Fréttablaðið - 17.11.2007, Side 46

Fréttablaðið - 17.11.2007, Side 46
● hús&heimili næði sé ég að þessi sumarbústaður er til leigu og ég átta mig á því að þetta er staðurinn við hliðina þar sem ég bjó fyrir mörg- um árum. Þegar ég gekk hér fyrst inn á rökum mars- degi var fúkkalykt í húsinu og allt mjög dimmt og rakt en ég fann samt strax að þetta væri staðurinn minn og ákvað því að taka hann á leigu.“ Seinna á árinu gerðist það að húsið fór á sölu og þá keypti Unnur það. Upphaflega var húsið sumarhús en Unnur hefur gert það mikið upp og endurreist. „Nálægðin við skóginn er svo góð, það er alltaf skjól í skóginum, og mér finnst gott að eiga hund því fyrir utan góðan félagsskap þá toga hundar mann út í gönguferð og kenna manni að meta náttúr- una. Þeir eru einhvern veginn bara að hugsa um það sem þeir skynja með nefinu og heyra og njóta líð- andi stundar,“ segir Unnur sem telur þetta vera bestu hugleiðsl- una fyrir sig auk þess að spila á píanó. Um þessar mundir er Unnur að gefa út bókina „Hefurðu séð huldu- fólk?“ sem er ferðasaga í máli og myndum. Þar veltir hún fyrir sér stöðu huldufólks í samtímanum á ferðum sínum um landið og leit- ar hún uppi sögur af huldufólki og mannfólki sem þekkir huldufólk. „Fyrir tæpum þremur árum var ég nýbúin með „Íslendinga“ og var að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera næst. Af því að ég var búin að fara um landið í leit að efni fyrir þá bók þá heillaðist ég af því að ferðast um landið og hafa ástæðu fyrir því að trufla fólk og banka upp á bæjum. Auk þess fannst mér sérstakt hve margir af þeim sem ég talaði við töluðu um huldufólk á sama hátt og um frændur sína, stjórnmálamennina eða eitthvað slíkt,“ segir Unnur sem vildi í kjöl- farið fara og kanna stöðu huldu- fólks í nútímanum. Unnur segist í raun vera ferðalangur í bókinni þar sem hún ferðast um landið með dóttur sinni og manni og segir ferðasöguna og tekur myndir. Bókin er því í senn afar persónu- leg og fjölbreytt þar sem tekin eru viðtöl og sögur sagðar. Auk þess að gefa út bók fyrir jólin starfar Unnur sem verkefna- stjóri hjá Skógrækt Reykjavík- ur og staðarhaldari á Elliðavatni. Nú fyrir jólin verður opnaður jóla- markaður í gamla hlaðna salnum á Elliðavatnsbænum í tengslum við jólatréssölu félagsins og verð- ur hann opinn allar helgar fram að jólum frá og með næstu helgi. Það er því í nógu að snúast hjá hinni fjölhæfu Unni sem við kveðjum í faðmi trjánna í Elliðaárdal. Tónlistin skipar sinn sess á heimilinu en þar má finna gamalt píanó sem Unnur fékk þegar hún var 9 ára og hóf nám á hljóðfærið. Alda spilar á fiðlu og ýmis lítil hljóðfæri prýða píanó- toppinn. Auk þess er Unnur að læra á harm- onikku og spilar í litlu harm- onikkubandi. Listaverkin á veggnum eru eftir Guðrúnu Einarsdóttur hjá i8. Hér gefur að líta brot af frumstæða horninu en Unnur hefur ferðast víða og bera ýmsir grip- ir á heimilinu þess merki. Hér má sjá brot af herbergi heimasæt- unnar Öldu. Dúkkurnar í körfunni eru alþjóðlegar og veggmynd- irnar koma frá fæðingarlandi Öldu, Kína. Hægra megin er nafn hennar á kínversku og vinstra megin hin elskaða panda. 17. NÓVEMBER 2007 LAUGARDAGUR6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.