Fréttablaðið - 17.11.2007, Page 87

Fréttablaðið - 17.11.2007, Page 87
LAUGARDAGUR 17. nóvember 2007 55 Sjö laga plata Benna Hemm Hemm, Ein í leyni, kemur út 1. desember. Lögin eru sungin á ýmsum tungumálum, þar á meðal dönsku, sænsku og íslensku, og leikið er á fjöldamörg hljóðfæri. Um fjórtán flytjendur tóku þátt í upptökunum, þar á meðal Svínn Jens Lekman, eins og kom fram í Fréttablaðinu í byrjun mánaðarins. Tvö áður útgefin lög eru á plötunni, annars vegar Sól á heyhóla sem kom út á Kajak, og hins vegar Jag tyctke hon sa lönnilov sem er eftir Lekman. Benni Hemm Hemm heldur tvenna tónleika í London í næsta mánuði. Á þeim síðari, sem verða á The Scala, hitar sveitin upp fyrir múm. Ein í leyni frá Benna BENEDIKT HERMANN HERMANNSSON Hljómsveit Benni Hemm Hemm gefur út plötuna Ein í leyni 1. desember. Platan New Wave með hljóm- sveitinni Thundercats er komin út. Platan, sem hefur að geyma tíu lög, verður gefin út af Nordic Notes í Þýskalandi, Austurríki og Sviss en á Íslandi sér Hanndatt- útgáfan um útgáfuna. Platan, sem hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda, hefur að geyma tilraunaskotið popp/rokk með forrituðum trommuleik og kemur tónlistarkonan Jara við sögu í fjórum lögum. Thunder- cats, sem spilaði með bandaríska tónlistarmanninum Khonnor á Airwaves-hátíðinni í október, heldur útgáfutónleika vegna plötunnar á Organ 29. nóvember. Fyrsta plata Thundercats THUNDERCATS Hljómsveitin Thundercats hefur gefið út sína fyrstu plötu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bítlarnir ætla að gefa út allar sínar plötur í stafrænu formi á netinu á næsta ári. Þessara tíðinda hefur lengi verið beðið enda eru Bítlarnir vinsælasta hljómsveit allra tíma. „Þetta er allt saman tilbúið fyrir utan vandamál sem ég held að verði leyst fljótlega,“ sagði Paul McCartney. „Það þarf aðeins að fínstilla þetta en ég held að þetta gerist á næsta ári.“ Áður höfðu sólóplötur allra meðlima Bítlanna komið út í stafrænu formi og því þykir þetta eðlilegt framhald af því. Stafrænir á næsta ári BÍTLARNIR Bítlarnir verða loksins fáan- legir til niðurhals á netinu á næsta ári. Annar helmingur Da Beatminerz, Dj Evil Dee, þeytir skífum á „old school“-kvöldi á Organ í kvöld. Kvöldið verður tileinkað gull- aldartímabili útvarps- þáttarins Kronik og verður því hip hop-tón- list tíunda áratugarins þar allsráðandi, enda fjórtán ár síðan Kronik fór fyrst í loftið. Einnig koma fram O.N.E., 1985 og Forgotten Lores ásamt DJ B-Ruff, Dj Rampage og Dj Finga- print. Dj Evil Dee gerði garðinn fræg- an snemma á tíunda áratugnum ásamt hljómsveitinni Black Moon og genginu Boot Camp Clik. Hann hefur einnig samið takta fyrir ekki ómerkari menn en De La Soul, Eminem, Busta Rhymes og M.O.P undir nafninu Da Beatminerz. Vakti hann á sínum tíma lukku sem einn helsti „mixtape“ plötusnúður- inn í Bandaríkjunum. Nýlega setti hann svo á laggirnar sína eigin podcast-síðu og hefur hún slegið í gegn með yfir milljón heimsókn- um á örfáum mánuðum. Aldurstakmark á Organ er 20 ár og verður húsið opnað klukkan 23. Miðaverð í for- sölu er 1.500 krónur. Evil á Kronik-kvöldi Rokksveitin Led Zeppelin hefur átt í samningaviðræðum um að verða aðalnúmerið á Glastonbury-hátíð- inni sem verður haldin í Bretlandi næsta sumar. Ekki er þó víst hvort af tónleikunum verður. Hafa fregnir borist af því að hætt hafi verið við þátttöku Zeppelin vegna þess að sveitin hafi verið of dýr fyrir skipu- leggjendur hátíðarinnar. Zeppelin heldur endurkomutón- leika í London í næsta mánuði og er þeirra beðið með gríðarlegri eftir- væntingu. Einn aðdáandi Zeppelin borgaði nýlega um tíu milljónir króna fyrir tvo miða á tónleikana, sem var liður í góðgerðauppboði á vegum breska ríkisútvarpsins, BBC. Zeppelin vill koma fram á Glastonbury LED ZEPPELIN Endurkoma sveitarinnar hefur vakið mikla athygli. Rætt er um að hún komi fram á Glastonbury á næsta ári. DJ EVIL DEE Dj Evil Dee þeytir skífum á Organ í kvöld. Kíktu inn á nýja og en n flottari o g taktu þá tt í lauflétt um leik snilld.is Þú gætir u nnið: iPod T ouch iPod Nano …auk fj ölda anna rra glæsile gra vinnin ga Snilld.is – Upplifðu snilldina Ný snilld k omin í loft ið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.