Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 73
53 MENNING hún, „og gaman að sjá þessa umvendingu á íslenskum sjónvarps- markaði“. Nýr kvikmyndasamningur Kvikmyndagerðarmenn hafa lagt ríka áherslu á það í samræðum og samningum við ríkisvaldið að hlut- ur leikins efnis fyrir sjónvarp verði stækkaður: þegar menningarsjóður útvarpsstöðva var lagður niður runnu reytur hans í svokallaðan sjónvarpssjóð hjá Kvikmyndasjóði sem var um það bil að breytast í Kvikmyndamiðstöð. Nýr samning- ur kvikmyndaiðnaðarins í fyrra gerði ráð fyrir að verulegum fjár- munum yrði bætt í þá deild kvik- myndamiðstöðvar. Hafa þess sést merki í síðustu úthlutunum að nokk- ur verkefni eru að komast af stað sem vænta má að endi á skjám landsmanna. Raunar er framlag úr almannasjóðum til slíkrar fram- leiðslu árangursríkari fjárfesting en styrkir til kvikmyndaframleiðslu á löngum myndum, ef litið er til þess hverjar áhorfendatölur geta orðið: kvikmyndir eftir íslenska kvikmyndagerðarmenn ná fáar verulega góðri aðsókn en áhorf á íslenskt leikið efni í sjónvarpi getur náð undraverðum fjölda. Allir litir hafsins náðu 49,6% áhorfi í aldurs- hópnum 12-80 ára. Mæling á áhorfi Næturvaktarinnar sýndi að 32% áhorfenda í sama aldurshóp fylgd- ust með. Áhorf á þessa þætti hefur því verið nærri 150 og 100 þúsund áhorfenda. Minna má á að aðsóknarmesta íslenska kvikmyndin á síðasta ári var Astrópía en hana sáu rúmlega 45 þúsund bíógestir. Var hún aðsóknarmesta mynd liðins árs. Samkvæmt lista Smáís skipa næstu tíu sætin erlendar myndir, en í 11. sæti voru Veðramót með rúmlega 17 þúsund áhorfendur, Köld slóð dró að sér rúmlega 14 þúsund gesti. Íslenskar leiknar myndir ná aðeins litlum hlut þeirra sem horfa á leikið efni í sjónvarpi ef marka má upp- gjör kvikmyndaaðsóknar á síðasta ári. Íslendingar eyddu 1.104.938.460 krónum árið 2007 í aðgangseyri í kvikmyndahús landsins og 1.477.278 miðar voru seldir. Stöðvar 2 megin Pálmi Guðmundsson, sjónvarps- stjóri á Stöð 2, segir menn þar á bæ ætla að leggja um 300 milljónir í innlenda leikna þætti á næstu miss- erum. Um 20 milljónir fáist í hverja röð frá Kvikmyndamiðstöð og er Pressan fyrsta röðin sem fær það tillegg af almannafé. Næturvaktin var framleidd án tilleggs frá Kvik- myndamiðstöð. Framhald hennar er nú á teikniborðinu, lokavinna stendur yfir í handritsgerð fyrir Dagvaktina en tökur hefjast í mars. Er tólf þátta röð fyrirhuguð á dag- skrá á komandi hausti en þættirnir eru um 35 mínútur að lengd. Það er sami hópurinn sem stendur að verkinu og vann Næturvaktina; Ragnar Bragason leikstýrir en Saga film er framleiðandi. Þá er í undirbúningi réttardrama, krimmi, sem kallast Réttur og þeir Sigurjón Kjartansson og Óskar Jónasson veita því verkefni forstöðu. Átta þættir eru fyrirhugaðir. Þriðja leikna þáttaröðin sem er ákveðin hjá Stöð 2 er Sylgja, gamanþættir um unga konu sem vinnur hjá fjár- málafyrirtæki í höfuðborginni og er ákveðið að Ilmur Kristjánsdóttir leiki aðalhlutverkið. Þeir verða tólf talsins og Silja Hauksdóttir leik- stýrir. Úr Efstaleitinu Þórhallur Gunnarsson hjá Ríkisút- varpinu segir afráðið að Manna- veiðar, sem Reykjavík Films fram- leiðir undir leikstjórn Björns Brynjólfs Björnssonar, verði frum- sýnd á Ríkissjónvarpinu um pásk- ana. Sú röð byggir á sögu Viktors Arnar Ingólfssonar, Aftureldingu, sem kom út 2005. Þá eru fyrirhug- aðar á komandi hausti sýningar á þáttaröðinni Svörtum englum sem Saga Film framleiðir eftir tveimur sögum Ævars Arnar Jósepssonar, Skítadjobbi og Svörtum englum. Þórhallur gerir ráð fyrir að á næstu misserum verði á vetrardag- skrá Ríkissjónvarpsins leikið inn- lent efni í rúmar tuttugu vikur af þeim rétt þrjátíu sem vetrardag- skráin varir. Fyrirhugaðar séu raðir sem bæði séu gamanþættir og drama þegar fyrrnefndum krimma- röðum ljúki. Hann segir það hafa komið á óvart hvað kvikmyndaiðn- aðurinn hafi verið reiðubúinn að leggja fram góðar og mótaðar hug- myndir að leiknu efni af ýmsu tagi fljótt. Á borðum í Efstaleiti liggi vel á annan tug ágætra hugmynda að leiknu efni. Hvað kostar þáttaröð? Enn ríkir nokkur feimni hjá íslensk- um framleiðslufyrirtækjum og sjónvarpsstöðvum að gefa upp kostnað. Allir litir hafsins voru þrír klukkustundar langir þættir sem kostuðu samtals 120 milljónir. Talið er að Pressan kosti um 75 milljónir; það hefur ekki fengist staðfest en þeir eru sex nær klukkustundar langir þættir og verður það að telj- ast ódýrt enda hröð framleiðsla með miklu álagi á alla sem nálægt henni koma. Mannaveiðar, sem eru fjórir 40-45 mínútna þættir, kostuðu 63 milljónir staðfestir Björn Brynjólfur Björnsson. Framleiðendur kvikmynda eru glaðari og gjarnari að greina frá framleiðslukostnaði kvikmynda sinna: Mýrin kostaði 160 milljónir og Brúðguminn, sem frumsýndur var fyrir helgi, var framleiddur fyrir álíka upphæð. Breytur í framreiðslukostnaði eru gríðarmargar: þá ræður hvort allt er tekið í veri eða á öðrum töku- stöðum, hvort sviðsetning er flókin eða einföld og hlutverk mörg. Miklu skiptir hvort úthald er fjarri heima- högum, hvort sérstök brögð eru eða unnið með mikla eftirvinnslu með tölvuvinnslu sem er orðin sjálfsögð erlendis og getur sparað leikmynd og lýsingu þrátt fyrir að vera sjálf dýr. Dýrasta sjónvarpsefni sem fram- leitt er á Bretlandseyjum er þættir sem gerast á liðnum tíma, heimta búninga og hárgreiðslur og töku- staði frá löngu liðinni tíð. Samt keppast Bretar við að framleiða slíkt efni sökum þess að það nýtur mikillar hylli og selst um allan heim. Fjármögnun Þórhallur segir að sjónvarpið leggi fram til framleiðslu leikins efnis 15- 25 prósent framleiðslukostnaðar. Sjóður Ólafsfells leggi annað eins á móti. Samanlagt framlag þeirra geti verið allt að helmingi framleiðslu- kostnaðar. Þá er eftir framlag úr Kvikmyndamiðstöð ef fæst. Á þessu ári eru áætlaðar 80 millj- ónir í styrki frá Kvikmyndamiðstöð fyrir leikið sjónvarpsefni, á næsta ári fer styrkurinn upp í 95 milljónir og 2010 verða þar í sjóði 125 millj- ónir. Styrkur í Pressuna og Svarta engla var rúmar 20 milljónir í hvort verkefni. Með því móti stendur fjármögnun á íslenskum markaði ekki undir kostnaði við lengri raðir. Þá er eftir að reikna endurgreiddan innlendan framleiðslukostnað frá iðnaðarráðu- neytinu sem er núna 14 prósent en kvikmyndagerðarmenn vilja fá þær endurgreiðslur hækkaðar. Einnig eru framlög úr erlendum sjóðum á borð við Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðinn og Media-sjóð Evr- ópusambandsins, framlag frá erlendum sjónvarpsstöðvum, en aðkoma þeirra að dýrari þáttaröðum er nauðsynleg og getur því brúað bilið og komið framleiðanda yfir rauða strikið. Erlend tengsl heimta hins vegar af framleiðendum aðra vinnu en bara að ná saman sem mestum fjármunum hér heima. Þá verða menn að leggjast í víking. Að sögn Þórhalls tókst að ná for- sölu á Svarta engla þegar á handrits- stigi í haust en sænska sjónvarpið keypti þættina. Fyrir bragðið á Saga film möguleika á styrk úr Norræna sjóðnum en tvær norrænar stöðvar þarf til að menn séu gjaldgengir þar. Engin íslensk sjónvarpsþáttaröð fékk styrk úr Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum á síðasta ári. Margt á döfinni Innan bransans, eins og kvikmynda- gerðarmenn segja, eru þegar kunn- ar þróaðar hugmyndir að þáttaröð- um sem ekki er vitað á þessu stigi hvar enda: Sveinbjörn Baldvinsson hefur skrifað þáttaröð fyrir Pega- sus sem kallast Hamarinn. Hann hefur mesta reynslu í skrifum af þessu tagi, vann á sínum tíma við skrif fyrir danska aðila fyrir þátta- röðina Taxa og Forsvar sem báðar voru sýndar hér. Hann semur einnig handrit fyrir Mannaveiðar. Frumdrögin að Hamrinum urðu til um svipað leyti og Allir litir hafs- ins mótuðust og er stefnt að tökum síðsumars, en þetta eru fjórir 55 mínútna þættir. Að sögn Snorra er framleiðslukostnaður á milli 150 og 160 milljónir. Verkið er mannmargt og tökur fara fram úti á landi. Þá hefur lengi verið í undirbún- ingi þáttaröð eftir Ólaf Hauk Símonarson sem kallast Þorpið og Ólafur Rögnvaldsson, framleiðandi hjá Ax film, vinnur að. Það er því margt í bígerð hjá íslenskum sjón- varpsstöðvum og framleiðendum sem þær starfa mest með. Fram undan er margfalt meira leikið efni á íslenskum sjónvarpsstöðvum en áður hefur verið í framboði, kunn- ugir tala um að leikið efni hafi meira en tífaldast í mínútum talið. Laufey Guðjónsdóttir segir margt vera í pípunum en utan sjónvarps- stöðvanna er Kvikmyndamiðstöð fyrsti áfangi þegar hugmynd hefur verið mótuð og er kynningarbær. Hún lýsir samt eftir hugmyndum að efni eftir börn en eins og skrá hér að framan um nýtt íslenskt efni sýnir er það ekki ætlað ungum áhorfendum nema við teljum mis- indismenn og myrkraverk vera við barna hæfi. Pálmi Guðmundsson sjónvarpsstjóri. Stöð 2 fjárfestir fyrir hundruð milljóna í leiknu efni. Björn Brynjólfur Björnsson leikstjóri og framleiðandi: „Nú er bara undir okkur kvikmyndagerðarmönnum komið að segja góðar sögur.” Nú er bara undir okkur kvikmyndagerðar- mönnum komið að segja góðar sögur,“ segir Björn Brynjólfur Björnsson, leikstjóri Mannaveiða, sem RUV frumsýnir á páskum. Brúðgumi Baltasars Kormáks er skemmtileg mynd. Ég myndi segja að hún sé það sem við þekkjum erlendis frá sem „feel-good“ mynd og maður kemur út úr myrkum bíósalnum frekar ánægður með sjálfan sig og lífið og tilveruna. Þetta er á köflum bráðfyndin mynd sem gerir eflaust það sama fyrir taugakerfið og einn tími í hlátursjóga. Sagan er sögð á tveimur tímaplönum. Jón (Hilmir Snær), miðaldra bókmenntafræðikennari í Háskólanum, er kominn í þrot með barnlaust samband sitt við Önnu (Margréti Vilhjálms). Hún er tæp á geði, líklega með geðhvarfasýki, og er fljót að sveiflast á milli ofsakæti og fýlu. Þau fara til Flateyjar sumarið 2006 til að reyna að lappa upp á sambandið. Þar birtist Þóra (Laufey Elíasdóttir, áður söngkona með hinni frábæru PPPönk), tvítugur fulltrúi krúttkynslóðarinnar. Jón hefur kennt henni í bókmenntafræðinni og hún stefnir nú ótrauð á að ná ástum Jóns. Jón hefur því um tvo kosti að velja, brakandi fersk ástarævintýri með ungpíu eða þrúgandi sambandstjasl með Önnu greyinu. Hann velur fyrri kostinn. Á seinna tímaplaninu, sumarið 2007, er staðan sú að Anna er horfin og brúðkaup Jóns og Þóru stendur fyrir dyrum. Við sjáum daginn og nóttina fyrir brúðkaupið, fylgjumst með gestum og íbúum í Flatey og undirbúning veislunnar. Svo kemur auðvitað að brúðkaupinu sjálfu og stóru spurningunni: Verður eitthvað af þessu? Í miðpunkti myndarinnar er sjálfhverfa bókmenntagufan Jón. Þetta er tvístígandi náungi sem átti einhvern tímann drauma um að slá í gegn í bókmenntaheiminum en flýtur nú áfram í lífinu og tekur því sem að höndum ber. Hilmir Snær túlkar Jón á því sem virðist tilþrifa- lausri sjálfsstýringu, en hvernig er svo sem hægt að leika svona mann öðru vísi? Það er þó ekki laust við að manni finnist Hilmir nákvæmlega eins í þessari mynd og einhverju öðru sem maður hefur séð hann í. Þótt „geðveika konan“ sé þekkt minni í íslenskum bíómyndum bætir Margrét Vilhjálmsdóttir nýjum vinklum við persónuna og sýnir stórleik á köflum, til dæmis í Jónsmessunæturkastinu. Laufey Elías- dóttir er mjög eðlileg og góð sem jákvæða ungpían Þóra sem vill „bjarga“ Jóni. Maður skilur þó ekki alveg hvers vegna Þóra er svona hrifin af bókmenntaþunnildinu. Kannski er það af því hann er svo sætur, eða kannski af því hún gróf upp gamalt ástarljóð eftir hann sem hún telur sýna hans innri mann. Í hópi aukaleikara blómstrar fólk hægri vinstri. Stjörnur myndarinnar eru tvímælalaust Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Jóhann Sigurðarson sem leika tengdafólk brúðgumans. Þau eru hreinlega frábær og á meðan á myndinni stendur bíður maður spenntur eftir að sjá þau birtast aftur á tjaldinu. Þau eiga stóran þátt í djúpu hlátrasköll- unum sem myndin framkallar. Þröstur Leó Gunnarsson og Ólafur Darri Ólafsson leika grínléttandi erkitýpur. Þröstur lókallúðann Börk, sem í lítilli hliðarsögu hefur tekist að fá Jón til að koma upp golfvelli í eyjunni, og Ólafur fulla fíflið Sjonna. Báðir eru góðir. Sömuleiðis Ilmur Kristjánsdóttir í hlutverki seinfæru systur brúðarinnar og Ólafur Egill Egilsson í hlutverki Séra Ólafs. Allar þessar persónur eru dregnar upp ljóslifandi, frábærlega unnar af leikurum og leikstjóra. Þótt hér sé bíómyndaklisjan „skrítna fólkið á landsbyggðinni“ til staðar er mun meira kjöt á þeim beinum en áður. Allar persónur myndarinnar eru lúserar hver á sinn hátt. Viðkunnanlegir lúserar í hamingjuleit. Svona eins og við öll hin. Bjarta íslenska sumarnóttin og eyjan snotra Flatey eru umgjörð sögunnar. Mörg skot og senur í myndinni eru með því allra flottasta sem maður hefur séð í íslenskri mynd. Til dæmis „kríuatriðið“ þegar Anna kemst að framhjáhaldi Jóns og fylliríið á hæðinni og eftirmálar þess. Baltasar velur ekkert nema toppfólk til að vinna með sér. Bæði leikmyndin og tónlist Jóns Ólafssonar og Sigurðar Bjólu fellur sem dæmi svo eðlilega að heildarpakkanum að maður tekur ekki eftir þeim. Að velja rammíslensk dægurlög í myndina – Stuðmannaslagara og Samferða eftir Magnús Eiríksson í gullfallegum hápunkti myndarinnar – rammar inn það sem Baltasar er að gera með þessari mynd: að búa til íslenska skemmtun sem er stælalaus og eins langt frá því að vera hipp og kúl og hugsast getur. Baltasar svissar meistaralega á milli tímaplan- anna tveggja og framvinda myndarinnar er þægileg og stígandi góður. Hægt hefði verið að enda myndina fyrr en Baltasar kýs að gera en halinn, þótt stuttur sé, er afhjúpandi og bætir heilmiklu við söguna og hvernig maður upplifir hana. Brúðguminn er mjög vel heppnuð skemmtimynd um leitina að hamingjunni. Hún kemst ekki að frumlegri niðurstöðu heldur standa í myndarlok eftir klisjurnar „Sá sem er hamingjusamur lengur en í tíu mínútur er fífl“, og það sama og Jón Ársæll þylur nú í bílaauglýsingu: „Hamingjan er ekki áfangastaðurinn heldur leiðin“. Hitt er svo annað mál að klisjur eru klisjur af því þær eru sannar. Dr. Gunni Viðkunnanlegir lúserar Brúðguminn er skemmtileg mynd sem lætur áhorfendur hlæja og líða vel. BRÚÐGUMINN Leikstjóri: Baltasar Kormákur Aðalhlutverk: Hilmir Snær Guðnason, Margrét Vilhjálmsdóttir og Laufey Elíasdóttir ✸✸✸✸
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.