Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 28
 1. desember 2007 LAUGARDAGUR T inna Laufey Ásgeirsdóttir, doktor í heilsuhagfræði, hefur verið atorkusöm frá unga aldri og engin verkefni vaxið henni í augum að sögn aðstandenda. Það mátti sjá í vikunni þegar hún hélt fyrirlestur í Norræna húsinu og kynnti fyrir fullu húsi bókina Holdafar – hagfræðileg greining. Í kjölfarið þeystist hún á milli fjölmiðla og sagði frá niðurstöðum rannsókna sinna. Lýðheilsustöð gaf verkið út og fjallar bókin um alvarlegt og stigvaxandi vandamál ofþyngdar hjá þorra Vesturlandabúa. Vinkonur Tinnu segja hana sjálfa hugsa vel um heilsuna þrátt fyrir að vera í krefjandi starfi og á þönum allan daginn. Hún er mikil áhuga- manneskja um hreyfingu. Á sínum yngri árum spriklaði hún eitthvað í fótbolta og stundaði líkams- rækt. Þegar hún fór svo til Bandaríkjanna í frekara nám æfði hún þríþraut; hljóp, hjólaði og synti. Meðfram hagfræðináminu nam hún íþróttafræði og leiðbeindi fólki við æfingar. Hún hefur hæfileika til að vasast í mörgu og missir ekki sjónar á markmiðum þrátt fyrir að halda mörgum boltum á lofti í einu. Tinna Laufey hefur farið fyrir MS-námi í heilsuhagfræði við viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands undanfarin misseri auk þess að starfa við Hagfræði- stofnun HÍ. Samstarfs- menn segja hana frumkvöðul á þessu fræðasviði hér á Íslandi. Það hafi verið mikill fengur að fá hana heim frá Bandaríkjunum þar sem hún lærði og starfaði. Hún sé að byggja upp eina af undirgreinum hagfræðinnar, heilsuhagfræði. Fagið sé vaxandi alls staðar í heiminum. Það er afskaplega gaman að vinna með henni að sögn kunn- ugra. Tinna Laufey er sögð hugmyndarík, samviskusöm og drífandi. Hún lærði sögu til BA-prófs í HÍ og lauk doktorsprófi í heilsuhagfræði frá University of Miami í Bandaríkjunum í byrjun árs 2006. Grunnur hennar er því ólíkur margra annarra hagfræðinga sem er kostur. Greiningarhæfni hennar er sögð afburðagóð sem birtist í störfum hennar á sviði hagfræðinnar. „Þrátt fyrir annríki er hún mikil fjölskyldu- manneskja,“ segir viðmælandi Fréttablaðsins. Sex ára missti hún móður sína og var alin upp af móðurömmu sinni og afa á Einimelnum í Vesturbæ Reykjavíkur. Skyldmenni Tinnu Laufeyjar segja hana með afbrigðum geðgóða. Hún hafi tekist á við erfiða tíma í æsku af æðruleysi. „Hún fékk eitthvert náðargen í vöggugjöf,“ sagði einn viðmælandi blaðsins. Þessi góða lund gerði það að verkum að hún var afar jákvæð og bjartsýn í öllum verkefnum sem hún stóð frammi fyrir. Það átti við í persónuleg- um verkefnum sem og í námi. Hún hafði ekki mikið fyrir skólanum, var góður nemandi enda sögð eldklár. Þetta hefur mótað Tinnu Laufeyju og er hún mikil fjölskyldu- manneskja þrátt fyrir annríki. Fimm ára sonur hennar, Pétur Bjarni, á hug hennar og hjarta. Saman eiga þau það til að stökkva af stað og ganga á Úlfarsfell á góðviðris- dögum, hjóla á göngustígnum við Ægisíðu eða fara í sund. Það er alltaf eitthvað í gangi. Tinna Laufey reynist líka fjölskyldu sinni og vinum vel. Hún er í góðum tengslum við vini sína, sögð hafa þægilega nærveru og fyrst á vettvang ef eitthvað bjátar á. Þótt hún hafi gaman af því að fara út þá drekkur hún sama og ekki neitt enda vill hún nýta tímann vel. Hún er kannski helst lélegur félagsskapur á kvöldin þegar vinirnir ætla að horfa á góða mynd saman. Þá á hún það til að sofna enda orkan oft fullnýtt yfir daginn. Þegar alltaf er verið að greina aðalatriðin þá á Tinna Laufey það til að vera utan við sig þegar kemur að daglegum hlutum. Hún á til dæmis erfitt með að muna hvar hún setti lyklakippuna frá sér, sem týnist oft. Aðferðir til að koma í veg fyrir þetta duga stundum skammt. Þá hefur hún líka týnt símum og stígvélum. En henni fyrirgefst þetta allt enda hefur hún góðan húmor fyrir sjálfri sér. Þá á Tinna Laufey það til að vera ómannglögg enda hittir hún fjölda fólks á hverjum degi í störfum sínum. Það hafa því komið upp vandræðalegar stundir þegar hún áttar sig ekki á hverjir viðmælendur hennar eru þótt þeir séu jafnvel þekktustu hagfræðingar landsins. Að þessu geta allir í kringum Tinnu Laufeyju hlegið enda lítill galli miðað við þá kosti sem hún hefur að bera. Það er fátt sem er henni ofviða er samdóma álit allra sem Fréttablaðið ræddi við. TINNA LAUFEY ÁSGEIRSDÓTTIR Fékk náðargen í vöggugjöf TINNA LAUFEY ÁSGEIRSDÓTTIR ÆVIÁGRIP Tinna Laufey er fædd í Vesturbæ Reykjavíkur árið 1975. Hún ólst upp á Einimelnum hjá afa sínum og ömmu, þeim Bjarna Kr. Bjarnasyni hæstaréttardómara og Ólöfu Pálsdóttur læknaritara, eftir að móðir hennar, Birna Bjarnadóttir, lést þegar Tinna var 6 ára. Tinna er dóttir Ásgeirs Haraldssonar, yfirlæknis á Barnaspítala Hringsins, og á hún tvö hálfsystkini. Sjálf á hún fimm ára gamlan son, Pétur Bjarna, sem er á Hagaborg. Hún er mikill Vesturbæingur og var á Hagaborg eins og sonurinn, gekk í Melaskóla og Hagaskóla. Árið 1998 útskrifaðist hún í sagnfræði frá Háskóla Íslands, mastersgráð- una fékk hún 2002 og varð doktor í heilsuhagfræði í byrjun árs 2006 frá University of Miami. Hún hefur einnig próf í líkamsrækt sem hún stundaði úti í Bandaríkjunum og náði sjálf góðum árangri í þríþraut – hlaupi, sundi og hjólreiðum. HELSTU KOSTIR Tinna Laufey er einstaklega dugleg og á auðvelt með að hafa mörg járn í eldinum. Hún hefur gott skap og lítur lífið björtum augum. Fá verkefni eru henni ofviða og það er þægilegt að vinna með henni. HELSTU ÓKOSTIR Þrátt fyrir góðan hæfileika til að greina aðalatriðin vilja hversdagslegir hlutir týnast í fórum hennar. Hún á erfitt með að muna hvar hún lagði lyklana frá sér og hefur reynt að þróa aðferðir til að tapa þeim ekki. Stundum er hún ómann- glögg sem getur komið henni í óheppilegar aðstæður. Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.