Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 50
[ ] Óðinn Sigurðsson lásasmiður hittir oft önuga viðskiptavini í blábítið eða um hánætur. Lundin léttist þegar viðskiptin hafa gengið yfir. „Fólk er mikið að læsa lykla sína inni í bílum og týna þeim líka, en það er líka alltaf að versna að opna bíla án rétta lykilsins,“ segir Óðinn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Neyðarþjónustunnar við Lauga- veg, en þar starfa fimm lásasmið- ir á vöktum við að aðstoða gleymna bíleigendur. „Á eldri bílum og hluta nýrri bíla er enn tiltölulega auðvelt að opna með okkar verkfærum, en oftast eru öryggiskerfi í nýjum bílum svo öflug að upplýsingar þarf frá umboði eða framleiðanda erlendis til að smíða nýjan lykil og opna,“ segir Óðinn sem finnur til með bíleigendum þegar öryggis- þáttur bílsins er orðinn til trafala. „Oftast fylgja tveir lyklar með nýjum bílum og þegar báðir týnast getur reikningur fyrir nýjan lykil hljóðað upp á nokkur hundruð þús- und þegar verst lætur. Í þeim til- fellum þarf að skipta um tölvu og allar læsingar í bílnum, en algengt verð fyrir nýjan lykil án svo mikilla vandræða er á bilinu 50 til 100 þúsund krónur frá framleið- endum,“ segir Óðinn sem á næstu dögum tekur í notkun galdratæki sem lásasmiðir um allan heim hafa beðið eftir og greiða mun úr vanda bíleigenda með flókinn öryggis- búnað. „Með þessu nýja tæki eigum við að geta forritað og smíðað lykla í flestar tegundir bíla, meira að segja þótt umboðið geti ekki orðið að liði og allir lyklar séu týndir til að smíða eftir. Þetta verður mikil búbót fyrir bíleigendur því svona gleymska og óheppni verður sífellt dýrari,“ segir Óðinn, en útkall lásasmiðs til bíl- eigenda sem standa úti við læstan bíl sinn kostar 5.000 krónur á daginn og 8.000 á nóttunni. „Þetta er virkilega algengt og gerist allan daginn, en tindarnir eru síðdegis frá fjögur til sex og á milli sjö og níu á morgnana þegar mestu frostin eru. Þá opnast læsingin ekki alveg vegna kulda- tregðu en fólk kemst inn í bíla til að ræsa þá og ná í sköfuna. Síðan hrekkur hurðin til baka og læsist,“ segir Óðinn og viðurkennir að skapið sé ekki alltaf upp á það besta hjá bíleigendum þegar starfs- menn Neyðarþjónustunnar mæta til hjálpar. „Fólk er gramt út í sjálft sig og tekur reiðina út á okkur. Maður tekur því bara rólega. Oftast léttist brúnin þegar búið er að opna, en maður hittir mikið af pirruðu fólki í þessari vinnu. Það er mikið sama fólkið sem læsir sig úti og týnir lyklum, en líka fullt af fólki sem hefur aldrei áður læst sig úti en gerir það svo kannski í þrígang áður en óheppnin hættir að elta það.“ thordis@frettabladid.is Óheppnin eltir í þrígang Bílsæti þurfa að vera þægileg hjá þeim sem keyra langar leiðir. Þar má nefna vörubílstjóra, rútubílstjóra og aðra sem vinna við akstur og eyða löngum stundum í bílsætinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Óðinn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Neyðarþjónustunnar við Laugaveg, bíður spenntur eftir nýjum búnaði sem lækka mun mikið kostnað bíleigenda þegar lyklar nýrra bifreiða með flókinn öryggisbúnað týnast. www.us.is EIGENDASKIPTI ÖKUTÆKJA Á VEFNUM Umferðarstofa, í samstarfi við Glitni og Kaupþing, býður nú þann möguleika að tilkynna eigenda- skipti og ganga frá skráningu meðeigenda og umráðamanna bifreiða með rafrænum hætti á vef Umferðarstofu. Kynntu þér þessa einföldu og þægilegu nýjung á www.us.is. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 7 -0 8 4 1 Jeppadekk Alorka • Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080 Heilsársdekk 31" kr. 12.900 (31x10.50R15) 33" kr. 15.900 (33x12.50R15) Úrval annarra stærða upp í 38". Felgustærð 15", 16" 17" og 18". Sendum frítt um land allt! Við mælum með míkróskurði P IPA R • S ÍA • 70 622 Nánar á jeppadekk.is Smurþjónusta fyrir allar gerðir bíla Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla Komdu með bílinn til okkar! Frábær verð og góð þjónusta! Alltaf heitt á könnunni! KERRUÖXLAR Í ÚRVALI og hlutir til kerru- smíða Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.