Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 1. desember 2007 31 ráðuneytinu til að bera út svein- börn. Í dag var líka sagt frá því að Ísland er í efsta sæti ásamt Nor- egi í nýrri lífskjaravísitölu Þró- unarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna en stofnunin birtir árlega lista þar sem lagt er mat á lífsgæði í 177 ríkjum, svo sem ævilíkur, menntunar- stig og verga landsframleiðslu á mann. Afríkuríkin Síerra Leóne og Búrkína Fasó eru í neðstu sæt- unum. Í Síerra Leóne og Búrkína Fasó og fjölmörgum öðrum löndum tíðkast það enn að bera út börn svo að þar er ekki tímabært að setja lög um litanotkun á fæðingardeild- um. Því miður virðist heimsmetið í lífskjaravísitölunni alveg hafa farið fram hjá bæði dómurum og hinum dæmda (karlmanni) sem Héraðsdómur Suðurlands dæmdi „í 30 daga fangelsi fyrir að stela vodkapela í vínbúð ÁTVR í Hvera- gerði í gær. Hann var einnig dæmdur til að greiða ÁTVR bætur sem nema andvirði pelans, eða 2.370 krónur.“ Hvers konar villimennska er það eiginlega að dæma ógæfu- menn og sjúklinga í fangelsi í staðinn fyrir að reyna að koma þeim til hjálpar? Hvernig í dauð- anum stendur á því að fársjúkir alkóhólistar þurfa að stela áfengi meðan eiturlyfjafíklar geta fengið methadon sér til hjálpar? Af hverju fá ráðherrar sem eru á góðum launum og stálheilbrigðir niðurgreitt vín meðan fátækir og fársjúkir rónar þurfa að stela því? Ég þarf reyndar ekki að spyrja. Meðan svona viðgengst hlýtur þjóðinni að finnast enn þann dag í dag að alkóhólismi sé aumingja- dómur og sjálfskaparvíti. Það fylgdi sögunni af Salómons- dómi Héraðsdóms Suðurlands að „maðurinn hefur oft áður verið dæmdur fyrir ýmis brot, svo sem þjófnað, nytjastuld, ölvunarakstur og akstur sviptur ökurétti“. Ekki bendir þessi ferill beinlínis til þess að þessi einstaklingur neyti áfengis sér til mikillar skemmtunar. Við erum hætt að bera út börn og berum út fullorðið fólk í stað- inn. Það eru merkilegar framfar- ir. Hættulegur bókmennta- áhugi FIMMUDAGUR, 29. NÓVEMBER. Í dag kom ég til Vopnafjarðar í fyrsta skipti á ævinni. Tími til kominn. Hér er verulega fallegt. Kristín Svava Tómasdóttir, Jón Kalman Stefánsson, Vigdís Gríms- dóttir, Pétur Blöndal og undirrit- aður eru í bókmenntalegri vísi- tasíu um Norðausturland. Í kvöld lásum við upp í fallegu gömlu húsi sem nú er búið að gera að einni helstu prýði bæjarins. Við hliðina á því stóð áður merkilegt hús þar sem hið langdrukkna og fársjúka Fjallaskáld, Kristján Jónsson, end- aði líf sitt. Það hús var rifið á vit leysingatímabilinu og endur- byggt á Árbæjarsafni í Reykjavík. Mér finnst að Vopnfirðingar ættu að krefjast þess að fá húsið afhent aftur eins og íslenska þjóðin fékk handritin sín þegar okkur tókst loks að sannfæra Dani um að við myndum ekki hafa þau til matar. Í gær lásum við upp á Skriðu- klaustri og gistum í góðu yfirlæti á Egilsstöðum. Það var fljúgandi hálka á veginum svo að ég var á nálum um að einhver bókmennta- áhugamaður keyrði út af og dræpi sig. Það gerðist þó ekki enda má bóka- fólkið engan missa. Hins vegar lenti bók- menntasinnaður áheyrandi frá Egilsstöðum í því að gleyma sviða- kjamma í potti meðan hann brá sér af bæ til að hlýða á upplestur. Þegar hann kom heim aftur var slökkviliðið að ljúka við að reyk- ræsta íbúðina hans og sviða- kjamminn var óætur. Vitatorg Kolaportið Bergstaðir Ráðhús Reykjavíkur Vesturgata 7 Traðarkot Stjörnuport Bílastæðasjóður ÞÚ ÁTT BÍLSKÚR Í BÆNUM Njóttu þess að koma í hlýjan bílinn í bílastæðahúsum borgarinnar. Bílastæðahúsin á Laugavegi og Hverfisgötu eru opin 2 klst. lengur en verslanir í desember. Á „Löngum fimmtudögum“ er opið til kl. 23. Frá 14. til 23. desember er opið til miðnættis og til kl. 13 á aðfangadag. Frítt í bílastæðahúsin á laugardögum! Aðeins 80 kr. fyrsti klukkutíminn, síðan 50 kr. eftir það hver klukkutími. NÝTT Notaðu Stjörnuportog Traðarkot, stæði á besta stað í miðbænum! P IP A R • S ÍA • 7 2 2 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.