Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2008, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 20.01.2008, Qupperneq 16
16 20. janúar 2008 SUNNUDAGUR ÍS L E N S K A S IA .I S L B I 40 63 6 0 1. 2 0 0 8 Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld Fjármálakvöld fyrir alla Landsbankinn kynnir „Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld“, röð fjármálanámskeiða fyrir almenning. Á námskeiðunum fjalla sérfræðingar bankans um þætti sem lúta að fjármálum heimilanna, fjárfestingartækifærum og skattamálum. Fjármálafræðslan er öllum opin og án endurgjalds. Hvernig gerðist þetta? „Þann 21. október tilkynnti ég Helga Hjörvari, þáverandi for- manni hússjóðsins, að ég myndi leggja til að ný stjórn tæki við hús- sjóði ÖBÍ. Hússjóðurinn er séreign- arstofnun en ÖBÍ skipar fjóra af fimm stjórnarmönnum og félags- málaráðuneytið einn. Helga var þá löngu ljós óánægja mín með stjórn- unarhætti sjóðsins og hvernig þjón- usta hans við íbúa hefur verið, því ég hafði komið á framfæri kvörtun- um og aðfinnslum í nánast hverri einustu viku frá því árið 2005 eða frá því ég var kjörinn formaður Öryrkjabandalagsins. Þetta átti því ekki að koma honum á óvart og meirihluti framkvæmda- stjórnarinnar var mér alveg sam- mála um nauðsyn þess að skipta um stjórn. Það vakti óneitanlega furðu mína hve mikil fyrirstaða virtist vera við breytingum af hálfu Helga Hjörvar og Emils Thoroddsen, sérstaklega í ljósi þess að Helgi og aðrir í stjórn sjóðsins höfðu verið þar við völd í tíu ár og einstaka menn lengur. En í framhaldi af samræðum mínum við Helga legg ég fram mína tillögu í framkvæmdastjórninni í lok nóv- ember. Á sama fundi leggur vara- formaður Öryrkjabandalagsins, Emil Thoroddsen, sem jafnframt er stjórnarmaður í hússjóðinum, fram aðra tillögu um óbreytta stjórn. Þetta er því staðan í byrjun desember. Sjötta desember geri ég breytingartillögu við fyrri tillögu til að koma til móts við gagnrýnis- raddir og var tillaga mín samþykkt í framkvæmdastjórninni mótat- kvæðalaust en Emil Thoroddsen og tveir til viðbótar sátu hjá. Ég hélt að þetta myndi ganga í gegn þótt ég vissi að andstaða væri við tillögu framkvæmdastjórnar hjá þröngum hópi fólks og þá sér- staklega hjá Emil Thoroddsen, Helga Hjörvari og svo kemur í ljós að Garðar Sverrisson, fyrrverandi formaður bandalagsins, er farinn að blanda sér í þetta. Þeir þrír hafa svo samband við aðildarfélögin og reyna að gera tillögu meirihluta framkvæmdastjórnar tortryggi- lega og láta líta svo út að nái hún fram að ganga þýði það einhvers konar kollsteypu í málefnum banda- lagsins og hússjóðsins. Það er auð- vitað fráleitt í ljósi þess hverjir það voru sem var verið að leggja til að tækju við stjórnartaumum sjóðs- ins. Þetta voru formenn og fram- kvæmdastjóri virtra aðildarfélaga sem standa svo sannarlega ekki fyrir einhverja kollsteypu heldur mjög fagleg og vönduð vinnubrögð. En svo kemur að aðalstjórnarfund- inum 10. janúar þar sem meðal annars er til afgreiðslu ný stjórn í hússjóðinum. Þá veit ég ekki annað en að aðeins ein tillaga liggi fyrir og ef önnur tillaga verði lögð fram sé það tillaga um óbreytta stjórn enda hafði annað ekki verið kynnt í framkvæmdastjórn eða í aðal- stjórn. Þá gerist það á fundinum að varaformaður bandalagsins kveður sér hljóðs og leggur fram tillögu að nýrri stjórn sem aldrei nokkurn tímann hafði verið rætt um í stjórn- um ÖBÍ. Tillagan er svo kynnt sem tillaga minnihluta framkvæmda- stjórnar ÖBÍ. Þetta kom því alger- lega aftan að mér og meirihluta framkvæmdastjórnar en greinilega var búið að ræða um þetta í ein- hverjum kreðsum innan sumra aðildarfélaga bandalagsins enda höfðu þeir betur með eins atkvæðis mun. Þessi vinnubrögð eru fáheyrð og auðvitað vítaverð. Það sem þó undrar mig mest er hve Emil Thor- oddsen og Helgi Hjörvar voru til- búnir að ganga langt. Það vekur óneitanlega upp spurningar hverra hagsmuna þeir hafi raunverulega að gæta? Niðurstaðan er svo sú að Garðar Sverrisson fyrrverandi for- maður ÖBÍ er orðinn formaður hús- sjóðs ÖBÍ en það er ekki að sjá að hann hafi sýnt hagsmunum leigj- enda hjá hússjóði sérstakan áhuga í sinni sjö ára formannstíð hjá banda- laginu áður. Það er nú þannig að þegar varaformaður félags, hvaða félags sem það nú er, gengur fram með þessum hætti og kemur svona aftan að formanni félagsins með tillögu sem ekki hafði verið kynnt með neinum hætti, er búin að grafa undan formanni félagsins mark- visst svo mánuðum skiptir í félagi við fyrrverandi formann Öryrkja- bandalagsins og alþingismann sem jafnframt var formaður hússjóðs- ins, þá er þeim formanni ekki sætt.“ Sigursteinn segir að þótt hússjóð- ur Öryrkjabandalagsins sé sjálfs- eignarstofnun telji hann formanni Öryrkjabandalagsins bera siðferð- isleg skylda til að gæta hagsmuna íbúanna og hafa aðhald með þeim störfum sem innt eru af hendi í sjóðnum, þá sérstaklega þar sem bandalagið skipar fjóra menn í stjórn sjóðsins og ráðstafar fé til hans en getur ekki haft bein áhrif á að öðru leyti. Þá hefur Sigursteinn margt við fyrirkomulag á stjórnskipulagi ÖBÍ að athuga. „Aðalstjórnin sam- anstendur af fulltrúum allra 32 aðildarfélaga Öryrkjabandalags- ins. Hvert aðildarfélag á því einn fulltrúa í aðalstjórninni. Þeir hafa svo allir jafnt atkvæðavægi hvort sem félagið telur sjö þúsund manns eða tuttugu. Það hljóta allir að sjá að þetta er galli á fyrirkomulaginu og að 32 manna stjórn getur ekki tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun um öll þau stóru mál sem verið er að leggja fyrir hana og af þessum sökum sitjum við m.a. uppi með þá stöðu sem nú er komin upp,“ segir hann en nú er einmitt uppi kvittur um hvort Geðhjálp undirbúi úrsögn úr bandalaginu. Með því myndi eitt stærsta aðildarfélagið hverfa frá. Það kemur ef til vill ekki á óvart að helstu óánægjunnar gæti helst innan hagsmunasambands þeirra sem eiga, eða hafa átt við geðrask- anir að etja rétt eins og Sigursteinn sjálfur. Þær raddir hafa þó einnig heyrst að uppsögn Sigursteins megi Eftirspurn eftir geðveikum formanni með reynslu Dauðaslys, líkfundir og slæmar aðstæður fatlaðra voru meðal þess sem Sigursteinn Másson greindi frá í greinargerð sem hann lagði fram á fundi til að rökstyðja skoðun sína og meirihluta framkvæmdastjórnar Öryrkjabandalagsins um nauðsyn þess að skipta um hússjóð bandalagsins. Tillaga hans náði ekki fram að ganga og sagði hann af sér í kjölfarið. Í viðtali við Karen D. Kjartansdóttur fer hann yfir ástæður uppsagnarinnar, ástandið innan Örykjabandalagsins og það sem er framundan í lífi hans. SIGURSTEINN MÁSSON Fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.