að þeim upplýsingum sem Íslensk erfðagreining hefur safnað. Starfslokasamningar í bæj- arráð Framvegis verða starfslokasamningar sem gerðir eru við starfsmenn Kópa- vogsbæjar lagðir fyrir bæjarráð. Þetta samþykkti bæjarráðið í fimmtudag að tillögu Guðríðar Arnardóttur, sem er fulltrúi minnihluta Samfylkingar í ráðinu. KÓPAVOGUR Atkvæðagreiðsla um traust Janez Jansa, forsætisráðherra Slóveníu, mun á mánudag láta fara fram atkvæðagreiðslu á þingi um traust á ríkisstjórninni, eftir að frambjóðandi stjórnarandstöðunnar vann sigur í forsetakosningum um síðustu helgi. Jansa segir „stanslausa gagnrýni“ stjórnarandstöðunnar grafa undan undirbúningi fyrir formennsku Slóvena í Evrópusambandinu á næsta ári. SLÓVENÍA KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.